Dagur - 28.05.1992, Síða 2

Dagur - 28.05.1992, Síða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 28. maí 1992 Fréttir Akureyri: Ráðstefha um atvumu- sköpun kvenna á Norðurlandi eystra - haldin dagana 19. og 20. júní nk. Áhugahópur um atvinnumál kvenna á Norðurlandi eystra boðar til ráðstefnu á Akureyri dagana 19. og 20. júní næst- komandi undir yfirsskriftinni „Að taka málin í eigin hend- ur“. Samkvæmt upplýsingum frá hópnun er ráðstefnan öll- um opin en markmiðið með henni er annars vegar að skapa tengsl milli kvenna í atvinnu- sköpun, bæði á Norurlandi eystra og um allt land, og hins vegar er ráðstefnunni ætlað að vera vettvangur til að virkja þá vakningu sem er um þessar mundir meðal kvenna um allt Iand bæði hvað varðar atvinnu- Kröfluvirkjun: Farfuglar og ferðamenn mættir „Það er farinn að sjást hér einn og einn ferðamaður og rútur koma hér með skóla- börn,“ sagði Birkir Fanndal, yfirvélstjóri við Kröfluvirkjun, aðspurður hvort farfuglar og ferðamenn væru mættir á svæðið. Birkir sagði að allt væri komið í venjulegt vorform þarna efra og allir farfuglar sem vanir væru að láta sjá sig væru komnir. Fleiri fuglar en áður tíðkaðist eru nú heimagangar við Kröfluvirkjun. Þar eru maríuerlur, skógarþrestir og hrafn, en hrafnar létu ekki sjá sig heima við húsin fyrstu árin eftir að virkjunin var tekin í notkun. IM sköpun og þörf til að hafa áhrif á eigin atvinnuaðstæður og þar með á eigið Iíf. Áhugahóp um atvinnumál kvenna á Norðurlandi eystra skipa konur sem komnar eru úr flestum héruðum landsins en ráð- stefnan er sú þriðja í viðleitni kvenna til að mynda hring um landið. Fyrsta ráðstefnan var haldin á ísafirði sl. haust og í vet- ur var ráðstefna í svipuðum til- gangi á Norðurlandi vestra. Ráð- stefnan nýtur einnig stuðnings jafnréttisnefndar Akureyrarbæj- ar og atvinnumálanefndar, Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar, Byggðastofnunar, Atvinnuþró- unarfélags Þingeyinga og fleiri. „Verið er að mynda atvinnu- málanefndir kvenfélagasam- banda um land allt, kvennahópar formlegir og óformlegir halda námskeið og ráðstefnur, konur stofna samtök um smáiðnað, hitt- ast til að skapa og ræða; konur taka virkan þátt í átaksverkefn- um og svo mætti lengi telja. Á síðasta ári var í fyrsta sinn veitt úr 15 milljóna sjóðnum til atvinnusköpunar kvenna um land allt. Þær milljónir voru enn frek- ari hvatning til dáða. En sam- starfið innan landshluta og milli landshluta vantar. Þess vegna höldum við þessa ráðstefnu, til að konur geti hist, borið sama bækur sínar og lagt sameiginlega á ráðin um nánustu framtíð,“ segir í tilkynningu sem aðstand- endur ráðstefnunnar sendu frá sér í gær. Meðal efnis á ráðstefnunni verða ávörp Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Stefaníu Trausta- dóttur en konur úr öðrum landshlutum flytja einnig erindi. JÓH Mynd: Golli í gær var unnið að lokafrágangi vegna sumarsýningarinnar í KA-höllinni sem hefst í dag. Sýningin Sumar ’92 hefst á Akureyri á morgun: Á flórða tug aðila sýna vörur sínar Vöru- og sölusýningin Sumar ’92 verður opnuð í KA-höIlinni á Akureyri síðdegis á morgun. Að sögn Ómars Péturssonar, framkvæmdastjóra sýningar- innar, verða sýnendur 30-35 talsins og kemur um fjórðung- ur þeirra af höfuðborgarsvæð- inu. Ómar segir að sýningin spanni vítt svið en þó undir þeim for- merkjum að vörurnar tengjast sumrinu. „Þetta er allt frá mat- vælum upp í tjaldvagna, bíla og þess háttar,“ segir Ömar. Tölu- verður hluti af sýningarvörum eru innfluttar vörur en af heima- framleiðendum má nefna Eyfirsk matvæli, Mjólkursamlag KEA, Fjöregg hf. og Foldu hf. Sýningaraðstaðan innandyra í KA-höllinni er um 1400 fermetr- ar en auk þess verður um 2000 fermetra sýningarsvæði úti. Ómar segir að nú verði aðgangur að sýningunni ókeypis og vænt- anlega auki það aðsóknina en búist er við um 7000 gestum. Sýningin verður opnuð kl. 17 á morgun og verður opin til kl. 22 annað kvöld en á laugardag og sunnudag verður opið milli kl. 12 og 18. JÓH Rafveita Húsavíkur: Sala dreifikerfisins