Dagur - 12.05.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 12.05.1992, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 12. maí 1992 - DAGUR - 15 I EES-samningurinn hefur það í för meö sér að erlendir bankar og fjármála- stofnanir geta opnaö útibú hér á landi án þess að fá til þess sérstakt leyfi. Þeim nægir að hafa starfsleyfi í öðru EES-ríki. um og vakti furðu þeirra sem búa sunnar í álfunni og líta á áfengi sem landbúnaðarvöru. Kaupa Þjóðverjar Illugastaði? Frjálsir fjármagnsflutningar eru atriði sem valdið hefur talsverð- um deilum hér á landi og víðar í EFTA-ríkjunum. Samkvæmt samningnum ber ríkjunum nítján að afnema allar hömlur á fjár- magnsflutningum, fjárfestingum og lánastarfsemi milli landa. í frétt ráðuneytisins segir að þetta frelsi sé ekki einungis nauðsyn- legt heldur beinlínis forsenda fyr- ir frjálsum flutningum á vöru og þjónustu. Nú eru í gildi töiuverðar höml- ur á beinum fjárfestingum og kaupum á fasteignum innan EFTA og samningurinn gerir ráð fyrir aðlögunartíma ríkjanna þangað til þær hömlur verða með öllu horfnar. Sá tími er mislang- ur, Norðmenn og Svíar hafa tvö ár til að fella þær niður, Austur- ríkismenn, Finnar og íslendingar þrjú ár og Svisslendingar og íbú- ar Liechtensten fimm ár. Meðan á aðlögunartímanum stendur geta ríkin sett sérstakar reglur, td. um kaup útlendinga á sumar- húsum. Sérstakar reglur munu hins vegar gilda áfram í Noregi og á íslandi um fjárfestingar á sviði fiskveiða og vinnslu. Einnig eru í samningnum ákvæði um að ein- stök ríki geti takmarkað flutning á fjármagni ef hann er talinn ógna greiðslujöfnuði eða inn- lendum peningamarkaði. Jafnrétti kynjanna og neytendavernd Samningarnir um jaðarmálefni snerta fjölmörg svið mannlegrar starfsemi. Samvinna á sviði rann- sókna og þróunar á að treysta samkeppnisstöðu evrópsks iðn- aðar og auðvelda aðgang lítilla og meðalstórra fyrirtækja að upplýsingum um nýjustu tækni og nýja markaði. Raunar tekur samningurinn mið af þeirri stað- reynd að stærstan hluta hagvaxt- ar undanfarinna ára má þakka velgengni lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Ætlunin er að aflétta ýmsum hömlum á því að slík fyrirtæki geti flutt starfsemi sína milli landa og aukið umsvif sín. í þessum hluta samningsins er að finna ákvæði um sérstakan sjóð sem á að hafa það hlutverk að bæta úr félagslegum og efna- hagslegum ójöfnuði sem nú ríkir milli aðildarríkja EB. Alls nemur framlag EFTA-ríkjanna í þennan sjóð um 35 milljörðum króna á fimmtán árum. Þar af er hlutur íslands rétt innan við 1% eða rúmlega 300 milljónir króna. Sjóðnum er einkum ætlað að fjármagna verkefni sem lúta að umhverfisvernd og menntun og líklegustu ríkin til að hagnast á þessum sjóði eru írland, Portúgal, Spánn og Grikkland. Samningurinn gerir ráð fyrir því að EFTA-ríkin taki þátt í starfi 50 vinnuhópa og nefnda sem EB hefur sett á laggirnar til að endurskoða lagasetningu á sviði umhverfismála. Einnig fá námsmenn frá EFTA-ríkjunum aðgang að ýmsum áætlunum EB um nemendaskipti og menntun frá 1. janúar 1995. Loks eru í samningnum fjöl- mörg ákvæði um félagsmál og neytendavernd. Félagsmála- ákvæðin spanna vítt svið, allt frá öryggi á vinnustað til jafnréttis kynjanna, auk þess sem þar er að finna ákvæði sem varða kaup og kjör verkafólks, fatlaðra og líf- eyrisþega. Þá hafa EFTA-löndin samþykkt langan lista af EB- reglugerðum á sviði neytenda- verndar, svo sem um verðmerk- ingar, farandsölumenn, auglýs- ingar, greiðslukort ofl. Þessar reglur setja ákveðnar lágmarks- viðmiðanir, en hverju ríki er í sjálfsvald sett hvort það vill hafa reglurnar stangari. Enn fjölgar stofnununum Það hefur tekið langan tíma að gera EES-samninginn og samn- ingsgerðin steytt á ýmsum hindr- unum. Sú síðasta voru athuga- semdir EB-dómstólsins sem töfðu undirritun samningsins um nokkra mánuði. Pær snerust um réttar- og eftirlitsþátt samnings- ins sem er mjög viðamikill. Þar er gert ráð fyrir að nokkrar nýjar stofnanir verði settar á laggirnar. Fyrst ber að nefna sameigin- legar stofnanir EES en þær verða fjórar: Ráðherraráð EES og Sameiginleg EES-nefnd sem hafa ákvörðunarvald og tvær sem gegna ráðgjafarhlutverki: Þing- mannanefnd EES og Ráðgjafar- nefnd EES. Auk þess mun EFTA koma sér upp þremur stofnunum: Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dómstólnum sem báðar eiga að tryggja fram- kvæmd samningsins og Stjórnar- nefnd EFTA sem ætlað er að samræma stefnu og afstöðu EFTA-ríkjanna. Daglegur rekstur EES-svæðis- ins verður í höndum EES-nefnd- arinnar en í henni sitja embættis- menn frá EFTA- og EB-ríkjun- um. Valdamesta stofnunin verð- ur hins vegar EES-ráðið