Dagur - 19.05.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 19. maí 1992
UTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31.
PÓSTHÓLF 58. AKUREYRI. SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 96-41585).
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON. JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþróttir).
ÓLI G. JÓHANNSSON. ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON.
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960. fax 95-36130).
STEFÁN SÆMUNDSSON. ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON. ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR. HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Atviimuleysið og stefiiu-
leysi ríkisstjóraarinnar
Sú var tíð að atvinnuleysi þekktist vart hér á
landi, þótt tímabundið atvinnuleysi gerði jafnan
vart við sig nokkrar vikur á ári í fáeinum starfs-
greinum. Síðustu tvo áratugi hefur atvinnu-
ástand hér á landi verið gott og með því besta
sem þekkist í Evrópu. Ein veigamesta skýringin
er vafalaust sú að Islendingar hafa verið tilbúnir
að færa ýmsar fórnir á altari stöðugrar atvinnu.
Þjóðin hefur réttilega talið að atvinnuleysi sé
eitthvert versta samfélagsböl sem um getur og
hún hefur því verið tilbúin til að leggja í tals-
verðan kostnað við að halda því fjarri.
Síðustu tvö árin hefur hallað mjög undan fæti
á þessu sviði og atvinnuhorfur versnað jafnt og
þétt. Nú er svo komið að atvinnuleysi er hér
meira en nokkru sinni fyrr og verður alls ekki
rekið til árstíðabundins vanda. Það er þvert á
móti áþreifanleg staðfesting þeirra umskipta
sem átt hafa sér stað í atvinnumálum lands-
manna. í aprílmánuði síðastliðnum voru 3.700
manns án atvinnu, eða 2,9% af mannafla. í sama
mánuði í fyrra voru meira en helmingi færri án
atvinnu eða 1.750 manns, sem er um það bil
1,3% af mannafla. Það er sama hvar á landinu
borið er niður, atvinnuleysi hefur alls staðar
aukist til muna. Á suðvesturhorni landsins hef-
ur atvinnulausum fjölgað langmest en þeir eru
nú þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra.
Tölur um atvinnuleysið hér á landi í síðasta
mánuði eru sannast sagt ógnvænlegar. Þær eru
þess eðlis að fram hjá þeim má ekki líta. Ríkis-
stjórnin verður að taka á vandanum með einum
eða öðrum hætti. Fram til þessa hefur núverandi
ríkisstjórn sýnt atvinnulífinu fullkomið tómlæti
og sagt að fyrirtækin verði að standa á eigin fót-
um án minnstu aðstoðar ríkisvaldsins. Hér eins
og oft áður er hægara um að tala en í að komast.
Staðreyndin er sú að atvinnurekendur, hvaða
nafni sem þeir nefnast, eru ekki að fara fram á
ómælda aðstoð frá ríkinu. Þeir fara einungis
fram á að stjórnvöld skapi fyrirtækjunum viðeig-
andi rekstrarskilyrði. Sú krafa er í senn eðlileg
og sanngjörn. Samt sem áður hefur ríkisstjórnin
ekki orðið við þeirri sjálfsögðu málaleitan.
Undirstöðuatvinnugreinarnar, útgerð og fisk-
vinnsla, eru nú reknar með umtalsverðu tapi og
fleiri atvinnugreinar eiga í vök að verjast. Við
svo búið verður ekki unað öllu lengur. Sú
„stefna“ ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum, að
gera ekkert annað en skattleggja atvinnurekst-
urinn, hefur sýnt sig að vera röng. Hið ört vax-
andi og viðvarandi atvinnuleysi vitnar best um
það. BB.
Sjálfstæði íslendingsins
- ræða flutt á landsfundi Samstöðu um óháð ísland, 9. maí sl.
Við þetta tækifæri mun ég eink-
um ræða um sjálfstæði Islend-
ingsins. Það sem er ef til vill
mikilvægast fyrir sjálfstæði
íslands í framtíðinni er hvort og
þá hvernig við viljum markvisst
hlúa að og efla sjálfstæðisvitund
og frelsisþrá íslendingsins og
löngun hans til að vera sjálf-
bjarga og sjálfráða. Tilefni þess-
ara hugleiðinga er umræðan um
líklega aðild Islands að Evrópu-
bandalaginu og efasemdir um
ágæti þeirra samninga um evr-
ópska efnahagssvæðið sem nú
eru til umfjöllunar.
Örlagaríkar
þjóðfélagsbreytingar
Evrópuþjóðir eru að upplifa
örlagaríkar þjóðfélagsbreytingar,
bæði í austri og vestri. Af þeim
ástæðum gætir víða ótta og kvíða
meðal íbúa Evrópulanda um
þessar mundir. Síðastliðið haust
dvöldum við í nokkra mánuði í
Kaupmannahöfn í fræðimanna-
íbúð danska Seðlabankans.
