Dagur - 19.05.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 19. maí 1992
93. tölublað
LACOSTE
Peysur • Bolir
HERRADEILD
Gránutelagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Mokveiði á ufsa
frá Pórshöfn:
„Annan fisk er
ekki að fá“
- segir Jónas Jóhanns-
son, skipstjóri á Geir ÞH
Ufsi er um allan sjó á miðum
báta frá Þórshöfn. Þorskveiði
er engin og grásleppuveiði lítil.
„Við reynum að ná þorski í
byrjun hverrar veiðiferðar, en
endum alltaf í ufsanum. Eins og
málum er háttað nú, þá verðum
við að breyta þorskkvóta í ufsa-
kvóta. Annan fisk er ekki að fá. í
fyrri viku fengum við 34 tonn í
einu hali. Vegna brælu gátum við
ekki innbyrt aflann og drógum
hann því inn til Þórshafnar. Sextán
tonn eru komin um borð í dag.
Ufsinn er stór og góður og fer all-
ur í frystingu. Net grásleppukarla
eru full af ufsa. Vegna ótíðar ná
grásleppukarlarnir ekki að vitja
netanna reglulega. Netin eru
mörg og ufsinn er ónýtur þegar
næst til hans. Nei, karlarnir
verða ekki fjáðir af grásleppu-
veiðinni. Grásleppan heldur sig
ekki þar sem ufsinn er,“ sagði
Jónas Jóhannsson, skipstjóri á
Geir ÞH 150. ój
Akureyri:
Innbrotsþj ófiir
gómaður í Esju
Um hádegisbilið hélt hópur barna úr Lúðrasveit Tónlistarskóla Dalvíkur og Ólafsfjarðar í tónleikaferð tU
Grímseyjar og var þessi mynd tekin áður en haldið var af stað. Mynd: Goiií
Lúðrasveit Tónlistarskóla Dalvíkur og ÓlafsQarðar:
Hélt tónleika í Grímsey í gær
Lúðrasveit Tónlistarskóla
Dalvíkur og Ólafsfjarðar brá
sér í tónleikaferð til Gríms-
eyjar í gær. Sveitin fór með
ferjunni Sæfara um hádegis-
bilið frá Dalvík, hélt tónleika
í eynni seinni partinn og kom
heim í gærkvöld.
Michael Jacques, stjórnandi,
hefur komið upp 30 manna
lúðrasveit á tveimur árum en
auk nemenda frá Dalvík og
Ólafsfirði, eru í sveitinni nem-
endur frá Árskógsströnd og úr
Svarfaðardal. Ekki fóru allir
meðlimir sveitarinnar með í
ferðina en um 20 manna hópur.
-KK
Ólæti á Akureyri:
Mikil ölvun og
tUheyrandi átök
- tveir fluttir á
slysadeild eftir átök
Mikil ölvun var í miðbæ Akur-
eyrar um helgina með tilheyr-
andi óspektum. Lögreglan
þurfti að róa menn niður og
allnokkrir fengu gistingu í
fangageymslum. Sérstaklega
var mikið um að vera aðfara-
nótt laugardags.
Að sögn lögreglunnar var tölu-
vert um átök og ölvunarlæti í
miðbænum aðfaranótt laugar-
dagsins. Maður var fluttur á slysa-
deild eftir slagsmál og annar fór
sömu leið eftir að sparkað hafði
verið í andlit hans. Ekki er talið
að þeir hafði meiðst alvarlega.
Sömu nótt var grafa í eigu
Akureyrarbæjar skemmd, en hún
stóð á Ráðhústorgi og hefur verið
notuð við framkvæmdir þar.
Rúður í gröfunni voru brotnar en
lögreglan hafði hendur í hári
skemmdarvargsins.
Einnig voru brotnar rúður í
miðasöluskúr við íþróttavöllinn
aðfaranótt laugardags og er það
mál óupplýst.
Aðfaranótt sunnudags veittist
ölvaður maður að bíl á Glerár-
götu og skemmdi hann lítilshátt-
ar.
Loks má geta um bílveltu á
Öxnadalsheiði um hádegi á laug-
ardag. Bíll á leið til Akureyrar
lenti út af veginum og valt en
ekki urðu slys á fólki. SS
Tvö innbrot voru tilkynnt til
rannsóknarlögreglunnar á
Akureyri um helgina, eða nán-
ar tiltekið aðfaranótt sunnu-
dags. Brotist var inn I verslun-
ina Esju við Norðurgötu og
fjölbýlishús við Vestursíðu 10.
Að sögn Gunnars Jóhannsson-
ar, rannsóknarlögreglumanns,
var ungur maður gómaður við
innbrotið í Esju og handtekinn á
staðnum. Hann hafði ekki náð að
stela miklu þegar lögreglan kom
á staðinn og skemmdirnar sem
hann olli voru ekki teljandi.
Þá var brotist inn í Vestursíðu
10, nýbyggingu á vegum A.
Finnssonar. Þar hafði einhver
farið inn með því að snúa sundur
hengiiás en ekki er talið að neitt
hafi horfið úr byggingunni. SS
Kaupfélag Langnesinga á Þórshöfn:
Heildartap á síðasta ári 56 milljónir
- nauðasamningarnir ekki inni í tölum síðasta árs
- stefnt að því að gera þetta ár upp með hagnaði
Bókfært tap hjá Kaupfélagi
Langnesinga á síðasta ári nam
samtals 56,2 milljónum króna.
