Dagur - 13.06.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 13.06.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 13. júní 1992 Kristjana ívarsdóttir, íslandsmeistari í vaxtarrækt: „Þetta er spuming um að láta sér líða vel“ Akureyringurinn Kristjana ívarsdóttir náði injög góðum árangri á síðasta íslandsmeist- aramóti í vaxtarrækt sem fram fór á Hótel íslandi fyrir skömmu. Hún sigraði í -52 kg flokki og varð önnur í opnum flokki sem er hennar Iangbesti árangur til þessa. Kristjana hefur æft þessa umdeildu íþrótt í 9 ár og lætur ekki for- dóma og slæmt umtal hafa áhrif á sig. Hún útskýrir hér hvað það er við vaxtarræktina sem heiliar svona. Kristjana segist mjög ánægð með árangurinn á mótinu á dögunum en segist upphaflega ekki hafa ætlað sér að keppa í svo léttum flokki. Hún hafði hugsað sér að keppa í -57 kg flokki en reyndist léttari en hún átti von á þegar að mótinu kom. Hún hefur áður unnið til verðlauna, varð íslandsmeistari í +57 kg flokki í fyrra og hefur nokkrum sinnum orðið númer 2 og 3 en árangurinn í ár er sá langbesti hingað til. „Ég þakka þetta fyrst og fremst breyttu og betra mataræði og meiri sjálfsaga. Svo hef ég ein- faldlega æft betur,“ segir Kristjana um árangurinn. Hún byrjaði að æfa vaxtarrækt fyrir 9 árum og segist hafa fengið áhugann eftir að hún fór á vaxtar- ræktarmót í Sjallanum. „Mér fannst ekki mikið mál að drífa mig í þetta. Þá voru þó nokkrar konur famar að æfa og svo hafði ég verið í öðrum íþróttum. Ég stundaði t.d. fimleika og vaxtar- rækt saman einn veturinn. Þá vom, og eru enn, ákveðnir for- dómar í garð vaxtarræktarmanna og ég hef fengið að heyra ýmis- legt síðan ég byrjaði. Það þýðir ekkert að láta slíkt hafa áhrif á sig og ég hef aldrei haft neinar áhyggjur af því hvað fólki finnst um þetta.“ Getur farið út í öfgar Það kostar töluverða vinnu fyrir vaxtarræktarfólk að ná árangri. „Þetta getur verið ansi tímafrekt en þetta gefur mikið og mér líður ótrúlega vel eftir æfingar, er svona þægilega þreytt. Núna æfi ég fjórum sinnum í viku en venjulega æfi ég sex sinnum í viku og stundum sjö sinnum þeg- Á verðlaunapalli eftir sigurinn í -52 kg flokknuni. Með Kristjönu á myndinni eru Glódís Gunnarsdóttir (til vinstri) og Lind Einarsdóttir sem urðu í 2. og 3. sæti. Kristjana „pósar“ á Islandsmeist- aramótinu fyrir nokkrum vikum. „Konur verða sjaldnast mikil vöðvafjöll enda held ég að þær sæk- ist almennt ekki eftir því.“ ar mót eru í aðsigi. Ég æfi u.þ.b. tvo tíma á dag og finnst of mikið ef ég fer yfir það. Það kom fyrir að ég varð leið á þessu en ég hef ekki fundið fyrir því í seinni tíð. Þetta verður „baktería" hjá manni með tímanum,“ segir Kristjana. En hvað er það sem fær fólk til að æfa þessa íþrótt tvo tíma á dag, jafnvel sjö sinnum í viku? „Það er bara tilhugsunin um og vellíðanin sem fylgir því að vera í góðu formi. Konur verða sjaldn- ast mikil vöðvafjöll enda held ég að þær sækist almennt ekki eftir því, þetta er frekar spurning um að láta sér líða vel.“ - Hvað með raddir um að íþróttin henti ekki kvenfólki, það verði hreinlega ókvenlegt á því að stunda hana? „Þetta er bara spurning um smekk hjá hverjum og einum. Ég er yfirleitt ekki sammála þessu en að vísu getur vaxtarrækt farið út í öfgar eins og annað. Mér finnst sjálfri of langt gengið þegar kven- fólk er búið að missa allar kven- legar línur. Mér finnst það sama um karlana, þeir geta gengið of langt en vel stæltur skrokkur er ekki slæmur." Yaxtarrækt er lífsstíll Vaxtarrækt er meira en bara æfingar, hún snýst einnig um mataræði, hugarfar og er í raun ákveðinn lífsstíll. Vaxtarræktar- menn gera einnig meira en að æfa saman, þeir halda árshátíðir, fara í grillferðir o. fl. og fá þannig heilmikinn félagsskap út úr iðkun íþróttarinnar. Kristjana segir mataræði sitt ekkert afbrigðilegt, hún hugsi fyrst og fremst um að borða holl- an mat og sneiða hjá þeim óholla. „Ég borða flestan mat en reyni að sneiða hjá fitu og hafa sykurinn í minna mæli. Gróft brauð og hafragrautur eru ómiss- andi, skyr, fiskur og oft kjöt. Aðalmálið er að innbyrða sem allra minnst af fitu, hvort sem er í fljótandi eða föstu formi. Mataræðið skiptir sérstaklega miklu máli þegar mót eru í nánd. Ég byrjaði „sköfunina“ óvenju- lega snemma núna, í febrúar en mótið var í maí. Þá vigta ég allt sem ég borða og reyni að velja það besta úr fæðunni, það grófa og holla. Síðan minnka ég hita- einingafjöldann smátt og smátt en þó varlega til að fara ekki illa með líkamann. Síðan endar mað- ur á að takmarka vökva- og salt- neyslu. Það getur verið ansi óþægilegur tími, ekki beint lík- amlega en fer stundum svolítið á sálina. Þetta er bara svo stuttur tími að það er engin ástæða til að gráta út af því.“ Lyfjaneysla ekki freistandi Raddir um ólöglega lyfjaneyslu vaxtarræktarfólks hafa oft heyrst og verið sérstaklega háværar upp á síðkastið. Kristjana segist ekki hafa orðið vör við slíka neyslu. „Ég hugsa lítið um þetta og skipti mér ekki af því ef aðrir vilja standa í þessu. Það er eitthvað um þetta en ég held að það sé ekki nærri því. jafn mikið og margir halda, Gróa á Leiti er allt- af spræk og við verðum mikið vör við það. Þetta er vitanlega afleitt fyrir íþróttina en það er alltaf erf- itt að stoppa Gróu þegar hún er komin af stað. Mér fannst mjög gott framtak að lyfjaprófa á síð- asta móti og slík próf geta hugs- anlega dregið úr neyslu og kveðið niður slúðrið. Það er vitað að það næst betri árangur með lyfjanotkun en mér finnst ekki hægt að bera þetta saman. Þeir sem neyta lyfjanna eru að gera allt aðra hluti. Ég veit ekki hvað það er sem freistar við þetta, a.m.k. finnst mér þetta ekki freistandi.“ Kristjana segir litlar líkur á að hún hætti í vaxtarræktinni á næst- unni. „í dag bendir ekkert til þess. Það er ekkert sérstakt fram- undan hjá mér annað en að æfa vel og vera í góðu formi. Ég er ekkert farin að hugsa um hvort ég verð með á næsta móti, það verður bara að koma í ljós,“ sagði Kristjana ívarsdóttir. JHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.