á skoðunarstigi „það verður ekki flanað að neinu,“ segir bæjarstjóri voru þar til umræðu. Nýlega komu fimm fulltrúar Rafmagns- veitna ríkisins til viðræðna við bæjarráð Húsavíkur um „hugsanleg kaup“ Rarik á dreifikerfi Rafveitunnar. „Málið er á algjöru skoðunar- stigi og það verður ekki flanað að neinu í þessum efnum,“ sagði Einar Njálsson, bæjar- stjóri á fundi Bæjarstjórnar Húsavíkur í síðustu viku er málefni Rafveitu Húsavíkur Frystihús Hólaness á Skagaströnd: Bíðum eftir að þorskurinn gangi á VestQarðarmið - og erum bjartsýnir á næga atvinnu í sumar, segir Haraldur Arnason „Við erum að vinna grálúðu,“ sagði Haraldur Árnason, verk- stjóri í frystihúsi Hólaness hf. á Skagaströnd. „Þorskaflinn hef- ur verið rýr að undanförnu en nýlegar fréttir af afla við Suð- vesturland vekja vonir um að þorskurinn sé eitthvað að glæðast. Togararnir hafa verið að fá allt að 10 tonnum í hali að undanförnu.“ Haraldur sagði að flakaða grá- lúðan færi fyrst og fremst á Þýskalands- og Frakklandsmark- að en haus- og sporðskorin grá- lúða færi til Japans og Taiwan. Japanir borðuðu hana hráa. Grálúðan er mjög feitur fiskur og kvað Haraldur hana einna helst líkjast rauðmaga í því efni - hún væri mun feitari en önnur lúða. Haraldur sagði frystihúsið fá Haraldur Arnason, verkstjóri. mest af sínu hráefni fá togurun- um á staðnum en bátar lönduðu fyrst og fremst rækju fyrir rækju- vinnsluna. Að sögn Haraldar Árnasonar hefur atvinna verið næg en held- ur ekkert meira. Hann sagði að nokkuð af Pólverjum hefði unnið hjá fyrirtækinu um tíma en nú væru engir útlendingar á staðnum. Hins vegar hefði ekki þurft að segja fólki upp störfum vegna minnkandi hráefnis. Ekki er gert ráð fyrir að loka frystihúsi Hólaness í sumar en á síðastliðnu sumri var því lokað í nokkra daga í lok ágúst en þá lýkur kvótaárinu. Annars færi það eftir því hvernig stæði á hjá veiðiskipunum þegar liði á sumarið hvort hugað yrði að lokun í einhvern skamman tíma. Haraldur sagði að þeir hjá Hólanesi biðu nú eftir því að þor- skurinn gengi á Vestfjarðamið og væru bjartsýnir á að nægileg atvinna yrði í sumar. ÞI Húsavíkurbær fékk Egil Olgeirsson, rafmagnstæknifræð- ing og Björn Haraldsson, endur- skoðanda til að gera úttekt á verðmæti dreifikerfisins, eftir að fram hafði komið hugsanlegur áhugi Rarik á kaupum á kerfinu. Á fundi fulltrúa Rarik og bæjarráðs var ákveðið að halda áfram að skoða málin. Talsverðar umræður urðu á bæjarstjórnarfundinum um þetta málefni. Fram kom að málið væri ekki komið á það stig að ljóst væri hvort raunverulegur áhugi væri á sölu dreifikerfisins. Málið væri á algjöru skoðunarstigi og ljóst að ekkert yrði gert nema málið fengi ítarlega umfjöll- un í nefndum og bæjarstjórn. Rarik þyrfti einnig að fá heimild í fjárlögum áður en af slíkum kaupum gæri orðið. Of snemmt væri að tala um hvort einhverjar líkur væru á sölu. IM Kór Akureyrarkirkju: í tónleikaferða- lag til Danmerkur Kór Akureyrarkirkju heldur upp í tónleikaferð til Dan- merkur föstudaginn 29. maí nk. þar sem hann mun halda ferna tónleika auk þess að syngja í tvígang við guðsþjón- ustur. Kórinn syngur fyrstu tónleik- ana sunnudaginn 31. maí í Sct. Mortens kirkjunni í Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku, en fyrr þann sama dag syngur kórinn við hámessu í Sct. Mortens kirkjunni. Næstu tónleikar kórsins verða í Fredens kirkjunni í Árós- um þriðjudaginn 2. júní og þriðju tónleikarnir í Silkeborg kirke miðvikudaginn 3. júní. Síðustu tónleikarnir verða í Dyssegárds- kirke í Hellerup (úthverfi Kaup- mannahafnar) laugardaginn 6. júní. Söngferð Kórs Akureyrar- kirkju lýkur með söng við íslenska messu í Holmen kirkj- unni í Kaupmannahöfn á hvíta- sunnudag, sunnudaginn 7. júní. Efnisskrá kórsins í þessari fyrstu tónleikaferð hans erlendis er blanda íslenskrar og erlendrar tónlistar, bæði af kirkju- og ver- aldlegum toga. í tónleikaferðinn taka þátt um 45 manns. Stjórnandi Kórs Akur- eyrarkirkju er Björn Steinar Sól- bergsson. óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.