Dagur - 22.04.1992, Síða 2

Dagur - 22.04.1992, Síða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 22. apríl 1992 Fréttir - ráðgert að Guðmundur Árnason verði hótelstjóri Stjórn Ferðamálasjóðs hefur ákveðið að ganga að tilboði Bautans hf. á Akureyri og þriggja einstaklinga í Hótel Stefaníu á Akureyri. Byggða- sjóður hefur ekki tekið afstöðu til tilboðsins, en hann á minnihluta í hótelinu. Eftir því sem næst verður komist mun stjórn Byggðastofnunar taka þetta mál fyrir á næsta stjórn- arfundi, sem boðaður hefur verið í næstu viku, og sam- Húnavaka: Húsbænda- vaka á Blönduósi í kvöld Húnavaka hófst sl. mánudag, en þá var opnuð samsýning myndlistarmannanna: Daða Guðbjörnssonar, Elínar Magnúsdóttur og Þórðar Hall á Hótel Blönduósi. Um kvöld- ið sýndi Leikflokkurinn á Hvammstanga síðan Ættar- mótið í Félagsheimili Blöndu- óss. Myndlistarsýningin verður opin alla daga Húnavökunnar, eða fram á sunnudag. í kvöld, síðasta vetrardag, verður svo Húsbændavaka í Félagsheimili Blönduóss og er þar um að ræða blandaða skemmtidagskrá sem alls koma um 80 manns fram í. Að henni lokinni dansa Húnvetn- ingar veturinn út við undirleik Herramanna. Nemendur Grunnskóla Blöndu- óss verða með sína skemmtun á fimmtudag og um kvöldið er unglingadansleikur með Vinum vors og blóma. Að kvöldi föstu- dags verða síðan kórtónleikar í Félagsheimili Blönduóss, þar sem Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps, Samkórinn Björk og Reykjalundarkórinn úr Mosfells- bæ, leiða saman hesta sína. Kvikmyndin Ingaló verður sýnd á laugardag, en Húnavöku lýkur á laugardagskvöldið með stórdansleik í félagsheimilinu þar sem Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar, sér um fjörið. SBG kvæmt heimildum Dags er tal- ið ólíklegt annað en Byggða- sjóður taki tilboðinu. Ferðamálasjóður (65%) og Byggðasjóður (35%) festu kaup á Hótel Stefaníu á síðasta ári á nauðungaruppboði. Það var síð- an auglýst til sölu og bárust nokk- ur tilboð í það. f síðustu viku ákvað stjórn Ferðamálasjóðs að taka sameiginlegu tilboði Baut- ans hf. og þriggja einstaklinga úr Reykjavík í hótelið. Ráðgert er að einn þeirra, Guðmundur Árnason, verði hótelstjóri. Guð- mundur lærði hótelstjórnun og ferðamálafræði í Sviss og hefur m.a. verið hótelstjóri á Hótel Þelamörk undanfarin tvö sumur. Hann er nú starfsmaður Ríkisút- varpsins. Stefán Gunnlaugsson, veitinga- maður á Bautanum, sagði að ef allt gengi að óskum myndu nýir eigendur opna hótelið fyrrihluta maímánaðar. Stefán sagði að Bautinn hf. og hótelið, sem ekki er búið að finna nýtt nafn á, yrðu rekin sem tvö aðskilin fyrirtæki. „Við erum í ferðamannaþjónustunni og telj- um að við styrkjum okkur með kaupum á hótelinu,“ sagði Stefán. óþh Mynd: Golli Akureyri: Á þriðja hundrað böra feraid Eins og oft áður settu fermingar mikinn svip á páskahátíðina. Fermt var á Akureyri, Húsa- vík, Sauðárkróki og Siglufirði. Á Akureyri voru 209 börn fermd á pálmasunnudag og skírdag, þar af 129 í Akureyrar- kirkju og 80 í Glerárkirkju. Á Húsavík voru 33 börn fermd á skírdag og 27 börn á Siglufirði, einnig á skírdag. Á Sauðárkróki voru alls 54 börn fermd á pálmasunnudag og skírdag. Golli ljósmyndari Dags tók meðfylgjandi mynd í ferming- arguðsþjónustu í Akureyrar- kirkju eftir hádegi á skírdag. óþh Hótel Stefanía á Akureyri: Ferðamálasjóður gekk að tilboði Bautans og þriggja einstaklinga Fegurðarsamkeppni íslands 1992 í'er Iram á Hótel ís- landi í kvöld, síðasta vetrar- dag, og fyrir landshyggða- fólkið er rétt að minna á að frá keppninni er sjónvarpað á Stöð 2. Útsending hefst kl. 22.20 Að þessu sinni taka 18 stúlkur þátt í keppninni og koma þær víðs vegar af land- inu. Fulltrúi Norðurlands er Pálína Halldórsdóttir úr Suö- ur- Þingeyjarsýslu er stundar nám í Menntaskólanum á Akureyri. Foreldrar Pálínu eru Halldór Sigurðsson og Mary Anna Guðmundsdóttir. Hestamennska og blak eru áhugamál Pálínu og að stúd- entsprófi loknu ætlar hún til náms við bændaskólann að Hólum. Gróa Ásgeirsdóttir cr fram- kvæmdastjóri keppninnar, en dómnefndina er velur fegurð- ardrottningu íslands 1992 skipa: Sigtryggur Sigtryggs- son, fréttastjóri, sem er