Dagur - 12.05.1992, Síða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 12. maí 1992
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í skrifstofu embættisins
á neðangreindum tíma:
Mánahlíð 4, efri hæð, Akureyri,
þingl. eigandi Sigurður Friðriksson,
taldir eigendur Jón Sverrisson og
Bergþóra Jóhannsdóttir, föstud. 15.
maí 1992, kl. 13.45.
Uppboðsbeiðandi er:
Helgi Sigurðsson hdl.
Mánahlíð 4, neðri hæð, Akureyri,
þingl. eigandi Sigurður Friðriksson,
talinn eigandi Magnús Jóhannsson,
föstud. 15. maí 1992, kl. 13.45.
Uppboðsbeiðendur eru:
Helgi Sigurðsson hdl. og Hús-
næðisstofnun ríkisins.
Miðhúsavegi 4, Akureyri, þingl. eig-
andi Ýtan sf. c/o. Stefán Árnason,
föstud. 15. maí 1992, kl. 14.15.
Uppboðsbeiðandi er:
Byggðastofnun.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Nauðungaruppboð
annað og síðara,
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í skrifstofu embættisins
á neðangreindum tíma:
Bakkasiðu 12, Akureyri, þingl. eig-
andi Málfríður Hannesdóttir, taldir
eigendur Gunnlaugur A. Sigfússon
og Heiðdís Sigursteinsdóttir, föstud.
15. maí 1992, kl. 14.45.
Uppboðsbeiðendur eru:
Gústaf Þór Tryggvason hdl., Bæjar-
sjóður Akureyrar, Húsnæðisstofnun
ríkisins og innheimtumaður ríkis-
sjóðs.
Byggðavegi 151, Akureyri, þingl.
eigandi Gunnlaugur Ingólfsson, tal-
inn eigandi Helga Guðmundsdóttir,
föstud. 15. maí 1992, kl. 14.30.
Uþpboðsbeiðendur eru:
Eggert B. Ólafsson hdl., Guðjón
Ármann Jónsson hdl. og Lands-
banki íslands.
Eyborgu EA-59, þingl. eigandi Borg
hf., föstud. 15. maí 1992, kl. 15.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Atvinnutryggingasjóður útfl.greina,
Eggert B. Ólafsson hdl, Ásgeir
Björnsson hdl., Tryggingastofnun
rikisins og Óskar Magnússon hdl.
Eyrarlandsvegi 12, efri hæð, Akur-
eyri, þingl. eigandi Karl Sigurðsson,
föstud. 15. maí 1992, kl. 13.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Gunnar Sólnes hrl. og Búnaðar-
banki fslands.
Fjólugötu 18, efsta hæð, Akureyri,
þingl. eigendur Sigurbjörn Svein-
björnsson og Fjóla Sverrisdóttir,
föstud. 15. maí 1992, kl. 13.30.
Upþboðsbeiðendur eru:
Guðjón Ármann Jónsson hdl., Sig-
ríður Thorlacius hdl., Húsnæðis-
stofnun ríkisins, Ólafur Birgir Árna-
son hrl. og Gunnar Sólnes hrl.
Frostagötu 3 c, B-hluti, Akureyri,
þingl. eigandi Haukur Adolfsson,
föstud. 15. maí 1992, kl. 15.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Steingrímur Eiríksson hdl. og
Bæjarsjóður Akureyrar.
Frostagötu 3 c, A-hluti, Akureyri,
þingl. eigandi Haukur Adolfsson,
föstud. 15. maí 1992, kl. 15.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Steingrímur Eiríksson hdl. og
Bæjarsjóður Akureyrar.
Glerárgötu 34, A-1 hluti, Akureyri,
þingl. eigandi Heiðar hf., föstud. 15.
maí 1992, kl. 14.45.
Uþpboðsbeiðendur eru:
íslandsbanki, Sigríður Thorlacius
hdl. og Gunnar Sólnes hrl.
Grundargerði 7 e, Akureyri, þingl.
eigandi Örn Þórsson, föstud. 15.
maí 1992, kl. 14.30.
Uppboðsbeiðendur eru.
Steingrímur Eiríksson hdl., Gunnar
Sólnes hrl, Ólafur Gústafsson hrl.
og Kristján Ólafsson, hdl.
EES-samningurinn er mikill að vöxtum:
Þúsund blaðsíður um
fjórfrelsi og félagsmál
- auk tólf þúsund blaðsíðna af löggjöf Evrópubandalagsins
- en hvað felst í öllu þessu pappírsílóði?
