Dagur - 12.05.1992, Side 3
Þriðjudagur 12. maí 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Pörin er lentu í þremur efstu sætunum á íslandsmótinu í parakeppninni í bridds. Lengst til vinstri Sólveig Róars-
dóttir og Gunnar Sveinsson frá Skagaströnd í þriðja sæti, þá Esther Jakobsdóttir og Sverrir Ármannsson í öðru sæti
og lengst til hægri sigurvegararnir Sigurður B. Þorsteinsson og Hjördís Eyþórsdóttir. Mynd: Ás
íslandsmótið í parakeppni í bridds á Siglufirði:
Reykvíkingar í tveimur efstu sætunum
OALVIK
Dalvík:
Bæjarmála-
punktar
■ Eini umsækjandinn um
stöðu garðyrkjumanns hjá
Dalvíkurbæ, Jan Bcnny
Qvarfott í Reykjavík, hefur
dregið umsókn sína til baka.
Bæjarráð hefur falið bæjar-
stjóra að auglýsa starfið á nýj-
an leik.
■ Bæjarráð hefur samþykkt
að veita lokafrest til 1. júní
nk. til að rífa hesthús ofan
bæjarins, en að þeim tíma
liðnum verði húsin rifin á
kostnað eigenda.
■ Bæjarráð hefur veitt heim-
ild til að fenginn verði sérfróð-
ur aðili (lögfræðingur) til að
vinna að samningum um kaup
á erfðafestulöndum og húsum
sem á þeim standa.
■ í fógetaúrskurði dags. 5.
maí sl. er ekki fallist á þá
kröfu Dalvíkurbæjar að hross
Hreiðars Leóssonar í Ásgarði
verði fjarlægð. Úrskurðurinn
var kynntur á fundi bæjarráðs
6. maí sl. Á þeim fundi sam-
þykkti bæjarráð að fela bæjar-
stjóra „að leita allra leiða til
að framfylgja búfjárreglugerð
m.a. með formlegri kæru á
brotum gegn henni.“
■ Byggingarnefnd þjónustu-
íbúða aldraðra hefur sam-
þykkt einróma að taka tilboði
Daltrés hf. í byggingu þjón-
ustuíbúða við Dalbæ, en Dal-
tré átti lægsta tilboðið í
verkið. Tæknideild Dalvíkur-
bæjar hefur verið falið að hafa
eftiriit með byggingafram-
kvæmdum og þá mun fulltrúi
frá Formi hf. sitja verkfundi til
að fylgjast með verkfram-
kvæmdum eftir því sem þurfa
þykir.
■ Á fundi hafnarstjórnar 6.
maí sl. lagði bæjarstjóri fram
eftirfarandi tillögu að
gjaldskrá fyrir smábáta: Við
trébryggju - 1 ár 35 þúsund,
lágmark 3 mánuðir 12
þúsund, mánaðargjald
umfram lágmark 3.700
krónur. Við flotbryggju - 1 ár
42 þúsund og lágmark 3 mán-
uðir 16 þúsund. Veittur verði
30% afsláttur af heilsársgjaldi
við flotbryggju árið 1992.
■ íþrótta- og æskulýðsráð
hefur samþykkt styrki til eftir-
talinna félaga: U.M.F.S 350
þúsund, Golfklúbburinn
Hamar 165 þúsund, Briddsfé-
lagið 10 þúsund, Taflfélag
Dalvíkur 10 þúsund, íþrótta-
deild hestamannafélagsins
Hrings 150 þúsund, Skíðafélag
Dalvíkur 275 þúsund og
Skátafélagið Landvættir 140
þúsund krónur.
■ Sparisjóöur Svarfdæla hef-
ur fært Bókasafni Dalvíkur að
gjöf Victor PC tölvu ásamt
forriti fyrir bókasöfn.
Hjördís Eyþórsdóttir og
Siguröur B. Þorsteinsson frá
Reykjavík, sigruðu á íslands-
mótinu í parakeppni í bridds,
sem fram fór á Hótel Höfn á
Siglufirði um helgina. Metþátt-
taka var í mótinu en alls mætti
41 par til leiks, 27 pör af
Norðurlandi, 13 pör frá
Reykjavík og 1 af Suðurlandi.
Spilaður var barómeter, 2 spil
milli para.
Hjördís og Sigurður tóku for-
RUV semur
rnn knattspymu-
útsendingar
íþróttadeild Ríkisútvarpsins
undirritaði á fímmtudaginn
samning við Samtök fyrstu-
deildarfélaga í knattspyrnu um
rétt til upptöku og útsendingar
á keppni fyrstudeildarfélag-
anna sumarið 1992.
