Dagur - 01.05.1992, Side 2

Dagur - 01.05.1992, Side 2
2 - DAGUR - Föstudagur 1. maí 1992 Fréttir Blöðruselsplágan á Skjálfandaflóa: „Verðum að veita viðnám“ ,Við Grímsey og á Skjálfanda er blöðruselurinn aðgangs- harðastur um mánaðamótin ágúst/september. Þá er selur- inn búinn að vera á ísnum þar sem hann gengur úr hárum. A haustin er hann magur en ekki nú,“ segir Þórður Pétursson, veiðimaðurinn kunni frá Húsa- vík. Sem lesendum Dags er kunnugt er mikið um blöðrusel á Skjálf- Félag fertugra á Skagaströnd: Hvorld hlutafé né samvinnufé ag ag Félag fertugra á Skagaströnd var stofnað 26. apríl sl. í sam- þykktum félagsins segir m.a. að tilgangur þess sé að gera líf- ið skemmtilegra og stuðla að því að fólki sé Ijóst að það sé líf eftir fertugt. Samþykktir félagsins kveða á um að þeir einir séu félagar sem verða fertugir ár hvert og ganga þeir sjálfkrafa í félagið á áramót- um og úr því um næstu áramót á eftir. Magnús B. Jónsson, sveit- arstjóri á Skagaströnd, er einn af stofnendum félagsins og segir hann að á stofnfundinn hafi mætt tíu manns, en þrettán séu skráðir í félagið samkvæmt þjóðskrá, jafnt karlar sem konur. Að sögn Magnúsar er engin stjórn í félagi þessu og fundum stjórnar sá sem er háværastur og frekastur. Hann segir að það sé helst á stefnuskránni að fara í sumar til Hríseyjar og gera eitthvað skemmtilegt. Samþykktir félagsins eru mjög athyglisverðar og rétt er að gefa lesendum smá sýnishorn af þeim: „1. grein. Félagið er hvorki hlutafélag né samvinnufélag og nafn þess er Félag fertugra á Skagaströnd.“ „4. grein. í félaginu eru þeir einir félagar sem verða fertugir ár hvert og ganga þeir sjálfkrafa í félagið á áramótum og úr því um næstu áramót. Þar sem þessi grein er skýlaust brot á mannrétt- indum skal öllum málum sem upp kunna að koma varðandi þessa grein, vísað til Mannrétt- indadómstólsins í Haag. 5. grein. Enginn félagi ber ábyrgð á félaginu og getur því enginn skuldbundið félagið og félagið ekki skuldbundið neinn. Sömuleiðis bera félagar ekki ábyrgð hver á öðrum, nema um hjón sé að ræða.“ SBG Bridds andaflóa á fyrstu dögum sumars. Sjómenn hafa kvartað undan ágangi skepnunnar því hún er mikill skaðvaldur og eyðileggur fiskinn í netum. Þórður segir að blöðruselurinn sjúgi aðeins lifr- ina úr netafiskinum ólíkt því sem aðrar selategundir gera. Landsel- urinn og Breiðfirðingurinn klippa t.d. fiskinn um haus þannig að hausinn er aðeins eftir í möskv- anum. „Blöðruselurinn kemur frá Grænlandi upp að Grímsey og síðan inn á Skjálfandaflóa. Þann- ig fylgir hann vorgöngum þorsks frá Grænlandi. Fiskur hefur verið illa bitinn við Grímsey að undan- förnu sem og á miðum sjómanna frá Húsavík. Mest hefur orðið vart við selinn á Flateyjarsundi og Hraunshorni. í fyrra var mikið um blöðrusel við Lundey og hans hefur orðið vart þar nú. Selurinn heldur sig mest á djúpu vatni þ.e. 70 til 90 föðmum, en nú höfum við orðið hans varir á grunnu vatni þ.e. allt að fimm föðmum. Norðaustur af Lundey er karfi og þar höfum við séð blöðruseli koma upp með karfa. Einnig höf- um við séð fiska í yfirborðinu sem eru lifandi en lifrarsognir. Nei, blöðruselurinn er ekki á eft- ir laxi því stórlaxinn byrjar ekki að ganga í Laxá fyrr en um 20. maí. Strax og brælan gengur nið- ur fer ég út til að veiða blöðrusel. Við verðum að veita viðnám og drepa þennan ófögnuð sem rænir sjómenn