Dagur - 13.06.1992, Blaðsíða 18

Dagur - 13.06.1992, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 13. júní 1992 Rætur og vængir: Heildarverk Þórarins Bjömssonar, fyrrum skólameistara, komið út - árgangur stúdenta frá M.A. 1962 stendur að útgáfunni Út eru komnar ræður og rit- gerðir Þórarins Björnssonar, fyrrum skólameistara Mennta- skólans á Akureyri. Þórarinn fæddist að Víkingavatni í Kelduhverfí árið 1905 og lést árið 1968 en hann var skóla- meistari M.A. frá 1948. Ritið nefnist Rætur og vængir og er gefíð út af stúdentum frá M.A. 1962 í samráði við ekkju Þór- arins, frú Margréti Eiríksdótt- ur, og böm þeirra. AUur ágóði af verkinu rennur til mennta- skólans. Ritið er heildarverk en ekki aðeins úrval rita og er þvi mjög fjölbreytilegt. Auk umfjöllunar um skólamál og íslenskar og franskar bók- menntir eru m.a. í ritinu sjálfs- lýsingar Þórarins frá yngri áram og hugleiðingar um Frakka og Frakkland þar sem hann var í námi að loknu stúdentsprófí. Ritið er í tveim- ur bindum og hægt verður að eignast það á áskriftartilboði fram tU 17. júní. Við skólaslit hinn 17. júní 1987 ávarpaði séra Þórhallur Höskuldsson samkomuna og skýrði frá þeirri ákvörðun stúdenta M.A. 1962 að heiðra sinn gamla skóla og minningu skólameistara síns, Þórarins Björnssonar, með því að beita sér fyrir útgáfu á ræðum hans og ritum í tilefni stúdentsafmælisins. Nú þegar sami árgangur er orð- inn 30 ára júbílantar er verkið komið út. Tilnefnd var framkvæmdanefnd sem leitaði til ekkju Þórarins, Margrétar Eiríksdóttur, og barna þeirra. Að sögn Hreins Pálssonar hdl., formanns nefndarinnar, hafði slíka útgáfu áður borið á góma og tók Margrét strax vel í að af útgáfunni yrði. Leitað var til Hjartar Pálssonar cand. mag. sem tók að sér umsjón útgáfunn- ar. Fram kom sú ósk Margrétar að ritið yrði heildarverk Þórarins en ekki aðeins úrval þess sem hann hefði skrifað um ævina. Einnig varð það úr að viðtöl og greinar um Þórarin yrðu prentuð í bókarauka. Þar sem í ritinu er allt sem skrifað hefur verið af Þórarni og um hann er ritið mjög fjölbreytilegt og áhugavert en það skiptist í 12 bókarhluta eftir efni. „Efnið var í mjög fjölbreyti- legu formi - allt niður í smá snepla. Allt var tekið með sem einhverju máli skiptir,“ sagði Hreinn Pálsson í samtali við Dag. Aðspurður um tilefni útgáf- unnar sagði Hreinn að Þórarinn hefði verið mikil persóna og minnisstæður fyrir hvað hann var frjór. „Þórarinn var okkur afskaplega kær. Hann lagði sig mjög fram um að kynnast nemendum - þekkti alla með nafni og var mjög minnugur á nöfnin mörgum árum eftir að fólk hafði útskrifast. Við kynnt- umst honum bæði sem skóla- meistara og kennara því báðar deildir skólans nutu hans í kennslu - ýmist í frönsku eða latínu. Okkur eru mjög minnis- stæðar ræður Þórarins við ýmis tilefni. Þess vegna fannst okkur ekki hægt annað en að þetta kæmist á prent,“ sagði Hreinn Pálsson. Ritverkið er þó ekki ein- tómar ræður og það kemur á óvart hve víðfemt efni þess er. Frá yngri árum Þórarins eru birtir skólastílar og þ.h. en seinna fjall- ar Þórarinn m.a. um menningu, listir og stjórnmál - oft tengt Frakklandi og þeim menningar- straumum og hræringum sem þar verða fyrir og eftir stríð. M.a. má lesa um ýmsa helstu leiðtoga þeirra og rithöfunda. Ekki hafa áður komið út þýðingar Þórarins úr frönskum bókmenntum sem birtar eru í áttunda hluta. Um bókarheitið, Rætur og vængir, segir umsjónarmaður ritsins, Hjörtur Pálsson, í eftir- mála: „Fátt fannst mér lýsa betur hugsun hans, starfi og viðhorfum - boðskap hans í ræðu og riti og þar með efni þessa rits - en þessi tvö orð...