Dagur


Dagur - 01.07.1992, Qupperneq 5

Dagur - 01.07.1992, Qupperneq 5
Miðvikudagur 1. júlí 1992 - DAGUR - 5 Fréttir Gunnlaugur Konráðsson hrefnuveiðimaður: Hrefiiuveiðar vonandi leyfðar sem fyrst - bannið hefur komið harðast niður á eyfirskum hrefnuveiðimönnum íslendingar sögðu sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu á mánudaginn og þeirri ákvörð- un var sérstaklega fagnað af hagsmunaaðiium eins og t.d. hrefnuveiðimönnum. Einn þeirra, Gunnlaugur Konráðs- son á Arskógsströnd, segir að nú fyrst eygi hann von um að hrefnuveiðar verði leyfðar að nýju eftir 7 ára bann og sér- staklega fagni hann ákvörðun Norömanna um að ætla að hefja hrefnuveiðar að nýju. Gunniaugur segir að tvímæla- laust muni hrefnuveiðimenn nú ræða sín á milli ný viðhorf í þess- um málum og þrýsta á sjávar- útvegsráðherra um að hrefnu- veiðar verði leyfðar að nýju. Peg- ar bannið var sett á var talað um að stöðva veiðarnar í 5 ár og þann tíma átti að nota til að endurmeta stofnana. Það endur- mat hefur leitt í ijós að allir hvalastofnar við fsland eru ntjög sterkir og t.d. er selastofninn orðinn vandamál því hann bítur svo mikið fisk í netum og það er vaxandi vandamál því selastofn- inn stækkar mjög ört. Vandamálið er að svokölluð- um „flökkusselum" þ.e. blöðru- sel og vöðusel hefur fjöigað mjög ört og það sé stærsti vandinn en landsel og útsel ekki að sama skapi. Ennfremur lengist sífellt sá tími sem blöðurselir og vöðu- selir eru hér við land. Gunnlaugur segir að ætiþörf allra hvalastofnanna sé slík að allar tölur fiskifræðinga um stofn- stærðir fiskitegunda og mögulega sókn í þá sé mjög gagnrýnisverð Þórunn Birnir deildarstjóri Svæfingadeildar prófar tækið á Margréti Þórðar- dóttur, forinanni Aspar. Lionessur fylgjast með. Mynd: GT Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Iionessuklúbburmn Ösp aflienti veglega tækjagöf Fimmtudaginn 25. júní sl. afhenti Lionessuklúbburinn Ösp Svæfingadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri veg- lega tækjagjöf. Um er að ræða tæki til að fylgjast með lífs- mörkum sjúklinga meðan á svæfingu og aðgerð stendur. í tækinu er hjartasíriti, súrefn- ismettunarmælir, blóðþrýst- ingsmælir og hitamælir. Tækið kostaði 500 þúsund krónur. Margrét Þórðardóttir, formað- ur klúbbsins, afhenti gjöfina og veitti yfirlæknir Svæfingadeildar, Sigurður Kr. Pétursson, henni viðtöku. Ingi Björnsson, fram- .kvæmdastjóri Fjórðungssjúkra- hússins, þakkaði Lionessuklúbbn- um Ösp fyrir stórgjafir til sjúkra- hússins á undanförnum árum, en klúbburinn hefur verið ötull við að safna fé til tækjakaupa fyrir sjúkrahúsið. Klúbbmeðlimum var boðið til kaffidrykkju og sýndi Þórunn Birnir deildarstjóri Svæfingadeildar gefendum hvern- ig hið nýja og fullkomna tæki starfaði. Lionessuklúbburinn Ösp fjár- magnaði þessi tækjakaup á sama Ihátt og áður, með vinnuframlagi !og söfnun hjá bæjarbúum, eink- um með sölu á plastpokum og vinnu í sælgætisgerðinni Lindu í 'desembermánuði ár hvert. Skák Þór Valtýsson sigraði á júníhraðskákmótmu Júníhraðskákmót Skákfélags Akureyrar fór fram sunndag- inn 28. júní sl. í félagsheimili Skákfélagsins við Þingvalla- stræti. í efsta sæti varð Þór Valtýsson með 11 vinninga af 12 möguleg- um, í 2. sæti Gylfi Þórhallsson með 10 vinninga, 3. Jakob Þór Kristinsson með 8 vinninga, 4. Sveinbjörn Sigurðsson með 5Vi vinning og 5. Páll Þörsson rneð 5 vinnmga. 