Dagur - 06.06.1992, Side 2
2 - DAGUR - Laugardagur 6. júní 1992
Fréttir
Húsnæðisstofnun ríkisins:
Færri íbúðum úthlutað í
félagslega kerfinu í ár
- alls 533 og þar af 355 á höfuðborgarsvæðinu
Húsnæðisstofnun hefur gefið
60 félagslegum framkvæmda-
aðilum á landinu fyrirheit um
framkvæmdalán til byggingar
eða kaupa á 533 íbúðum á
árinu 1992. Alls bárust gildar
umsóknir um 2.044 íbúðir. Af
þessum 533 félagslegu íbúðum
eru 355 á höfuðborgarsvæð-
inu, 139 í öðrum landshlutum
og 39 „óstaðsettar“ eins og
segir í greinargerð frá Hús-
næðisstofnun ríkisins.
Þetta eru öllu færri íbúðir en
úthlutað var til sveitarfélaga á
árinu 1991 en þá voru þær 597 og
gildar umsóknir um alls 1.716
íbúðir. Á þessu má sjá að niður-
skurðurinn nemur 64 íbúðum á
landinu öllu.
Áætlaðar heildarlánveitingar
Fjölbýlishús:
til þeirra 533 íbúða sem fram-
kvæmdalán verða veitt til nema
3,1 milljarði króna. Þar af er gert
ráð fyrir að 1 milljarður komi til
útborgunar í ár en 2,1 milljarður
á árinu 1993.
f greinargerðinni er getið um
hámarksstærð á félagslegum
íbúðum og hámarkskostnað við
byggingu þeirra, tölur um íbúða-
þörf eftir landshlutum eru reifað-
ar, skilyrða sem fylgja lánveiting-
um er getið og svo og þeirra
atriða sem höfð voru að leiðar-
ljósi við veitingu framkvæmda-
lána.
Lítum á síðastnefnda atriðið,
en þar er kannski að finna ástæðu
þess að sum sveitarfélög fá mun
færri íbúðir í ár en í fyrra. Fyrstu
sex atriðin sem tilgreind eru
hljóða svo:
Herb.- fjöldi Brúttósueiö m2 Háinarksverð 100% Hámarlslán 90% Byggingarkostnaöur kr7m2
1 60 5.038.000 4.534.000 83.967
2 70 5.498.000 4.948.000 78.543
3 90. 6.418.000 5.766.000 71.311
4 105 7.109.000 6.398.000 67.705
5 120 7.799.000 7.019.000 64.992
6 130 8.258.000 7.432.000 63.523
Parhús og raöhús:
Herb.- Brúttóstairö fjöldi m2 Hámaiksverð Hámarkslán 100% 90% Byggingarkostnaður kr7m2
i 60 6.144.000 5.530.000 102.400
2 70 6.705.000 6.035.000 95.786
3 90 7.827.000 7.044.000 86.967
4 105 8.670.000 7.803.000 82.571
5 120 9.511.000 8.560.000 79.258
6 130 10.071.000 9.064.000 77.469
Hámarksstærðir og hámarksbyggingarkostnaður félagslegra íbúða.
Landbúnaðarráðherra:
Almennir bændafundir
Fyrsti fundur ráðherra verður í
Laugaborg í Eyjafjarðarsveit
þriðjudaginn 9. júní kl. 21.00.
Daginn eftir, miðvikudaginn 10.
júní verður fundur í Ýdölum í
Aðaldal kl. 21.00 og í Valaskjálf
á Egilsstöðum fimmtudaginn 11.
júní kl. 21.00.
Laugardaginn 13. júní boðar
ráðherra til fundar í Miðgarði í
Skagafirði kl. 13.30. Daginn
eftir, sunnudaginn 14. júní verð-
ur ráðherra með fund á Hótel
Borgarnesi kl. 13.30 og á Hótel
Selfossi kl. 21.00 þann sama dag.
Halldór Blöndal, landbúnaö-
arráðherra boðar til almennra
bændafunda víðs vegar unt
landið á næstunni. Á þessum
fundum mun ráðherra flytja
ræðu um stöðu og horfur í
landbúnaði og svara fyrir-
spurnum, auk þess sem almenn-
ar umræður verða.