“ Hafsteinn Guðmundsson hefur hannað útlit ritsins sem prentað er í prentsmiðjunni Odda hf. Verkið er mjög eigulegt og fjöl- breytt að efni og myndum eins og úrvalið hér síðunni bendir til. Júbílantar úr árgangi 1962 munu hafa bókina til sölu í stofu 13 í Menntaskólanum á Akureyri frá kl. 13-15 þann 17. júní nk. og er áskriftartilboð 5900 kr. GT Háskólanám í París er mjög frjálslegt. Stúdentar eru ekki skyldir að koma í neina tíma, og nota sumir það óspart. Eru viðbrigðin mikil fyrir franska námsmenn, því að í mennta- skólanum lúta þeir mjög ströngum aga. Úr bókarhlutanum Hið milda Frakkland Þórarinn Bjömsson (lengst t.v.) og Símon Jóh. Ágústsson (næstur) ásamt Cauvard-hjónunum á námsáram sínum í Frakklandi. Þórarinn Björasson og Margrét Eiríksdóttir með böm sín, Guðrúnu Hlín og Bjöm, í heimahúsum haustið 1952. Þórarinn Bjömsson í skrifstofu sinni. Riðið út á Akureyri rétt fyrir stríð, f.v.: Halldór Halldórsson, Þórarinn Björnsson, Róbert A. Ottósson. Nokkrir nemendur 6. bekkjar S í heimboði hjá skólameistara í nóvember 1959, f.v.: Stefán Einarsson, Helgi Hafliðason, Jón Sigurðsson, Þórarinn Björasson. Ég er labbakútur á velli og lítill fyrir manni, all-hvikur í spori og snar í hreyfingum, kann ég lítt löturgangi og fer þá stundum nær flaumósa. Höfuð er í stærra lagi, og eykur hárið þar allmjög á, því gð það er eigi síður strítt en þétt og stendur sem svínsburst í allar áttir, auk þess eru eyru útstæð sem á asna eða sperrt sem á spor- hundi. Enni er miðlungi hátt, augu móleit eða græn sem í ketti. Skolbrúnn er ég, og skeggstæði hefi ég um vonir og annan vöxt fram. í fáum orðum sagt: ásjónan er hið mesta greppiltrýni, en þó eigi illileg... Úr Sjálfslýsingu frá gagnfræðaskólaárunum Ég er oft um það spurður, hvort mér finnist ekki, að unga fólkið sé síðra en áður. Ég er vanur að svara því, að ég sé ekki viss um það. Ég held, að íslensk æska sé á ýmsan hátt gott fólk, vel innrætt. En sumu í uppeldi þess er áræðanlega ábótavant, og er það vor sök, hinna eldrí. Æskan er vanin á að að láta of mikið eftir sér. Á því verður hún lingerð og heimtufrek. Peningaráð hennar eru yfiríeitt of mikil. Úr fullveldisræðu 1956 sem útvarpað var beint Því miður get ég engar stúdentsminningar rakið héðan úr Reykja- vík. Ég dvaldist hér aldrei á stúdentsárum. Ég hefi aldrei reikað hér suður með Tjörn með prófskrekk í maga og ástarsting í hjarta, en þá súrsætu tilfinningablöndu munu margir stúdentar kannast við, og sumir jafnvel enn finna eiminn fyrir vitum sér, þótt árum hafi fjölg- að og hárum fækkað. En ég hefi setið úti í Lúxemborgargarðinum í París í maí, „í vorsins græna ríki“, þegar skólasystur mínar urðu að léttklæddum skógardísum, en latneska málfræðin hvíldi ígaupn- um mér. Og ég hefi hlaupið á harðaspretti eftir götunum í París, af því að ein skólasystir mín hafði tekið óeðlilega þétt í hönd mér, þegar við kvöddumst. Já, þá voru enn til nægjusamir menn! Úr ræðunni í stúdentahófi syðra

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.