Dagur - 22.04.1992, Page 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 22. apríl 1992
Frumvarp til nýrra hjúskaparlaga:
Jafnrétti hjóna fest í lög
- töluverðar breytingar á lögum um hjónavígslur, skilnaði og það sem þar er á milli
Frumvarp til nýrra hjúskapar-
laga hefur verið lagt fram á
Alþingi og er því ætlað að
leysa af hólmi lög frá 1972 og að
hluta lög frá 1923. I frumvarp-
inu er leitast við að færa
ákvæði laganna nær nútíman-
um og laga þau að þeim breyt-
ingum sem orðið hafa í samfé-
laginu. Til dæmis má sjá mörg
merki um að ákvæði eldri laga
sem gerðu ráð fyrir öðrum við-
horfum til jafnréttis kynjanna
hafi mátt víkja.
Mestum nýmælum sætir 3. grein
frumvarpsins, en hún hljóðar
svo: „Hjón skulu skipta með sér
verkefnum á heimili eftir
föngum, svo og útgjöldum vegna
heimilisrekstrar og framfærslu
fjölskyldu. Hjónum er skylt að
veita hvort öðru upplýsingar um
efnahag sinn og afkomu.“ Þetta
hljómar eðlilega en er samt
nýmæli í íslenskri hjúskaparlög-
gjöf. í 2. grein segir líka að hjón
séu „hvívetna jafnrétthá í hjúskap
sínum og bera jafnar skyldur
hvort gagnvart öðru og börnum
sínum“. I samræmi við það eru á
nokkrum stöðum felld niður
ákvæði eldri laga um „sérþarfir
húsfreyju“.
Ýmsar breytingar eru líka ráð-
gerðar á skilyrðum til hjóna-
vígslu. Til dæmis getur dóms- og
kirkjumálaráðuneytið veitt ungl-
ingum undir 18 ára aldri undan-
þágu til giftingar án þess að leita
heimildar foreldra. Þeim kemur
þetta ekki lengur við. Þá eru
numdar brott allar hömlur á
vígslu tengdra manna, en ætli
kjörforeldri og kjörbarn að gift-
ast verður fyrst að fella niður ætt-
leiðinguna. Einnig eru felldar
niður hömlur við því að andlega
fatlaðir menn, þ.e. geðveikir eða
þroskaheftir, gangi í hjónaband.
Skilnaðarástæðum fækkar
Reglur um hjónaskilnað hafa
breyst töluvert frá eldri löggjöf.
Séu bæði hjón sammála um að
leita skilnaðar má veita lögskiln-
að sex mánuðum eftir að leyfi til
skilnaðar að borði og sæng tók
gildi. Áður þurfti að líða heilt ár
og sú regla gildir enn ef einungis
annað hjóna krefst skilnaðar. Pá
hefur verið felld niður krafan um
tryggð milli hjóna meðan þau eru
skilin að borði og sæng, þ.e. ef
annað hjóna fremur hjúskapar-
brot á þeim tíma er ekki hægt að
nota það sem rök fyrir lögskiln-
aði. Reyndar hefur ástæðum fyrir
hjónaskilnaði verið fækkað veru-
lega og eru einungis fjórar: sam-
vistaslit vegna ósamlyndis hjóna,
tvíkvæni, hjúskaparbrot og lík-
amsárás annars hjóna gegn hinu
eða börnum á heimilinu. I síðast-
nefnda tilvikinu nægir raunar að
maki hafi „sýnt af sér atferli sem
fallið er til að vekja alvarlegan
ótta“ um að hann gerist sekur um
líkamsárás.
Samkvæmt eldri lögum var
hjónum skylt að leita sátta ef þau
Friðgeir Halldórsson,
íþróttamaður ársins
hjá Ungmennasam-
bandi Austur-Hún-
vetninga.
Ungmennasamband Austur-Húnvetninga:
Friðgeir HaJldórsson kjörinn
íþróttamaður ársins
- Valdimar Guðmannsson kosinn formaður
Guðrún Sunna Gestsdóttir (t.v.),
handhafi stigabikars F.R.I. flmmta
árið í röð, ásamt fráfarandi for-
manni U.S.A.H., Sigurlaugu Þ.
Hermannsdóttur.
