Dagur - 19.05.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 19.05.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 19. maí 1992 ----------------------------------;-----\ Lítil íbúð óskast strax Upplýsingar í síma 21466. Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar & Co. hf. Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Suðurlandi leitar eftir kaupum á hentugu húsnæði fyrir vistheimili barna á Selfossi. Um er að ræða einbýlishús, par- eða raðhús á einni hæð, 200-300 m2 að stærð að meðtalinni bílgeymslu. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarárog -efni, herbergjafjölda, brunabóta- og fasteignamat, afhendingartíma og söluverð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 25. maí 1992. Fjármálaráðuneytið, 15. maí 1992. Aðalfundur Lífeyrissjóðs trésmiða Lífeyrissjóður trésmiða heldur aðalfund sinn í Alþýðuhúsinu, 4. hæð, þriðjudaginn 26. maí, kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. LOKADANSLEIKUR hjá hljómsveit Bigga Mar. Þar sem hljómsveitin er að hætta störfum, verður hún með kveðjudansleik í Alþýðuhúsinu, 4. hæð, Bláhvammi laugardaginn 23. maí nk. Húsið opnað kl. 21.30. Aö lokum þetta: VELKOMIN í BLÁHVAMM HLJÓMSVEIT BIGGA MAR. Sumarvörurnar komnar Svo sem á börnin: Margar gerðir af bolum, einlitir, verð frá kr. 300, með myndum verð kr. 480. Hjólabuxur og stuttbuxur í úrvali. Jogging- og krumpugallar st. 104-164. Gallabuxur st. frá 104-164, verð frá kr. 1.250. American stile jakkar st. 8-16, verð kr. 4.390. Marglitir strigaskór st. 24-35, verð frá kr. 995 og margt, margt fleira. ★ Ath! Regnvettlingarnir komnir, verð kr. 795. Líttu inn, það borgar sig! U(J EYFJÖRÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 Minning Björgvin Theodór Jónsson - kveðja frá starfsfólki Iðju Sumri hallar, blikna blöð, blómin falla vítt um grundir. Móa, hjalla, vötn og vöð vetur kallar gaddinn undir. (Björgvin Th. Jónsson.) Þann 12. maí sl. var til moldar borinn Björgvin Theodór Jóns- son. Björgvin vann margháttuð störf um ævina og þar af um 10 ára skeið fyrir Iðju, félag verk- smiðjufólks á Akureyri, þ.e. frá því um mitt ár 1979 til 1. desem- ber 1989. Björgvin er dáinn. Þessi orð bárust á milli manna á skrifstofu Iðju degi eftir andlát hans. Þessi orð komu sem reiðarslag. Gat það verið að Björgvin, þessi glað- lyndi og hugljúfi maður væri allur? Ekki er langt síðan að hann kom í heimsókn á skrifstof- una. Þá sást að vísu að honum var að nokkru brugðið og sjúk- dómur hafði tekið sinn toll en að þetta yrði hans síðasta heimsókn kom okkur ekki til hugar. Björgvin var hæglátur og dag- farsprúður og gott var að vinna með honum. Hann gat þó ef þörf krafði verið hvassyrtur og ómyrk- ur í máli, sérstaklega ef honum fannst fólk eða fyrirtæki sýna óbilgirni og yfirgang. Hann var ljóðelskur og fyrir kom að hann setti saman stökur um mál og menn. Hann hafði gaman af söng og fyrir kom að við vinnu og í ferðalögum hæfi hann upp sína sterku söngrödd. Björgvin hafði brennandi áhuga á félagsmálum og var sam- vinnumaður af gamla skólanum. Hann hafði óbilandi trú á afli samvinnuhugsjónarinnar. Skoð- anir hans voru fastmótaðar og skýrar og hann fór ekki með þær í grafgötur. Hann var af þeirri kynslóð sem mætti lífsbaráttunni með iðni og atorku. Honum fannst því oft á stundum lítið til koma gerviþarfa nútímaþjóðfé- lagsins. Oft sat hann þegar stund- ir gáfust í kaffikróknum og sagði frá uppvaxtar- og unglingsárum sínum fyrir vestan. Hann kunni