Dagur - 01.05.1992, Side 5

Dagur - 01.05.1992, Side 5
Föstudagur 1. maí 1992 - DAGUR - 5 Hvaðeraðgerast Kirkjukór Akraness með tónleika - á Akureyri og í Hrísey Kirkjukór Akraness heimsækir Eyjafjörð helgina 1. til 3. maí. Kórinn heldur tónleika í Akur- eyrarkirkju í kvöld, föstudaginn I. maí, kl. 20.30 og Hríseyjar- kirkju laugardaginn 2. maí kl. 17.30. í>á syngur kórinn við guðs- þjónustu í Akureyrarkirkju sunnudaginn 3. maí kl. 14 þar sem Björn Jónsson, sóknarprest- ur á Akranesi, predikar. Á efnisskrá kórsins í þessari söngferð er „Requiem" Op. 48 og „Cantique De Jean Racine" Op. 11 eftir Gabriel Fauré. Einsöngvarar á tónleikunum í Akureyrarkirkju 1. maí verða Margrét Bóasdóttir, sópran, og Halldór Vilhelmsson, bassi. Orgelleikari verður Marteinn Hunger Friðriksson, dómorgan- isti. Einnig syngur Margrét Bóas- dóttir aríu og sönglög eftir J. S. Bach við undirleik Marteins H. Friðrikssonar. Einsöngvarar á tónleikunum í Hríseyjarkirkju 2. maí verða Sól- veig Hjálmarsdóttir, sópran, og Halldór Vilhelmsson, bassi. Akureyri: NemendurGlerár- skóla bjóða upp á bflaþvott Nemendur í 10. bekk Glerár- skóla bjóða upp á athyglisverða þjónustu nk. sunnudag, 2. maí, við Glerárskóla frá kl. 14 til 18. Til fjáröflunar fyrir ferðasjóð nemenda ætla þeir að þvo og bóna bíla fyrir fólk gegn 2000 króna greiðslu. Ef bílinn er ryk- sugaður og þrifinn að innan greiðast aukalega 500 krónur. Innifalið í verðinu er kaffi og kökur. Kennarar Glerárskóla hafa umsjón og eftirlit með verk- inu. Dropinn Tríóið 3 plús Jazz leikur á veit- ingastaðnum Dropanum annað kvöld, laugardagskvöld, og á sunnudagskvöldið. Þessir sveiflu- kóngar hafa að undanförnu getið sér gott orð á veitingastöðum höfuðborgarinnar. Annað kvöld verður rokkaður jazz í hávegum hafður, en á sunnudagskvöld verður boðið upp á jazztónleika eins og þeir gerast bestir. Frítt verður inn annað kvöld kl. 11-03 en á sunnu- dagskvöld kostar aðgöngumiðinn kr. 600 kl. 10 til 01. 1929 í kvöld, 1. maí, verður danssýn- ing í skemmtistaðnum 1929 á Akureyri sem nefnist „Back to the Musik“. Valið verður „Blind Date“ kvöldsins. Annað kvöld, laugardagskvöld, verður undir- fatasýning frá Ynju og ilmvatns- kynning frá Vörusölunni. Hótel KEA Hljómsveitin Herramenn frá Sauðárkróki sér um fjörið á Hótel KEA á Akureyri annað kvöld, laugardagskvöld. Hótel KEA minnir á leikhús- matseðil á kr. 1940 í kvöld og 2400 krónur annað kvöld og er dansleikur þá innifalinn. Undirleikari verður Juliet Faulkner. Söngstjóri Kirkjukórs Akra- ness er Jón Ólafur Sigurðsson og formaður Ingimar Magnússon. Tónlistarskólinn á Akureyri: Vortónleikar forskóladeildar Vortónleikar forskóladeildar Tónlistarskólans á Akureyri verða í dag, föstudaginn 1. maí, kl. 14. Nemendur flytja fjöl- breytta efnisskrá. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Vortónleikar strengjadeildar Vortónleikar strengjadeildar (efri stig) verða á sal Mennta- skólans á Akureyri í dag, föstu- daginn 1. maí, kl. 17. Nemendur á strengjahljóðfæri flytja fjöl- breytta efnisskrá við undirleik Richard Simm og Guðnýjar Erlu Guðmundsdóttur. