Dagur - 06.06.1992, Qupperneq 5
Laugardagur 6. júní 1992 - DAGUR - 5
EFST í FIUGA Jón Flaukur Brynjólfsson
Með grátstafinn
í kverkunum
Öðruvísi mér áöur brá. Það er ekki nema
örstutt síðan íslendingar voru hrókar alls
fagnaöar, hamingjusamasta þjóö í heimi og
ég veit ekki hvað. Viö vorum bestir, ríkastir,
gáfaðastir og fallegastir og áttum heimsmet
í öllu mögulegu og ómögulegu. Hvergi var
jafn gott að búa og á Islandi, hér draup
smjör af hverju strái og hvergi var unnt að
finna jafn hreint loft og vatn né fegurra
mannlíf - nema hugsanlega að næturlagi
um helgar.
Auðvitað trúði þessu enginn innst inni.
Það hefur jú vissulega verið gott að búa á
íslandi en að sjálfsögðu ekki jafn gott og við
höfum haldið svo staðfastlega fram. Þá
hefðum við ekki sífellt þurft að tönglast á
þessari blessaðri höfðatölu sem við grípum
jafnan til þegar við förum halloka í einhverju
eða viljum leggja aukna áherslu á unnin afrek
okkar fólks. Ef ísland væri þessi paradís á
jörð væri auðvitað orðið krökkt hér af fólki en
maður hefur ekki orðið var við það. Ferða-
menn sem hingað hafa slysast hafa reyndar
ekki komist hjá því að dásama fegurð lands
og þjóðar enda er fyrsta setningin sem allir
útlendingar fá að heyra: „How do you like
lceland?" Þeir sem hafa komið oftar en einu
sinni halda sjálfsagt að íslendingar heilsist
með þessum orðum. En þótt hinir erlendu
gestir kunni ekki við að hreyta ónotum í biðj-
andi íslensk andlitin eru margir án efa þeirri
stundu fegnastir er þeir halda aftur til síns
heima. Veðurfarið hér getur verið býsna
hvimleitt, verðlagið er fyrir neðan (eða
réttara sagt ofan) allar hellur, drykkjuskapur-
inn ægilegur og svona maetti lengi telja.
Það er eðlilegt að við íslendingar séum
hreyknir af landinu og okkur sjálfum. Hverjum
þykir sinn fugl fagur, jafnvel þótt hann trúi
því ekki innst inni. Smáþjóð eins og okkur er
nauðsynlegt að trúa því að við séum á ein-
hvern hátt betri en aðrir og þótt þjóðarstoltið
fari oft út í hreinan rembing er það betra en
niðurlægjuháttur og minnimáttarkennd.
En nú virðast íslendingar vera að taka
hvílíkum sinnaskiptum að enginn hefði trúað
því á dögum hamingjukönnunarinnar frægu.
Hvar sem maður kemur heyrir maður og sér
harmþrungna (slendinga barma sér yfir hlut-
skiptinu, að búa á þessu skeri sem allir vissu
að aldrei var byggilegt. Allt er að fara til
fjandans og að hruni komið, hvort sem það
er þorskstofninn eða kommúnisminn. Við
eigum enga peninga og það er varla fyrir-
hafnarinnar virði að opna launaumslagið.
Veðrið er hundleiðinlegt, við reykjum alltof
mikið og heilbrigðisráðherrann hlýtur að
vera að missa vitið. KA og Þór er spáð falli í
2. deild, Rás 2 heyrist sko bara ekki neitt um
land allt og svona mætti lengi telja. Kvartanir
og kveinstafir í öllum hornum og hvílíkt ólán
að vera (slendingur.
Ég endurtek það sem ég sagði fyrst:
Öðruvísi mér áður brá. íslendingar, áður
hamingjusamasta þjóð í heimi, þjást nú af svo
mikilli minnimáttarkennd og svartsýni að þeir
ganga um með grátstafinn í kverkunum. Það
er svo sannarlega mál að linni. Hvernig væri
nú að hætta þessu svartagallsrausi og taka
upp fyrri siði; telja sjálfum okkur og öðrum
trú um að hvergi sé betra að búa? Vanmeta-
kenndin fer okkur illa á meðan gömlu góðu
drýgindin eru ómissandi hlutur í fari sér-
hvers íslendings. Upp með þjóðrembinginn!
Fréttagetraun
1. Hvað heita sjávarútvegsfyrirtækin ná-
tengdu á Raufarhöfn og hver var saman-
lagður hagnaður þeirra á síðasta ári?
2. Hver er formaður Verkalýðsfélagsins
Einingar?