lífsbjörginni,“ sagði Þórður Pétursson. ój Bernharð Haraldsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, notaði stórvirk áhöld við að sneiða niður tertu sem útskriftarnemar skólans færðu starfsfólki í gærmorgun. Nemendurnir dimiteruðu í gær en setjast nú niður við lcstur skólabóka fyrir lokaáfangann. Mynd: Coiii Kísiliðjan hf.: „Efst í huga að verksmiðjimm verði tryggt viðunandi námaleyfi“ - sagði Róbert B. Agnarsson, eftir aðalfnndinn „Orsakir þessa eru í fyrsta lagi almenn lægð í efnahagslífi í heiminum en á síðasta ári mun sala kísilgúrs hafa minnkað um Aðalfundur Starfsmannafélags Akureyrarbæjar: Vextir af lánum Líf- eyrissjóðs STAK verði lækkaðir í 5,5% Á aðalfundi Starfsmannafélags Akureyrarbæjar sl. þriðju- dagskvöld var samþykkt til- laga, sem Jóhanna Júlíusdóttir og Snælaugur Stefánsson lögðu fram fyrír hönd stjórnar STAK, þar sem samþykkt var að skora á stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar „að lækka nú þegar vexti af lánum sjóðsins niður í 5,5% til samræmingar við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.“ í tillögunni segir að aðalfund- urinn telji það „vera mikla hags- Sveitakeppni UMSE og HSÞ í bridds: UMSE vaun annað árið í röð Hin árlega sveitakeppni í bridds milli UMSE og HSÞ fór fram að Hrafnagili fyrir skömmu, í umsjá UMSE. Eftir mjög tvísýna og skemmtilega keppni fóru leikar svo að UMSE sigraði, hlaut 140 stig á móti 125 stigum HSÞ-manna. Keppt er um bikar sem Fóður- vörudeild KEA gaf og vann UMSE hann nú annað árið í röð. Það lið sem fyrr vinnur bikarinn þrjú ár í röð eða fimm sinnum alls, vinnur hann til eignar. Tvímenningsmót UMSE 1991 sem fram átti að fara sl. haust, var haldið í Víkurröst á Dalvík sl. sunnudag. Þátttaka var nokk- uð góð en alls mættu 18 pör til leiks. Keppnin var jöfn og æsi- spennandi og einungis munaði 10 stigum á parinu í fyrsta sæti og parinu í áttunda sæti og tveimur stigum á parinu í fyrsta sæti og parinu í þriðja sæti. Svo fór þó að lokum að Vík- ingur Guðmundsson og Ólafur Björnsson fögnuðu sigri með 161 stig. Hákon Stefánsson og Stefán Jónsson urðu í öðru sæti með 160 stig og Reimar Sigurpálsson og Ófeigur Jóhannesson í því þriðja með 159 stig. í næstu sætum komu eftirtalin pör: 4. Gísli Pálsson) Árni Arnsteinsson 155 5. Gylfi Pálsson/ Helgi Steinsson 154 6. Kristján Þorsteinsson/ Trausti Þórisson 154 7. Jón A. Jónsson/ Ólafur Árnason 152 8. Eiríkur Helgason/ Jóhannes Jónsson 151 -KK muni fyrir félagsmenn í STAK að vextir skuli lækkaðir og bendir á að ein aðal forsenda við gerð nýrra kjarasamninga, hafi ein- mitt verið vaxtalækkun." Meirihluti stjórnar Lífeyris- sjóðs starfsmanna Akureyrarbæj- ar samþykkti undir lok síðasta árs að hækka vexti á lánum sjóðs- ins úr 5,5% í 6,5%. Samþykkt aðalfundar STAK kveður því á um að ná þeirri hækkun til baka. í stjórn Lífeyrissjóðs STAK eru tveir fulltrúar Akureyrarbæj- ar, Heimir Ingimarsson og Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir auk Hall- dórs Jónssonar, bæjarstjóra, og Erlingur Aðalsteinsson og Gunn- laugur Búi Sveinsson eru fulltrú- ar Starfsmannafélags Akureyrar- bæjar. óþh Tónleikar á Sauðárkróki Tónleikar til styrktar Stórsveit Tónlistarskóla Sauðárkróks, sem er á förum tU Danmerkur um miðjan mánuðinn, verða í dag, 1. maí, í húsnæði skólans og hefjast kl. 15.30. Nemendur og kennarar munu leika létt lög og Sigurdríf