Dagur - 13.06.1992, Blaðsíða 23

Dagur - 13.06.1992, Blaðsíða 23
Laugardagur 13. júní 1992 - DAGUR - 23 Popp Magnús Geir Guðmundsson Pinetop aftur á íslandi Nú þessa dagana er staddur í annaö sinn á íslandi blúspíanó- leikarinn frægi Pinetop Perkins ásamt Chicago Beau sem stadd- ur er hér í fimmta skipti. Eins og kunnugt er og um hefur veriö fjallað hér í poppi, þá kom út geisladiskur með þeim félögum og Vinum Dóra fyrir nokkru og eru þeir því hér nú m.a. til að fylgja honum eftir auk þess sem diskurinn er að koma út í Evrópu og víðar. Mun meiningin vera svo sú í framhaldinu að Vinir Dóra og Pinetop komi fram á blúshátíð á eynni Sardiníu seinna í sumar. Þegar þessar línur koma fyrir augu lesenda hefur Pinetop lokið fyrstu tónleikum sínum á skemmtistaðnum Púlsinum, en síðan mun hann koma fram á klúbbi Listahátíðar á Hressó þann 13. júní, 16. í Héðinshúsi á vegum Listahátíðarinnar Loft- árás á Seyðisfjörð, 17. á útitón- leikum í Lækjargötu, 18. á Hótel Akranesi, 19. á Púlsinum aftur og svo síðast í Edinborg í Keflavík 20. Dagana 14. og 15. verður Chicago Beau með fyrirlestra um blús og afrísk áhrif í bandarískri menningu á veitingastaðnum Jazz Ármúla 7. Eru fyrirlestrarnir haldnir á vegum hins nýstofnaða Blúsvinafélags og hefjast þeir kl. 20.00. Það vekur nokkra athygli við þessa tónleikadagskrá Pinetop Perkins hér á landi að því skuli ekki hafa verið komið við að fá hann hingað norður yfir heiðar. Hefðu norðlenskir tónlistar- áhugamenn vafalaust tekiö Pine- top opnum örmum, en af einni eða annarri ástæðu verður ekki af slíkum viðburði að sinni (hefur undirritaður reyndar ekki haft Myndlist Pinetop Perkins er nú staddur á ís- landi í annað sinn. spurnir af því hvort reynt hafi ver- ið yfir höfuð að fá hann hingað eða að þess hafi verið óskað að hann gæti spilað hér). Listahátíð - ekki allra landsmanna Eins og lesa má hér að framan tengist koma Pinetops til lands- ins óbeint Listahátíð sem stend- ur nú sem hæst. En því miður er ekki hægt annað en lýsa vissum vonbrigðum með hana frá sjón- arhóli landsbyggðarfólks, því líkt og endranær er hún eingöngu bundin við suðvesturhornið. Á þessi hátíð að heita allra lands- manna a.m.k. halda aðstándend- ur hennar því einatt fram, en hún stendur engan veginn undir þeirri nafngift í reynd. Hvorki í orði né á borði. Meðan það er ekki talið fært að halda listviðburði á borð við Pinetop, Gipsy King, Ninu Simone o.s.frv. nema í einum afmörkuðum landshluta, er ekki um hátíð allra landsmanna að ræða. Og þótt okkur sé náðar- samlegast boðinn helmings- afsláttur af flugfargjöldum, breytir það litlu. Það sem er þó ef til vill verst við þessa Listahátíð er að hún er til skiptis haldin á vegum Reykja- víkurborgar og ríkisins og er það einmitt ríkið sem borgar brúsann í þetta sinn. Er það óneitanlega súrt í broti fyrir landsbyggðina að þurfa í ofanálag að borga menn- ingarmatreiðsluna handa Sunn- lendingum, sem hún getur ekki notið sjálf með góðu móti. Vart myndu sunnlenskir menningar- vitar láta slíkt yfir sig ganga hljóðalaust. Það segir svo meira en mörg orð um hugann sem fylgir máli hjá aðstandendum Listahátíðar varðandi að hátíðin sé allra landsmanna, að þeir sáu ekki ástæðu til að senda þessum fjölmiðli upplýsingar um dagskrá hennar að fyrra bragði. Mikið meira þarf nú ekki að segja um þetta. Væri réttast ef