Dagur - 28.05.1992, Síða 8

Dagur - 28.05.1992, Síða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 28. maí 1992 Litið inn í sal fornámsdeildar. Tvær stúlkur eru að bjástra við skúlptúra sem eru ekki allir þar sem þeir sýnast. Myndlistarnemendur skruppu út í molluna og stilltu sér upp fyrir myndatöku. sóttu námskeið í Myndlistaskólanum á Akureyri í vetur. Yfir 200 manns stunduðu nám og Myndir: Golli C ■L115 & .f Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri Mikil vinna er við uppsetningu Vorsýningarinnar og fá nemendur að kynnast öllum stigum þeirrar vinnu. Vorsýningin: „Skiptir ekki öllu máli hvar maður er“ - segir útskriftarnemandinn Freyja Onundardóttir frá Pórshöfn Freyja Önundardóttir er eini nemandinn sem útskrifast úr málunardeild Myndlistaskól- ans á Akureyri að þessu sinni. Hún sýnir lokaverkefni sitt á Vorsýningunni, en það er fólg- ið í fímm stórum olíumálverk- um, auk þess sem hún sýnir fleiri verk. „Ég kom hingað frá Þórshöfn til að stunda nám við Myndlista- skólann og er nú að ljúka fjög- urra ára námi. í lokaverkefninu ákvað ég að taka manneskjuna fyrir, allar myndirnar fimm eru tilbrigði við manneskjuna. Ég mála í olíu og er að gera tilraun með fínlegri áferð sem ég næ með því að mála þunnt lag og fara fleiri umferðir," sagði Freyja. - Hvaðtekursvoviðhjáþér? „Náminu er lokið þannig að ég sný aftur heim til Þórshafnar." - Með verkin í farteskinu, væntanlega. Ætlarðu að vinna við myndlist þar? „Já, ég vonast til að geta helg- að mig myndlistinni. Það er draumurinn en það á eftir að koma í ljós hvort hann rætist. Maður stefndi að þessu í upp- hafi.“ - En eru tækifærin ekki frekar suður á mölinni en austur á Langanesi? „Ég held að það skipti ekki öllu máli hvar maður er. Ég tel til dæmis ekkert verra að vera á Akureyri en í Reykjavík, þótt þeir fyrir sunnan segi kannski annað. Ætli þeir haldi ekki að tækifærin séu frekar í útlöndum. Ég held að maður geti allt eins verið í sveitinni eða á litlum stað ef manni líður vel og getur unnið.“ Freyja lét vel af náminu og það var kominn fiðringur í hana vegna sýningarinnar. Manneskju- myndirnar, lokaverkefni Freyju, eru ekki málaðar eftir fyrirmynd heldur eru þær sprottnar úr hug- arheimi hennar. Þær eru voldug- ar og litfagrar og burðarás Vor- sýningar Myndlistaskólans, en sýningin er að vanda ákaflega fjölbreytt og skemmtileg. SS Freyja Önundardóttir sýnir lokaverkefni sitt á Vorsýningunni, fimm stór olíumálverk sem öll eru tilbrigði við manneskjuna. Hún er eini útskriftar- nemandinn úr málunardeild að þessu sinni og ætlar að snúa aftur heim til Þórshafnar. Mynd: Goiii Hin árlega Vorsýning Mynd- listaskólans á Akureyri hefst í dag kl. 14 og verður sýningin opin daglega fram á sunnudag kl. 14-20. Flestir nemendur skólans sýna þar afraksturinn af starfí sínu í vetur og með sýningunni lýkur átjánda starfsári skólans en Myndlista- skólinn á Akureyri var stofn- aður 1974. Skólastjóri er Helgi Vilberg. „Aðstaða skólans gjörbreyttist að öllu leyti þegar við fluttum hingað upp í Gilið fyrir þremur árum. Skólinn er núna miðsvæðis í bænum og eins og menn vita þá hafa miklir viðburðir verið að gerast í Gilinu, í flestum húsanna hefur verið að kvikna líf og menningarstarfsemin mun blómstra hér,“ sagði Helgi. Umfang skólans hefur verið svipað undanfarin ár og aðsókn góð. í vetur stunduðu yfir 200 nemendur nám í Myndlista- skólanum, bæði í dagskólanum, sem skiptist í eins árs nám í for- námsdeild og þriggja ára nám í málunardeild, svo og á nám- skeiðum fyrir börn og fullorðna. Þá sækja nemendur á myndlista- braut MA nám við Myndlista- skólann. Eins og Dagur hefur greint frá er stefnt að því að koma á fót deild fyrir grafíska hönnun við skólann næsta haust og eykst þá breidd hans til muna. Listrænn undirbúningur, faglegt nám og hagnýtt mun þá haldast í hendur og deildirnar styðja hver aðra. Einnig mun Myndlistaskólinn koma inn í myndina ef kennara- deild verður stofnuð við Háskól- ann á Akureyri eins og ráðgert er. Fullskipað var í dagskólann í vetur. Fjórtán nemendur útskrif- ast úr fornámsdeildinni og halda síðan áfram í mismunandi deild- um í Reykjavík og á Akureyri. Fimm komast inn í málunardeild Myndlistaskólans. Þar voru fimm á fyrsta ári í vetur og einnig fimm á öðru ári en einn nemandi var á þriðja ári og útskrifast því úr málunardeild. Það er Freyja Önundardóttir frá Þórshöfn, sem rætt er við hér á síðunni. Blaðamaður Dags og ljós- myndari fylgdust með þegar nemendur voru að undirbúa Vor- sýninguna í vikunni. Sýningin verður að vanda ótrúlega fjöl- breytt. Freyja fær gott rými sem útskriftarnemandi fyrir lokaverk- efni sitt og langflestir nemendur skólans eiga þarna verk, form- teikningar, málverk, skúlptúra og flest sem nöfnum tjáir að nefna. Sýningunni er skipt upp eftir því hvort nemendur voru í fornámsdeild, málunardeild eða á námskeiðum. „Vorsýningin er lífsnauðsynleg fyrir skólann. Nemendur fá að spreyta sig við að velja verk á sýningu og hengja upp og kenn- urum, nemendum og áhugafólki í bænum gefst kostur á að meta vetrarstarfið og glöggva sig á hvernig til hafi tekist. Þessar sýn- ingar hafa verið ákaflega vel sótt- ar og þótt viðburður í bæjarlíf- inu. Mest höfum við fengið 1500 gesti á Vorsýningu sem er mjög gott,“ sagði Helgi. SS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.