Dagur - 06.06.1992, Side 6

Dagur - 06.06.1992, Side 6
6 - DAGUR - Laugardagur 6. júní 1992 Unglingasíðan Iris Guömundsdóttir Unglingar í sumarvinnu Það er í sumar, eins 03 fyrri sumur, að það eru einhverjir sem ekki fá vinnu. Flest fyrirtæki reyna að ráða einhverja skólakrakka til sumarafleysinga en það nægir samt ekki til að allir geti fengið eitthvað að gera. Akureyrarbær starfrækir unglingavinnuna og markmiðið þar er að sem flestir fái vinnu a.m.k. einhvern hluta úr sumrinu. í unglingavinnunni gefst krökkunum færi á að vera úti og þykir það góð tilbreyting frá því að vera inni í skólanum allan veturinn. En það eru ekki allir sem verða í ungiingavinnunni. Margir hafa starfað á sama vinnustaðnum sumarið áður og jafnvel lengur en aðrir eru að hefja störf í fyrsta skipti í ár. Ég hitti að máli nokkra hressa unglinga en vil taka það fram að einhverra hluta vegna hefur mér gengið illa að fá stráka til að ræða við mig. Hildur, Ásta og Svanhildur ætla í eins margar útilegur og þær geta í sumar. Vinnan 03 ástin Þær Ásta Kristinsdóttir, Svanhild- ur Kristjánsdóttir og Hildur Hauksdóttir sem allar eru 16 ára voru á kvöldgöngu þegar ég hitti þær. Þær eru allar búnar að fá vinnu í sumar og eru mjög ánægð- ar með þau störf sem þær fengu. Ásta verður í efnaverksmiðj- unni Sjöfn þar sem hún var einnig í fyrra sumar. Hún vinnur frá klukkan 7.30. til 18. 30 við að líma miða á málningarfötur og kann hún því ágætlega. Svanhild- ur verður að vinna á Borgarvellin- um í Sunnuhlíð og segir að hún sé mjög ánægð með það vegna þess að hún hefur gaman af börnum. Hildur verður að vinna í skóla- görðunum en veit ekki nákvæm- lega hvað hennar hlutverk verður þar vegna þess að hún er ekki byrjuð enn. Stelpumar segja að bærinn geri mikið til þess að sem flestir ungl- ingar geti fengið vinnu og segja að það sé mikil aðsókn í unglinga- vinnuna. Þær þekkja engan sem verður atvinnulaus í sumar en segjast hafa heyrt af nokkrum. - En eru stelpumar ástfangnar á vorin? Svanhildur segir að það sé nú ekkert meira en venjulega. Ásta og Hildur fengu hana samt til að játa að það er meiri rómantfk sem fylgir vorinu og því ekki hjá því komist að þær verði ástfangnari á vorin en aðra hluta ársins. Björn Pálsson. Á bensínstöð Það var með mikilli þolin- mæði sem mér tókst að fá Björn Pálsson 17 ára til að segja við mig nokkur orð. 1 sumar ætlar Bjöm að vinna á bensínstöðvum Esso eins og hann hefur gert undanfarin 5 sumur og síðastliðinn vetur með skólanum. Hann er ánægður í vinnunni og segir að launin séu ágæt ef hann fær mikla vinnu. Þar sem hann er sumarafleysingamað- ur þá fer hann á milli stöðva eftir því hvar vantar fólk vegna sumarleyfa. Sjálfur fær hann ekkert sumarfrí en vonast samt til að fá a.m.k. eina helgi til að geta farið í útilegu. Lengra varð okkar spjall ekki og áður en ég vissi af var Bjöm rokinn út í veður og vind á hjólinu sínu. Borgar er spenntur fyrir því að fá að spila á einhverjum skemmtistað í sumar og er að vonast til að af því geti orðið. í vinnuskólanum Borgar Magnason 19 ára verður flokksstjóri hjá vinnuskólanum í sumar. Áður en hin eiginlega vinna hefst þurfa flokksstjóramir að fara á eins dags námskeið til að undirbúa sumarvinnuna og leggja drögin að reglum og öðru slíku. þegar ég hitti Borgar var hann að fara á þetta námskeið daginn eftir og gat því lítið sagt mér um starfið annað en það að hann á að vinna með krökkunum og vera verk- stjóri þeirra. En hann hefur annað og meira á prjónunum varðandi sumarið en vinnuna. I 3 ár hefur hann verið í tónlistarskólanum að læra á kontrabassa og stefnir á tvær utan- landsferðir tengdar tónlistamám- inu í sumar. I júlí fer hann á heimsmót blásarasveita 1 Sviss þar sem hann mun dvelja í eina viku. Síðar í sumar langar hann til að fara í eina viku til einkakennara til Danmerkur en á eftir að athuga það betur. Gerður er himinsæl með hestinn sinn og segir að þeir sem prófa að fara á bak smitist flestir af hestabakteríunni. Hesturinn heillar Gerður Tryggvadóttir 13 ára er mikil áhugamanneskja um hesta. Það var fyrir þrem vikum sem afi hennar keypti handa henni hest sem hún hefur nefnt Þyt. Hennar aðaláhugamál eru hestar og segir hún að áhuginn hafi kviknað þeg- ar hún fór á reiðnámskeið. Eftir’ að hafa farið á þrjú námskeið leigði hún sér hross til að geta far- ið í útreiðatúra en núna getur hún farið þegar hana langar til. - Er ekki mikil vinna að eiga hest? „Jú, en ég hef svo gaman af því að vera hér í hesthúsunum að ég finn ekki svo mikið fyrir því að þurfa að fara einu sinni og jafnvel tvisvar á dag til að gefa, kemba og IJeira. Eg reyni svo að fara a.m.k. 4-5 sinnum í viku í útreiðatúr." - Er ekki dýrt að eiga hest? „Jú, ég þarf að leigja bás fyrir hann hér í þessu hesthúsi sem er í eigu Léttis. Þegar ég byrjaði að leigja þá gerðist ég sjálfkrafa fé- lagi í Létti. Það er að vísu ekkert mál að ganga í félagið en þetta er ágætt svona. Núna get ég keppt og tekið þátt í öllu því sem gert er í félaginu og er einmitt núna að undirbúa mig fyrir næsta mót.“ - Ert þú búin að fá vinnu í sumar? „Já, ég verð í vinnuskólanum og að passa bam. Eg verð líka í vinnu heima hjá mér við að hjálpa til við heimilisverkin, slá garðinn og fleira. Afi minn keypti handa mér hestinn og ég ætla að borga honum til baka með því að vera dugleg að hjálpa til heima. Ég veit um marga sem eru ekki búnir að fá neitt að gera í sumar svo ég er heppin með að hafa fengið vinnu. Mér finnst að vísu leiðinlegt að þegar ég byrja að vinna þá kemst ég ekki eins oft hingað eins og ég hef getað. Þytur fer eftir viku í haga þannig að í rauninni þyrfti ég ekki að koma svona oft hvort eð er. Haginn sem hann verður í er rétt hjá reiðskólanum þannig að ég get farið á bak þegar ég vil.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.