Atvinnuþróunarfélag
Þingeyinga:
Þrettán sækja
um stöðu
framkvæmdastjóra
Það bárust 13 umsóknir um
stöðu framkvæmdastjóra At-
vinnuþróunarfélags Þingey-
inga, en umsóknarfrestur
rann út 25. maí sl.
Reinhard Reynisson,
stjórnarformaður félagsins
sagðist reikna með að stjórnin
færi yfir umsóknirnar nú um
helgina og í næstu viku yrði
hringurinn eitthvað þrengdur
varðandi hver umsækjend-
anna yrði fyrir valinu. Hann
sagðist vona að hægt verði að
ganga frá ráðningu sem fyrst.
IM
Húsnæðisþörf einstaklinga og
fjölskyldna var metin og voru þar
lagðar til grundvallar húsnæðis-
kannanir, sem fylgja umsóknum
sveitarfélaga.
Lánveitingar síðustu 2ja ára til
félagslegra íbúða í hverju byggð-
arlagi fyrir sig voru hafðar til
hliðsjónar, svo og fjöldi félags-
legra íbúða í byggðarlaginu.
Höfð var hliðsjón af því hvort
fyrri lánveitingar til byggingar
eða kaupa á félagslegu húsnæði
hefðu verið notaðar.
Tekið var tillit til þess hvort
sveitarstjórnir þær, sem hlut áttu
að máli, hafi undanfarið hafnað
forkaupsrétti á félagslegum íbúð-
um, sem komið hafa til innlausn-
ar hjá þeim eða fengið íbúðir
fluttar milli íbúðakerfa.
Tekið var tillit til þess hvort
félagslegar íbúðir hafa verið seld-
ar einstaklingum, sem hafa verið
yfir gildandi tekjumörkum eða ef
litlum fjölskyldum hefur verið
úthlutað óhóflega stórum íbúð-
um.
Atvinnuástand og hugsanleg
búsetuþróun á hverjum stað fyrir
sig var höfð í huga, miðað við til-
tækar upplýsingar, svo sem úr
lánsumsóknum og frá ýmsum
ríkisstofnunum. SS
Starfsemi Straumfisks hf. á Svalbarðseyri eykst með hverju árinu. Nýverið
voru 20.000 laxar flokkaðir eftir stærð og þeir stærri fluttir til sjávar í flotkví
þar sem þeir verða fóðraðir í sumar. I haust verður laxinum slátrað, en fram-
leiðsla Straumfisks hf. hefur farið á Frakklandsmarkað í gegnum umboðs-
aðila á ísafirði. Mynd: ój
Bygging bóknámshúss fyrir FNVáS:
Kostnaði misskipt miðað við lög
Stofnkostnaði við byggingu
húsakynna fyrir framhalds-
skóla er misskipt milli aðila
þegar miðað er við lög um
framhaldsskóla en þar segir að
kostnaði við byggingarfrant-
kvæmdir og stofnbúnað fram-
haldsskóla skuli skipt á milli
ríkissjóðs og sveitarfélaga í
ákveðnu hlutfalli. Að sögn
Magnúsar Sigurjónssonar,
framkvæmdastjóra Héraðs-
nefndar Skagafjarðar skýrir
Stjórnarráðið lögin svo að lög-
bundinn eldvarnarbúnaður og
lyftur séu ekki stofnbúnaður.
„Kostnaður við byggingar-
framkvæmdir og stofnbúnað
framhaldsskóla skiptist þannig að
ríkissjóður greiðir 60% áætlaðs
kostnaðar samkvæmt viðmiðunar-
reglum... Hlutur sveitarfélags
eða sveitarfélaga er þá sá hluti
kostnaðar sem ríkissjóður greiðir
ekki,“ eins og segir í 3. gr. laga
nr. 57 frá 1988 um framhalds-
skóla. Að sögn Magnúsar greiðir
ríkissjóður sinn fasta hlut einung-
is samkvæmt viðmiði sem ríkið
ákveður sjálft. í viðmiðinu felst
áætlaður kostnaður en ríkið telur
ýmiss konar aukakostnað falla
utan við viðmiðið. Þar á meðal
eru lögbundin atriði s.s. eldvarn-
arkerfi og lyftur sem eru nauð-
synlegar fötluðum nemendum og
orkar lögskýring stjórnarráðsins
því tvímælis. Allur kostnaður
sem fer fram úr föstum hlut ríkis-
ins er greiddur af sveitarfélögum.
