Dagur - 01.05.1992, Síða 8

Dagur - 01.05.1992, Síða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 1. maí 1992 l.maí L Landsbanki Islands Banki allra landsmanna útibúið Akureyri Brekkuafgreiðsla sendir starfsfólki sínu og landsmönnum öllum kveðjur á baráttudegi verkafólks 1. maí 1. tnaí TÖEVUTÆKI BÓXVAL sendir starfsfólki sínu og verkafólki um land allt bestu kveðjur í tilefni dagsins —1* maí------------------ Sendum baráttukveðjur til sjómanna og verkafólks í tilefni dagsins Útgerðarfélag Akureyringa l.maí Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis sendir starfsfólki sínu og verkafólki um land allt bestu kveðjur í tilefni dagsins Hvað er að gerast? Hanne Juul og fleiri góðir á vísnatónleikum um helgina Vísnadagar verða haldnir 2. og 3. maí samtímis í Reykjavík, Akur- eyri, Egilsstöðum og ísafirði. Um skipulagningu vísnadaganna sjá Vísnavinir, Norræna húsið og Norræna félagið. Tvennir tón- leikar verða haldnir á Akureyri. Norrænir vísnadagar 1992 eru haldnir í samvinnu Norræna hússins í Reykjavík, Norrænu félaganna á ísíandi og Tónlistar- félagsins Vísnavina. Fyrri tónleikarnir verða haldn- ir á morgun, 2. maí, kl. 16 í Gamla Lundi. Par koma fram Hanus G. Johansen frá Færeyj- um, Jannika Hággerström frá Finnlandi og Tjarnarkvartettinn frá Tjörn í Svarfaðardal. Hanus er þekktasti vísna- söngvari Færeyinga. Hann hefur haldið tónleika á öllum Norður- löndunum og tekið þátt í gerð safnplatna með norrænum vísna- söng. Fyrsta sólóplata hans kom út árið 1988. Jannika Hággerström er sænskumælandi Finni og meðlim- ur í Vísnavinum í Helsingfors. Jannika er formaður Félags ungra trúbadora og er þetta í fyrsta skipti sem hún kemur til íslands. Sunnudagskvöldið 3. maí verða síðari tónleikarnir á Hótel KEA kl. 20.30. Þar koma fram Hanne Juul frá Danmörku, Jan- Olof Andersson frá Svíþjóð og Tjarnarkvartettinn frá Tjörn í Svarfaðardal. Hanne Juul er vel þekkt vísna- söngkona með rætur á íslandi. Afi hennar var apotekari á ísa- firði. Hún er fædd í Kaupmanna- höfn, bjó í níu ár á íslandi, en er búsett í Svíþjóð núna. Hanne ferðast um öll Norðurlöndin og syngur vísur á öllum Norður- landamálunum. Hanne kom síð- ast fram í sjóvarpsþætti hjá Hemma Gunn. Jan-Olof Andersson er sænsk- ur söngvari og gítarleikari. Hann hefur hlotið margs konar viður- kenningar fyrir vísnatúlkun sína, m.a. Alf-Hamba-styrkinn 1991 og Ulf Peder Olrog-styrkinn 1987. Þetta er í þriðja sinn sem Jan-Olof kemur til íslands. Hann var hér í desember sl. í boði Blás- arakvintetts Reykjavíkur. Fyrsta landsmót kvennakóra í Ýdölum um helgina Helgina 2.-3. maí verður fyrsta landsmót kvennakóra haldið að Ýdölum í Aðaldal. Til mótsins koma 5 kórar: Kvennakórinn Ljósbrá Rangárvallasýslu, Kvennakór Suðurnesja, Kvenna- kór Siglufjarðar, Freyjukórinn Borgarfirði og Kvennakórinn Lissý Þingeyjarsýslu, en hann hefur skipulagt og undirbúið mótið. Þáttakendur eru um 160 talsins. KA-heimilið: Kynningarftmdur um eina bestu íþróttamiðstöð Evrópu Um helgina verður staddur hér á landi framkvæmdastjóri National Sportcentrum Sittard, einnar bestu íþróttamiðstöðvar í Evrópu. Hann mun kynna íþróttamiðstöðina forystumönn- um íslenskra íþróttafélaga og -sambanda, þjálfurum og örðum framámönnum. Fyrsti kynning- arfundurinn verður í KA-heimil- inu á Akureyri á morgun