Dagur - 28.05.1992, Síða 9

Dagur - 28.05.1992, Síða 9
Fimmtudagur 28. maí 1992 - DAGUR - 9 Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins er eins og í fyrra liður í íþróttadegi Akureyrarbæjar. Vonast er eftir góðri þátt- töku í hlaupinu og t.d. er kjörið að öll fjölskyldan mæti til leiks og velji sér vegalengd við hæfi. Betri heilsa - Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins 1992 - fer fram á Akureyri, Reykjavík, Egilsstöðum og Höfn í Hornafirði á laugardag Hið árlega heilsuhlaup Krabba- meinsfélagsins vérður haldið í þriðja sinn á Akureyri laugar- daginn 30. maí næstkomandi og hefst kl. 12.00 á hádegi. Hlaupið er eins og í fyrra liður í íþróttadegi Akureyrarbæjar. Að þessu sinni verður hlaupið á fjórum stöðum á landinu: Akureyri, Reykjavík, Egils- stöðum og Höfn í Hornafirði. Að venju verður hlaupið undir kjörorðunum „Betri heilsa - Heilsuhlaup Krabbameinsfé- lagsins 1992.“ Skráning á laugardag kl. 10-30-11.30 Hlaupið á Akureyri hefst við Dynheima og lýkur þar. Skráning fer fram kl. 10.30 til 11.30 í Dyn- heimum á laugardaginn. Pátt- tökugjald er kr. 400 og er bolur innifalinn í því verði. Pátttakend- ur fá einnig afhentan tölusettan miða í upphafi hlaupsins, eins konar rásnúmer. Að hlaupinu loknu verða síðan dregin út nokkur númer og fá handhafar þeirra afhenta sérstaka viður- kenningu frá Krabbameinsfélag- inu. í þessu sambandi gildir að taka þátt en ekki að vera fyrstur. Heilbrigðisráðherra ræsir keppendur Lúðrasveit Akureyrar, undir stjórn Atla Guðlaugssonar, leik- ur létt lög við Dynheima frá ki. 11.00 á laugardaginn. Hlaupið verður síðan ræst stundvíslega kl. 12.00, samtímis á fjórum stöðum á landinu með aðstoð Rásar 2 Ríkisútvarpsins, af Sighvati Björgvinssyni, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Þrjár mismunandi vegalengdir Hægt verður að velja milli þriggja mismunandi vegalengda og er ýmist hlaupið/skokkað, gengið eða hjólað. Þeir sem ætla að ganga fara 1,5 kílómetra; þeir sem hlaupa eða skokka fara 3,4 kílómetra en þeir sem hjóla fara 6,8 kílómetra. Gönguleið hlaupsins er Dyn- heimar-Aðalstræti-Höfner- Drottningarbraut-Dynheimar. Skokk- eða hlaupaleiðin er Dynheimar-Aðalstræti-Nausta- fjara-Drottningarbraut-Dyn- heimar. Hjólaleiðin er Dynheimar- Aðalstræti-Naustafjara-Drottn- ingarbraut - og er sá hringur far- inn tvisvar sinnum. Aðalstyrktaraðilar heilsu- hlaups Krabbameinsfélagsins í ár eru Sól hf., Flugleiðir og Tóbaks- varnanefnd. Vonast eftir góðri þátttöku Forsvarsmenn Krabbameinsfé- lags Akureyrar og nágrennis (K.A.O.N.) vonast eftir góðri þátttöku í heilsuhlaupinu og t.d. er kjörið að fjölskyldan mæti öll til leiks. Jafnframt vill K.A.O.N. þakka eftirtöldum aðilum stuðn- ing við hlaupið: íþrótta- og tómstundaráði Akureyrar; Ungmennafélagi Akureyrar; lögreglunni á Akur- eyri; Lúðrasveit Akureyrar; RÚVAK; Alprenti Akureyri; Betri líðan Kaupangi; Sporthús- inu; Vöruhúsi KEA; Amaro; Toppmönnum/Toppsporti; Baut- anum, Greifanum, Crown Chicken; Sportveri; Höldi sf.; Heildverslun Valdemars Bald- vinssonar; dagblaðinu Degi; Morgunblaðinu og DV. Hlaupa- og hjólaleiðin í hcilsuhlaupi Krabbameinsfélagsins á laugardag. Kort: Guðmundur Oddur S I V I N MYNDLISTASKÓLANS Á AKUREYRI 28.-31.MAÍ1992 KL.14-20 VEITINGAR Combi Camp tjaldvagnar og fellihýsi ósamt sumarhúsgögnum, gasgrillum, leiktœkjum, rólusettum o.fl., o.fl. Velkomin í sýningarbósinn. Sýningarafsláttur afmörgum vörutegundum! Möldurhf. TÍTANHF. SUM ARSÝNING Laugardag kl. 10-16 Sunnudag kl. 12-16 Sólhúsgögn, viðlegubúnaður, plastbátar, tjaldvagnar, fellihýsi o.fl. • • yy EYFJORÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.