Hafnargötu 17, Grímsey, þingl. eig-
andi db. Gunnars Hjelm, föstud. 15.
maí 1992, kl. 13.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Veðdeild Landsbanka (slands og
innheimtumaður ríkissjóðs.
Hrafnagilsstræti 21, efri hæð, Akur-
eyri, þingl. eigandi Siggerður Bjama-
dóttir, föstud. 15. maí 1992, kl.
14.45.
Uppboðsbeiðendur eru:
Húsnæðisstofnun ríkisins og Trygg-
ingastofnun ríkisins.
Hvammshlíð 2, neðri hæð, Akur-
eyri, þingl. eigandi Jón A. Pálma-
son, föstud. 15. maí 1992, kl. 15.00.
Uppboðsbeiðandi er:
Innheimtumaður ríkissjóðs.
Jaðri, neðri hæð, Dalvík, þingl. eig-
andi Hafdís Alfreðsdóttir, föstud.
15. maí 1992, kl. 14.30.
Uppboðsbeiðandi er:
Eggert B. Ólafsson hdl.
Lokastíg 1, íb. 201, Dalvík, þingl.
eigendur Sigríður Guðmundsdóttir
og Björn Björnsson, föstud. 15. maí
1992, kl. 13.45.
Uppboðsbeiðendur eru:
Hróbjartur Jónatansson hrl. og
Húsnæðisstofnun ríkisins.
Mímisvegi 24, Dalvík, þingl. eigandi
Hannes Sveinbergsson, taldir eig-
endur Guðmundur K. Ólafsson og
Elín Hauksdóttir, föstud. 15. maí
1992, kl. 14.00.
Uppboðsbeiðandi er:
Ólafur Birgir Árnason hrl.
Móasíðu 4 a, Akureyri, þingl. eig-
andi Egill Bragason o.fl., föstud. 15.
maí 1992, kl. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Innheimtumaður ríkissjóðs, Bæjar-
sjóður Akureyrar og Gunnar Sólnes
hrl.
Oddeyrargötu 6 n.h., norðurhluti,
Akureyri, þingl. eigandi Þorbjörg
Guðnadóttir, föstud. 15. mai 1992,
kl. 14.00.
Uppboðsbeiðandi er:
Ólafur Birgir Árnason hrl.
Rafstöð, Efri-Sandvík, Grímsey,
þingl. eigandi Sigurður Bjarnason,
föstud. 15. mai 1992, kl. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Innheimtumaður ríkissjóðs, Jón
Ingólfsson hdl. og Sveinn Skúlason
hdl.
Rimasíðu 19, Akureyri, þingl. eig-
andi Tryggvi Pálsson, taldir eigend-
ur Árni Jónsson og Steinunn Ben„
föstud. 15. maí 1992, kl. 14.00.
Uppboðsbeiðandi er:
Innheimtumaður rikissjóðs.
Tjarnarlundi 3 b, Akureyri, þingl.
eigandi Rakel Bragadóttir, föstud.
15. maí 1992, kl. 15.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Logi Egilsson hdl„ Húsnæðisstofn-
un ríkisins, Ingólfur Friðjónsson
hdl„ Bæjarsjóður Akureyrar og
Gunnar Sólnes hrl.
Tjarnarlundi 8 h, Akureyri, þingl.
eigandi Magnús Jónsson, föstud.
15. maí 1992, kl. 14.15.
Uppboðsbeiðendur eru:
Kristján Ólafsson hdl„ Húsnæðis-
stofnun ríkisins, Bæjarsjóður Akur-
eyrar og Gunnar Sólnes hrl.
Ytra-Holti eining nr. 28, Dalvík,
þingl. eigandi Bergur Höskuldsson,
föstud. 15. maí 1992, kl. 14.45.
Uppboðsbeiðandi er:
Gunnar Sólnes hrl.
Þórunnarstræti 114, hluti neðri
hæðar, Akureyri, þingl. eigandi Hall-
grímur D. Björnsson o.fl„ föstud.
15. maí 1992, kl. 14.15.
Uppboðsbeiðandi er:
Innheimtumaður ríkissjóðs.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Það þarf varla að segja glögg-
um lesendum frá því að nýlega
undirrituðu ráðamenn aðildar-
ríkja EFTA og Evrópubanda-
lagsins samning um Evrópska
efnahagssvæðið. Nú stendur
yfir mikil umræða um þennan
samning og hún á ugglaust eftir
að standa lengi. í slíkri
umræðu er oft ágætt að hafa
nokkurn veginn á hreinu hvað
málið snýst um, en ólíklegt má
þó teljast að þeir verði margir
sem ná að böðlast í gegnum
allan þann pappírshaug sem
heitir EES-samningurinn.
