Dagur - 13.06.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 13. júní 1992 - DAGUR - 9
- og Eyfirðingar sameinast undir einni stjórn
í fyrsta þætti var skýrður aðdrag-
andi aðskilnaðar dómsvalds og
umboðsvalds í héraði og sl. laug-
ardag var fjallað um skipan dóm-
stóla í héraði fyrr og nú. I dag
verður skýrð sú breyting sem snýr
að handhöfum umboðsvalds -
þ.e.a.s. framkvæmdarvalds - í
héraði.
Sýslumenn og bæjarfógetar misstu
dómsvald í opinberum málum í
janúar 1990 og þann 1. júlí nk. missa
þeir einnig dómsvald í einkamálum.
Með aðskilnaðarlögunum hverfur
embættisheitið fógeti enda á það
heiti rætur sínar að rekja til þeirrar
samblöndunar umboðsvalds og
dómsvalds sem nú verður afnumin.
Heitið hafa haft bæjarfógetar í bæj-
um og borgarfógeti í Reykjavík auk
fulltrúa þeirra. Orðið fógcti er komið
úr latínu: (ad)vocatus þ.e. hinn til-
kallaði.
Fullnustuvald
Par sem skipaðir héraðsdómarar
fengu í sínar hendur stóran hluta
dómsvalds við stærstu embættin árið
1972 hefur aðalstarf bæjarfógeta og
sýslumanna einkum verið á sviði
stjórnsýslu síðan. í>ó fást þeir enn við
sérstaka tegund dómsathafna sem
nefnd hefur verið fullnustuvald.
Pessi tegund dómsvalds fellur ekki
undir þá skilgreiningu sem sett var
fram í fyrsta þætti þar sem í henni
felst ekki einungis úrlausn réttar-
ágreinings. Hér er um að ræða
athafnir sem nauðsynlegar eru til að
knýja fram réttindi sem ekki er
(lengur) ágreiningur um. Oft er því
svo farið að ekki er vilji eða geta til
að framfylgja því sem rétt er. Þarf þá
opinbert vald að koma við sögu til að
hindra að menn leiti réttar síns með
sjálftöku eins og íslendingar gerðu á
þjóðveldisöld. Vettvangur slíkra
dómsathafna hefur verið uppboðs-
réttur og skiptaréttur. Einnig er hér
um að ræða þær athafnir sem kennd-
ar hafa verið við fógeta - fógetagerð-
ir. Þær verða nú kallaðar aðfarar-
gerðir þar sem fógetahugtakið
hverfur. Að lokum má nefna kyrr-
setningu og lögbann en það eru ráð-
stafanir sem einungis eru gerðar til
bráðabirgða til að tryggja rétt fólks.
Skilgreint og aðgreint
Slíkar dómsathafnir hafa ávallt verið
taldar vera á markalínu tveggja þátta
ríkisvaldsins - dómsvalds og fram-
kvæmdarvalds. í kjölfar aðskilnaðar-
laganna fylgir sú breyting að slíkar
dómsathafnir verða skilgreindar á ný
og aðgreindar. Rétt eins og átta nýj-
um héraðsdómstólum er fengið
dómsvald sýslumanna fá þeir þann
hluta fullnustuvaldsins sem í raun
snýst um að dæma. Hinn hlutann -•
framkvæmd fullnustuvaldsins - hafa
sýslumenn áfram með höndum. {
hvert sinn sem réttarágreiningur
verður kemur til kásta dómara.
Breytingin er því einkum formlegs
eðlis þar eð hún snýst um hvaða
embættismenn annast störfin. Þó eru
gerðar ýmsar efnislegar breytingar á
þeim reglum sem gilda um fram-
kvæmdina en um þær verður fjallað í
þarnæsta þætti.
Auk þess sem viðamesti þáttur
fullnustuvaldsins verður áfram í
höndum sýslumanna fá þeir í sínar
hendur störf sem að vísu hafa verið
talin til dómsathafna en eiga meira
skylt við framkvæmd laga. Einkum
er um að ræða skráningu eða trygg-
ingu réttinda s.s. þinglýsingar og lög-
bókandagerðir (notarialgerðir) sem
nú verða taldar til stjórnvalds-
athafna.
Hlutverk sýslumanna
„Sýslumenn fara, hver í sínu
umdæmi, með stjórnsýslu ríkisins
eftir því sem lög og reglugerðir mæla
fyrir um. Þar á meðal fara þeir með
lögreglustjórn, tollstjórn og inn-
heimtu opinberra gjalda, að því leyti
sem hún er ekki falin öðrum,“ eins
og segir í 10. gr. laga nr. 92/1989.
Hér er orðið stjórnsýsla notað í sömu
merkingu og hið eldra heiti umboðs-
vald. Viðamestu störf sýslumanna
hingað til og hér eftir eru talin upp í
sjálfri 10. grein en auk þeirra fá þeir
fyrrnefndar stjórnvaldsathafnir sem
áður töldust til dómsathafna. Einnig
munu sýslumenn sjá um borgaraleg-
ar hjónavígslur, ýmsar leyfisveitingar
og útnefningu mats- og gerðar-
dómsmanna en áður voru þessi störf
falin dómstólum þ.ám. fógetum.
