Dagur - 13.06.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 13.06.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 13. júní 1992 Fréttir Kópasker: Fyrsta útiKstaverk Leifs BreiðQörðs - reist við Grunnskólann Listskreytingasjóður ríkisins hefur úthlutað hálfri milljón til Öxarfjarðarhrepps til að koma upp listaverki eftir Leif Breið- Qörð við Grunnskólann á Kópaskeri. Grenivík: Minnisvarði um drukknaða sjómenn Á sjómannadaginn, sunnudag- inn 14. júní, verður afhjúpaður minnisvarði um drukknaða sjómenn, í kirkjugarðinum á Grenivík. Minnisvarðinn er gerður af Jóni Sigurpálssyni, myndlistar- manni á ísafirði. Það eru tvö félög á Grenivík sem standa fyrir gerð minnisvarðans, Kvenfélagið Hlín og Lionsklúbburinn Þengill, auk þess hafa borist frjáls fjár- framlög. -KK Um er að ræða fyrsta útilista- verkið sem Leifur Breiðfjörð vinnur. Verkið verður sett upp við aðalinngang skólans og verð- ur unnið að verkinu í sumar. Verkið mun samanstanda af nokkrum misstórum steinum, þeim stærstu allt að tveggja og hálfs metra háum. Steinarnir verða að hluta til fengnir á staðn- um en aðrir aðfluttir, sagaðir til og lagðir flísum og mósaiki og varanlegum efnum t.d. málmum. Einnig verða steyptir steinar í verkinu, að hluta litaðir og möguleikar á steyptum glerhnull- ungum, glærum og lituðum. Litir verksins verða steinlitir og sterkir litir. Ingunn St. Svavarsdóttir, sveit- arstjóri sagðist vera spennt að sjá útlitsteikningu af verkinu. Hún vissi ekki til þess að Listskreyt- ingasjóður hefði áður veitt fram- lag til verks í Norður-Þingeyjar- sýslu. IM Leikritið Kæra Jelena sýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri - uppselt var á allar 117 sýningarnar í Pjóðleikhúsinu í vetur Hin geysivinsæla sýning; Kæra Jelena, eftir Ljúdmflu Razúmovskaju, sem sýnd hef- ur verið fyrir fullu húsi á Litla sviði Þjóðleikhússins síðan í haust er væntanleg til Akur- eyrar í næstu viku. Alls verða þrjár sýningar í Samkomuhús- inu, 19., 20. og 21. júní kl. 20.30. JÚNÍ Viö þökkum öllum þeim sem hafa þegar borgaö heimsenda happdrættismiöa og minnum hina á góöan málstaö og glæsilega vlnninga. STUÐNINGUR YKKAR ER OKKAR VOPN! Kæra Jelena hefur verið met- stykki hjá Þjóðleikhúsinu. Leikritið var frumsýnt 12. októ- ber og hefur síðan verið sýnt 117 sinnum og hefur verið uppselt á allar sýningarnar. Leikarar eru 5 talsins; Anna Kristín Arngrímsdóttir sem leik- ur Jelenu, ásamt Halldóru Björnsdóttur, Baltasar Kormáki, Ingvari Sigurðssyni og Hilmari Jónssyni, sem leika nemendur hennar. Þau fjögur síðasttöldu eru meðal yngstu leikara Þjóð- leikhússins. Leikstjóri er Þórhallur Sig- urðsson, leikmynd og búninga gerir Messíana Tómasdóttir en um lýsingu sér Ásmundur Karls- son og Björn B. Guðmundsson. Forsala á sýningarnar á Akur- eyri er þegar hafin og fer fram alla virka daga í Samkömuhúsinu frá kl. 14-18. -KK Athugiö: í þetta sinn voru miöar einungis sendir körlum, á aldrinum 23ja-75 ára, en miöar fást á skrifstofu happdrættisins i Skógarhliö 8 (s. 621414) og í sölubílnum á Lækjarlorgi. VINNINGAR: 1. MITSUBISHI PAJERO þrennra dyra, V6, bensín. Verðmæti 2.400.000 kr. 2.