75. ársþing Ungmennasambands
Austur-Húnvetninga var haldið í
Félagsheimilinu á Blönduósi 21.
mars sl. í boði Umf. Hvatar og
Golfklúbbsins Óss. Gestir þings-
ins voru Pálmi Gíslason formað-
ur U.M.F.Í., frá Í.S.Í. þeir Stefán
Konráðsson, Guðmundur Gísla-
son og Edda Hermannsdóttir,
formaður trimmnefndar Í.S.Í.
40 ár eru síðan Pálmi Gíslason
gerðist ungmennafélagi, einmitt í
Austur-Húnavatnssýslu. í tilefni
þess gaf Pálmi Ungmennasam-
bandinu forláta bikar en Ung-
mennasamband Austur-Húnvetn-
inga er 80 ára á þessu ári, stofnað
í marsmánuði 1912.
íþróttamaður ársins var kjör-
inn Friðgeir Halldórsson, Umf.
Hvöt. Stjörnukeppni F.R.Í. vann
Guðrún Sunna Gestsdóttir Umf.
Hvöt Blönduósi.
Sigurlaug Þ. Hermannsdóttir,
sem verið hefur formaður
U.S.A.H. undanfarin 4 ár, gaf
ekki kost á sér til endurkjörs en
hún var kosin í stjórn U.M.F.Í. á
sl. hausti. Formaður í stað Sigur-
laugar var kosinn Valdimar Guð-
mannsson í Bakkakoti og veru-
legar breytingar aðrar urðu á
stjórn U.S.A.H.
vildu skilja. Þeirra skyldi leitað
hjá presti eða sáttanefnd ef hjón
tilheyrðu hvort sínum söfnuði
eða voru utan safnaða. Sátta-
nefndir virkuðu aldrei almenni-
lega og voru lagðar niður með
lögum fyrir nokkrum árum. Nú
er hjónum ekki skylt að leita
sátta nema þau eigi ósjálfráða
barn, annað eða bæði, sem þau
hafa forsjá fyrir. Hjón skulu þó
ávallt eiga þess kost að leitað sé
um sættir með þeim og er það
áfram í höndum presta að gera
slíkt. Hins vegar getur dómari
eða sýslumaður gegnt þessu hlut-
verki og einnig er ráðuneytinu
heimilað að veita stofnunum um
fjölskylduráðgjöf leyfi til að ann-
ast sáttaumleitanir.
En þótt hjónum sé skylt að
leita sátta ef börn eru inni í
myndinni eru ákvæði um forsjá
barna í slíkum tilvikum ekki að
finna í þessum lögum. Þau eru
talin eiga heima í barnalögum,
enda er búið að leggja frumvarp
til nýrra barnalaga fyrir Alþingi
þar sem réttarstaða þeirra við
skilnað foreldra er ákvörðuð.
Eignir og peningar
Hjúskaparlög snúast óhjákvæmi-
lega mikið um peningamál og
eignir. Þess vegna eru í þeirn
langir bálkar og margar greinar
um kaupmála, fjárskipti við
skilnað og skilgreiningar á því
hvað er séreign og hvað hjúskap-
areign, þe. sameign fjölskyldunn-
ar. Margt er þar keimlíkt og í
eldri lögum en ýmis nýmæli
einnig. Til dæmis er nú hægt að
rifta gjöf annars maka til þriðja
manns „ef gjöf er úr hófi miðað
við efnahag hjóna“.
Varðandi kaupmála þá er nú
einungis hægt að gera kaupmála
um þær eignir sem eru til staðar
við gerð samningsins. Samkvæmt
frumvarpinu verður einnig hægt
að gera kaupmála um að innbú á
heimili hjóna verði séreign ann-
ars þeirra. Einnig er breyting í þá
veru að arður af séreign verður
samkvæmt frumvarpinu áfram
séreign en í núgildandi lögum er
hann sagður sameign hjóna.
Það er einnig búið að herða á
ákvæðum sem takmarka rétt ann-
ars maka til að ráðstafa fasteign-
um, innbúi eða lausafé sem fjöl-
skyldan notar eða er notað við
atvinnurekstur beggja hjóna eða
hins. Þetta gildir einnig um
bújarðir og leigu húsnæðis sem
fjölskyldan býr í, annar makinn
má ekki segja upp leigusamningi
eða selja fasteign án skriflegs
samþykkis hins. Er þetta rökstutt
með því að þörf sé á að vernda
fjölskylduna betur en gert er í
gildandi lögum.
