Dagur - 06.06.1992, Qupperneq 20
Aíli og aflaverðmæti frystiskipa:
Akureyrin hlutskörpust
Fyrstu fjóra mánuði ársins 1992
var Akureyrin EA 10 aflahæst
frystiskipa á landinu með 1.712
tonn. Einnig ef rætt er um gæði
aflans er Akureyrin hlutskörp-
ust því meðal skiptaverðmæti á
úthaldsdag er einnig hæst hjá
Akureyrinni, 1.411.825 kr.
Norðlensk frystiskip tróna hæst
Ólafsijörður:
Nýtt skip kemur
í næstu viku
Sædís hf. í Ólafsfirði fær í
næstu viku nýtt frystiskip sem
keypt var frá Bandaríkjunum.
Siglingin frá Seattle tekur um 5
vikur en skipið lagði af stað 5.
maí sl.
Skipið fær nafnið Lísa María
og verður gert út á línuveiðar.
Pað er um 38 metrar að lengd og
11 metrar að breidd og tekur um
200 tonn. í áhöfn skipsins verða
19-20 manns.
Síðast er fréttist var ekki ljóst
hvenær tekið verður formlega á
móti skipinu en það er nú á síð-
asta hluta hinnar löngu siglingar-
leiðar. JÓH
hvað þetta varðar því Örvar frá
Skagaströnd er í öðru sæti og
Mánaberg frá Ólafsfirði í því
þriðja. Síðasti löndunardagur
er þó að sjálfsögðu mismun-
andi hjá þeim 24 frystiskipum
sem með eru í skýrslu frá
Landssambandi íslenskra
útgerðarmanna.
Sléttbakur Útgerðarfélags
Akureyringa er í sjötta sæti hvað
varðar meðal skiptaverðmæti á
úthaldsdag; Víðir, sem er í eign
Samherja hf. á Akureyri, er í því
tíunda. Flesta úthaldsdaga norð-
lenskra frystiskipa hafa Sléttbak-
ur með 120 daga, síðan koma
Örvar HU, Oddeyrin EA, Sigur-
björg OF, Stakfell ÞH, Hjalteyrin
EA, Akureyrin EA, og Margrét
EA. Til samanburðar má nefna
að Freri frá Reykjavík hafði flesta
úthaldsdaga allra frystiskipa með
131 en Freri fylgdi einmitt Akur-
eyrinni fast á eftir hvað varðar
aflamagn í tonnum. Þess ber þó
að geta hvað varðar síðustu lönd-
unardaga að sex vikur liðu á milli
fyrsta skipsins og þess síðasta.
Akureyrin nýtti tímann líka vel
því meðalafli hennar var 16,8
tonn á úthaldsdag þ.e. annað sæti.
Flestar landanir höfðu Akureyr-
in, Hjalteyrin og Stakfell með 7
landanir en Venus frá Hafnarfirði
var með 8. GT
Vaktavinnukerfi hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi:
Um þriðjungi meira magn
fer í gegnum vinnsluna
Vaktavinnukerfi er nú komið á
hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi
hf. á Sauðárkróki. Starfsfólk
samþykkti í maí að taka upp
vaktavinnukerfi til reynslu í
júní og júlí og hefur nýja kerf-
ið verið notað þessa viku.
Einar Svansson, framkvæmda-
stjóri, segir of snemmt að segja
til um reynslu af nýja kerfinu en
ljóst sé þó að umtalsvert meira
magn fari í gegnum vinnsluna en
áður.
Vaktirnar eru tvær, annars
vegar frá kl. 6 að morgni til kl. 14
og hins vegar frá kl. 14 til kl. 20.
Vant starfsfólk er að mestu leyti
á fyrri vaktinni en sumarfólkið á
þeirri síðari en þar segir Einar
um að ræða starfsfólk sem unnið
hafi áður hjá fyrirtækinu og sé
öllum hnútum kunnugt. Einar
segir um 100 manns nú í vinnu
hjá fyrirtækinu og hugsanlega
verði að bæta fleirum við.
„Ég veit ekki hvort hægt er að
tala um nokkurn árangur fyrr en
menn sjá einn til tvo mánuði. En
þó er ljóst að við erum að keyra
meira í gegnum húsið og gæti
munað 30-40%,“ sagði Einar.
JÓH
Umferð um hvítasunnu:
Tiilitssemi,
varúð og reglusemi
Ein mesta ferðahelgi ársins er
nú hafin og hefur Umferðarráð
beint þeim tilmælum til öku-
manna að þeir gæti tillitssemi
varúðar og reglusemi í umferð-
inni um hvítasunnuhelgina.
Næsta blað kemur
út miðvikudaginn
10. júní.
Undanfarin sumur hefur slys-
um á þjóðvegum fjölgað.
Gætni ökumanna getur minnk-
að hættu á slysum og skal þá haft í
huga að ökuhraði sé í samræmi
við aðstæður og beltin séu spennt
hjá börnum og fullorðnum.
Umferðarráð bendir sérstaklega á
að áfengi og akstur fara ekki sam-
an en áfengi getur verið í blóðinu
langt fram á næsta dag eftir
neyslu. Vonast er til að lögreglan
þurfi sem minnst afskipti að hafa
af ökumönnum vegna umferðar-
lagabrota. GT
Einum hinna „slösuðu“ flugfarþega komið fyrir á sjúkrabörum.