Velta félagsins var tæpar 228
milljónir og tap af reglulegri
starfsemi 22,5 milljónir en eftir
fjármagnsliði var tapið komið í
yfir 38 milljónir. Síðan bætast
við óreglulegir liðir upp á rúm-
lega 17 milljónir, s.s. vanreikn-
Þingeyjarsýsla:
Sauðburður gengur vel
- engin riða fundist í heilt ár
„Það er allt fullt af lömbum og
það verður mikið kjöt í haust.
Sauðburður gengur vel og
bændur eru sælir og glaðir,“
sagði Bárður Guðmundsson,
héraðsdýralæknir á Húsavík,
er Dagur spurði hvernig sauð-
burður gengi og um frjósemi
fjárins.
Bárður sagði að ekki væri mik-
ið að gera hjá dýralækni þó sauð-
burður stæði yfir því hann gengi
mjög vel. Frjósemi er mikil og
eitthvað um þrílembur og fjór-
lembur. Sauðburður mun nú um
það bil hálfnaður hjá flestum
bændum.
Nokkuð er um að lömb fái
slefsýki á tveimur fyrstu dögun-
um. Hún lýsir sér með því að þau
verða slöpp og munnvatnið renn-
ur fram úr þeim. „Þetta er
bakteríusjúkdómur sem auðvelt
er að meðhöndla,“ sagði Bárður,
en það mun hafa borið á slefsýki
á stöðugt fleiri bæjum síðustu
árin.
„Það hefur ekki fundist riðu-
veiki í eitt ár,“ sagði Bárður, en
síðustu tilfellin fundust fyrir ári
síðan á Húsavík og í Keldu-
hverfi. Bárður sagðist vera bjart-
sýnn en þó hræddur um að þessi
sjúkdómur ætti eitthvað eftir að
gera vart við sig. IM
uð gjöld fyrri ára, þannig að
heildartapið losaði 56 milljónir
króna. Þetta kom fram á aðal-
fundi félagsins nýverið.
„Þetta eru svo sem ekki glæsi-
legar tölur en við teljum okkur
hafa gert upp skuldahala fyrri ára
vonumst til að reksturinn skili
hagnaði á þessu ári. Eignir
félagsins eru upp á 203 milljónir
og eigið fé neikvætt um 38,6
milljónir en þá er ekki búið að
taka tillit til nauðasamninganna,
það verður gert á þessu ári. Við
gerum ráð fyrir að eigið fé félags-
ins verði jákvætt að nauðasamn-
ingum loknum," sagði Garðar
Halldórsson, kaupfélagsstjóri.
Vonir eru bundnar við að tak-
ast megi að rétta Kaupfélag
Langnesinga við með nauðasamn-
ingunum en að sögn Garðars
verður þetta ár erfitt og þarf að
halda vel á spöðunum til að
standa við samningana. Hann
sagði að unnið væri að því að losa
fjármagn, m.a. til að fjármagna
nauðasamningana að hluta til.
Þar á hann við sölu eigna. Ríkið
hefur þegar keypt húsnæði af
Kaupfélaginu fyrir lögreglustöð-
ina á Þórshöfn og einhver hreyf-
ing er í sölu á öðrum eignum.
Reyndar eru litlar líkur á því að
hægt verði að selja sláturhúsið
eða koma þeirri eign í nýtingu.
Eins og fram hefur komið hafa
umsvif Kaupfélags Langnesinga
minnkað á síðustu árum og ann-
ast félagið nú fyrst og fremst
verslunarrekstur á svæðinu, auk
þess sem það er hluthafi í sjálf-
stæðum hlutafélögum. Garðar
sagði að með sölu eigna, hagræð-
ingu í rekstri og samningum við
veðkröfuhafa ætti að vera hægt
að koma félaginu á réttan kjöl.
„Rekstur félagsins það sem af
er þessu ári hefur gengið nokkuð
vel. Það hefur verið söluaukning
í flestum deildum og veltan hefur
aukist. Við reiknum með að gera
þetta ár upp með hagnaði en þar
kemur náttúrlega inn niðurfelling
viðskiptakrafna f nauðasamn-
ingnum sem færð verður til
tekna. Við höfum verið að hag-
ræða í rekstri og fækka starfs-
fólki. Þetta eru ekki skemmtileg-
ar aðgerðir en óhjákvæmilegar
og við erum nokkuð bjartsýnir á
framhaldið,“ sagði Garðar. SS
Ölvaður ökumaður í Gilinu:
Kubbaði ljósastaur
og hvolfdi bflnum
Laust fyrir klukkan þrjú
aðfaranótt laugardags lenti
fólksbfll á Ijósastaur í Grófar-
gili á Akureyri, kubbaði staur-
inn sundur og valt. Bfllinn er
talinn ónýtur og þurfti að fjar-
lægja hann með kranabfl en
ökumaðurinn, sem var einn í
bflnum, slapp án meiðsla.
Bifreiðinni var ekið upp Kaup-
vangsstræti og í beygjunni gegnt
andapollinum virðist ökumaður-
inn hafa misst allt vald á því sem
hann var að gera þannig að bíll-
inn þaut upp á gangstétt og skall
harkalega á ljósastaur. Ljóst er
að illa hefði getað farið ef gang-
andi vegfarendur hefðu verið
þarna á ferð.
Ljósastaurinn brotnaði við
höggið og bíllinn lenti á hvolfi.
Samkvæmt upplýsingum frá
rannsóknarlögreglunni var bíll-
inn á mjög mikilli ferð auk þess
sem ökumaðurinn er grunaður
um ölvun við akstur. SS