kl. 14 á vegum Úrvals-Útsýnar og Flug- leiða. Sittard er staðsett í Limburg- héraði í Hollandi í aðeins 10 km. fjarlægð frá landamærum Hol- lands við Belgíu og Þýskaland. Aðstaðan þar er eins og best ger- ist í heiminum í dag og gildir þá einu hvort íþróttin sem stunda skal heitir handknattleikur, knattspyrna, sund, körfuknatt- leikur, fimleikar, blak, badmin- ton eða frjálsar íþróttir. Forráða- menn íþróttafélaga og aðrir íþróttaforystumenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Akureyri: Dansstúdíó Alice með „opið hús“ í dag í dag, föstudaginn 1. maí, stend- ur Dansstúdíó Alice á Akureyri fyrir „opnu húsi“ í húsakynnum sínum. Þar verður boðið upp á ókeypis kynningartíma í líkams- rækt auk þess sem kynning verð- ur á drykkjum frá Coca Cola, .66 Akureyri: „Styrkur' með fræðslufund Næstkomandi mánudag, 4. maí, heldur „Styrkur", félag krabba- meinssjúklinga og aðstandenda þeirra, fund að Glerárgötu 36 kl. 20 til 22. Fyrirlesari kvöldsins verður Elísabet Hjörleifsdóttir, krabbameinshj úkrunarfræðing- ur, og mun hún fjalla um almenn- an stuðning við krabbameins- sjúklinga og aðstandendur þeirra og kynna sambærilega stuðnings- hópa í Skotlandi. Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Nýir félagar eru boðnir velkomnir. Amaro verður með Guerlain snyrtivörukynningu og Sporthús- ið kynnir íþróttaskó. Húsið verður opnað kl. 13.30. Klukkan 14 verður boðið upp á ókeypis tíma í „maga, rass og læri“, kl. 14.30 í „þreki og þoli“, kl. 15 í „eróbikki“ og kl. 15.30 í „tröppuþreki“. Fólk er hvatt til að mæta á staðinn með íþrótta- gallann og taka hraustlega á. Auk æfinga og sameiginlegrar kvöldskemmtunar syngja kórarn- ir við guðsþjónustur sunnudaginn 3. maí kl. 11 í Húsavíkur-, Þór- oddsstaðar-, og Neskirkju. Lokatónleikar verða haldnir að Ýdölum sunnudaginn 3. maí kl. 15. Þar kemur fram sameigin- legur kór allra þátttakenda og kórarnir hver um sig. Á efnis- skránni eru m.a. íslensk þjóðlög og sönglög, kórar úr óperum og söngleikjum, t.d. Carmen, Hol- lendingnum fljúgandi, Ævintýr- um Hoffmanns og Söngvaseið. í tengslum við mótið er í and- dyri Ýdala opin sýning á vefnaði Elínar Kjartansdóttur og sýndar vörur frá Leðuriðjunni Teru á Grenivík. Tónlistarskóli EyjaQarðar: Fyrstu vortón- leikamir Tónlistarskóli Eyjafjarðar verður með vortónleika nk. sunnudag, 3. maí, kl. 15.30 að Melum. Um kvöldið kl. 20.30 verða eldri nemendur með tónleika að Grund. Miðvikudaginn 6. maí kl. 20.30 verða tónleikar á Sval- barðseyri, laugardaginn 9. maí kl. 15 í Sólgarði, sunnudaginn 10. maí kl. 13.30 í Laugarborg (nemendur úr Laugalandsskóla og Grunnskólanum á Hrafnagili) og sunnudaginn 10. maí kl. 17 á Grenivík. Mánudaginn 11. maí kl. 20.30 verða síðan söngtón- leikar í Laugarborg. Skólaslit Tónlistarskóla Eyja- fjarðar verða í Grundarkirkju miðvikudaginn 13. maíkl. 20.30. Akureyri: FélagAlzheimers sjújklinga með fræðshifúnd Félag aðstandenda Alzheimer- sjúklinga á Akureyri og nágrenni heldur fræðslufund á morgun, laugardaginn 2. maí, kl. 14 í Hlíð á Akureyri. Þar segir Þóra Arn- finnsdóttir, geðhjúkrunar- fræðingur, frá umönnun og aðhlynningu heilabilaðra sjúkl- inga í Hlíðabæ í Reykjavík. Von- ast er til þess að allir þeir sem áhuga hafa á þessum málum komi á fundinn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.