Dagur - 19.05.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 19.05.1992, Blaðsíða 16
 Kodak x Express Gæóaframköllun Akureyri, þríðjudagur 19. maí 1992 Eiðisvík á Langanesi: Hvalreki til óþurftar - sjö ung búrhveli, samtals rúm 100 tonn að rotna ★ Tryggðu filmunni þinni 5?esta ^Pedr6n^ndir Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Mynd: IM Nemendur á Húsavík dimitera Sjö búrhveli hefur rekið á land í Eiðisvík á Langanesi nýlega og tvo hvali hefur rekið á Langanesströnd á síðustu vikum. Úlfar Þórðarson á Syðri- Brekkum fór með menn frá Haf- rannsóknastofnun í Eiðisvík á sunnudaginn og tóku þeir sýni úr Eldur í báti norður af Skaga: Þremur mönnum bjargað Eldur kom upp í Litlanesi ÍS- 608 að kvöldi laugardags þar sem báturinn var að veiðum um 50 sjómflur norður af Skaga. Ahöfninni, þremur mönnum, var bjargað um borð í Ingimund gamla frá Blöndu- ósi og siglt með þá til Skaga- strandar, en Litlanes sökk um sjöleytið að morgni sunnu- dags. Litlanes var tæplega 60 tonna eikarbátur, smíðaður í Hafnar- firði árið 1954. Ekki er ljóst hvers vegna eldur kom upp í bátnum, en sjópróf munu fara fram á ísa- firði á næstunni. Að sögn Guðna Ólafssonar, skipstjóra á Ingimundi gamla, sem bjargaði bátsverjum, voru mennirnir ómeiddir þegar þeir komu um borð í Ingimund, en þeir á Ingimundi voru staddir skammt frá Litlanesinu þegar þeir sáu reyk leggja frá bátnum. Guðni segir að gott hafi verið í sjóinn svo vel hafi gengið að ná mönnunum þremur um borð úr björgunarbátnum, en siglt var með þá til hafnar á Skagaströnd og þangað var komið um klukkan tíu á sunnudagsmorgun. SBG Sjávarútvegsnefnd Alþingis samþykkti í gær að mæla með að þingsályktunartillaga um eflingu Akureyrar og Eyja- fjarðarsvæðisins sem mið- stöðvar fræðslu og rannsókna á sviði sjávarútvegs verði samþykkt. TiIIagan er þar með komin á dagskrá til síðari umræðu og er bundnar vonir við að hún fáist afgreidd áður en þinginu verður slitið síðdeg- is í dag eða kvöld. í nefndaráliti sjávarútvegs- nefndar kemur fram að hún hafi fengið umsagnir Landssambands íslenskra útvegsmanna, Hafrann- sóknastofnunar, bæjarstjórnar Dalvíkur, bæjarstjórnar Akur- eyrar, bæjarstjórnar Ólafsfjarð- ar, Fjórðungssambands Norð- lendinga, Byggðastofnunar og Sambands íslenskra sveitarfé- laga. hvölunum til rannsóknar. Búrhvalirnir í Eiðisvík eru allir karldýr og taldir ungir, eða rétt um það bil að verða kynþroska. Þá virtist hafa rekið á land tvo og tvo saman, með nokkru millibili í fjöruna, tvo þeirra hafði þó greinilega rekið mun fyrr en hina og voru þeir farnir að skemmast. Hvalirnir eru 10-11 metra langir og taldir um 15 tonn á þyngd. Ekki er Ijóst hvort þeir voru dauðir þegar þá rak eða hvort þeir hafa synt á land, og ekki liggur fyrir skýring á dauða þeirra. Það var grásleppuveiði- maður sem varð var við hvalrek- ann í fjörunni og tilkynnti um hann. Vandamál er hvað gera eigi við hvalina þar sem óttast er að mik- inn fnyk leggi langar leiðir og mengun verði af er þeir fara að rotna. Ekki mun hægt að draga þá á haf út og sökkva þeim, og mun helst til ráða að grafa þá í fjörunni. „Þetta eru feykistórar og mikl- ar skepnur og það var farið að leggja lýsislykt af þeim á sunnu- daginn,“ sagði Úlfar. IM | Niðurstöður úr samræmdu prófunum í grunnskólum landsins liggja nú fyrir og er útkoman betri en á síðasta ári hvað landsmeðaltal snertir, bæði í íslensku og stærðfræði. Útkoman á Norðurlandi eystra og vestra er undir landsmeðal- tali í báðum greinunum en þær breytingar hafa gerst að nem- endur á Norðurlandi vestra Sjávarútvegsnefnd samþykkti orðalagsbreytingu á þingsálykt- unartillögunni og eftir breytingu orðast hún svo: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta gera áætlun um frekari uppbygg- ingu og eflingu Háskólans á Akureyri og annarra rannsókna- Þau öfl er stjórna veðri og vindum virðast hafa sætt sig við að sumarið er komið á ís- landi og er spáin í samræmi við þau sannindi. Suðlægar áttir verða ríkjandi næstu daga með hlýindum og yflrleitt þurru veðri á Norðurlandi. í dag gerir Veðurstofan ráð fyrir