Utanríkisráðuneytið sendi
nýlega frá sér sautján síðna
útdrátt úr samningnum og hér er
meiningin að stikla á stóru í þeim
útdrætti. Eins og áður segir er
samningurinn umfangsmikið
plagg. Þó er sjálfur samningurinn
ásamt viðaukum og bókunum
„aðeins“ um eitt þúsund síður.
Við þær bætast svo tólf þúsund
síður af almennri löggjöf EB sem
snertir EES án þess þó að vera
hluti af samningnum. Stundum
heyrast menn bölva pappírs-
fabrikkunni í Brussel en hún
framleiðir 2.000 ný lög á hverju
ári. Þar af er talið að 80-90 eigi
við um EES.
Hvað er ekki í
samningnum?
En snúum okkur þá að samn-
ingnum sem gerður er í nafni 380
milljóna Evrópubúa í nítján
löndum. Segja má að hann skipt-
ist í þrjá meginþætti. Hinn eigin-
iegi viðskiptasamningur fjallar
um svonefnt „fjórfrelsi“ en það
felur í sér frjálsa flutninga vöru,
þjónustu, fjármagns og fólks
milli landanna. Annar hlutinn
fjallar um það sem nefnt er jað-
armálefni, þe. allt annað en bein
efnahagsmál. Þar eru atriði á
borð við rannsóknir og tækni-
þróun, menntun, neytendavernd,
félagsmál ofl. Loks kveður þriðji
hlutinn á um réttar- og eftirlits-
kerfi sem allir geta sætt sig við og
á að tryggja framkvæmd samn-
ingsins og áhrif EFTA-ríkjanna á
framvindu mála í framtíðinni.
EES-samningurinn felur ekki í
sér sameiginlega stefnu í land-
búnaðar- eða sjávarútvegsmálum
og hann gerir ekki ráð fyrir því
að EFTA-ríkin taki þátt í þeirri
samræmingu sem á sér stað innan
EB á sviði skattamála og fjár-
mála. Samningurinn skuldbindur
EFTA-ríkin ekki til að taka þátt í
gjaldmiðilssamstarfinu sem nefnt
er EMS. Það yrði því einhliða
ákvörðun íslenskra stjórnvalda
að tengja krónuna við EMS.
Raunar er það athyglisvert í
ljósi þeirra umræðna sem orðið
hafa um samninginn hér á landi
að hann fjallar hvorki um land-
búnaðar- né sjávarútvegsmál. Að
vísu með þeirri undantekningu
að samkvæmt samningnum verð-
ur aflétt tollum af flestum
íslenskum sjávarafurðum. Frá og
með árinu 1997 verða einungis
sex tegundir sjávarafurða tollað-
ar. Nú standa hins vegar yfir við-
ræður milli íslands og EB um
nýjan fiskveiðisamning. íslend-
ingar hafa þegar fallist á að heim-
ila veiðar skipa frá EB-ríkjunum
á 3.000 tonnum af karfa eða lang-
hala (ef þeir finna hann) hér við
land en væntanlega verður ljóst
fyrir lok þessa mánaðar hvort um
frekari tilslakanir af okkar hálfu
verður að ræða. Þá á samnings-
gerðinni að ljúka. Einnig má
nefna að verið er að semja um
reglur fyrir viðskipti með land-
búnaðarvörur innan vébanda
GATT.
Frjálsar vörur og
bannaðir ríkisstyrkir
Meginregla þess hluta samnings-
ins sem fjallar um frelsið fjór-
þætta er á þá leið að hafi tiltekin
vara verið samþykkt sem mark-
aðshæf í einu landi EES geti ekk-
ert heft sölu á henni í hinum
löndunum átján. Þetta er ein af
grundvallar kennisetningum EB
og kennd við frönsku borgina
Dijon (eins og sinnepið fræga). Á
þessari reglu eru þó undantekn-
ingar ef sýna má fram á að tiltek-
in vara skaði umhverfið, hags-
muni neytenda eða stefni í voða
lífi manna, dýra eða plantna.
í samningnum eru reglur um
það hversu mikill hluti af fram-
leiðsluferli vöru þurfi að fara
fram innan EES til þess að hún
geti talist upprunnin þar. Samn-
ingurinn gerir hins vegar ráð fyrir
að með aukinni samvinnu í tolla-
málum og einföldun reglna sem
eiga að draga úr pappírsfargan-
inu senr fylgir milliríkjaviðskipt-
um verði hægt að draga úr eftirliti
á landamærum og tollskoðun.