-3. VWGOLFGL Verðmæti 1.300.000 kr. 4.-53. VÖRUR EÐA FERÐIR fyrir 130.000 kr. 54.-103. VÖRUREÐA FERÐIR fyrir 80.000 kr. HVER KEYPTUR MIÐI EFLIR SÓKN OG VÖRN GEGN KRABBAMEINI! Krabbameinsfélagið 50 ára Þrettán fermingarsystkini af tuttugu og einu sem fermdust frá Húsavík- urkirkju fyrir 50 árum komu saman á Húsavík um hvíiasunnuhelgina. Á laugardag hittist hópurinn í kirkj- unni og hélt síðan í kirkjugarðinn með blóm á leiði sr. Friðriks A. Friðrikssonar, sem fermdi þau á sín- um tíma, og tveggja fermingarsyst- kina sem í garðinum hvíla. Einnig fór hópurinn á Sjúkrahúsið á Húsa- vík að heimsækja fermingarbróður er þar dvelur. Á laugardagskvöld snæddu fer- mingarsystkinin saman kvöldverð á Hótel Húsavík en á hvítasunnudag var haldið upp í Mývatnssveit þar pem hópurinn átti góðan dag. Létu sunnlendinaganir í hópnum af því að mikil viðbrigði væru að komast í blíðviðrið fyrir norðan. Mynd: im Hér sjást fyrstuverðlaunahafarnir í uppskriftasamkeppni KEA. Frá vinstri: Ragnheiður Kristjánsdóttir, Guðný Sölvadóttir og Erla Ásmundsdóttir. Mynd: Goiii Matargerð er list: Úrslit í uppskriftasajnkeppni KEA Á fimmtudag voru afhent verð- laun í uppskriftasamkeppni Kaupfélags Eyfirðinga á Akur- eyri. Verðlaun voru afhent í þremur flokkum sem tengjast framleiðsluvörum Brauðgerð- ar, Kjötiðnaðarstöðvar og Smjörlíkisgerðar - hver í sín- um flokki. Tilgangur samkepp- ninnar var að auka fjölbreytni í uppskriftakortum sem fylgt hafa framleiðsluvörum KEÁ síðan um jól og er lögð sérstök áhersla á að matargerð sé list. Sú nýbreytni að láta upp- skriftakort fylgja vörunum hefur mælst vel fyrir hjá viðskiptavin- um og nú verða listauppskriftir verðlaunahafa látnar fylgja með framleiðsluvörunum í kaupbæti. Að sögn Maríu Chr. Pálsdóttur hjá markaðsdeild KEA var við- skiptavinum um allan Eyjafjörð boðin þátttaka í samkeppninni og komu uppskriftir frá öllum útibúum KEA. „Við framlengd- um skilafrestinn um viku og það skilaði sér því þátttaka var ágæt. Nöfnum þátttakenda var haldið leyndum og þess vegna var það hrein tilviljun að tvær konur fengu tvenn verðlaun,“ sagði María í samtali við Dag. Einnig voru mæðgur frá Siglufirði á meðal verðlaunahafa og sat kvenþjóðin ein að verðlaunum. í flokki Kjötiðnaðarstöðvar sigraði Erla Ásmundsdóttir, Akureyri, með „Sænsk pylsa og pasta“. í öðru sæti varð Sigrún Magnúsdóttir, Akureyri, með „Lambagúllash með vínberjum og gráðaosti" og í þriðja sæti hafnaði Una Sigurliðadóttir, Akureyri, með „Gratíneraðar lambakótelettur með sveppum og papriku“. í flokki Smjörlíkisgerðar bar Guðný Sölvadóttir, Siglufirði, sigur úr býtum og nefndist sigur- uppskriftin „Salthnetusmákök- ur“. Dóttir hennar, Ása Guðrún Sverrisdóttir, varð í öðru sæti með „Hrískúlumarens" og „Súkkulaðibitakökur“ Ragnheið- ar Kristjánsdóttur, Akureyri, urðu í