Jónatansdóttir syngja einsöng, auk þess sem kaffihlaðborð verður á staðnum. Við sama tækifæri mun Búnað- arbankinn á Sauðárkróki afhenda Tónlistarskólanum gjöf og er þar um að ræða íslenska fiðlu, smíðaða af Kristni Sigur- geirssyni. SBG 10% í heildina, og það eykur samkeppnina. Síðan má nefna gengismálin. Við erum útflutn- ingsfyrirtæki og flytjum út 99,9% framleiðslunnar og selj- um allt okkar efni í Evrópu- myntum sem lækkuðu um 1,5% milli ára. Meðan verð- bólgan er þetta um 7% milli ára þá kemur kostnaðarauki á fyrirtækið sem ekki er bættur í tekjum þess,“ sagði Róbert B. Agnarsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf., aðspurður um orsakir átta milljóna króna taps á rekstri fyrirtækisins í fyrra. En Kísiliðjan var rekin með hagnaði mörg árin þar á undan. Á aðalfundinum var ákveðið að greiða út arð, 10% af nafn- verði hlutafjár. Kísiliðjan var 25 ára 13. ágúst í fyrrasumar. Af því tilefni voru gefnar þrjár milljónir króna til skólabyggingar í Mývatnssveit og 300 þúsund krónur til skógræktar í sveitinni. „Þó nú sé ekki tími til að vera gjafmildur, þá koma tímar og koma ráð, og þetta breytist allt til batnaðar,“ sagði Róbert. Róbert lætur af störfum fram- kvæmdastjóra nú um mánaða- mótin og var hann spurður hvaða málefni Kísiliðjunnar honum væru efst í huga á þeim tímamót- um: „Mér er það efst í huga að sem fyrst verði gengið frá því að tryggja framtíð fyrirtækisins með því að verksmiðjunni verði tryggt viðunandi námaleyfi sem er grunnur fyrirtækisins. Ég er mjög vongóður um að það verði gert fyrr en seinna. Sjálfur er ég mjög bjartsýnn á framtíð fyrirtækisins, það er bæði þjóðhagslega hag- kvæmt og hagkvæmt fyrir hérað- ið. Já, ég kveð hérna með sökn- uði.“ IM Flugmálastjórn: Tímamót í sögu alþjóða- flugþjónustu á íslandi I gær, 30. apríl 1992, voru 45 ár liðin frá því að samstarf íslands og Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar um þjónustu við alþjóðaflug á Norður- Atlantshafí hófst. Samstarfíð hófst er undirritaður var samn- ingur um rekstur Loran stöðv- ar í Vík í Mýrdal, sem Banda- menn reistu á stríðsárunum. „ísland býr enn í dag að þessu samstarfi um alþjóðaflug, sem hefur aukist og margfaldast með árunum og sjá má á því að 1947 fóru um 5500 alþjóðleg flug um íslenska flugstjómarsvæðið, sem þá var um 1 milljón km2 að stærð. Fjömtíu og fimm árum síðar fara um 70 þúsund alþjóð- leg flug um íslenska flugstjómar- svæðið, sem nú er um fimm sinn- um stærra en það upphaflega," segir f fréttatilkynningu frá flug- málastjóra. Fram kemur að hagnaður af þessu samstarfi hafi einkum verið tvíþættur, þ.e. gjaldeyristekjur sem námu 600 milljónum króna á síðasta ári og innlend tækniþekk- ing, en sá þáttur er ómetanlegur m.a. fyrir Háskóla íslands. Á þessu ári verður tekinn í notkun háþróaður tölvubúnaður og í byggingu er flugstjórnarmið- stöð fyrir Alþjóðaflugþjónust- una. Verðmæti þessara fram- kvæmda er um 1400 milljónir króna. SS STAK: Jóhanna gaf ekki kost á sér Vegna fréttar í Degi í gær um stjórnarkjör í Starfsmannafélagi Akureyrarbæjar skal að gefnu tilefni tekið fram að Jóhanna Júlíusdóttir, fráfarandi formaður STAK, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og á aðalfundi félags- ins sl. þriðjudagskvöld voru henni þökkuð með lófaklappi giftusöm störf í þágu þess. óþh

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.