Dagur - 13.06.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 13.06.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 13. júní 1992 - DAGUR - 11 Efst í huga Svanur Valgeirsson Þægindaþankar! Mikil skelfingar óskapar tíðindi voru það þegar fréttist að loka ætti Hafnarstræti fyrir umferð blikkbelja. Allir velunnarar þessa dásamlega fyrirbæris, þ.e. belj- unnar (hér er varla við hæfi að tala um kýr?), vissu vart í hvorn fótinn þeir áttu að stíga fyrst í stað, og svo virðist enn vera því fáfarnari götur fer maður varla hér í bæ en göngugötuna. Hvað er maðurinn að velta sér upp úr þessu?, kynni einhver að spyrja. Elstu menn eru löngu búnir að gleyma því að þarna hafi nokkurn tíma verið annað en göngugata, og allt sem hefur varað í lengri tíma en sem nemur skömmum tíma, er orðið að reglu og þar með útrætt mál. Jæja það þýðir ekkert að fást um það. Ég bara sætti mig við orð- inn hlut og fer upp í Oddeyrargötu, langi mig til þess að hitta fólk, nóg er umferðin þar. Nú hafa teiknimeistarar bæjarins tekið fram gömlu teikniblokkina og mér til mikillar hrellingar afráðið að halda áfram að loka. í þetta skipti er það rúnt- urinn okkar góði sem fær að fjúka. Best að helluleggja allt heila klabbið. Meira að segja græni reiturinn á miðju torg- inu er horfinn. Drottinn minn, er þess- um mönnum ekkert heilagt? Menn geta ekki einu sinni fengið sér örlítið neðan í því og slegist pínulítið, án þess að þurfa að gera sér það að góðu að notast við grjótharðan steininn í áflogunum. Nei hér tekur sko út yfir allan þjófabálk. Hvar á unga fólkið eiginlega að leggjast til svefns þegar það kemur dauðþreytt úr Vaglaskógi og ratar ekki heim? Og þetta er sko ekki allt get ég sagt ykkur. Það er meira að segja búið að búa svo um hnútana að langi pabba og mömmu að skreppa einn hring í bæinn, síðla nætur, til þess að skyggn- ast um eftir unga fólkinu, þá er það ekki hægt. Nú er nefnilega málum svo hátt- að að fáir aðrir en fuglinn fljúgandi geta ferðast um Skipagötu og Geislagötu. Slíkir eru fjallgarðarnir sem byggðir hafa verið á götunum. Ef allt þetta er undanskilið og menn líta á málin með opnu hugarfari, má sjá Ijósglætu í þessum hyl myrkurs og vonleysis. Von hefurverið vakin í mínu brjósti. Ég sé ekki aðeins Ijósglætu. Kveikt hefur verið á flóðljósum hjarta míns. Og hverjir gera það? En ekki teiknimeistararnir með gömlu riss- blokkirnar. Þeir hafa nú gefið mér fyrir- heit um að ég geti í náinni framtíð tekið lyftu úr Gilsbakkavegi (eigi ég ein- hvern tíma leið þar um) og niður í Hafn- arstræti. Hvílík þægindi. Og það sem meira er að ef hún kemur get ég allt eins átt von á því að sá draumur minn rætist, um að loftbrú verði reist milli annarrar hæðar Vöruhúss KEA og Sigga Gúmm. Marmara rúllustigi væri vel þeginn. Þægindin þurfa að vera í fyrirrúmi. Fréttagetraun 1. Átta myndlistarmenn úr Reykjavík halda þessa dagana myndlistarsýningu í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju. Hvað kallar sýn- ingarhópurinn sig? 2. Á hvaða sjúkrahúsi var hætt við að loka skurðstofu og fæðingardeild eins og til stóð? 3. Hvað heitir saumaklúbburinn sem hefur það fyrir mottó að gera allt mögulegt og ómögulegt annað en að sauma og prjóna? 