Aðstaða var þar mjög góð og
m.a. höfðum við aðgang að yfir
20 sjónvarpsstöðvum. Fylgdumst
við grannt með þjóðmálaumræð-
unni í Danmörku, Þýskalandi og
víðar, því umræðuþættir um slík
mál voru tíðir í sjónvarpinu í
þessum löndum.
Umræðan var mjög athyglis-
verð því þar kom fram mikil
óvissa, kvíði og óöryggi manna.
Örar breytingar í Austur-Evrópu
og ótti við innstreymi útlendinga
úr austri svo og vaxandi vandi
vegna ásóknar og skipulagðrar
glæpastarfsemi samfara fólks-
flutningum var mönnum alls
staðar áhyggjuefni. Áform um
pólitískan samruna Vestur-Evr-
ópu í ríkjabandalag var einnig
mikið áhyggjuefni í Danmörku,
Þýskalandi, Frakklandi og Bret-
landi. Þótt stjórnmálamenn telji
slíkan samruna traustustu leiðina
til að fyrirbyggja styrjaldir meðal
þjóða Evrópu í framtíðinni, þá
var greinilegt að slíkur pólitískur
samruni var almennum borgur-
um mjög á móti skapi.
Efasemdir og kvíði
Borgarastyrjöldin í Júgóslavíu og
ótti við slík átök í lýðveldum
fyrrum Sovétríkjanna töldu ýms-
ir vera sterk rök fyrir pólitískri
sameiningu Vestur-Evrópu. Efa-
semdir eru samt miklar og kvíði
því að Evrópumenn þekkja vel
langa sögu misheppnaðra ríkja-
santruna. Slíkar tilraunir hafa oft
verið gerðar og flestar fengu þær
áþekkan endi. Efnahagsástandið
er erfitt í mörgum ríkjum Evr-
ópubandalagsins og atvinnuleysi
er þar mikið en menn vænta þó
betra lífs er fram líða stundir.
Sumir óttast enn eitt risaveldið
og viðskiptastríð og önnur átök
milli stórveldanna sem láta sig
örlög einstaklingsins litlu varða.
Óttast menn ópersónulegt og
ólýðræðislegt embættismanna-
veldi í Brússel, þar sem gagnrýni
blaða og stjórnarandstöðu nýtur
ekki við. Telja þeir að gagnrýni
frá einstökum aðildarríkjum
verði að engu liöfð og hinn
alntenni kjósandi verði máttvana
og áhrifalaus. Miðstjórnarvald
sem ekki sætir raunverulegu
aðhaldi og gagnrýni býður upp á
misbeitingu valds og spillingu.
Þykir mörgum of hratt farið og
óttast þeir þessa þróun.
Sigimindur Guðbjarnason.
Fyrri hluti
Heilbrigð þjóðrækni
Iítilsvirt
Baráttumenn fyrir aðild íslands
að Evrópubandalaginu ala á ótta
við einangrun ef við göngum ekki
evrópsku miðstjórnarvaldi á
hönd. Taka þeir efasemdum um
aðild okkar að þessu nýja stór-
veldi sem persónulegri áreitni við
sig. Með háðið að vopni og kald-
hæðni lítilsvirða þeir gjarnan
þjóðleg viðhorf og heilbrigða
þjóðrækni. Við sem teljum að
fullveldið sé ekki flík sem þjóðin
klæðist úr eða í eftir efnahag eða
stundarhagsmunum trúum því að
þjóðin bæði vilji og geti verið
sjálfbjarga og sjálfráða þótt það
kosti vissar fórnir. Þjóðin er ekki
fús til að fórna frelsi sínu og full-
veldi fyrir óvissa framtíð í faðmi
hins fyrirhugaða stórveldis.
Þótt EB verði meginlandsþjóð-
um ef til vill mikilvægt öryggisnet
í óvissri framtíð þá yrði framtíð
okkar fámennu þjóðar enn
ótryggari í slíku bandaríki. Nú
eru til umræðu samningar um
evrópskt efnahagssvæði og eru
skiptar skoðanir um ágæti þess-
ara samninga. Mér er svo farið
sem fleirum, ég vildi gjarnan
sannfærast um ágæti þessara
samninga en þessa sannfæringu
hefi ég ekki öðlast ennþá þó svo
ég lesi flest það sem um þá er
skrifað og hlusti á okkar ágætu
stjórnmálamenn og aðra sem um
þá fjalla. Ég vil sannfærast með
haldgóðum rökum en ekki
treysta í blindri trú. Ég vil vita
hvað er hvítt og svart og hvað er
grátt í samningum þessum.