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Röst með aðalfund á Hrafnagili Röst, samtök um eflingu land- búnaðar og byggðar í landinu, boða til aðalfundar samtakanna að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit nk. sunnudag, 3. maí, kl. 10 árdegis. Á fundinum kynnir próf. Sigurð- ur Líndal ritgerð sína um fram- leiðslustjórnun í landbúnaði, Gunnar Páll Ingólfsson, kjötiðn- aðarmeistari, fjallar um vöru- þróun - markaðs- og sölumál búvara og Sigfús B. Jónsson, framkvæmdastjóri Ferskra afurða á Hvammstanga, fjallar um sjóðakerfi landbúnaðarins. Akureyri: Hefðbundin dagskrá á 1. maí Verkalýðsfélögin á Akureyri gangast að vanda fyrir 1. maí hátíðarhöldum á Akureyri í dag. Klukkan 13.45 safnast fólk sam- an við Alþýðuhúsið og fimmtán mínútum síðar verður lagt upp í kröfugöngu. Hátíðarsamkoma hefst að kröfugöngunni lokinni á fjórðu hæð Alþýðuhússins. Þar flytur Ármann Helgason, for- maður 1. maí nefndar, ávarp hennar. Flutt verður aðalræða dagsins og boðið verður upp á fjölbreytt skemmtiatriði. Þá verður kaffihlaðborð í boði 1. maí nefndar verkalýðsfélaganna. Boðið verður upp á barna- gæslu í hliðarsal þar sem verða leikföng og aðstaða til að lita og teikna. Einnig verða sýndar þar vel valdar teiknimyndir. Um kvöldið, kl. 23, verður verkalýðsball í Alþýðuhúsinu og leikur hljómsveitin Namm fyrir dansi. Leikfélag Akureyrar Nú fer sýningum á Íslandsklukk- unni hjá Leikfélagi Akureyrar að fækka. Um þessi helgi, sem er áætluð næstsíðasta sýningarheigi, verða tvær sýningar. Sýningar verða í kvöld, föstudaginn 1. maí, kl. 20.30 og annað kvöld, laugardagskvöld á sama tíma. Akureyri: Dansleíkur Féiags harmoniku- unnenda Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð stendur fyrir dansleik í Lóni við Hrísalund á Akureyri annað kvöld, laugardaginn 2. maí, kl. 22-03. Allir eru vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Borgarbíó Borgarbíó sýnir um helgina kl. 21 myndirnar Deceived og Other peoples money. Klukkan 23 verða sýndar myndirnar Bilun í beinni útsendingu og Föður- hefnd. Á barnasýningum nk. sunnu- dag kl. 15 verða sýndar myndirn- ar Hundar fara til himna og Lukku-Láki. Freyvangs- lcikhúsið Um helgina verður Freyvangs- leikhúsið með síðustu sýningar á hinni vinsælu rokkóperu Messíasi Mannssyni. Sýningar verða í kvöld, föstudagskvöldið 1. maí, kl. 20.30 og á sama tíma annað kvöld, laugardagskvöldið 2. maí. Upplýsingar eru gefnar í síma 31196. Laugamarkaður á laugardag Frjálsíþróttaráð HSÞ stendur fyr- ir Laugamarkaði, sem eitthvað verður í líkingu við Kolaportið, laugardaginn 2. maí kl. 14-18 í íþróttahöllinni á Laugum. Einstaklingar, félög og fyrir- tæki geta leigt sér söluborð gegn vægu verði og selt framleiðslu sína, gamlar vörur eða hvað ann- að sem mönnum dettur í hug. Frjálsíþróttaráð mun selja veit- ingar og einnig verður eitthvað léttmeti á boðstólnum. Aðstand- endur vona að þessi nýbreyttni mælist vel fyrir í héraði. Áhugahópur um brjóstagjöf: Opið hús í Amarohúsinu Priðjudaginn 5. maí verður opið hús fyrir mömmur sem hafa áhuga á brjóstagjöf. Þar geta þær