Þá er búið að rýmka heimildir
til frávika frá helmingaskiptaregl-
unni þegar hjón skilja. Nú ber að
taka meira tillit en áður til þess
hvernig slík skipti koma út og
hvort þau eru bersýnilega ósann-
gjörn fyrir annað hvort hjóna.
Þar getur komið til álita arfur
sem annað hjóna hefur fengið
eða ef annað hjóna hefur lagt
verulega miklu meira en hitt í
búið og hjónaband staðið stutt.
Mikill lagabálkur
Þetta nýja frumvarp til hjú-
skaparlaga er heilmikill bálkur,
einar 140 greinar og alls tæplega
90 síður með athugasemdum og
greinargerð. Höfundar þess eru
sifjalaganefnd sem er ein af fasta-
nefndum dóms- og kirkjumála-
ráðuneytis. Hana skipa nú Ár-
mann Snævarr fyrrum hæstarétt-
ardómari, Baldur Möller fyrrum
ráðuneytisstjóri, Drífa Pálsdóttir
deildarstjóri og Guðrún Erlends-
dóttir hæstaréttardómari. Auk
þeirra vann Auður Auðuns fyrr-
um dómsmálaráðherra að samn-
ingu frumvarpsins á fyrri stigum
þess.
Verði frumvarpið afgreitt sem
lög á þessu þingi tekur það gildi
1. júlí í sumar. Eftir það gilda ný
lög um öll hjónabönd í landinu
svo það dugir ekkert að skjóta
sér á bak við þau lagaákvæði sem
giltu þegar gengið var í hjóna-
band. Þó er sú undantekning þar
á að beiðni um skilnað sem borin
er fram fyrir gildistöku laganna
skal meðhöndluð eftir eldri lög-
um nema bæði hjón óski þess að
nýju lögin gildi. -ÞH
íslenskar
sjávarafurðir hf.:
Bæklingur um
veiðarogvinnslu
Upplýsingabæklingurinn Facts
and figures er nú kominn út í
annað sinn hjá íslenskum sjávar-
afurðum. í bæklingnum er að
finna hagnýtar upplýsingar varð-
andi veiðar og vinnslu á 16 fisk-
tegundum, á landsvísu annars
vegar og fyrir íslenskar sjávaraf-
urðir hf. hins vegar. Áftast í
bæklingnum er auk þess að finna
samantekt á útflutningi ÍS eftir
tgegundum og mörkuðum.
Upplýsingar um veiðar og
vinnslu á landsvísu eru byggðar á
upplýsingum frá Fiskifélagi
íslands. Ætlunin er að endurnýja
bæklingin árlega.
Halldórsstefna:
Alþjóðleg ráðstefna um
ritstörf Haíldórs Laxness
- í tilefni af níræðisafmæli hans 23. apríl nk.
Stofnun Sigurðar Nordals
gengst fyrir alþjóðlegri ráð-
stefnu um ritstörf Halldórs
Laxness í tilefni af níræðis-
afmæli hans 23. apríl 1992.
Ráðstefnan er haldin í tengsl-
um við Listahátíð í Reykjavík
og fer fram í Háskólabíói, sal
2, dagana 12. til 14. júní.
Fyrirlesarar á ráðstefnunni
verða Árni Sigurjónsson, Ástráð-
ur Eysteinsson, Eysteinn Þor-
valdsson, Gísli Pálsson, Guðrún
Hrefna Guðmundsdóttir, Guð-
rún Nordal, Gunnar Kristjáns-
son, Halldór Guðmundsson,
Halldór E. Laxness, Helga
Kress, Hubert Seelow, István
Bernáth, José A. Fernández
Romero, Peter Hallberg, Régis
Boyer, Rory McTurk, Svetlana
Nedeliajeva-Steponaviciene,
Turið Sigurðardóttir og Véstein
Ólason.
Ráðstefnan hefst með sam-
komu í Háskólabíói 12. júní, kl.
21. Þar tala Árni Bermann,
Steinunn Sigurðardóttir og Peter
Hallberg um skáldskap Halldórs
og kynni sín af honum og lesið
verður upp úr verkum hans og
flutt tónlist í tengslum við þau.
Ráðstefnan er öllum opin.