Dagur - 12.05.1992, Page 13

Dagur - 12.05.1992, Page 13
Þriðjudagur 12. maí 1992 - DAGUR - 13 Skrifstofa Geðverndarfélags Akur- eyrar Gránufélagsgötu 5 er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 10-12 og þriðjudaga kl. 16-19, sími 27990. Fólk er hvatt til að líta inn eða hringja og nota þessa nýju þjónustu. Opið hús alla iniðvikudaga frá kl. 20.00. Allir velkomnir í kaffi, spil og spjall. „Möniinumorgnar“ - opið hús í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju. Miðvikudaginn 13. maí frá kl. 10-12. Frjáls tími, kaffi og spjall. Allir foreldrar velkomnir með börn Athugið: Síðasti tími fyrir sumarfrí. BORGARBÍÓ Salur A Þriðjudagur Kl. 9.00 JFK (Kennedy) Þriðjudagur Kl. 9.00 Ekki segja mömmu aft barnfóstran sé dauð Kl. 11.00 Harkan sex BORGARBÍÓ S 23500 Vinningstölur laugardaginn (1?)® (30)(3 9. maí '92 4Ý (32) VINNINGAR | UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 | 2 1.345.058.- 2.<7M‘ 3 155.881.- 3. 4af5 I 86 9.380,- 4. 3af5 | 3.785 497.-' Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.845.584.- Jj i Éf I upplýsingab:sImsv*hi91-681511 lukkulIna991002 KVIKMYNDARÝNI_____Jón Hjaltason J.F.K. Borgarbíó sýnir: J.F.K. Leikstjóri: Oliver Stone. Aðalhlutverk: Kevin Costner, Tommy Lee Jones, Gary Oldman og Sissy Spacek. J.F.K. er skammstöfun fyrir John Fitzgerald Kennedy en hann eða öllu heldur hörmulegur dauðdagi hans er viðfangsefni Oliver Stones að þessu sinni. Kevin Costner er í hlutverki saksóknara sem ákveður að láta málið til sín taka og ákærir kaupsýslumann (Tommy Lee Jon- es) fyrir meinta aðild að morðinu. J.F.K. er að mörgu leyti snilldar- lega vel unnin kvikmynd. Frétta- myndir frá árinu 1963 eru klipptar saman við leikin atriði, hraðar klippingar, snaggaralegar færslur kvikmyndatökuvéla og vel valin sjónarhom dulbúa heldur þung- lamalega atburðarás. Yftrheyrslur og samræður eru leikstjórans ær og kýr, eiginlegir atburðir þar sem eitthvað er um að vera - hreyfing, hlaup, akstur, slagsmál, kynmök - er ekki á dagskránni að þessu sinni. Raunar er J.F.K. ágætis dæmi um hvemig gera má spennumynd án þess að lesa sig áfram eftir þessum sígildu þráðum slíkra kvikmynda. Það fer ekkert á milli mála að Stone hefur tekið ákveðna afstöðu til morðsins, hann þykist vita hverjir morðingjamir eru og fer ekki dult með það. Raunar reiðir hann svo hátt til höggs að vafa- samt er hvar eða á hverjum það lendir. Allt kerfið liggur undir ákæm - eitt allsherjar samsæri FBI, CIA, herforingja, kaupsýslu- manna, landflótta Kúbumanna og ég man ekki hverra og hverra er undirrótin að morðinu. Lee Harry Oswald (Garry Oldman) var (sam- kvæmt áliti Stone) útsendari CIA. Honum var ætlað að koma sér í raðir kommúnista og njósna, jafn- vel sá sundrungu meðal þeirra. Þegar kemur að hinum örlagaríka degi, 22. nóvember 1963, fáum við að sjá hvar Oswald er hinn ró- legasti að drekka kók, hann er að vísu þátttakandi í samsærinu mikla en án þess að vita það hefur honum verið ætlað hlutverk sekt- arlambsins. Hann beinir aldrei byssu að forsetanum, hvað þá að hann skjóti á hann. Engu að síður er hann handtekinn sakaður um morðið. Allt er þetta svindl og fals til þess eins gert að leiða athyglina frá hinum raunverulegu morðingj- um. Það er gott og blessað að taka af- stöðu, og raunar nauðsynlegt ef einhverjar hita-umræður eiga að fara fram. Betra er að veifa röngu ÖKUKENN5LH Kenni á Galant, árg. ’90 ÖKUKENNSLA - ÆFINGATÍMAR Útvegum öll gögn, sem með þarf, og greiðsluskilmálar við allra hæfi. JÓN S. RRNREON Sími 22935. Kenni allan daginn og á kvöldin. tré en öngvu sögðu forfeður okkar og vissu hvað þeir sungu. Hitt er svo annað mál hvort Stone er á réttri braut. Mér datt það rétt sem snöggvast í hug að ef til vill væri hann alls ekki á höttunum eftir morðingjum heldur ætti J.F.K. að vera ein allsherjar þjóðfélags- ádeila, þess vegna væru sem allra flestir dregnir fyrir rétt, stofnanir jafnt og fjárplógsmenn samfélags- ins. Hér er þó ekki nema hálf sag- an sögð því að J.F.K. er ekki að- eins þjóðfélagsádeila heldur