þar sem sitja ráðherrar EFTA, meðlimir EB-ráðsins og framkvæmda- stjórnar EB. f þessu ráði fer fram pólitísk stefnumótun EES-samn- ingsins. Allar ákvarðanir þessara tveggja stofnana verða teknar samhijóða. Eftirlit með framkvæmd EES- samningsins verður í höndum Eftirlitsstofnunar EFTA og Fram- kvæmdanefndar EB og eiga þær að tryggja að samningsaðilar efni skuldbindingar sínar, að ákvarð- anir séu framkvæmdar á réttan hátt og að allir þátttakendur virði samkeppnisreglurnar. Sú fyrr- nefnda verður skipuð sjö mönnum, einum frá hverju EFTA-ríki, og mega þeir ekki taka við skipunum frá ríkisstjórn- um, heldur ekki sinni eigin. Þetta á að tryggja sjálfstæði stofnunar- innar enda á hún að fylgjast með .því að lögum um opinber inn- kaup, samkeppni og ríkisstyrki sé fylgt í EFTA-löndunum. Akvarðanir í þessari stofnun eru teknar með meirihluta atkvæða. EFTA-dómstóllinn ásamt EB- dómstólnum á að tryggja réttar- eftirlit með ákvörðunum EES- samningsins. EFTA-dómstóllinn verður skipaður sjö mönnum sem verða að fá einróma samþykki ríkisstjórna EFTA. Þeir munu kveða upp dóma í málum er varða eftirlit með EFTA-ríkjun- um og setja niður deilur milli EFTA-ríkja um túlkun eða beit- ingu EES-samningsins. Einstakl- ingar geta einnig skotið málum til dómstólsins. Og þá er bara eftir að sjá hvort þessi samningur verður að veru- leika því enn eiga þjóðþing EFTA-ríkjanna og Evrópuþingið eftir að leggja blessun sína yfir hann. Væntanlega verður það ekki ljóst fyrr en að áliðnu hausti, en samningurinn á að taka gildi um næstu áramót um leið og innri markaður EB verður að veruleika. -ÞH Minning tEma Sigmundsdóttir Fædd 13. iiinf 1930 - náin 2 maí 1992 Fædd 13. júní 1930 - Dáin 2. maí 1992 Kveðja frá vinnufélögum Vor, sól hækkar á himni, gróður vaknar af dvala og fuglar himins syngja, vor, þetta litla orð, sem hefur þó svo mikla merkingu og gefur okkur von. Von um bjart og hlýtt sumar, von um hlýja bjarta daga, von um vinafundi og ferðalög, von um gleðisöng og gítarspil. Skyndilega dregur úr eftirvæntingunni, ein sem átti að vera með, halda uppi söngnum, spila á gítarinn og taka þátt í samverustundunum hefur verið kölluð burt. Vinnufélagi okkar, Erna Sig- mundsdóttir, var kölluð burt laugardaginn 2. maí sl. Á haust- dögum kenndi hún sér meins, sem í ljós kom að varð hennar •banamein. Hún gekk undir erfiða aðgerð og háði baráttu sem sönn hetja. Hjá okkur vinnufélögum Ernu eru nú blendnar tilfinningar, von- in sem fylgdi vorinu er tregafull vegna söknuðar vinar. Með þessum fátæklegu línum viljum við votta börnum, tengda- börnum, barnabörnum og bróður samúð okkar. Við biðjum þess að Guð leggi líkn með þraut. Blessuð sé minning Ernu. Samstarfsfélagar á bæjarfógeta- skrifstofunni á Akureyri. Aðstandendanámskeið Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur alkohól- ista, hefst í dag, þriðjudaginn 12. maí. Allar frekari upplýsingar og skráning á skrifstofunni Glerárgötu 28, sími 27611. S.Á.Á.-N. Skíðafélag Dalvíkur auglýsir eftir aðila sem vill taka á ieigu rekstur á skíðaskála félagsins, Brekkuseli. Nánari upplýsingar hjá Jóni Halldóri í síma 61895. Skíðaféiag Dalvíkur. Vopnafjörður Ríkissjóður leitar eftir kaupum á hentugu húsnæði fyrir lögreglustöð á Vopnafirði og umboðsskrifstofu sýslumanns þar, um 150-160 m2 að stærð. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -efni, fasteigna- og brunabótamat, verðhugmynd og áætlaðan afhendingartíma, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 20. maí 1992. Fjármálaráðuneytið, 8. maí 1992. ÚTBOÐ Auðkúluvegur 1992 Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboöum í lagningu 2,8 km kafla á Auökúluvegi í Aust- w ur-Húnavatnssýslu. Magn 13.000 m3. VEGAGERÐIN Verki skal lokið 30. september 1992. Útboðsgögn veröa afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 12. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 25. maí 1992. Vegamálastjóri. v FRÁ HÁSKÓLAÍSLANDS Skrásetning nýrra stúdenta Skrásetning nýrra stúdenta til náms í Háskóla íslands háskólaárið 1992-1993 fer fram í Nemendaskrá Háskólans dagana 1.-12. júní 1992. Umsóknareyðublöð fást í Nemendaskrá sem opin er kl. 10-16 hvern virkan dag á skráningartímabilinu. Einnig verður tekið við beiðnum um skráningu nýrra stúdenta dagana 6. til 17. janúar 1993. Við nýskrásetningu skrá stúdentar sig jafnframt í námskeið á komandi haust- og vormisseri. Umsóknum um skrásetningu skal fylgja: 1) Ljósrit eða staðfest eftirrit af stúdentsprófs- skírteini. 2) Skrásetningargjald: kr. 22.350. Ljósmyndun vegna nemendaskírteina fer fram í skólanum í september 1992.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.