þriðja sæti. í flokki Brauðgerðar vann Ragnheiður einnig til verðlauna því hún bar sigur úr býtum með „Dajmkrem". í öðru sæti varð Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir með „Ananas-ostakrem“ en „Kara- mellukrem" Erlu Ásmundsdótt- ur, Reykjavík, hlaut þriðju verð- laun. Þótt ekki væri um krem að ræða eins og gert var ráð fyrir í brauðgerðarflokki vann „Heit brauðterta" Unu Sigurliðadóttur, Akureyri, aukaverðlaun. Dómnefnd sannreyndi sjálf uppskriftirnar en í henni sátu: Stefán Vilhjálmsson, matvæla- fræðingur hjá Kjötiðnaðarstöð- inni, sem var formaður; Her- mann Huijbens, matreiðslu- meistari; Ingólfur Gíslason, bakarameistari; Lára Ólafsdóttir, húsfreyja; Margrét Kristinsdótt- ir, hússtjórnarkennari og Sig- mundur Rafn Einarsson, mat- reiðslumeistari. Fyrir matarlist þessa voru veitt listaverðlaun. Listaverkin fyrir fyrsta og annað sætið voru unnin sérstaklega fyrir KEA af þessu tilefni en þau voru, tákn- rænn skúlptúr eftir Örn Inga, og grafíkmynd í litum eftir Dröfn Friðfinnsdóttur. Fyrir þriðja sæt- ið voru veitt bókaverðlaun - Saga leiklistar á Akureyri 1860-1992 eftir Harald Sigurðsson og gjafa- kort fyrir tvo á leiksýningu hjá L.A. GT Sauðárkrókur: Bæjarmála- pimktar ■ Á fundi bæjarráðs nýlega var lagt fram bréf frá Lána- sjóði sveitarfélaga þar sem til- kynnt er að Sauðárkróksbæ hafi verið úthlutað láni sam- tals að upphæð kr. 20.000.000 til framkvæmda og var bæjar- stjóra falið að hefja lánið. ■ Björn Mikaelsson, yfir- lögregluþjónn, mætti á fund bæjarráðs nýlega, til viðræðna um útivistartíma barna og unglinga, skemmdarverk í bænum og önnur sameiginleg vandamál bæjaryfirvalda og lögreglu. ■ Á fundi bæjarráðs nýlega, kom fram að 170 börn hafa skráð sig í vinnuskólann og er það veruleg fjölgun frá fyrra ári. Bæjarráð samþykkti því að stytta vinnutíma um eina viku hjá hverjum aldurshópi. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að gjald fyrir garðaþjónustu vinnuskólans verði óbreytt frá síðasta sumri. ■ Forsvarsmenn Flugleiða komu á fund bæjarráðs nýlega til viðræðna um áætlunarflug Flugleiða til Sauðárkróks. Bæjarráðsmenn lýstu mikilli óánægju með flugáætlun til Sauðárkróks eins og hún er nú. Fulltrúar Flugleiða lýstu því yfir að þeir muni senda bæjarstjórn tillögur sínar um úrbætur fyrir 17. júní nk. ■ Eitt tilboð barst í gatna- gerð; Skógargata - Bjarkastíg- ur, frá Steypustöð Skagafjarð- ar og Knúti Aadnegard að upphæð 7.287.850, sem er um 99% af kostnaðaráætlun en hún hljóðaði upp á 7.356.000. Bæjarráð samþykkti að ganga til samninga við þessa aðila á grundvelli tilboðs þeirra. ■ Hafnarstjórn hefur borist erindi frá Samskip hf., þar sem þess er farið á leit að felld verði niður hafnsögugjöld vegna komu flutningaskipa til hafnarinnar. ■ íþróttaráð hefur samþykkt að veita Jörundi Guðmunds- syni leyfi fyrir sirkus á malar- vellinum 31. júlí og 1. ágúst í sumar. Húsavíkurkirkja: fermingarafmæli

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.