Dagur - 12.05.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 12.05.1992, Blaðsíða 5
Þriðiudagur 12. maí 1992 - DAGUR - 5 Fréttir Evrópska efnahagssvæðið: Ætlimin að gera verkalýðsfélög áhrifalaus að fyrirmynd EB-ríkja - segir Birgir Björn Sigurjónsson, framkvæmdastjóri BHMR „Réttindi Iaunamanna í ríkjum Evrópubandalagsins byggjast ekki á samningum veikburða stéttarfélaga heldur á laga- ákvæðum,“ sagði Björn Birgir Sigurjónsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri BHMR, á Iandsfundi Samstöðu um óháð ísland. Björn Birgir sagði að Evrópubandalagið hefði í vax- andi mæli tekið að sér að lög- binda lágmarksréttindi launamanna fyrir öll aðildar- ríkin. I Ijós hafi komið að sum- ar af þessum reglum banda- lagsins gangi lengra en íslensk lög og samningar, sérstaklega hvað varðar öryggi og holl- ustuhætti á vinnustöðum. Sá böggull fylgi þó skammrifi að lögbundin lágmarksréttindi launafólks í ríkjum Evrópu- bandalagsins séu skilgreind sem einstaklingsbundin rétt- indi sem heyri undir almenna dómstólakerfið. Björn Birgir sagði að staða stéttarfélaga væri afar veikburða í ríkjum Evrópubandalagsins og ættu félögin oft í miklum erfið- leikum með að fá samningsrétt- inn viðurkenndan af vinnuveit- endum. Björn Birgir kvaðst telja einsýnt að þetta verði einnig hlut- skipti íslenskra stéttarfélaga inn- an Evrópska efnahagssvæðisins. Hann benti á að einmitt nú gerðu íslenskir vinnuveitendur aðför að forgangsréttarákvæðum í íslensk- um kjarasamningum í skjóli sér- fræðinganefndar Evrópuráðsins. Margir telji nú tímaspursmál hvenær skylduaðild að stéttarfé- lögum verði bönnuð. Vinnuveit- endur ætli að veikja verkalýðs- hreyfinguna og hafi þeir þegar unnið fyrsta stríðið hugmynda- fræðilega þegar þeim hafi tekist að telja forystu verkalýðshreyf- ingarinnar trú um að kaupmátt- urinn og velferðarmálin verði að bíða þar til tekist hafi að koma á stöðugu verðlagi, stöðugu gengi og dálitlu af atvinnuleysi. Björn Birgir sagði að við stofn- un Evrópubandalagsins hafi ver- ið uppi háværar raddir um svo- nefnd fimmtu fríðindi en þar væri um að ræða bann við starfsemi stéttarfélaga. Þótt það hefði ekki orðið væru verkalýðsfélögin not- uð sem gólfmottur í bandalags- löndunum. Fulltrúar þeirra sitji í nefndum ásamt vinnuveitendum, sem séu í raun algjörlega áhrifa- lausir umsagnaraðilar um tillögur framkvæmdastjórnar EB. Þetta fyrirkomulag eigi að útfæra fyrir allt Evrópska efnahagssvæðið. ÞI Landsfundur Samstöðu um óháð ísland: Gengið gegn anda stjómarskrár- innar með EES-samningnum - fyrirhugað valdaafsal óheimilt nema með stjórnarskrárbreyt- ingu, segir í álitsgerð Jóhanns Þórðarsonar, hæstaréttarlögmanns í ávarpi frá landsfundi Sam- stöðu um óháð ísland sem haldinn var á laugardag segir meðal annars að samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði sé afdrifaríkasta mál sem Islend- ingar hafa staðið frammi fyrir í sögu lýðveldisins. Með EES- samningnum sé ótvírætt gegn- ið gegn anda stjórnarskrár íslenska lýðveldisins þar sem samningurinn kveði á um að ekki megi mismuna eftir þjóð- erni. Á þann hátt fái 380 milij- ónir manna sama rétt og íslendingar hafi einir haft í landinu til þessa. f ávarpi fundarins er bent á að með samningnum verði stjórnar- farslegt sjálfstæði þjóðarinnar skert í miklum mæli þar sem íslendingar eigi að taka við laga- safni Evrópubandalagsins á sviði efnahags- og atvinnumála og verði framvegis að setja lög eftir fyrirskipunum,frá Brússel. Síðar í ályktuninni segir að samningur- inn um EES geri þeim öflum margfalt auðveldra fyrir, sem keyra vilji fsland inn í Evrópu- bandalagið því líkur séu fyrir því að EFTA hverfi af sjónarsviðinu að fáum árum liðnum. Því standi þjóðin nú