Dagur - 19.05.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 19.05.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 19. maí 1992 Íþróttir Knattspyrnufélag Akureyrar. Stofnað 1928. íslandsmeistari 1990. 6. flokksmeistari 1985. Undanúrslit í bikar- keppni KSl 1985. Sigurvegari í Meistarakeppni KSÍ 1990. Evrópu- keppni1990. Stærsti deildarsigur: 13:0 gegn Skallagrími í 2. deild 1986. Stærstu deildartöp: 0:5 gegn ÍA í 1. deild 1978, 0:5 gegn ÍBK í 1. deild 1978, 0:5 gegn Val í 1. deild 1978, 0:5 gegn Þrótti R. í 2. deild 1986. Nýir leikmenn: Bjarni Jónsson frá Stjörnunni, Gunnar Gíslason frá Hacken og Gunnar Már Másson frá Val. Famir síðan 1991: Einar Einarsson í Leiftur, Erlingur Kristjánsson, að öllum líkindum í frí, Halldór Halldórsson í frí og Sverrir Sverris- son í Tindastól Flestir leikir í 1. deild: Ormarr Örlygsson, 149; Erlingur Kristjáns- son, 127 og Gunnar Gíslason, 124. Flest mörk í 1. deild: Þorvaldur Örlygsson, 19; Antony Karl Gregory, 14 og Ásbjörn Björnsson, 11. Flestir landsleikir: Gunnar Gíslason, 50. Gauti Laxdal 26 ára - 104/7 Haukur Bragason 26 ára - 85/0 Gunnar Már Másson 21 árs-19/5 Ívar Bjarklind 18 ára-0/0 Hafsteinn Jakobsson 28 ára - 38/2 Jóhann Arnarson 19ára-0/0 Halldór Kristinsson 19 ára - 26/0 Jón Hrannar Einarsson 20 ára -1/0 Ormarr Örlygsson 30 ára -149/11 Pavel Vandas 25 ára -17/7 Páll V. Gíslason 22 ára-21/1 Ragnar Baldursson 26 ára - 0/0 Sigþór Júlíusson 17 ára - 0/0 Steingrímur Birgisson 28 ára-99/6 Þórarinn V. Árnason 23 ára-2/0 Örn Viðar Arnarson 26 ára - 53/5 Tékkinn Pavel Vandas var markahæsti leikmaður KA á síðasta tímabili með 7 mörk. Hann leikur áfram með liðinu í sumar. Gunnar Gíslason, þjálfari: Er með góðan hóp í góðu formi „Mér líst vel á tímabilið og ef við verðum með alla fríska er ég ekki hræddur við eitt ein- asta lið. Okkar markmið er að standa okkur eins vel og mögu- legt er og það er vonlaust að spá fyrir um hvar í töflunni við verðum þegar mótinu lýkur,“ segir Gunnar Gíslason, þjálfari og leikmaður 1. deildarliðs KA í knattspyrnu. Gunnar leikur nú að nýju í KA-búningnum eftir 9 ára fjarveru en á þeim tíma hefur hann spilað með KR, Moss í Noregi og Hácken í Svíþjóð. Gunnar tók við þjálfuninni af Ormari Örlygs- syni. Töluverðar breytingar hafa orðið á KA-liðinu frá síðasta tímabili en Gunnar hefur ekki áhyggur af því. „Við erum búnir að æfa vel í vetur og þeir sem hafa ekki verið hérna í bænum eru hungraðir í að gera sitt besta þegar þeir mæta. Ég er búinn að vera að spila með 30 manna hóp í vetur og tel mig verajneð góðan hóp í góðu formi. Efvið verðum heppnir eigum við eftir að koma á óvart.“ í íþróttablaðinu hefur því ver- ið spáð að KA og Þór falli í 2. deild í haust en Gunnar gefur lít- ið fyrir það. „Þetta er óskhyggja í þeim fyrir sunnan og það þýðir ekkert annað en að brosa að þessu. Ég get alveg sagt eins og allir hinir, það verða stóru klúbb- arnir, Fram, Valur og KR, sem slást um titilinn og svo hugsan- lega Skaginn. Þetta er sagt fyrir hvert keppnistímabil en svo koma Iið eins og KA og Víkingur og hirða titilinn þvert ofan í allar spár. Keppni í svona deild getur farið hvernig sem er og góður Gunnar Gíslason, þjálfari. árangur veltur á mörgum þáttum, ekki síst heppni. Við gerum okk- ar besta til að komast eins ofar- lega í töfluna og hægt er og höf- um engar áhyggjur af því við hverju aðrir búast.“ Gunnar lék síðast með KA 1982 og síðast á íslandi 1986 með KR. Hann segir gott að koma heim að öllu leyti nema því að aðstöðuleysið sé ennþá það sama fyrir norðan. „Stærsta breytingin fyrir mig er sú að nú er maður orðinn öldungurinn í þessu. Síð- an er það ekki spurning að fót- boltinn er orðinn miklu betri en hann var. Það er mjög gaman að sjá hvað þessir 2. og 3. flokks strákar sem eru að koma upp eru góðir. Það var ekki nærri því svona mikið af ungum leikmönn- um sem voru svona góðir þegar ég var að koma upp í meistara- flokk. Ég ætla mér að nota mikið af þessum ungu leikmönnum í sumar, það er getan en ekki aldurinn sem skiptir máli í fót- bolta,“ sagði Gunnar Gíslason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.