ekki úr ræt- ist að Reykvíkingar stæðu einir að hátíðinni. Landsbyggðarfólk á ekki að þurfa að borga fyrir eitthvað sem það á takmarkaðan aðgang að, hvað þá að þurfa að borga það tvöföldu verði, nauð- ugt eða viljugt. Ur ýmsum áttum Að undanförnu hafa sögur verið á kreiki í Bretlandi um að rokkarinn frægi Bruce Spring- steen hafi látist í umferðarslysi, rétt í þann mund sem miðasala á fyrstu tónleika hans í landinu í fimm ár er að hefjast. Þær munu þó sem betur fer ekki vera á rök- um reistar og er Springsteen í fullu fjöri, farinn að hlakka til Bretlandsferðarinnar. Leikur grunur á að það hafi veriö óheil- brigður aðdáandi Springsteens sem kom sögunum af stað. Mun hann með því hafa verið að tjá vonbrigði sín yfir að fá ekki miða á tónleika Springsteens. Rokkhljómsveitin bandaríska Poison hefur veriö í meiri eða minni tilvistarvanda síðan hún varð að hætta við komu sína til (slands eins og frægt varð í fyrra. Nú virðist hins vegar vera runnin upp betri tíð fyrir hljóm- sveitina m.a. vegna tilkomu nýs gítarleikara. Heitir sá Richie Trojuhesturiiin - samsýning átta myndlistarmanna Samsýning átta myndlistarmanna var opnuð í Safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju miðvikudaginn 10. maí. Á sýningunni eru fjörutíu og þrjú málverk og skúlptúrar unnin á hinn margvíslegasta hátt. Sólveig Eggertsdóttir á átta verk á sýningunni. Hún vinnur verk sín í hringformi, sem gefur þeim heildstæðan, þéttan blæ. Myndgerðin er gjarnan einföld en nær þó verulegri fjölbreytni og dýpt svo sem í Hring nr. I og Hring nr. II (nr. 1 og 2 á sýning- unni). Hið fyrrnefnda býr yfir mikilli mýkt, en hið síðarnefnda er létt og fínlegt. Sólveig notar nokkuð óhefðbundin efni í list- mótun sinni, svo sem bývax og sót, og tekst vel að láta eigindir þeirra njóta sín í verkunum. Borghildur Óskarsdóttir á þrjá skúlptúra á sýningunni. Form þeirra er ákveðið og einfalt, en Borghildi tekst að ná verulegri spennu í verkin ekki síst verk nr. 9, sem ber heitið Hamfari. Borg- hildur vinnur verk sín í leir og gler. Guðrún Kristjánsdóttir á fimm verk unnin í olíu á striga á sýn- ingunni. Þó verkin séu ekki fleiri skiptast þau mjög í tvo flokka. Annars vegar eru verk, sem lista- maðurinn kallar Skil I til III. í þessum verkum gerir Guðrún til- raunir með skiptingu flatarins í litfleti og tekst skemmtilega í verki nr. 15, Skil II, sem er veru- lega sterkt, en nýtur sín ekki til fulls, þar sem því er komið fyrir á sýningunni. Hinn flokkur verka Guðrúnar er tvö málverk, sem bera heitin Af landi og Eyland (nr. 12 og 13). Þessi verk eru þrungin og áleitin í hógværð sinni. Kristinn E. Hrafnsson hefur sett þrjú málmsteypubrunnlok í umgjörðum sínum í röð á gólf aðalsalar Safnaðarheimilisins og kallar það skúlptúr. Vissulega er handbragð málmiðnaðarmanns- ins og steypumótssmiðsins gott, en sjálfstæð sköpun listamanns- ins er nokkuð lítil. Miklu betur tekst Önnu Eyjólfs- dóttur í skúlptúr sínum, en hún á sjö verk á sýningunni. Sérlega áleitnar eru þrjár lyppur hennar (nr. 18), þar sem hún notar lopa- plötur í ýmsum litum til að mynda langa staura, sem verka skemmtilega þungir og massívir. Einnig ber smekklega notkun Önnu á leggjum í verkum sínum vott ferskleika í leit myndefnis og tjáningar. Sigurður Örlygsson á fjögur verk á sýningunni. Þau eru öll á vesturvegg í aðalsal