Hvaða fyrirvarar hafa verið settir
og hve traustir eru þeir? Hvaða
tryggingar höfum við fyrir því að
auðlindir okkar og atvinnulíf
verði ekki leiksoppur fjarlægra
fjármagnseigenda? Mun ég sem
og fleiri efasemdarmenn fylgjast
grannt með þeirri umræðu og
umfjöllun sem fram fer nú og á
næstu mánuðum.
Andúð og
togstreita magnast
Það er ekki nýtt að menn greini á
um leiðir til að auka hagsæld og
farsæld þjóðarinnar, um slíkt
snúast stjórnmálin. Hluti vand-
ans er ef til vill sá að menn
treysta ekki lengur eigin ríkis-
stjórn sem er nú sem óðast að
umturna íslensku þjóðfélagi án
samráðs eða samþykkis þeirra
sem hún á að þjóna, þ.e. kjós-
enda.
Á meðan ríkisstjórnin leggur
aðal áherslu á niðurskurð í heil-
brigðisþjónustu og menntun
landsmanna en ekki á uppbygg-
ingu og viðreisn atvinnulífsins þá
magnast andstaða, andúð og tog-
streita í þjóðfélaginu. Ef fer fram
sem horfir verða aftur snögg
umskipti í þjóðfélaginu við næstu
alþingiskosningar en slíkar sveifl-
ur verða þjóðinni erfiðar á ýmsa
lund.
Ótti þeirra sem leita vilja inn-
göngu í EB er af ýmsum toga,
ótti við einangrun, við að dragast
aftur úr öðrum, við samkeppnis-
hömlur og aðstöðumun á erlend-
um mörkuðum o.s.frv. Slíkur ótti
getur verið á rökum reistur og
ber að glíma við þann vanda sem
óttanum veldur. Einangrun okk-
ar frá meginstraumum Evrópu
verður ekki rneiri en við kjósum
sjálf hverju sinni. Menn geta ver-
ið mjög einangraðir í stórum
samfélögum, hvort heldur er í
Evrópu eða Norður-Ameríku,
bæði menningarlega og félags-
lega og ekki er það ætíð að eigin
ósk. Islendingar eiga og munu
eiga mjög góð viðskipti við önnur
lönd Vestur-Evrópu. Núgildandi
viðskiptasamningar eru á vissan
liátt mjög hagstæðir og eðlilega
leitum við bestu viðskiptakjara
hvort sem það er undir merki
evrópska efnahagssvæðisins eða
með beinum tvíhliða samning-
um.
Við höfum vissulega þörf fyrir
að hugleiða stöðu okkar og
stefnu því hættan sem að okkur
steðjar kemur í raun ekki að
utan, hún kemur frá okkur sjálf-
um ef og þegar við missum trú á
eigin hæfni og getu til að vera
sjálfbjarga og sjálfráða.
Að rækta sjálfstæðið
í umfjöllun um sjálfstæði þjóðar-
innar er sjaldan rætt um einstakl-
inginn, frelsisþrá hans, sjálfstraust
og sjálfstæðisvitund sem er aflið
að baki sjálfstæðisbaráttunnar.
Fyrir meira en þrjátíu árum
fórum við sem innflytjendur til
Bandaríkjanna. Vakti það sér-
staka athygli hvernig Bandaríkja-
menn unnu markvisst að því að
styrkja sjálfstraust barna sinna
bæði heima og í skólum. Þau
voru snemma þjálfuð í að tjá sig,
t.d. með því að sýna hluti og
segja frá þeim. Þannig lærðu þau
að tjá sig er þau stóðu hreykin
eða feimin og sögðu frá því sem
þau höfðu komið með í skólann.
Athygli vakti einnig hve jákvæðir
Bandaríkjamenn voru í umsögn
hver um annan á opinberum vett-
vangi. Og fólki var gert að geta
staðið á eigin fótum. Ef félög fyr-
ir börn og unglinga eins og skáta-
félag var ekki til staðar þá geng-
ust foreldrar fyrir stofnun þeirra
sjálfir. Ég minnist eftirminnilegra
helgarferða á eintrjáningum um
flúðir í straumþungum ám, faðir
og sonur í hverjum bát og ekki
síður útilega á hrímköldum
vetrardögum. Kjarni málsins er
sá að menn ræktuðu sjálfstæðið
strax í skólum og gerðu sjálfir
það sem gera þurfti.
Sigmundur Guðbjarnason.
(Millifyrirsagnir cru blaðsins.)
Síðari hluti ræðunnar verður birt-
ur í blaðinu á morgun, miðviku-
dag.
Höfundur er fyrrum rektor Háskóla íslands.