Knattspyrnukeppni fyrstu-
deildar hefst 23. maí. Með
nýgerðum samningi er undirrit-
aður var á fimmtudaginn er ljóst
að fyrstudeildarknattspyrnunni
verða gerð skil á sjónvarpsstöðv-
unum báðum. Áður höfðu Sam-
tök fyrstudeildarfélaga og Stöð 2
samið.
Samhliða fyrstudeildarsamn-
ingnum var gengið frá samningi
Knattspyrnusambands íslands og
íþróttadeildar Ríkisútvarpsins
um upptöku og útsendingu til
erlendra sjónvarpsstöðva vegna
landsleikja erlendra liða á íslandi
á tímabilinu 1982/1983. Jafn-
framt mun KSÍ leitast við að
tryggja sjónvarpinu útsendinga-
rétt frá leikjum íslenska lands-
liðsins á erlendri grundu. ój
SkagaQörður:
Einn sviptur
ökuleyfi
Lögreglan á Sauðárkróki tók
ökumann á 148 kflómetra
hraða á klukkustund á Sauðár-
króksbraut um helgina.
Var sá ökuglaði umsvifalaust
sviptur réttindum til að stýra
ökutæki. SBG
ystu í keppninni strax í 10.
umferð og héldu henni allt til
loka. Þau hlutu alls 394 stig en
Esther Jakobsdóttir og Sverrir
Ármannsson frá Reykjavík höfn-
uðu í öðru sæti með 266 stig. í
þriðja sæti urðu Sólveig Róars-
dóttir og Gunnar Sveinsson frá
Skagaströnd með 222 stig og í
fjórða sæti heimamennirnir
Björk Jónsdóttir og Jón Sigur-
björnsson með 216 stig.
Birkir Jónsson frá Siglufirði,
sonur þeirra Bjarkar og Jóns var
yngsti keppandinn á mótinu,
aðeins 12 ára en hann og Berta
Finnbogadóttir meðspilari hans,
höfnuðu í 9. sæti með 101 stig.
Guðrún Jóhannesdóttir og Jón
Hersir Elíasson frá Reykjavík
urðu í 5. sæti með 171 stig og
Ágústa Jónsdóttir og Kristján
Blöndal frá Sauðárkróki í 6. sæti
með 142 stig.
Mótið fór vel fram undir öruggri
stjórn Jakobs Kristinssonar og
reiknimeistari var Sveinn R.
Eiríksson. -KK
Rúmfatalagerinn:
Nýja versl-
unin opnuð
1. nóvember
Ný verslun Rúmfatalagersins á
Akureyri verður opnuð þann
1. nóvember næstkomandi.
Kaup Rúmfatalagersins á
húsgrunni af Járntækni hf. að
Norðurtanga 3 eru fullfrágeng-
in og hófust framkvæmdir í
gær.
Eins og fram hefur komið er
um að ræða 1100 fermetra hús
sem hýsir verslun, lager og starfs-
mannaaðstöðu. Jógvan Purkhus,
verslunarstjóri Rúmfatalagersins
á Akureyri, segir að samkvæmt
samkomulagi við Járntækni hf.
verði húsið afhent 1. október en
nýja verslunin verði væntanlega
opnuð mánuði síðar. Jógvan seg-
ir að gott samstarf sé á milli Rúm-
fatalagersins og seljanda hús-
grunnsins að Norðurtanga 3, þ.e.
Járntækni, sem mun annast bygg-
ingaframkvæmdirnar en að þeim
munu auk fyrirtækisins koma
nokkrir verktakar á Akureyri.
Jógvan segir Ijóst að með nýja
húsinu skapist mun betri aðstaða
á allan hátt þó búast megi við að
í grundvallaratriðum verði versl-
unin sjálf með svipuðu sniði.
Meira gólfrými auðveldi fyrst og
fremst uppstillingu í versluninni
en til gamans má geta þess að
verslunin á Akureyri verður
stærri en stærsta verslun í Dan-
mörku í þeirri verslanakeðju
sem Rúmfatalagerinn kaupir af.
JÓH
n Ultra
Hampers
'41 Stráka StelpiJI
BLEIUR
Ultra 1 Ullra
pers Harm
Boy | g
4 stærðir
Rakadrægur kjarni
aö framan
Rakadrægur kjarni
í miðju
Þó bleian sé vot er barnið þurrt
Ánægðir strákar og stelpur í Pampers-bleium
Pampers bleiur eru hannaöar með vellíðan barnsins að markmiði.
Við framleiðslu þeirra er leitast við að spara dýrmætar auðlindir
jarðarinnar og að spilla ekki umhverfinu með skaðlegum úrgangi.
AUKA VELLÍÐAN BARNANNA
STUÐLA AÐ UMHVERFISVERND