á krossgötum og þeir sem andvígir séu EB-aðild hljóti að beita sér af afli gegn aðild íslands að Evrópsku efnahags- svæði. Bjarni Einarsson, einn af for- svarsmönnum Samstöðu, sagði að EES-samningurinn gæti í sjálfu sér gengið upp ef nokkurt jafnræði ríkti á milli þjóða og nefndi Svía sérstaklega í því sambandi er nytu í mörgu jafn- ræðis á við ríki Evrópu. Hvað okkur varðaði væri málinu öðru- vísi varið og af okkar hálfu byggðist öll þessi samningsgerð á tilhæfulausum ótta, sem áróður utanríkisráðherra og fleiri áhrifamanna hafa vakið og magnað. í álitsgerð sem Jóhann Þórðar- son, hæstaréttarlögmaður, hefur unnið fyrir Samstöðu kemst hann að þeirri niðurstöðu að eins og EES-samningurinn liggur nú fyrir sé fyrirhugað að taka það mikil völd af íslenskum stjórnvöldum og færa þau í hendur erlendum aðilum, að eigi sé heimild til þess í íslenskri löggjöf af taka þau af með samningi - slíkt verði ekki gert nema að undangenginni stjórnarskrárbreytingu í sam- ræmi við 79. grein stjórnarskrár- innar. ÞI MÓÐUHREINSUN MILLI GLERJA Er móða eða óhreinindi á milli glerja hjá þér? • í fljótu bragði mætti ætla að eina ráðið sé að skipta um rúðu. En til er önnur og einfaldari lausn sem felst í því að móðan er hreinlega fjarlægð með sérhæfðum tækjum. Eftir það gegnir „gamla" rúðan hlutverki sínu eins og ný. Með þessari aðferð sparast umtalsverð fjárhæð því verðið er aðeins hluti kostnað- ar vegna nýrrar rúðu og ísetningar. Með aðferð þessari hefur náðst fullkominn árangur. • Erum með ný og fullkomin tæki til hreinsunar. • Kostnaður við hreinsun er aðeins brot af því sem kostar að skipa um gler. • Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins er einangrunartap aðeins um 1 % við borun á gleri. • Rúðan er boruð út á tveimur stöðum, efra og neðra horni, hreinsað er á milli og siðan settir loftræstitappar sem gera það að verkum að loft leikur um glerið og móða nær ekki að mynd- ast aftur. Ath. Aðferðin er varanleg lausn. VERKVERND HF. Simi 91-616400, bilasimi 985-25412. Stórkostlegt verðtilboð á vönduðum 6 sœta hornsófum Með leðri á slitflötum kr. 112.410 stgr. Alklœddir leðri kr. 143.460 stgr. KK|vöruboer'l‘ LZVJ HUSGAGNAVERSLUN TRYGGVABRAUT 24 PÓSTHÓLF 266 602 AKUREYRI SlMI (96)21410 Skák____________________ KEA-menn sterkastir í fj órveldakeppninni Hin árlega fjórveldakeppni í skák var haldin á Akureyri nýveriö. I þessari keppni leiða fjögur skákfélög saman hesta sína á sex borðum og er um- hugsunartíminn hálf kiukku- stund á mann. Skákmenn frá KEA sigruðu nú annað árið í röð. Lokastaðan varð sú að KEA fékk Í2A vinning, Skákfélag Akureyrar 10A vinning, Skákfé- lag UMSE 8 vinninga og Taflfé- lag Dalvíkur 5 vinninga. Vinni kaupfélagsmenn þriðja árið í röð fá þeir glæsilegan bikar til eignar, en Skákfélag Akureyrar hefur oftast sigrað í þessari skemmti- legu keppni. í sigursveit KEA voru Rúnar Sigurpálsson, Sigurjón Sigur- björnsson, Haki Jóhannesson, Margeir Steingrímsson, Haraldur Ólafsson, Gunnlaugur Guð- mundsson og Árni Sigurjónsson. Eins og sjá má er þetta sterkt lið og þar má finna sex félaga í Skákfélagi Akureyrar. Þeir Margeir, Haraldur og Gunnlaug- ur eru þó að mestu hættir að tefla en þeir eru fyrrverandi landsliðs- menn Skákfélags Akureyrar og hafa engu gleymt. Skákstjóri var Albert Sigurðs- son. SS Námskeið í notkun Toshiba örbylgjuofna Námskeið 15.-16. maí Leiðbeinandi: Dröfn Farestveit, hússtjórnarkennari. Þeir aðilar sem keypt hafa Toshiba örbylgjuofn í Vöruhúsi KEA eða einhverju útibúi KEA og ekki hafa farið á námskeið áður, eiga rétt til þátttöku endurgjaldslaust. Skráning þátttakenda í Járn- og glervörudeild í síma 30476. Takmarkaður fjöldi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.