Dagur - 06.06.1992, Page 13

Dagur - 06.06.1992, Page 13
Laugardagur 6. júní 1992 - DAGUR - 13 í f I! i /Tta t aii mm 1 m 1 m Myndlistarmennirnir átta sem opna sýningu í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á miðvikudaginn. Safnaðarheimili Akureyrarkirkju: Samsýning átta mvndlistarmamia Dagana 10.-21. júní nk. munu átta myndlistarmenn, búsettir í Reykjavík, sýna verk sín í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju. Sýningarhópurinn kall- ar sig „Trójuhestinn“. Sýningin í safnaðarheimilinu er viðamikil. Sýnd verða málverk, grafíkverk og skúlptúr, alls um 40 verk. Öll eru verkin ný og hafa fæst verið sýnd áður. Sýningarhópinn „Trójuhest- inn“ skipa eftirtaldir listamenn: Anna Eyjólfsdóttir, Borghildur Óskarsdóttir, Guðrún Kristjáns- dóttir, Kristinn E. Hrafnsson, Ólöf Sigurðardóttir, Sigrid Valtingojer, Sigurður Örlygsson og Sólveig Eggertsdóttir. „Innan þessa hóps eru listamenn með mjög ólík efnistök og áherslur í myndlistinni en eiga það sameig- inlegt að vilja gjarnan sýna á Akureyri," segir í frétt frá „Trójuhestinum". Sýningin verður opnuð mið- vikudagskvöldið 10. júní kl. 20.00 og verða allir myndlistar- mennirnir viðstaddir. Henni lýk- ur svo, sem fyrr segir, sunnudag- inn 21. júní. Þessi þrjú ungmenni efndu nýverið til tombólu á Akureyri og söfnuðu 650 krónum til styrktar barnadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Þau eru (frá vinstri): Matthea Kristjánsdóttir, Kristín Kjartansdóttir og Guðmundur Kjartansson. Mynd: jóh Kortið sýnir ástand fjallvega vikuna 4. júní til 11. júní 1992. Vegir á skyggðum svæðum eru lokaðir allri umferð þar til annað verður auglýst. Næsta kort verður gefið út af Vegagerð ríkisins 11. júní næstkomandi. Hobby hjólhýsi og Camplet Ijaldvagnar! BSA M. sýningarsalur Laufásgöíu 9, Akureyri, sími 26300. Sjómannadagurinn 1992 Þeir sem ætla aö taka þátt í kappróðri eöa öðrum íþróttum á sjómannadaginn 14. júní nk. tilkynni þátt- töku til ívars Baldurssonar, hafnarvarðar í síma 26699 eða 985-36811. Einnig verða kappróðrarbátar til afnota fyrir keppnis- lið til æfinga í samráði við ívar. Sjómannadagsráð Akureyrar. Konur í atvinnusköpun! Takið^málin í eigin hendur og tak- ið þátt í fyrstu ráðstefnunni fyrir konur í atvinnusköpun. AÐ TAKA MÁLIN f EIGIN HENDUR Ráðstefna um atvinnusköpun kvenna haldin í Aiþýðuhúsinu á Akureyri 19. og 20. júní 1992. Helstu dagskrárlidir: Föstudagur 19. júní - kvenréttindadagurinn Setning - félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir. Kveðjur frá fyrri ráðstefnum um atvinnumál kvenna. Frá Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Erindi: Tímamót - ný byrjun: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sagnfræðingur, þingkona. Smiðjur: Að hafa áhrif. Valgerður H. Bjarnadóttir og Karólína Stefáns- dóttir, Akureyri. Ágústa Þorkelsdóttir, Refsstað, Vopnafirði. Svanhildur Árnadóttir, Dalvík. Markaðstorg, þar sem þátttakendur kynna vörur, þjónustu og aðgerðir í atvinnusköpun. Ferð í Kvennalund; Naustaborgum. Sunnudagur 20. júní Erindi: konan, ísland og umheimurinn: Stefanía Trausta- dóttir, félgsfræðingur, varaþingkona. Smiðjur: Leiðir í atvinnusköpun. Þuríður Magnúsdóttir, Iðntæknistofnun, Reykja- vík. Sigríður Sverrisdóttir, Teru, Grenivík. Elísabet Benediktsdóttir, Byggðastofnun, Reyð- arfirði. Helga Erlingsdóttir, Landamótaseli og Jóhanna Valdimarsdóttir, Samkomugerði. Erindi: Lynn Ludlam, atvinnuskapandi kona, Los Angeles, Bandaríkjunum. Smiðjur: Að skipuleggja framtíðina. Þóra Þórarinsdóttir, Skeggja hf., Bakkafirði. Elín Antonsdóttir, Akureyri. Hildur Hákonardóttir, Selfossi. Almennar umræður. Nánari upplýsingar og skráning hjá Guðrúnu og Elínu í síma 96-21210/26200/11214 (Byggðastofnun/lðnþró- unarfélag Eyjafjarðar) og Signýju í síma 96-42070 (At- vinnuþróunarfélag Þingeyinga). Þátttökugjald (f/fæði og ráðstefnugögn) er kr. 2000,- og skráningarfrestur er til 11. júní. Áhugahópur um atvinnumál kvenna á Norðurlandi eystra.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.