Sýslumenn fara með innheimtu
tekna ríkis og sveitarfélaga, þar sem
ekki eru sameiginlegar gjaldheimtur,
og einnig umboð fyrir Trygginga-
stofnun ríkisins. Sýslumaður mun
veita skilnaðarleyfi og úrskurða um
greiðslu meðlags. Sýslumenn fara
áfram með lögreglustjórn - að því
leyti sem hún heyrir ekki undir rann-
sóknarlögreglu ríkisins - og nefnast
þeir þá lögreglustjórar.
*
Ulfur í dómarahempu
Eitt helsta nýmæli réttarfarsbreyting-
anna er að sýslumenn munu fara með
ákæruvald í umboði ríkissaksóknara
auk þess sem heimild þeirra og lög-
reglumanna til að ljúka máli með
sekt eða öðrum viðurlögum er
rýmkuð. Fram að þessu hafa allar
ákærur í opinberum málum verið
gefnar út af ríkissaksóknara. Hins
vegar hefur ríkissaksóknari eða full-
trúi hans ekki mætt fyrir dómi nema
í stærri sakamálum. Með þessu hefur
sjálfstæði dómara í veigaminni saka-
málum verið ábótavant. Dómari hef-
ur fram á þennan dag óbeint verið
fulltrúi ákærandans um leið og hann
á að dæma um ákæruna enda hefur
hann einungis skriflegt ákæruskjal
frá ríkissaksóknara í höndunum.
Dómari hefur því leikið tveimur
skjöldum. Nú stendur þetta til bóta.
Til að ekki þurfi að koma upp útibú-
um ríkissaksóknara á landsbyggðinni
og fjölga starfsliði hans er sýslu-
mönnum eða fulltrúum þeirra nú
skylt að vera viðstaddir málsmeðferð
og sækja málið. Einnig munu þeir
gefa út ákæru í málaflokkum sem til-
greindir eru í lögum um meðferð
opinberra mála. Er þá um að ræða
sjálfstætt ákæruvald í málum út af
brotum gegn umferðarlögum, áfeng-
islögum og smærri brotum gegn öðr-
um sérrefsilögum en svo eru nefnd
lög - önnur en almenn hegningarlög
- sem innihalda refsiákvæði. Breyt-
ing þessi mun líkast til auka sjálf-
stæði dómara í héraðsdómstólunum
átta (þ.ám. Héraðsdómstól Austur-
lands sem hefur aðsetur á Egilsstöð-
um en hann gleymdist að nefna í síð-
asta þætti). Auk þess stuðlar breyt-
ingin að valddreifingu þar sem
ákvörðunarvald er flutt frá höfuð-
borginni. Hætta er þó á að minna
samræmi verði í meðferð ákæru-
valds.
Eyfirðingar
undir einni stjórn
Samkvæmt 11. gr. aðskilnaðarlag-
anna skiptist landið frá og með 1. júlí
nk. í 27 stjómsýsluumdæmi.
Umdæmi sýslumannsins í Reykjavík
er ákveðið í lögunum sjálfum en
valdssvið hans er þrengra en annarra
sýslumanna þar sem hann deilir völd-
um með lögreglustjóranum og toll-
stjóranum þar í borg. Aðsetur annarra
sýslumanna em sem hér segir: Akra-
nes, Borgames, Stykkishólmur,
Búðardalur, Patreksfjörður, Bolung-
arvík, ísafjörður, Hólmavík,
Blönduós, Sauðárkrókur, Siglufjörð-
ur, Ólafsfjörður, Akureyri, Húsavík,
Seyðisfjörður, Neskaupstaður, Eski-
fjörður, Höfn í Homafirði, Vík í
Mýrdal, Hvolsvöllur, Vestmannaeyj-
ar, Selfoss, Keflavík, Keflavíkurflug-
völlur, Hafnarfjörður og Kópavogur.
Stjórnsýsluumdæmi sýslumanna em
ákveðin með reglugerð nr. 57/1992
og eru þau nánast hin sömu og áður.
Þó er gerð tímabær breyting þar sem
sýslumaðurinn á Akureyri fær undir
sína stjórn Svalbarðsstrandarhrepp
og Grýtubakkahrepp sem áður
heyrðu undir sýslumann Þingeyjar-
svslu sem sat mun fjær - á Húsavík.
Afram verða starfrækt útibú lögreglu
á smærri stöðum s.s. Þórshöfn og
Raufarhöfn sem og á Dalvík en þar
verður einnig útibú frá sýslumanns-
embættinu á Akureyri.
Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hátíðai'kveój ur í tilefni dagsins Sendum sjómönnum og fjölskyfdum þeirra hátíðarkvedjur í tilefni dagsins i@| Útgerðarfélag Akureyringa Sími 25200
SANDFELL HF [Qg)j
Laufásgötu • Umboðs- og heildverslun Veiðarfæri ■ Útgerðarvörur
Sendum sjómönnum og Qölskyldum þeirra hátídarkvedjur í tilefhí dagsins Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hátíðarkveðjm í tilelhi dagsins SJÓMANNAFÉLAG
Lónsbakka • Sími 96-11122 EYJAFJAROAR Skipagötu 14 • Sími 25088
Sendum
sjómönnum og
fjölskyldum
þeirra
hátíðarkveðjur
í tilefhi dagsins
W
EYFJÖKÐ
Hjalteyrargötu 4 Simi 22275