Dagur - 19.05.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 19.05.1992, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. maí 1992 - DAGUR - 7 Kúluvarp: Enn met hjá Guðbjörgu - stefnir á að ná ÓL-lágmarkinu Guðbjörg Gylfadóttir frá Skagaströnd bætti íslandsmet- ið í kúluvarpi kvenna á móti í Bandaríkjunum um helgina. Þetta er í þriðja sinn á fáeinum vikum sem hún bætir metið. Guðbjörg er 27 ára og var að ljúka námi í markaðsfræðum í Bandaríkjunum og hefur notað tímann úti til að æfa kúluvarp af krafti. Hún kastaði 16,33 m um helgina og bætti gamla metið um 37 cm. „Ég er auðvitað voðaiega glöð yfir þessu. Allur minn undirbún- ingur í vetur hefur miðast við þetta mót þannig að þetta kemur mér ekki á óvart eftir gott gengi á síðustu mótum. Annars er stærsta mót ársins eftir, háskóla- meistaramót Bandaríkjanna sem verður seinna í mánuðinum, og ég reyni auðvitað að bæta þetta eitthvað þar,“ sagði Guðbjörg í samtali við Dag. Guðbjörg segist fyrst hafa orð- ið íslandsmeistari í kúluvarpi þegar hún var 12 ára gömul. „Það var nú eiginlega bara „grís“ enda æfði ég þetta ekkert þá. Svo fór ég að æfa af alvöru þegar ég var um tvítugt og fór fljótlega að ganga vei. Ég varð fyrst íslands- meistari í fullorðinsflokki 1986.“ Guðbjörg segir framtíðina í kúluvarpinu vera óráðna, hún hafi verið að ljúka námi, óvíst sé með atvinnumöguleika heima á íslandi auk þess sem hún sé kom- in með fjölskyldu og æfingarnar taki mikinn tíma. „Það er þó alveg öruggt að ég æfi vel í sumar og stefni að því að ná Ólympíu- lágmarkinu sem er rétt rúmir 17 metrar. Það er kannski svolítið mikið en maður verður að vera bjartsýnn,“ sagði Guðbjörg Gylfadóttir. Eyjólfur klappar hér Fritz Walter á kollinn en hann skoraði á laugardag og varð markahæstur í dcildinni. Köln Kaiserslautern Botninn: Stuttg. Kickers 38 13-18- 7 58:41 44 38 17-10-11 44 38 10-11-17 53:64 31 Hansa Rostock Duisburg Dusseldorf 38 10-11-17 43:55 31 38 7-16-15 43:55 30 38 6-12-20 41:69 24 Einar Stefánsson, Þýskalandi/JHB Kristjana ívarsdóttir náði bestum árangri Akureyringa á íslandsmeist- aramótinu í vaxtarrækt sem fram fór á Hótel íslandi á sunnudaginn. Kristjana, sem er á myndinni að ofan, sigraði í -52 kg kvenna og varð önnur í opnum flokki. Fleiri Akureyringar létu að sér kveða á mótinu, Pétur Broddason sigraði í -80 kg flokki og varð þriðji í opnum flokki, Kári Elíson vann -70 kg flokkinn eftir harða baráttu við Harald Har- aldsson og Hanna Birna Sigurbjörnsdóttir vann +57 kg flokk. Magnús Bess sigraði í opnum flokki karla, Margrét Sigurðardóttir í opnum flokki kvenna og Þór Jósepsson í opnum flokki unglinga. Nánar verð- ur sagt frá mótinu síðar. Mynd: kl Eyjólfur Sverrisson og félagar í Stuttgart urðu á laugardaginn þýskir meistarar í knattspyrnu eftir einhverja æsilegustu loka- umferð sem elstu menn muna. Þrjú félög áttu möguleika á titlinum og úrslitin réðust ekki fyrr en þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í leik Bayer Leverkusen og Stuttgart. Þá var orðið ljóst að titillinn færi til Stuttgart og fögnuður áhangenda liðsins var svo mikill að þeir ruddust inn á völlinn og flauta