Dagur - 14.05.1992, Side 11

Dagur - 14.05.1992, Side 11
Fimmtudagur 14. maí 1992 - DAGUR - 11 HÉR & ÞAR Hvernig í veröldinni kemur eigandi þessa húss bílnum sínum inn í bílskúrinn á efri hæðinni? Það er engin furða þótt ljósmyndarinn hafi undrast þetta. En skýringin er sáraeinföld, eins og oftast. Eigandinn rekur verkstæði á báðum hæðum hússins og efri dyrnar eru til þess að koma vörum inn á efri hæð verkstæðisins. Fáir muna hver hlaut Óskarsverð launin í fyrra - einugis 4 af 100 mundu hver var besti karlleikarinn Hver man snjóinn sem féll í fyrra? Undir það geta kvik- myndaleikarar og aðrar stjörnur skemmtanalífsins tekið því fátt er eins hverfult og fallvalt og frægð- in á þeim vettvangi. Petta stað- festist í lítilli könnun sem gerð var á minni Bandaríkjamanna hvað varðar handhafa Óskars- verðlauna. Eitt hundrað Bandaríkja- menn, 50 af hvoru kyni, í fimm borgum voru spurðir hverjir hefðu hlotið þrenn helstu Óskars- verðlaunin í fyrra, þe. besta myndin, besti karlleikarinn í aðalhlutverki og besta leikkonan í aðalhlutverki. Mynd Kevins Kostners, Dansar við úlfa, lifði lengst í minni aðspurðra því 39 mundu að hún hafði fengið hinn eftirsótta Óskar í fyrra. Heldur fleiri konur en karlar mundu það. Verr gekk þátttakendum að muna hver hafði hlotið leikara- verðlaunin. Sautján mundu eftir Kathy Bates sem fékk Óskarinn fyrir leik sinn í myndinni Misery, en einungis fjórir mundu að það var sá ágæti breski leikari Jeremy Irons sem hlaut Óskar fyrir að leika hinn meinta eiginkonu- morðingja Claus von Bulow. Þátttakendur stungu upp á ýmsum leikurum og bíómyndum og sum svörin voru eins og spegil- mynd af tilnefningunum í ár en könnunin var gerð rétt áður en úthlutunin fór fram í vor. Einum þátttakanda sem sagðist vera mikill áhugamaður um kvik- myndir þótti heldur neyðarlegt að gata á öllum spurningunum og sagði við spyrilinn: „En það er nú ýmislegt annað sem skiptir máli í tilverunni, ekki satt?“ Réttu svörin, að ofan: Jeremy Irons, besti karlleikarinn, Kevin Costner í bestu myndinni og besta leikkonan, Kathy Bates. Björgunarskóli Landsbjargar: Nýir leiðbeinendur í skyndihjáip Sunnudaginn 26. apríl lauk 12 daga námskeiði fyrir leiðbein- endur í skyndihjálp. Nám- skeiðið, sem var á vegum Björgunarskóla Landsbjargar, var haldið að Úlfljótsvatni. Námskeið Björgunarskóla Landsbjargar eru lengstu björg- unarnámskeið sem haldin eru hér á landi og sérstaklega sniðin fyrir þarfir björgunarsveita. Þeir sem standast próf að námskeiði loknu fá réttindi sem leiðbeinendur og jafnframt flokksstjóraréttindi innan skipulags Álmannavarna ríkisins. Tólf manns tóku þátt í nám- skeiðinu að Olfljótsvatni og komu þeir víða af landinu. Aðalleið- beinendur voru Thor B. Eggerts- son, María Haraldsdóttir og Guðmundur Ragnarsson. Verðandi skyndihjálparkennarar ásamt leiðbeinenduin. Fyrir sumarið! Svampdýnur í sumarbústaðinn, hjólhýsið, tjaldvagninn. Svefnsófar eftir máli, hornsófar. Sauma yfir dýnur og púða. Mikið úrval áklæða. SVAMPUR OG BÓLSTRUN Austursíðu 2 (Sjafnarhúsið), sími 96-25137. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Ibúðir óskast! Viljum taka á leigu 2ja-3ja herbergja íbúðir fyrir starfsmenn okkar. Vinsamlega hafið samband við Vigni Sveinsson aðstoðarframkvæmdastjóra F.S.A. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 22100. Bílskúrshurðaopnarar, bílskúrs- hurðajárn og bílskúrshurðir Fljótt samsettar léttar stálgrindahurðir klæddar Oregonpine krossvið. Kynningarverð þessa viku. Varahlutaþjónusta fyrir alla hurðaopnara og járn, sérstaklega Lift-boy og Ultra lift opnara. 3S HF Bílskúrshurðaþjónustan farsími 985-27285 Er í bænum þessa viku. <^° p% Hin sívinsæla ölkeppni verður að sjálfsögðu á sínum stað Milli kl. 10 og 11 verður boðið upp á ljúffengar pizzusneiðar sem fylgja stórum bjór DROPINN HAFriARSTRÆTI 98 • AKUREYRl

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.