suðaustan eða austan golu Stúdentsefni á Húsavík dimiter- uðu í síðustu viku, þar sem ekki hafði gefist tími til slíks um það leyti er upplestrarfríin voru gefin. Leikurinn hófst í hesthúsa- stóðu sig öllu betur en nem- endur á Norðurlandi eystra í stærðfræði. Samkvæmt upplýsingum sem fengust í menntamálaráðuneyt- inu í gær er landsmeðaltal í íslensku 62,23 stig af 100 mögu- legum. Árið 1991 var meðaltalið 60,60 stig og 1990 var það 60 stig, þannig að leiðin hefur legið upp á við. og fræðslustofnana á svæðinu svo að þar verði öflug miðstöð rann- sókna- og fræðslustarfsemi á sviði sjávarútvegs." í nefndaráliti segir að nefndin líti svo á að málið svo breytt nái jafnframt markmiði til- lögu til þingsályktunar um sjávar- útvegsmiðstöð á Akureyri. óþh eða kalda. Skýjað verður um land allt og víða súld eða rigning nema helst í innsveitum á Norð- austurlandi. Hiti verður á bilinu 5-12 stig. Á miðvikudag og fimmtudag er útlit fyrir suðvestlæga átt með hlýju og þurru veðri norðaustan- lands en dálítil rigning verður í öðrum landshlutum. SS hverfinu þar sem verðandi stú- dentar voru mættir í kúrekabún- ingum af ýmsu tagi og hestum var troðið undir hópinn. Þó að illa gengi í fyrstu að finna gírana á Útkoman í íslensku er best í Reykjavík í einstökum umdæm- um, eins og venjulega, en þar er meðaltalið 64,73 stig. Á Norður- landi eystra er meðaltalið 61,99 stig og á Norðurlandi vestra 61,05 stig. í stærðfræði er landsmeðaltalið líka hærra en í fyrra. Nú er það 58,65 stig af 100, 1991 var það 56,90 stig og 1990 var landsmeðal- talið 57,60 stig. Reykjavík er efst á blaði að vanda. Þar er meðaltalið í stærð- fræði 61,94 stig. Norðurland eystra er með 55,38 stig, eða nokkuð undir landsmeðaltali, en Norðurland vestra er með 57,96 stig, eða hátt í landsmeðaltal. Þetta hefur snúist við því í fyrra stóðu nemendur á Norðurlandi eystra sig betur í stærðfræði en félagar þeirra á Norðurlandi vestra. Fram kom að Vestfirðir og ÓlafsQörður: Brotíst ínn í tvö fyrirtoeki Um helgina var brotist inn í tvö fyrirtæki í Ólafsfírði, útibú Kaupfélags Eyfírðinga og Stuðlaprent. Mál þessi eru að fullu upplýst, að sögn lögregl- unnar í Ólafsflrði. Litlar skemmdir voru unnar í þessum innbrotum og lítið sem þjófarnir höfðu upp úr krafsinu nema sælgæti í kaupfélaginu. „Þetta var bara fyllerísrugl,“ sagði lögregluþjónn sem Dagur ræddi við. SS skepnunum og læra að bakka, þá gekk nokkuð stóráfallalaust að heimsækja kennara og skóla- meistara og afhenda rósir með þökk fyrir samstarfið. Norðurland vestra hafa yfirleitt skorið sig úr og verið með lægst meðaltal landshluta en nú hefur Norðurland vestra sótt í sig veðrið. SS Kjarnaskógur: Grænt ljós á orlofsíbúðir Skipulagsnefnd Akureyrar tekur jákvætt í þá hugmynd Úrbótarmanna hf. á Akureyri að reisa orlofsíbúðir í Kjarna- skógi, norðan og austan við Kjarnalund, hús Náttúru- lækningafélags Akureyrar. Að undanförnu hafa nokkrir aðilar á Akureyri velt fyrir sér þeim möguleika að koma upp orlofsíbúðahverfi í nágrenni Akureyrar og óskuðu Úrbótar- menn hf. eftir umsögn skipulags- nefndar bæjarins að koma upp orlofsíbúðum í Kjarnaskógi, norðan og austan við Kjarna- lund. Skipulagsnefnd afgreiddi erindið á fundi sínum sl. fimmtu- dag. Sveinn Heiðar Jónsson, einn Úrbótarmanna hf., segir ánægju- legt að nefndin hafi tekið jákvætt í þetta mál og nú geti menn sest niður og rætt næstu skref. Hann segir að þessi staðsetning orlofs- íbúða sé um margt mjög áhuga- verð. Þetta svæði sé fallegt, stutt sé til Akureyrar og góð aðstaða til útivistar í nágrenninu. Þá hafi sá möguleiki verið nefndur að nýta hluta af Kjarnalundi sem þjónustumiðstöð fyrir orlofshús- in, sem sé vissulega athyglisverð hugmynd og þurfi að skoða frekar. óþh Efling Akureyrar og Eyjafjarðarsvæðis sem miðstöðvar í sjávarútvegi: Sjávarútvegsnefad Alþingis gaf grænt ljós á málið í gær Niðurstöður úr samræmdum prófum í grunnskólunum: Nemendur á Norðurlandi undir landsmeðaltali - Norðurland vestra hefur sótt í sig .veðrið Norðurland: Blíða framiindan

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.