3. Hvaða tveir heiðursmenn á Akureyri
urðu sextugir miðvikudaginn 3. júní?
4. Hvar var sjávarútvegssýningin „World
Fishing Exhibition“ haldin?
5. Hvaða þrjú verk hefur verið tilkynnt að
Leikfélag Akureyrar muni sýna á næsta
leikári og hverjir eru höfundar verkanna?
6. Hvar var fyrsta skóflustungan að íþrótta-
húsi tekin sl. laugardag og hver tók hana?
7. Hvað heitir þungarokkshljómsveitin sem
átti að spila í Laugardalshöll í gær og
hvað heitir nýjasta plata sveitarinnar?
8. Hvert var rekstrartap Hraðfrystistöðvar
Þórshafnar hf. á síðasta ári?
9. Hvers vegna er leiðin greið fyrir eggja- og
fálkaþjófa í Mývatnssveit?
10. Hver var í síðasta helgarviðtali Dags,
laugardaginn 30. maí?
11. Hverjir skoruðu mörk KA í 3:3 jafntefli
gegn FH?
12. Orðabókarspurning: Hvað þýðir sögnin
að fundáta? SS
■E|}!d •z\
•pU!|5fJBfa
JBAJ So (l) U0SSS/(|JQ JJBUIJQ ’JJ
sSn[js}UB|Jv u9f)SBpujæA>|
-UJBJJ ‘UOSSQjnSlS JOPIIBJJ '01
•JB }Sb|
JBA SUUBIUS)!|J|)J3E>||BJ JJBJg g
"buoj5| Jjuofuiui 6‘Z8 '8
•>iJBa
aqi jo JE3J uopiBjA] uojj ' 1
sddojq
-jBfæqisx|Q ijiAppo ‘uos
-snjSjS jnqjjjg ipuBiBSnBa
p BipqsjnqjauiBio^j Qiy\ '9
■snqs /fjjB-j jijjd
jouSjajoj aqx 80 uojSpuiq
puisy -*!}J3 JnqqosSuB| bujt
‘ssnBj)s Ji)jo UB5|B|qjnQ3-i g
ujoq
-BUUBUldnB^ I J0)U3Q B||3g J V
•Ul|B)IBfH
UJBg So UOSSJIQ iQupui •£
uossujofqæus ujofg 'Z
•jq Jiuofnjui sz -iBujBq
-jBjnBg EfQjqsy So qnqof -j
‘-WS
Gæðingakeppni
FUNA
Melgerðismelum 12.-13. júní
Dagskrá:
Föstudagur 12. júní, kl. 16.00.
Yngri og eldri flokkur unglinga.
A- og B-flokkur gæðinga.
Laugardagur 13. júní.
9.00 Opin töltkeppni. - Undanúrslit.
13.00-15.00 Úrslit — Yngri/eldri unglingar,
A/B-flokkur.
15.00 Úrslit í tölti.
16.00 Kappreiðar.
20.00 Útreiðartúr og grillveisla.
Skráning til miðvikudags 10. júní í 31220 (Reynir),
31334 (Þorsteinn). Einnig í Hestasporti.
Útflutningsráð
íslands
boðar til opins fundar
um útflutningsmál
á Hótel KEA, miðvikudaginn 10. júní 1992,
kl. 16.00.
Dagskrá:
1. Kynning á starfsemi Útflutningsráðs íslands.
- Gunnar Rafn Birgisson.
- María E. Ingvadóttir.
- Vilhjálmur Guðmundsson.
2. Staða gjaldeyrisöflunar íslendinga - framtíð-
arhorfur.
- Ingjaldur Hannibalsson.
3. Umræður.
Fundarstjóri: Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri
Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar.
Almennir
bændafundir
með Halldóri Blöndal
landbúnaðarráðherra
verða haldnir sem hér segir:
Laugaborg, Eyjafjarðarsveit
þriðjudaginn 9. júní kl. 21.00.
Ýdalir, Aðaldal
miðvikudaginn 10. júní kl. 21.00.
Vaiaskjálf, Egilsstöðum
fimmtudaginn 11. júní kl. 21.00.
Miðgarður, Skagafirði
laugardaginn 13. júní kl. 13.30.
Hótel Borgarnes, Borgarnesi
sunnudaginn 14. júní kl. 13.30.
Hótel Selfoss, Selfossi
sunnudaginn 14. júní kl. 21.00.
Dagskrá fundanna:
Landbúnaðarráðherra flytur ræðu um stöðu og
horfur í landbúnaði. Almennar umræður og
fyrirspurnir.
Fundirnir eru öllum opnir
Landbúnaðarráðuneytið