hitt aðrar „brjóstamömmur“ og spjallað saman um allt sem teng- ist brjóstagjöf. Reyndari mæður geta veitt stuðning og ráð sem og hjúkrun- SjaUinn Hljómsveitin Suðusveitin ásamt Björgvini Halldórssyni leikur fyr- ir dansi í kvöld, föstudagskvöldið 1. maí, og annað kvöld, laugar- dagskvöld. í hljómsveitinni er valinn maður í hverju rúmi. Björgvin leikur á kassagítar og syngur, Magnús Kjartansson leikur á hljómborð, Finnbogi Kjartansson á bassa, Vilhjálmur Guðjónsson á gítar og Ásgeir Óskarsson á trommur, en þrír síðasttöldu hafa í vetur leikið í þætti Hemma Gunn, Á tali. Skákfélag Akureyrar: Amaro- hraðskákmót Sunnudaginn 3. maí næstkom- andi kl. 14 hefst síðasta stórmót Skákféiags Akureyrar á þessari skákvertíð. Þetta er hraðskák- mót þar sem keppt er um Amaro- bikarinn og er mótið árlegur við- burður í starfi félagsins. Núverandi handhafi Amaro- bikarsins er Rúnar Sigurpálsson og hann verður meðal keppenda á sunnudaginn. Þótt skákvertíðinni sé að ljúka mun Skákfélag Akureyrar halda úti einhverri starfsemi í sumar. arfræðingur frá ungbarnaeftirlit- inu. Einnig er von á fyrirlestrum og fræðslu um efnið. Að þessu opna húsi standa fimm áhuga- samar mæður með börn á brjósti. Þær eru í þann veginn að stofna áhugafélag um brjóstagjöf og vöxt og þroska barna. Þetta félag tengist opna húsinu en á eftir að þróast. Því eru allar mæður velkomnar að taka þátt í uppbyggingu nýja félagsins. Opna húsið verður í húsnæði mæðraeftirlitsins í Amaróhúsinu Hafnarstræti 99 á Akureyri 4. hæð og verður framvegis á hálfs mánaðar fresti. Vímuvamardagur Iions á morgun Lionshreyfingin á íslandi heldur sinn árlega vímuvarnardag í sjö- unda sinn laugardaginn 2. maí. Þá munu Lions-, Lionessu- og Leófélagar um land allt ganga í hús og selja túlipana til styrktar unglingastarfsemi í landinu. Auk þess rennur hluti peninganna í sérstakan vímuvarnarsjóð hreyf- ingarinnar, sem er sérstakur styrktarsjóður fyrir kennsluverk- efnið Lions Quest. Markmiðið með vímuefna- varnardeginum er að kynna vímuvarnarstarf hreyfingarinnar og verkefnið Lions Quest, Að ná tökum á tilverunni. Þeir túlipan- ar sem seldir verða hafa allir ver- ið ræktaðir hér á landi sérstak- lega fyrir þennan dag. Sjá einnig „Hvað er að gerast“ á bls. 8. Áburðarflutningar Tökum að okkur áburðarflutning ★ Ódýr og góð þjónusta Vörubílstjórafélagið Valur (Stefnir) Öseyri 2 a, Akureyri, sími 22620. A D H 'O JL A VA 7 NI FORELDRAR! FORELDRAR! Innritun er hafin í sumarbúðirnar Hólavatni Dvalarflokkar sumarsins fyrir börn 8 ára og eldri verða: Drengir 6. júní -16. júní Drengir 19. júní - 26. júní Stúlkur 27. júní- 7. júlí Stúlkur 9. júlí-16. júlí Stúlkur 17. júlí - 24. júlí 10 dagar verð kr. 17.900 7 dagar verð kr. 12.500 10 dagar verð kr. 17.900 7dagar verð kr. 12.500 7dagar verð kr. 12.500 Innritun fer fram í félagsheimili KFUM og K, Sunnuhlíð 12, mánu- daga og miðvikudaga kl. 17-18 í síma 26330 og utan skrifstofutíma í síma 23929 hjá önnu og 23939 hjá Hönnu sem einnig veita allar nánari upplýsingar. SUMARBÚÐIRNAR HÓLAVATNI.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.