11. júní sl. fékk Skákfélagið góða heimsókn er 12 sænskir skákmenn sem voru á hringferð um landið tefldu við félaga í S.A. Tefldar voru 2x40 mín. skákir og sigraði Skákfélag Akureyrar með nokkrum yfirburðum. Næsta nrót verður útihraðskák- mót sem teflt verður í göngugöt- unni um miðjan júlímánuð ef veð- ur leyfir. GG og ekkert vit að ganga nærri þess- um stofnum á sama tíma og fiski- menn séu í bullandi samkeppni við hvali og seli um fiskinn í sjónunt. Á síðasta ári hrefnuveiða var 80% af veiðinni fengin af bátum við Eyjafjörð og því hefur bannið komið harðast niður á eyfirskum hrefnuveiðimönnum og hjá sum- um þeirra var um að ræða allt að 70% af heildarverðmæti dregið úr sjó. „Ég trúi ekki öðru en að við styðjum við bakið á Norð- mönnum með því að leyfa einnig hrefnuveiðar hér við land,“ segir Gunnlaugur Konráðsson, „og mér fannst það mjög lélegt að við þorðum ekki að standa gegn Greenpeace og öðrum friðarsinn- um á sínum tíma en ég held að fleiri sjái nú að við erum að berj- ast fyrir lífsafkomunni og því lát- um við ekki hræðsluáróður hafa nein áhrif á okkur lengur. Við eigunt einnig að nýta svartfugl meira því það er óhemju magn af svartfugli hér við land og því ofur eðlilegt að nytja hann.“ í síðust viku fór Gunnlaugur með sjónvarpsmenn frá BBC út á miðin til að mynda hrefnur en þeir voru að kynna sér hvað hér væri um að vera og eins að kynna umheiminum ástand hvalastofna hér við land. GG Dalvík: Tannlæknastofan í Hafnarbraut gæti þurft að rýma húsnæðið „Ég tók húsnæðið á leigu í nóvember 1991 og greiddi þrjú ár fyrirfram en daginn sem ég hóf reksturinn þá barst mér það til eyrna að leigutakinn væri að verða gjatdþrota,“ segir Helgi Indriðason tannlæknir sem leigir hiuta af húsnæði Víkur- bakarísins á Dalvík sem nýlega var tekið til gjaldþrotaskipta. Riftunarkrafa þrotabúsins er líklega fallin um sjálfa sig þar sem leigusamningi Helga var þinglýst en ef til uppboðs eða sölu á hús- næðinu kemur getur hann þurft að rýma húsnæðið þar sem tann- læknastofan er til húsa og tapað hluta af hinni fyrirframgreiddu húsaleigu. í 18. gr. laga um húsaleigu- samninga segir: „Gangi úrskurð- ur um heimild til útburðar á leigu- taka getur héraðsdómari eftir kröfu ákveðið að leigutaki megi dveljast áfram í húsnæðinu í allt að 3 mánuði frá úrskurðardegi, þyki sú niðurstaða sanngjörn, þegar litið er á hagsmuni leigu- taka annars vegar og leigusala hins vegar.“ Tannlæknastofan á Dalvík gæti því þurft að rýma það leiguhús- næði sem hún hefur nýhafið starf- semi í ef til sölu á eignum þrota- bús Víkurbakarís kemur. GG SAMSKIPA deildin Þór-KR á Akureyrarvelli fimmtudaginn 2. júlí kl. 20.00 Tekst Þórsurum að komast á sigurbraut á ný? "■■'v~ ■ ***» '*** ly Lárus Sigurðsson og Júlíus Tryggvason verða í eldlínunni með Þór ' 4^: annað kvöld. Akureyríngar og nærsveitamenn komið á völlinn og sjáið hörkuleik í toppbaráttu deildarinnar ...að sjálfsögðu!

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.