4. Nýlega urðu útibússtjóraskipti við Búnaðar- bankann á Akureyri. Hvað heitir nýi úti- bússtjórinn og hvaðan kemur hann? 5. Akureyrartogarinn Kaldbakur var aflahæst- ur ísfisktogara fyrstu fjóra mánuði ársins. Hversu mörg tonn var aflinn og hvaða tog- ari var með hæsta meðalskiptaverðmæti á úthaldsdag? 6. Hverjir skoruðu mörkin í sigurleik Völs- ungs gegn Dalvík í 3. deild 2:1? 7. Hvað heitir stjórnarformaður Atvinnuþró- unarfélags Þingeyinga? 8. Hvað heitir hið nýja fjölveiðiskip Ólafsfirð- inga sem kom til heimahafnar á miðviku- daginn og hvaðan kom skipið? 9. Hver var gerður að heiðursfélaga íþrótta- félagsins Þórs nýverið og sæmdur gullkrossi félagsins og af hvaða tilefni? 10. Orðabókarspurning: Hvað er sá að gera sem er að gnerra? GG VH kLrddur +&* í fotum frá Irrrgbvjin 839 nemenduraf^ sejjjast neyta áfenj; i mlsmiklu mæli 24 stiga hiti á „Costa del RaufarhöfiT í gær 1SBUIUIE>[S QV ’Ol •SJO<I s;|;lu!oi(sSb[3J ‘sjbuibh n[sSjA QIA UOSB}dB5[S jnUIJjS[|BH '6 •uinunhjiJBpuBg BJJ UIOJ[ So BIJEJAJ BSiq ‘8 •uossiuXog pjEquiag ■ j_ "bSuijjiaibq juXj uossqijig jeajq U9f ua Suns[Oy\ jijAj uossuii jS[|BH sb -U9f So uossjeaj uuiQaqdjBqs '9 •qiA -BsnH ?JJ jbujv ‘uuoj g^Zl 'S •IQJ3SEJ3AH bjj ussppojoqx jnpunuignr) -p uuunqqtqqBuinEsiqqg ■£ •qiABsnH b QtsnqBjqnfs -j •uuunissqnfpjjL g :HOAS =ÆmA HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI Deildarstjóri mæðradeildar Staða deildarstjóra mæðradeildar er laus til umsóknar. Staöan er veitt frá 1. september nk. Viðkomandi starfsmaður þarf að vera Ijósmóðir og gjarnan með hjúkrunarfræðimenntun. I starfinu felst dagleg stjórnun, almenn mæðravernd- arstörf og umsjón með námskeiðum fyrir verðandi foreldra. í boði er ný og glæsileg vinnuaðstaða og spennandi þróunarverkefni. Góður starfsandi er á staðnum. Umsóknarfrestur er til 30. júní 1992. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri eða deild- arstjóri mæðradeildar í síma 96-22311 milli kl. 11 og 12 alla virka daga. Skattskrár Norðurlandsumdæmis vestra 1991 Auglýsing um framlagningu Samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 verða skattskrár í Norðurlandsumdæmi vestra ásamt launaskattskrám fyrir gjaldárið 1991 lagðar fram til sýnis dagana 15. júní tii og með 28. júní nk. Skattskrárnar liggja frammi á Skattstofunni Siglufirði og hjá umboðsmönnum skattstjóra í öðrum sveitar- félögum. Athygli er vakin á því að enginn kæruréttur myndast við framlagningu skattskránna. Siglufirði 9. júní 1992. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Til sölu er Reynishúsið við Furuvelli 1, Akureyri Hugsanlegt er að selja hluta hússins, sam- kvæmt hugmynd að skiptingu. Teikningar af húsinu liggja frammi á Fasteigna- sölunni hf. Seljandi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fasteignasalan hf Gránufélagsgötu 4, Akureyri. Sími: 21878. Opið frá kl. 10-12 og 13-17. Hermann R. Jónsson sölumaður kvöld og helgarsimi 96-25025. Traust þjónusta í 20 ár. Pú færð allan pappír a einum stað DAGSPRENT ; s f ; ír Strandgötu 3 I • Akureyri • -zs- 24222 & 24166

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.