Dagur


Dagur - 14.04.1992, Qupperneq 20

Dagur - 14.04.1992, Qupperneq 20
^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiwminiiiiiiiiiiiiiiiimiiHihMiiiiii........................................................ Akureyri, þriðjudagur 14. aprfl 1992 Kodak Express Gæöaframköllun ★ Tryggðu filmunni þinni Jbesta ^PediGmyndir Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Fyrirhugað er að selja Rúmfatalagernum hf. lóðina Norðurtanga 3 sem Járntækni hf. fékk úthlutað á sínum tíma. Mynd: Golli Sauðárkrókur: „Flassað“ á laganna verði Að sögn lögreglu á Blönduósi og Sauðárkróki var helgin fremur viðburðalítil og að því Ieyti lík öðrum helgum frá ára- mótum. Þó bar svo við á Sauð- árkróki að „flassað“ var á lag- anna verði þar sem þeir voru við eftirlit og ku það ekki vera algengt þar í bæ. Tvær tilraunir voru gerðar til að brjóta upp glugga á íbúðar- húsum í Hlíðahverfi á Sauðár- króki um helgina. Einnig teygði einhver fingralangur sig inn um opinn glugga á húsi og tók spari- bauk lítils barns úr gluggakist- unni. Harður árekstur varð síðan á mótum Sauðárkróksbrautar og Skagfirðingabrautar, en engan sakaði þrátt fyrir að bifreiðar skemmdust mikið. Aðfaranótt laugardags voru tveir laganna verðir svo á eftir- Hafnarstjórn Akureyrar: Klofnaði í afstöðu til umsóknar um breytta nýtingu lóðar á hafnarsvæðinu Bæjarstjórnar Akureyrar bíða nú til staðfestingar þær sam- þykktir hafnarstjórnar og bygginganefndar að lóðin Norðurtangi 3, sem er innan hafnarsvæðis Akureyrarhafn- ar, verði seld og önnur starf- semi verði á lóðinni en áður hafði verið ákveðið. Járntækni hf. fékk lóðinni á sínum tíma úthlutað en fyrirhugað er að selja Rúmfatalagernum hf. húsgrunn á henni undir versl- unarhús. Hafnarstjórn klofn- aði í afstöðu sinni til málsins sl. föstudag og samþykkti, með atkvæðum minnihlutans og fulltrúa Alþýðubandalags, að heimila breytta nýtingu á lóð- inni en fulltrúar Sjálfstæðis- flokks voru á móti. Mál þetta kom til umræðu á tveimur fundum hafnarstjórnar í fyrri viku en bygginganefnd fjall- aði einnig um málið og sam- þykkti breytta nýtingu ef hafnar- stjórn féllist á beiðnina. Síðari fundur hafnarstjórnar var á föstudag og þar lögðu full- trúar minnihlutans fram tillögu þess efnis að hafnarstjórn heimili breytta nýtingu lóðarinnar að Norðurtanga 3 þannig að Rúm- fatalagernum verði heimilt að reka þar verslun enda sé lóðin í útjaðri hafnarsvæðis samkvæmt gildandi skipulagi. Jafnframt seg- ir að heimildin sé veitt með því skilyrði að Akureyrarhöfn hafi kauprétt á Ióðinni og þeim mann- virkjum sem á lóðinni eru og á henni kunni að verða reist. Þessi tillaga var samþykkt með tveimur atkvæðum fulltrúa minnihluta og atkvæði fulltrúa Alþýðubanda- lags, eins og áður segir. Tveir fulltrúar Sjálfstæðis- flokks í hafnarstjórn lögðu fram bókun í fjórum liðum í framhaldi af fyrrgreindri samþykkt. Þar segir að fyrirhuguð starfsemi sé í mótsögn við samþykkt aðalskipu- lags og svæðaskipulags Akureyr- arhafnar. Einnig að sá rökstuðn- ingur sem hafnarstjórn hafi notað þegar mælt var með úthlutun til núverandi eiganda lóðarinnar árið 1988 sé í fullu gildi og engin rök hafi komið fram sem gefi tilefni til að breyta skipulagi á hafnarsvæðinu. JÓH Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga: Fjármagnskostnaður jókst um 93% - úthlutað úr Menningarsjóði KÞ Hagnaður Kaupfélags Þingey- inga á síðasta ári var 1,6 millj- ónir króna. Þetta er nokkru minni hagnaður en á árinu 1990 þegar hagnaðurinn var 59 milljónir króna. Þetta kom fram á aðalfundi Kaupfélags Þingeyinga sem var haldinn á laugardag. Fundinn sóttu 108 fulltrúar frá 10 deildum félags- ins. í skýrslu formanns KÞ, Egils Olgeirssonar, og Hreiðars Karls- sonar, kaupfélagsstjóra, kom fram að nýliðið ár einkenndist að mörgu leyti af þeim samdrætti sem var í þjóðarbúskapnum, mjög háum raunvöxtum veruleg- íslenskar getraunir: Röð með 13 rétta á Akureyri vinningsupphæðin losar tvær milljónir „Sem stendur eru Akureyring- ar getspakastir allra íslend- inga. Röð með þrettán réttum komu upp á Akureyri einu sinni enn og það í þriðja sinn á þremur vikum,“ sagði Sigurð- ur