for- maður, Kristjana Geirsdóttir, veitingamaður, Matthildur Guðmundsdóttir, fyrrverandi Ungfrú íslands, Bryndís Ólafsdóttir, fyrirsæta, Stefán Hilmarsson, söngvari, Sigurð- ur Kolbeinsson, framkvæmda- stjóri, og Þórarinn J. Magnús- son, ritstjóri. Stöð 2 mun fylgjast með vali á fegurðardrottningu íslands 1992. í þættinum verða allar stúlkurnar kynntar auk þess sem rætt verður við fegurðar- drottningar fyrri ára. í lok þáttarins verður sjónvarpað beint frá krýningarathöfninni. ój Mjólkursamlag KEA: Atján hlutu viðurkennmgar fyrir 1991 A aðalfundi Mjólkursamlags KEA og Félags eyfirskra naut- gripabænda í gærkvöld voru afhentar viðurkenningar fyrir framleiðslu úrvals mjólkur sem lögð var inn hjá samlaginu á Flskmi&lun Nor&urtamls 6 Dalvík - Flskvert ó markaW vlkuna 12.04-18.04 1992 Tegund Hámarks- verö Lágmarks- verö Meöalverð (kr/kg) Magn (kg) Verðmæti Grálúöa 81 80 80,76 1.280 103.370 Hlýri 33 30 30,00 40 1.200 Hrogn 115 114 114,11 235 26.817 Karfi 42 30 40,46 234 9.468 Lúöa 370 356 359,66 88 31.650 Skarkoli 60 30 45,34 768 34.820 Skata 60 60 60,00 9 540 Steinbítur 34 30 30,05 253 7.602 Ufsi 46 45 45,99 8.759 402.801 Undirmál þ. 65 60 64,22 351 22.540 Ýsa 120 116 119,32 1.386 165.372 Þorskur 91 30 87,19 18.678 1.628.503 Samtals 75,89 32.081 2.434.683 Dagur btattr vtkulsga tdflu yflr flskver* hjá Ftskmlflhm Norturlandv h Dalvík og grefnlr Þar M verBtnu eam fékkst (vtkunnl á undan. Þetta er gert í Ijósl jwss a6 hlutverk fiskmarkaáa f verfl- myndun istenskra sjáverafurfle hefur vaxifl hr&ðum skrefum og þvl sjálfsagt eð gera lesendum blaðslns klelft að fytgjast með þrðun markaðsverðs á flskl hir á Norðurlandl. síðasta ári. Að þessu sinni fengu 18 býli viðurkenningu og þar af hlutu 5 þeirra sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa framleitt úrvalsmjólk a.m.k. þrjú ár í röð. Til þess að hljóta þessa viður- kenningu má gerlamagn í mjólk- inni aldrei fara yfir 30.000 gerla pr. ml, meðaltals frumutala sé undir 300.000 pr. ml, mjólkin sé alltaf í 1. flokki við flokkun á hitaþolnum og kuldakærum gerlum, að mjólkin hafi ekki ver- ið óeðlileg við skynmat og að aldrei hafi orðið vart fúkkalyfja og eða annarra efna er rýrt geti gæði mjólkurinnar. Einnig að aðkoma og umgengni í fjósi og mjólkurhúsi hafi ævinlega verið góð að mati mjólkureftirlits- manna. Eftirtaldir hlutu viðurkenningu í ár: Félagsbúið Vöglum, Félags- búið Holtseli, Félagsbúið Vill- ingadal, Félagsbúið Eyvindar- stöðum, Haukur Berg Fífilgerði, Félagsbúið Hallanda, Félagsbúið Breiðabóli, Grímur Jóhannesson Þórisstöðum, Árni Sigurjónsson Leifshúsi, Árni Hermannsson Ytri-Bægisá, Félagsbúið Stóra- Dunhaga, Sigurður Jónsson Efstalandi, Félagsbúið Bakka, Ólafur Thorlacíus Öxnafelli, Leifur Guðmundsson Klauf, Sverrir Sverrisson Neðri-Vind- heimum, Kristján Hermannsson Lönguhlíð og Þorsteinn Rútsson Þverá. Þá hlutu þeir Ólafur Thorlacíus, Leifur Guðmundsson, Sverrir Sverrisson, Kristján Hermanns- son og Þorsteinn Rútsson sér- staka viðurkenningu fyrir að hafa framleitt úrvals mjólk í a.m.k. þrjú ár. óþh Húsavík: Fyrsta skfðamótíd í Gyðuhnjúk Sveinn Bjarnason sem keppti fyrir Grím hf. sigraði á fyrsta skíðamótinu sem haldið er í Gyðuhnjúk, á hinu nýja skíða- svæði Húsvíkinga. Keppnin fór fram á páskadag í blíðskap- arveðri. Keppt var í samhliða svigi og tóku 32 skíðamenn þátt fyrir hönd 77 fyrirtækja. Á annað hundrað manns komu á skíðasvæðið á páskadag, ýmist gangandi eða akandi á jeppum eða snjósleðum. Skíðadeild Völsungs bauð fólkinu veitingar. „Krakkarnir voru alsælir og fólk yfir sig hrifið. Þetta er eins og að koma í annan heim þó ekki sé farin lengri leið og þarna sér hvergi á dökkan díl. Það vantar bara betri aðstöðu og veg uppeft- ir,“ sagði Sólveig Skúladóttir sem starfaði við mótshaldið. Hún sagði að þó nokkuð margir hefðu komið á gönguskíðum að Gyðu- hnjúk og að þar væri víðáttumik- ið göngusvæði. Sólveig sagði að skíðalyftan yrði í gangi á sumardaginn fyrsta og um næstu helgi. Ökufært væri á jeppum langleiðina að Gyðu- hnjúk og snótroðarinn hefði síð- an dregið skíðamenn síðasta spölinn. IM

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.