varð leikinn af. Frankfurt, Stuttgart og Dort- mund voru öll með 30 stig fyrir lokaumferðina en Frankfurt með besta markahlutfallið. Liðið tap- aði hins vegar 1:2 fyrir liði Hansa Rostock og það voru fregnir af seinna marki Rostock sem ærðu áhorfendur Stuttgart með fyrr- greindum afleiðingum. Dort-Í mund sigraði Duisburg en sigur Stuttgart tryggði liðinu titilinn á betra markahlutfalli. Eyjólfur Sverrisson var ekki í byrjunarliði Stuttgart á laugar- daginn en kom inná 5 mínútum fyrir leikslok og átti þátt í sigur- marki liðsins. Ástæðan fyrir því að hann byrjaði á bekknum var sú að hann fór í landsleikinn gegn Grikkjum en Daum, þjálfari Stuttgart, sagðist ekki hafa verið að hegna Eyjólfi heldur hefði hann viljað nota mann sem var óþreyttur. Þetta er í fjórða sinn sem Stutt- gart verður þýskur meistari, síð- ast gerðist það árið 1984 og þá var liðið með Ásgeir Sigurvins- son innanborðs. Gífurleg fagnaðarlæti brutust út í Stuttgart við tíðindin af úr- slitunum og er talið að hátt í 100 þúsund manns hafi fagnað liðinu þegar það kom heim. Fagnaðar- lætin voru enn í fullum gangi á sunnudagskvöldið. Sjá nánar á bls. 9. Lokastaðan á toppnum: VfB Stuttgart 38 21-10- 7 62:32 52 Bor. Dortmund 38 20-12- 6 66:47 52 Frankfurt 38 18-14- 6 76:41 50 Körfuknattleikur: Páll Kolbeinsson í Tindastól - þarf Pétur að hætta? Páll Kolbeinsson, körfuknatt- leiksmaður úr KR, hefur ákveðið að leika með Tinda- stól í úrvalsdeildinni næsta vetur. Páll, sem er 28 ára gamall, hef- ur verið einn besti körfuknatt- leiksmaður landsins í mörg ár. Hann þjálfaði lið KR tímabilið 1990-1991 og lék áfram með lið- inu í vetur. Ekki þarf að fjölyrða um hvílíkur liðsstyrkur hann verður Skagfirðingum. „Þetta kom mjög óvænt upp og var síðan ákveðið á föstudaginn. Við erum auðvitað afskaplega ánægðir með þetta enda ekki spurning að Páll er einn albesti bakvörður landsins. Ég held að það sé engin hætta á öðru en að hann geri góða hluti hér,“ sagði Þórarinn Thorlacius, formaður körfuknattleiksdeildar Tinda- stóls. Alls óvíst er um framtíð Péturs Guðmundssonar, leikmanns Tindastóls, í körfuboltanum. Hann hefur lengi átt við bak- meiðsli að stríða sem stafa af brjósklosi. Hann er í meðferð og rannsókn í Reykjavík þessa dag- ana og niðurstaðan gæti orðið sú að hann leiki ekki körfuknattleik framar. „Við vonum auðvitað að Pétur leiki áfram og gerum þá frekar ráð fyrir að hann verði hér. Hins vegar skilst mér að það sé nokk- uð líklegt að hann þurfi að hætta og það yrði visst áfall fyrir okkur,“ sagði Þórarinn. Tindastóll leitar nú að erlend- um leikmanni og á einnig í við- ræðum við Einar Einarsson um að hann verði áfram með liðinu. Pétur Guðmundsson á við bak- meiðsli að stríða og gæti þurft að hætta í körfunni. Handknattleikur: Andrés í Þór Andrés Magnússon, hand- knattleiksmaður úr KA, hefur ákveðið að leika með Þór í 1. deildinni næsta vetur. Andrés er línumaður um þrí- tugt sem lék með Breiðabliki áður en hann gekk til liðs við KA fyrir tveimur árum. Hann lék tvo leiki í 1. deildinni með KA í vetur. Þýskaland: Stuttgart varð meistari

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.