þá list að segja frá á heillandi og lifandi hátt þannig að sá sem á hlýddi gat gleymt stund og stað. Björgvin hafði þann sið að loknum starfsdegi að ganga sem best frá öllum hlutum og sagði jafnan. „Þið vitið hvar þetta er ef ég kem ekki á morgun." Nú hef- ur Björgvin lokið störfum í þess- um heimi og í huga okkar er þökk fyrir að hafa fengið um stund að vinna við hlið hans. Við sendum Þorgerði og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúðar- kveðju. Megi blessun hvíla yfir minningu Björgvins. Kristín Hjálmarsdóttir, Ármann Helgason. Hvammstangi: Tónleikar Harðar Áskelssonar Tónlistarfélag Vestur-Húnvetn- inga heldur sína síðustu reglu- legu tónleika á starfsárinu 1991- 1992 kl. 21 annað kvöld, mið- vikudaginn 20. maí. Þá mun Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, sækja Húnvetn- inga heim og leika á hið ágæta pípuorgel Hvammstangakirkju. Hörður mun flytja fjölbreytta - annað kvöld orgeltónlist frá ýmsum tíma og við flestra hæfi. Tónleikarnir eru öllum opnir. Nýtt starfsár Tónlistarfélagsins hefst í september og mun félagið kappkosta að bjóða upp á fjöl- breytta tónleika næsta ár og við allra hæfi. Stjórn Tónlistarfélags- ins skipa þau Sveinn Lúðvík Björnsson, formaður, Helgi S. Ólafsson, gjaldkeri, Guðrún Helga Bjarnadóttir, varaformað- ur, Guðmundur St. Sigurðsson, ritari og Sigurvald í. Helgason, meðstjórnandi. Varamenn í stjórn félagsins eru þeir Hjalti Júlíusson og Björn Hannesson. í dag eru 75 manns skráðir félagar. (Fréttatilkynning) Árlegir vortónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis Karlakór Akureyrar-Geysir undir stjórn Roars Kvam held- ur sína árlegu vortónleika í Akureyrarkirkju annað kvöld, miðvikudag, og nk. fimmtu- dagskvöld kl. 21 bæði kvöldin. Flytjendur með kórnum verða Michael Jón Clarke, baritón, Richard Simm, píanó, og Blás- arasveit æskunnar, Akureyri. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt, bæði erlend og íslensk kórverk. Af íslenskum höfundum má nefna Sigvalda S. Kaldalóns, Sigfús Einarsson, Karl Ó. Run- ólfsson, Jóhann Ó. Haraldsson og Emil Thoroddsen. Af erlend- um höfundum má nefna t.d. E.Grieg (Kongekvadet - úr „Sigurd Jorsalfar“, Norröna- folket - úr „Sigurd Jorsalfar“, Landkjenning og Látum sönginn hvellan hljóma) og G.Verdi (Nautabana-kórinn úr La Travi- ata, Steðja-kórinn úr II Trovatore og Gullnu vængir úr Nabucco). Styrktarfélögum kórsins er bent á að þeir geta sótt hvort sem er tónleikana annað kvöld eða á fimmtudagskvöldið. í Karlakór Akureyrar-Geysi eru 37 söngmenn. óþh Vordagar Olafs- fjarðarkirkju Erindi Einars Gylfa í safiiaðar- heunilinu Einar Gylfi Jónsson, forstöðu- maður Unglingaheimilis ríkis- ins, flytur erindi í safnaðar- heimili Ólafsfjarðarkirkju í kvöld, þriðjudaginn 19. maí kl. 20.30. Erindi Einars Gylfa nefnist „Unglingsárin og uppalandahlut- verkið“ og er einkum ætlað for- eldrum unglinga og öðrum þeim, sem láta sig málefni æskufólks varða. Einar mun svara fyrir- spurnum eftir erindisflutninginn og er aðgangur ókeypis. Erindið er liður í Vordögum Ólafsfjarð- arkirkju, sem hófust í gærkvöld með tónleikum Kórs Akureyrar- kirkju í Tjarnarborg. Áburður-Fræ Áburðarsala KEA við Glerárósa verður opin alla virka daga maímánaðar frá kl. 8.00- 12.00 og 13.00-17.00. I í boði er fjölbreytt úrval af tilbúnum áburði. í Fóðurvörudeild að Strandgötu 63 fer fram fræsala milli kl. 8.00-12.15 og 12.45-16.00. Kaupfélag Eyfirðinga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.