Almenna reglan um tolla er á þá
leið að þeir eru bannaðir innan
EES og stjórnvöldum hvers lands
er ekki heimilt að vernda inn-
lenda framleiðslu á kostnað
framleiðslu annarra EES-ríkja
með mismunandi skattlagningu.
Samningurinn leyfir ekki ríkis-
styrki, hvort sem þeir eru í formi
beinna styrkja, hagstæðra lána
eða skattfríðinda, ef þeir raska
eðlilegri samkeppni. Frá þessu
eru þó ýmsar undantekningar en
EFTA-ríkin verða að greina sér-
stakri EFTA-eftirlitsstofnun frá
öllum slíkum styrkjum og áform-
um um nýja styrki. Stofnunin
getur mælt fyrir um að styrkjun-
um verði breytt eða þeir lagðir
niður.
Utanríkisráðuneytið segir að
víðtækustu áhrifin af EES-samn-
ingnum verði á sviði opinberra
innkaupa. Samningurinn skyldar
stjórnvöld til þess að bjóða öll
verk og innkaup sem ná ákveð-
inni lágmarksupphæð út um allt
svæðið. Og þeim er líka skylt að
taka lægsta boði eða því sem telst
að öðru leyti hagstæðast. Þarna
opnast gífurlegur markaður fyrir
íslensk fyrirtæki því opinber
útboðsmarkaður í EES-ríkjunum
er talinn velta 50.000 milljörðum
íslenskra króna á ári.
Félagsleg réttindi
flutt milli landa
Frjálsir fólksflutningar merkja að
þegna ríkjanna nítján geta leitað
sér að atvinnu hvar sem er á
svæðinu. Til þess að auvelda
mönnum að flytja milli landa
verður komið á upplýsingakerfi
um atvinnumöguleika innan EES
og gerir kerfið ráð fyrir náinni
samvinnu opinberrar atvinnu-
miðlunar í löndunum. Litlar
breytingar eru boðaðar á landa-
mæraeftirliti og fólk þarf áfram
að sýna vegabréf þegar það fer
milli landa.
Þeir sem fara til annars lands í
atvinnuskyni halda áunnum
félagslegum réttindum sínum og
öðlast jafnvel ný þar sem það á
við. Þetta þýðir ekki að velferð-
arkerfið verði eins í öllum
löndunum, en allt launafólk í
hverju landi nýtur sömu réttinda,
hvaðan sem það kemur af svæð-
inu.
Samningurinn tryggir einnig
rétt manna til að stofna fyrirtæki
eða bjóða sérfræðiþjónustu sína
hvar sem er innan EES. Próf og
starfsréttindi verða viðurkennd
alls staðar.
Einn fjármála- og
fjarskiptamarkaöur
Fjármálaþjónusta verður gefin
frjáls innan EES. Það þýðir að
fyrirtæki á því sviði, bankar,
verðbréfafyrirtæki og trygginga-
félög, sem hafa starfsleyfi í einu
landi geta opnað útibú og boðið
þjónustu sína hvarvetna innan
EES án þess að fá til þess sérstakt
leyfi. Eftirlit með starfsemi þess-
ara fyrirtækja verður í höndum
þess ríkis sem gaf út upprunalega
starfsleyfið.
Ýmis ákvæði eru í samningn-
um sem hafa þann tilgang að
tryggja samkeppni í flutninga-
starfsemi og jafnan aðgang allra
að flutningamarkaði. Reglur sem
gilda um flutninga verða sam-
ræmdar og slakað á tollskoðun á
landamærum. Þá nær samningur-
inn til farþegaflugs og á að
tryggja meiri sveigjanleika í far-
gjöldum.
Samningurinn gerir ráð fyrir
því að EES verði í framtíðinni
einn fjarskiptamarkaður. Opin-
ber fjarskiptanet verða áfram
starfrækt en opinber símafyrir-
tæki verða að veita seljendum
ýmissar nýtækniþjónustu aðgang
að netinu til þess að selja sína
þjónustu. Aðildarríkin verða
frjáls að því að taka á móti og
senda sjónvarpsefni sín í millum
og hvert ríki hefur leyfi til þess að
áfengisauglýsingar í endurvörp-
uðu efni um kapalkerfi verði
þurrkaðar út. Þetta síðastnefnda
ákvæði mun hafa komið inn eink-
um fyrir þrýsting frá Norðmönn-
Þremur árum eftir gildistöku EES-samningsins eiga íslendingar aö vera bún-
ir að aflétta öllum hömlum gegn því að íbúar annarra EES-ríkja kaupi sér
sumarhús eða aðrar fasteignir hér á landi.