Dagur - 28.05.1992, Síða 3

Dagur - 28.05.1992, Síða 3
Fimmtudagur 28. maí 1992 - DAGUR - 3 Fréttir SH flutti út 85.000 tonn á síðasta ári að verðmæti 18,3 milljaðra króna: ÚA efst í framleiðslu miðað við útborgunarverð Á síðasta ári nam heildarfram- leiðsla frystihúsa og frysti- skipa, sem fela Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sölu á sjáv- arafurðum sínum, 85 þúsund tonnum, sem er 2,5% minna magn en árið 1990. Af einstök- um framleiðendum innan SH var Utgerðarfélag Akureyr- inga hf. efst í framleiðslu, með 9.000 tonn að verðmæti 2.199 milljóna króna miðað við útborgunarverð. Næst í röð- inni kom Grandi hf. með 10.000 tonn að verðmæti 1,789 milljóna króna. Verðmæta- munurinn Iiggur í samsetningu afla. Samkvæmt samstæðureikningi nániu rekstrartekjur félagsins 16,5 milljörðum króna á móti 17,3 milljörðum árið áður og hafa því dregist saman um tæp 5%. Afkoma SH hérlendis var jákvæð í fyrra um 60 milljónir króna á móti tæpum 144 milljón- urn króna árið áður og svarar það til 0,34% af útflutningsverðmæt- Tónlistarskóli Húsavíkur: Ályktim um um. Heildarhagnaður SH sam- kvæint samstæðureikningi, þegar afkoma erlendra dótturfyrirtækja er tekin með, nemur 166 milljón- um á móti 302 milljónum árið áður. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi SH sem haldinn var nýlega. Heildarútflutningur frystra sjávarafurða á síðasta ári frá ís- landi var 194.000 tonn að verð- mæti 44 milljarða króna reiknað á fob-verði. Par af nam útflutn- ingur SH 85.000 tonnum að verð- mæti 18,3 milljarða eða 42% alls útflutnings á frystum sjávarvör- um. Þetta er 9,4% samdráttur í magni milli ára en 4% aukning í verðmæti fyrir sama tímabil. Reiknað í cif-verðmæti nam útflutningur SH 19,8 milljörðum króna árið 1991. Af heildarútflutningi SH fóru alls 83.445 tonn, eða 98% til þeirra fimm markaðssvæða sem heyra undir söluskrifstofur sam- takanna erlendis. Sölusvæðin eru a) Japan, Kórea og Taiwan með 23% hlutdeild, b) Bandaríkin með 22%, c) Frakkland, Belgía og Spánn með 21%, d) Þýska- land, Danmörk, Sviss, Italía og Holland með 16% oge) Bretland með 16% af heildarútflutningi. Á síðasta ári flutti SH út um 3.000 tonn af skelflettri rækju og hel'ur sá úttlutningur aldrei verið nteiri. Heildarmagnaukning milli ára reyndist vera 42% og var hlutur SH af því 33%. Útflutn- ingur á sjófrystri rækju í skel var tæplega 700 tonn, þar af var svo- nefnd Japansrækja 600 tonn. Búist er við enn meiri aukningu í framleiðslu og sölu á sjófrystri rækju á þessu ári. Hörpudisksútflutningur í fyrra varð 450 tonn og fóru 92% hans til Frakklands. Vinnsla á humri jókst um 25% rniðað við árið áður og var uppistaðan heill hurnar. Verðið fór lækkandi á seinni hluta ársins og mun lækka enn f ár. Vegna erfiðleika í lax- eldi hérlendis dróst útflutningur SH á eldislaxi verulaga sarnan og varð aðeins 800 tonn á rnóli 1.200 úrið áður. SH flutti í fyrra út 125 tonn af ferskum bolfiskflökum fyrir 55 milljónir króna og var það svipað magn og 1990. Af hálfu SH er nú hafinn undirbúningur að eflingu sölu á ferskum sjávarafurðum í Evrópu, vegna hins fyrirhugaða EES-samnings. Með tilkomu samningsins fellur niður 18% innflutningstollur á flestum teg- undum ferskra fiskflaka til EB- ríkja. -KK Ferðafélag Akureyrar Myndakvöld verður föstudaginn 29. maí, kl. 20.30 að Strandgötu 23. Björn Hróarsson kynnir og sýnir myndir úr Árbók Ferðafélagsins 1992, um eyðibyggðir milli Eyja- fjarðar og Skjálfanda. Einnig verður kynning á ferðum félagsins á sumri komandi. Kaffiveitingar. Ferðanefndin. húsnæðismál Kennarar við Tónlistarskóla Húsavíkur hafa ályktað um húsnæðismál skólans og hljóð- ar ályktunin á þessa leið: „Fundur kennara tónlistarskól- ans fagnar því að fyrsti hluti nýbyggingar við barnaskólann verður tekinn í notkun á hausti komanda. í þessum hluta verður stjórnunarálma, bókasafn barna- skólans og húsnæði tónlistarskól- ans, sem barnaskólinn mun nýta til kennslu þangað til lokið verð- ur við byggingu á viðbótarhús- næði í öðrum áfanga nýbygging- ar. Kennarar tónlistarskólans hvetja eindregið til þess að tillög- ur skólastjóra T.H. og B.H. um uppbyggingu húsnæðis skólanna verði samþykktar af Bæjarstjórn og tekið verði tillit til þeirra við afgreiðslu rekstrar- og fram- kvæmdaáætlunar fyrir tímabilið 1993-1994. í þessum tillögum er gert ráð fyrir því að 2. áfangi nýbyggingar við barnaskólann verði tekinn í notkun haustið 1996 og framkvæmdum ljúki 1998. Þessi áætlun hefur verið samþykkt og afgreidd í skóla- nefnd. Þó að fundurinn fagni þessum tillögum verður ekki fram hjá því horft að fyrirsjáanleg eru mikil þrengsli í húsnæðismálum skól- anna á tímabilinu fram til 1996. Því hvetjum við alla til þess að vinna að lausn þessara mála svo að niðurstaðan megi verða öllum aðilum til farsældar. Þannig yrði komið í veg fyrir óvissuástand um framtíðarþróun skólanna, sem gæti auðveldlega skapast ef framkvæmdum yrði frestað enn frekar.“ Ályktunin var send Bæjar- stjórn Húsavíkur og til blaða í bænum, Víkurblaðsins og dag- blaðsins Dags. Ályktunin var undirrituð af Ragnari L. Þor- grímssyni og Leifi V. Baldurs- syni, kennurum við tónlistarskól- ann. IM MJÓLKUItSAMLAG I tilefni vörusýningarinnar SUMAR 92, er veittur 20% afslattur af öllu jógúrti dagana 29. 30. og 31. maí

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.