einnig mærðarleg lofrulla yfir hin- um látna forseta. Eg ætlaði sem minnst að fara út í sagnfræðilega greiningu bíómyndarinnar - hef enga þekkingu til þess - en mér verður ævinlega bumbult þegar miðaldra ístrumagar taka upp á því að lofsyngja ungdóm sinn, kalla sig jafnvel týndu kynslóðina og setja töluverða þykkju í rödd- ina yfir skilningsleysi okkar sem yngri erum. Þá riðu hetjur um hér- uð, Bítlamir og Doors, sem aldrei munu eiga sína líka. Eftir því sem Stone segir okkur var Kennedy slík hetja, hann var einn allsherjar mannvinur sem var í þann veginn að breyta Bandaríkjunum í Para- dís (blökkukonan segir; og hann sem gerði svo mikið fyrir okkur) og heiminum í samfélag friðelsk- andi þjóða. Eitt af því sem leiddi til dauða forsetans var einlægur ásetningur hans (eftir því sem Stone segir) að binda endi á Víet- namstríðið. En Kennedy valdi ó- neitanlega einkennilega leið til að ná þessu marki. I valdatíð hans fjölgaði bandarískum „hermála- ráðgjöfum" í Suður-Víetnam úr 685 í 16.000. Stone kemst ekki hjá því að minnast á Svínaflóainn- rásina en hann gerir hana að gælu- verkefni CIA og lætur þess ógetið að það var Kennedy sem lagði blessun sína yfir hana. Og hver var það sem gaf eftir í eldflauga- deilunni þegar Sovétríkin ætluðu að notfæra sér staðsetningu Kúbu? Stone er ekki að hampa svarinu en gerir þess í stað Kennedy að hetju fyrir staðfestu sína sem á að hafa leyst deiluna. Ekki get ég skilist við J.F.K. án þess að minnast á Kevin Costner. Hann er svolítið einkennilegur leikari, eða öllu heldur svolítið öðruvísi stórstjama. Leikur hans er yfirleitt heldur sviplítill, þó alltaf hugðnæmur. Hann á erfitt með að vera sannfærandi þegar sýna þarf mikla geðshræringu en framkoma hans er látlaus og hent- ar vel í hlutverkum sveimhuga og einfara. Það þarf lítið til að skyggja á Costner. Takið eftir tveimur stuttum þáttum, fyrst í flugvélinni og síðan á víðavangi, þar sem liggur við að maður gleymi Costner þegar hann kemst í tæri við Walther Matthau og síð- ar Donald Sutherland. Ég veit að hlutverk Costners í J.F.K. er erfitt og hann fer í gegn um það með af- skaplega sléttum og felldum hætti. Það er þó engu að síður spuming í mínum huga hvort leikaravalið hafi verið rétt. Hefði myndin ekki orðið enn áhrifameiri ef kröftugri leikari hefði verið settur í spor saksóknarans? Bestu þakkir fyrir vinsemd á 85 ára afmæli mínu, 5. maí. Guð blessi ykkur öll! GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON, Hörg. Sumarbúðirnar við Vestmannsvatn Innritun er hafin og er virka daga kl. 17-18.30. Síminn er 96-27540. Aðalfundarboð Aðalfundur Bridgefélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 12. maí (í kvöld) í Hamri og hefst hann kl. 1 9.30 stundvíslega. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Verðlaunaafhending fyrir mót vetrarins. Kaffiveitingar í boði félagsins. Bridgefélag Akureyrar. Raðhúsíbúð til sölu! Til sölu mjög góð 5 herbergja raðhúsíbúð við Stapasíðu, til afhendingar fljótlega. Stærð 135 fm + bílskúr 25 fm = 160 fm. Fasteignasalan Brekkugötu 4 • Sími 21744 Gunnar Solnes hrl. Jon Kr Solnes hrl og Arni Palsson hdl Solust. Sævar Jonatansson L LANDSVIRKJUN Staða rekstrarstjóra Staða rekstrarstjóra Landsvirkjunar er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. janúar 1993 að telja og er umsóknarfrestur til 1. júlí nk. Umsóknir sendist for- stjóra Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík. Umsókn skulu fylgja upplýsingar um menntun og fyrri störf umsækjanda auk annarra upplýsinga sem hann telur máli skipta. Reykjavík, 12. maí 1992, LANDSVIRKJUN. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, STEINUNNAR JÓNSDÓTTUR, Helgamagrastræti 47, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunardeild og þjónustu- deild Dvalarheimilis Hlíðar. Jóhann Pétur Sigurbjörnsson, Erla Sigurðardóttir, Þórunn Sigurbjörnsdóttir, Magnús Björnsson, Jón Haukur Sigurbjörnsson, Halldóra Jónsdóttir, María Sigríður Sigurbjörnsd., Guðmundur Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.