Baldursson, framkvæmda- stjóri Islenskra getrauna í Reykjavík. Fimmtánda leikvika í íslensk- um getraunum fór fram um sl. helgi. Er upp var staðið reyndust 20 með 13 rétta, þ.e. tvær raðir á íslandi og átján í Svíþjóð. Hlutur norðanmanna, sem áttu aðra íslensku röðina, er um 2,4 millj- ónir króna. Sigurður Baldursson segir að Akureyringar séu lang bestu viðskiptavinir íslenskra getrauna og vinningar skili sér í réttu hlutfalli norður. „Golf- klúppur Akureyrar seldi 56 þús- und raðir og er söluhæstur allra. KR kemur þar á eftir með 41 þús- und raðir. KA og Pór eru í fimmta sæti með 31 þúsund raðir hvort íþróttafélag." „Vinningshafarnir tveir er voru með 13 rétta eru viðskiptavinir Golfklúbbs Akureyrar. Æ fleiri leita til okkar hér að Jaðri og telja staðinn boða gæfu í þessu sem öðru. Vinningsupphæð tví- menninganna losar tvær milljónir og fleiri fengu vinninga. Nær 400 þúsund fóru til þeirra sem voru með 12, 11 og 10 rétta. Já, heilla- dísirnar er með okkur hér að Jaðri,“ sagði Smári Garðarsson, starfsmaður Golfklúbbs Akur- eyrar. ój an hluta ársins, lítilli verðbólgu og kyrrð á vinnumarkaðnum. í skýrslum sínum töldu þeir að reksturinn hafi borið merki sam- dráttarins án þess að um stóráföll væri að ræða og miðað við ytri aðstæður verði að telja niður- stöðu ársins viðunandi þótt hún hafi orðið undir því sem vonir hafi staðið til og áætlað hafði verið. Þessi niðurstaða sýni að félagið hafi styrkst nokkuð á árinu þótt eiginfjárhlutfali hafi versnað. Fjármagnskostnaður KÞ hækk- aði milli ára úr 31,7 milljónum króna í 61,2 milljónir eða um 93%. Fjármunamyndun í rekstri var 54,4 milljónir króna, borið saman við 62,4 milljónir á árinu 1990. Aðalfundurinn afgreiddi nýjar samþykktir fyrir félagið í sam- ræmi við ný samvinnulög. Þá var einnig samþykkt, m.a. í tilefni af 110 ára afmæli félagsins, að út- hluta úr Menningarsjóði K.Þ. til Skógræktarfélags Suður-Þingey- inga og Húsgulls á Húsavík 110 þúsund krónum til hvors félags. Gunnar Páll Jóhannsson var kjörinn nýr fulltrúi í stjórn í stað Brynjars Sigtryggsonar. JÓH litsrúnti um Sauðárkrók, þegar tveir piltar gengu í veg fyrir lög- reglubifreiðina og heftu för hennar. Það var þó ekki í frásögu færandi nema fyrir það eitt að piltarnir tóku út á sér kynfærin og veifuðu framan í lögregluna áðuf en þeir hleyptu bílnum framhjá og brutu með því þá grein hegn- ingarlaga er varðar almennt vel- sæmi. SBG Akureyri: Tvö innbrot um helgina - nokkur ölvun í miðbænum Aöfaranótt niánudagsins var brotist inn á tveimur stööum á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglunnar á Akureyri var brotist inn í kapellu Akureyrarkirkju. Inn- brotsþjófurinn braut litla rúðu, opnaði gluggafag og smokraði sér síðan inn. Engu var stolið það er séð verður. Síðara innbrotið var framið í verslun Pedrómynda við Hafnarstræti. Þjófurinn komst inn um þakgiugga á skúrbygg- ingu bakatjl vif) verslunina. Litlu sem engu var stolið, aðeins lítilræði af skiptimynt. „Nokkur ölvun var í miðbæ Akureyrar um helgina, en þó ekki meiri en gengur og gerist um helgar. Lögreglan tók einn mann ölvaðan og próflausan við akstur þar sem hann ók gegnt rauðu ijósi,“ sagöi tals- maður rannsóknarlögreglunn- ar á Akureyri. ój Strákagöng: skála boðin út Vegagerð ríkisins hefur boðið út byggingu vegskálu Fljótamegin við Stráka- göng. Vegskálinn er 28 metra langur og í hann er gert ráð fyrir að fari 220 rúmmetrar af steinsteypu og 40 tonn af steypustyrktar- járni. Að sögn Einars Gíslasonar, umdæmistæknifræðings hjá Vegagerð ríkisins á Sauðár- króki, er ekki gert ráð fyrir að göngunum verði lokað tíma- bundið á meðan á l'ram- kvæmdunt við vegskálann stendur í sumar, en þeim skal lokið 30. ágúst nk. Jafnhliða því sem ístak hf. vann við endurbætur á sjálfum Strákagöngunum á sl. sumri, var sprengt töluvert úr berginu Fljótamegin við göngin og uppsteypa vegskála þannig undirbúin. Því stendur ekkert í veginum að hefja fram- kvæmdir af fuilum krafti, en Einar Gíslason segir það ákvörðun væntanlegs verktaka hvenær hann hefji fram- kvæmdir. Tilboð í þetta verk verða opnuð 4. maí nk. óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.