Safnaðar- heimilisins. Verk Sigurðar eru unnin í olíu og akrýl og bera með sér frjóa myndsýn og marksækna tjáningarleit. Hæst ber verk núm- er 24, Hugboð. f þessu verki vef- ur listamaðurinn saman málverk og skúlptúr og nær fram verulega áleitnum áhrifum í táknrænni myndferð sinni. Sigrid Valtingojer sýnir níu verk unnin með ætingu og akvat- intu. Þau eru flest létt að yfir- bragði en búa mörg yfir umtals- verðri dýpt. Litaval í verkunum ber gjarnan vott næmu auga fyrir samspili mjúkra lita. Sérlega í verkum nr. 29 og 30; Einskis manns landi og Úr djúpinu, hefur listamanninum tekist að ná veru- legri dulúð í túlkun sína. Notkun staðlaðs forms, sem kemur fyrir í öllum verkum Sigridar á sýning- unni, gefur þeim heldur einhæfan blæ, sem verkar ekki vel. Ólöf Sigurðardóttir sýnir tíu verk unnin í olíu á tré og striga. Verkin eru öll yfirvegun kuðunga og nefnast í samræmi við það Kuðungur I til X. Verkin eru ekki flíkin hvort heldur að mynd- byggingu eða litum, en þau eru öíl máluð í rauðum lit á svartan bakgrunn. Þrátt fyrir þetta eru þau áleitin í einfaldleika sínum og búa yfir nægri fjölbreytni til þess að njóta sín vel saman. Sýning listamannanna átta er mjög vel sjónar virði. Hún spannar verulegt svið myndtján- ingar og er því á margan veg lær- dómsrík um það, hvert og hvern- ig þeir samtímamenn okkar, sem myndlist stunda, leita í tjáningar- þörf sinni og sýnir einnig, að leit- in hefur í mörgum tilfellum borið athyglisverðan árangur. Sýningu áttmenninganna lýkur sunnudaginn 21. júní. Haukur Ágústsson. Bruce Springsteen hvorki dauður né grafinn. Kotzen og kemur hann í stað C. C. DeVille sem hætti seint á síð- asta ári. Fer hljómsveitin brátt að vinna að nýrri hljóðversplötu sem verður sú fimmta í röðinni hjá henni. Kotzen á það sameigin- legt með gítarleikurum eins og Marty Friedman (Megadeth) og Jason Becker (David Lee Roth) að hafa skapað sér nafn með al- spiluðum (instrumental) plötum. Hefur hann sent frá sér einar þrjár slíkar. Metallica, sem heillaði marga upp úr skónum á minningar- tónleikunum um Freddy Mercury, hefur lagt á hilluna hugmyndina um að halda sameiginlega tón- leika með Guns N’ Roses víðs- vegar um Bretland, sem minnst var á hér í poppi fyrir nokkru. I staðinn mun hljómsveitin hins vegar hafa í hyggju að halda ein- sömul í ferðalag um Bretland er hún hefur lokið tónleikaferð um Bandaríkin með Guns N’ Roses. Mun Metallica ætla að tjalda öllu sínu besta á ferðalaginu um Bretland, m.a. sérstöku dem- antslöguðu sviði fyrir hörðustu aðdáendurna með gryfju í miðj- unni þar sem menn geta látið sig „gossa” án hættu i hita leiksins. Hefst ferðin í Wembleyhöllinni í London 24. október og lýkur með tvennum tónleikum í Birmingham NEC 4. og 5. nóvember. Er miða- sala þegar hafin. Gistiheimilið að Smáratúni: Sumarhús, heitur pottur og útigrill í vor hafa eigendur Gistiheimilis- ins að Smáratúni á Svalbarðseyri reist tvö sumarhús sem í eru 4 smáíbúðir. Gistiheimilið getur því tekið á móti allt að 35 manns. Birna Gunnlaugsdóttir og Stefán Einarsson reka Gistiheimilið að Smáratúni ásamt einu versluninni á Svalbarðseyri. „Fyrra húsið verður tekið í notkun á næstu dögum, þega heitur pottur og úti- grill verða komin á sinn stað. Síðara húsið verður tilbúið í lok júní,“ sagði Stefán Einarsson. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.