Magnús segir að sveitarfélög víða
um land hafi reynt að vekja máls
á misræmi í kostnaðarskipting-
unni. „Við erum að reyna að fá
þetta leiðrétt en það hefur ekki
tekist og það er víðar sem ríkið
setur einhliða reglur og tekur
ekki til greina röksemdir. Þeir
hafa budduna og ráða hvað þeir
borga okkur en viðmiðunin er
eldgömul," segir Magnús.
Hákon Torfason, deildarstjóri
1 byggingardeild Menntamála-
ráðuneytisins vísar þessu á bug.
Hákon segir að ríkissjóður greiði
sinn fasta hundraðshluta af við-
Arthur Bogason vegna ummæla Þorsteins Más:
„Þorsteinn umgengst sannleikann
eins og frystitogari fisk“
- hirðir það sem honum hentar, hendir hinu
Vegna ummæla Þorsteins Más
Baldvinssonar, framkvæmda-
stjóra Samherja hf. í blaðinu í
gær, vill Arthur Bogason, for-
maður Landssambands smá-
bátaeigenda, taka eftirfarandi
fram:
„Þorsteinn umgengst sannleik-
ann eins og frystitogari fisk, hirð-
ir það sem honum hentar, hendir
hinu. Mér finnst öll viðbrögð
Þorsteins vinar míns bera keim af
félaga Napóleon þegar hann var
að verja sérhagsmuni sína og
hinna svínanna. En gamanlaust
sagt, þá er ekki hægt að líða að
Þorsteinn geti villt um fyrir
almenningi með þeim hætti sem
hann gerir. Ég held því að það
væri kjörið tækifæri fyrir
RÚVAK að stefna okkur saman
í beinni útsendingu. Sjái svæðis-
útvarpið sér slíkt fært skora ég
hér með á Þorstein Má að mæta
mér á þeim vettvangi og finna þar
orðum sínum stað.
Með bestu kveðju
Arthur Bogason.“
miðinu og að lögin séu til einföld-
unar á skiptingu kostnaðar. Að
sögn Hákonar er eldvarnarbún-
aður og lyftukostnaður ekki tal-
inn til stofnbúnaðar. „Við borg-
um bara ákveðinn hluta á fer-
metra og sveitarfélögin hafa sjálf
samið um þetta. Lyfta og eld-
varnarbúnaður er bara hluti af
húsinu og það er innifalið í þessu
viðmiði,“ segir Hákon í samtali
við Dag.
Öll sveitarfélög á Norðurlandi
vestra standa að fjölbrauta-
skólanum en flest hafa þau bund-
ist samtökum í héraðsnefndum.
Héraðsnefnd Skagafjarðar, Siglu-
fjarðarbær og Héraðsnefnd Vest-
ur-Húnavatnssýslu standa að
byggingu bóknámshússins en
Héraðsnefnd Austur-Húnavatns-
sýslu tekur ekki þátt. í lögum um
framhaldsskóla er aðeins talað
um þátttöku sveitarfélaga
almennt. „Það er mjög slæmt að
sveitarfélög geti vikist undan því
að taka þátt í uppbyggingu skól-
anna. Löggjafinn hefur brugðist
þar sem ekki er kveðið á um það
í lögum hvaða sveitarfélög eigi að
standa að framhaldsskólunum,“
segir Magnús. Varla er heimilt að
neita nemendum á svæði skólans
inngöngu í hann vegna þess að
viðkomandi sveitarfélög hafa
ekki tekið þátt í kostnaði. „Það
hefur a.m.k. ekki verið gert hér,“
segir Magnús.
Samkvæmt samkomulagi sín á
milli skipta sveitarfélögin, sem að
bóknámshúsinu standa, afgangs-
kostnaði þannig að Siglulfjarðar-
bær og Vestur-Húnavatnssýsla
greiða fastákveðið hlutfall af
40%-hlut sveitarfélaganna af við-
miðinu. Af þessu leiðir að allur
aukakostnaður og óvissuþættir
lenda á Héraðsnefnd Skagafjarð-
ar enda er hún ábyrg fyrir bygg-
ingunni og sér um hana. GT