Mynd: Golli
Flugslys sviðsett á Akureyrarflugvelli:
Fimm farþegar „slasaðir“ við
suðurenda flugbrautarinnar
Flugmálastjórn setti á svið
flugslys á Akureyrarflugvelli í
gærmorgun. Flugvél með 5
manns innanborðs átti að mis-
takast lending og voru allir
slasaðir og þar af einn sem lá
talsvert fjær sjálfum slysstaðn-
um. Beðið var fljótlega um
aðstoð slökkviliðs þar sem
einn hinna „slösuðu“ var fast-
ur í flakinu
Gunnar Oddsson umdæmis-
stjóri Flugmálastjórnar á
Norðurlandi segir þessa æfingu
lið í því að æfa alla starfsmenn
flugvallanna frá Blönduósi og
austur til Vopnafjarðar í að tak-
ast á við slíkan vanda sem flug-
slys er. Það eru Birgir Ólafsson
slökkviliðsstjóri á Reykjavíkur-
flugvelli og Friðrik Þorsteinsson
varðstjóri í Slökkviliðinu í
Reykjavík sem stjórna þessari
æfingu en þeir hafa verið með
samskonar æfingar við flugvellina
á Egilsstöðum og Vestmannaeyj-
um en auk þess taka þátt í æfing-
unni hér starfsmenn Flugfélags
Norðurlands og Flugleiða sem
mundu taka þátt í aðgerðum ef til
kæmi. Eftir æfingu verður síðan
sest niður og gerð úttekt á því
hvað betur hefði mátt fara og
eins á því sem vel heppnaðist.
GG
Þrotabú ísnó:
Hlutafélag Keldhverfinga kaupir
„Það er klárt að við kaupum
þetta,“ sagði Ólafur Jónsson,
forsvarsmaður heimamanna í
Kelduhverfi sem hyggjast um
helgina stofna hlutafélag til
kaupa á þrotabúi ísnó hf. Ólaf-
ur sat í gærmorgun ásamt fjór-
um félögum sínum við lestur
samnings um kaupin, sem aðeins
á eftir að skrifa undir. Hann
vildi ekki gefa upp kaupverðið
á þessu stigi málsins.
Um er að ræða kaup á öllum
fasteignum og lausafé þrotabús
ísnó í Kelduhverfi, fiski í stöð-
inni og kvíunr í Vestniannaeyj-
um.
Um 40 einstaklingar hafa lagt
fram loforð um hlutafé, er þar
um að ræða heimamenn í Keldu-
hverfi auk vina og vandamanna
vítt og breitt um landið, að sögn
Ólafs. Svarthamar hf. á Húsavík
er ekki aðili að hlutafélaginu, en
í síðustu viku slitnaði upp úr
samningaviðræðum Svarthamars
við þrotabúið.
„Við veröum að vera bjartsýn-
ir á fiskeldið því ég veit ekki á
hverju við ætlum að lifa. Vill ein-
hver benda mér á aðra atvinnu-
grein á íslandi sem er virkilega
í gær var undirritaöur samning-
ur milli íslenska útvarpsfélags-
ins, Samvers hf. á Akureyri og
Akureyrarbæjar um að keppn-
in um Landslagið 1992 verði
góð, fyrir utan að flytja inn
súkkulaði eða eitthvað svoleiðis?
Við erum að leggja hér fram tölu-
vert hlutafé og nú er bara að
berjast í þessu. Nú þarf að fara
að gera út seiði sem ættu að vera
komin í sjó, farin að stækka og
verða að góðum fiskum,“ sagði
Ólafur, aðspurður um bjartsýni
sína á rekstur fyrirtækisins. IM
haldin á Akureyri. Samver
mun sjá um framkvæmd keppn-
innar en stefnt er að því að
lokakvöldið verði í Sjallanum í
október.
Akureyri:
Landslagið norðan heiða
Veðrið um hvítasunnuna:
Hlýtt en
Samkvæmt upplýsingum Veð-
urstofunnar ættu Norðlending-
ar að fá ágætis veður um hvíta-
sunnuhelgina, reyndar það
besta á landinu þótt ekki sé
hægt að lofa sólskini.
í dag ætti að vera sunnan og
suðvestanátt á Norðurlandi og
sólarlítið
sunnanáttin verður ríkjandi alla
helgina. Skýjað verður með köfl-
um en þurrt og hiti á bilinu 12-15
stig. Ekki er hægt að lofa sólskini
en einhverjar glennur ættu þó
ekki að koma á óvart. Ættu
Norðlendingar að gera sér það að
góðu þar sem spáð er rigningu
sunnan- og vestanlands. JHB
Þórarinn Ágústsson, fram-
kvæmdastjóri Samvers, segir
þessa keppni viðamikið verkefni.
Tíu myndbönd verða tekin upp á
Akureyri en auglýst verður fljót-
lega eftir lögum í keppnina.
Hljóðupptaka verður væntanlega
í Reykjavík en önnur vinna fyrir
keppnina verður á Akureyri, sem
og úrslitakeppnin sjálf.
Akureyrarbær og Sjallinn
styrkja þetta verkefni Samvers en
ætlunin er að í tengslum við
keppnina verði kynningarstarf
fyrir Akureyrarbæ. JÓH