Dagur


Dagur - 01.07.1992, Qupperneq 6

Dagur - 01.07.1992, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 1. júlí 1992 Kvennakórinn Lissý ásamt Ragnari L. Þorgrímssyni við píanóið. Mynd: IM Nýr formaður Umferðarráðs Þórhallur Ólafsson, umdæmistæknifræðingur hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi, hefur verið skipaður for- maður Umferðarráðs og tekur hann við formennsku af Guðmundi Ágústssyni fyrrverandi alþingis- manni. Þórhallur stjórnaði sínum fyrsta fundi í Umferðarráði þann 25. júní sl. Á myndinni, sem tekin var þegar formannaskiptin fóru fram, eru talið frá vinstri: Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferð- arráðs, Þórhallur Ólafsson og Guðmundur Ágústsson. Mynd: Kristján Péiur Rjómapönnukökur og fleira góðgæti var á borðum. alls ekki viljað missa af þessari stund á Breiðumýri. Sr. Kristján Valur Ingólfsson flutti snjalla tölu og þakkaði fyrir að hafa fengið að vera nokkurs- konar fósturfaðir kórsins. Hvatti hann kórkonur til dáða þó eigin- kona hans og stjórnandi kórsins fylgdi honum til starfa á annað landshorn. Eitt er víst, að söngur og sól- stöðukaffi Lissýarkórsins á lengi eftir að lifa sem ljósgeisli í minn- ingu þeirra er nutu. IM Kvennakórinn Lissý: - með söng og sólstöðukaffi Hildur Tryggvadóttir. Aðalbjörg Pálsdóttir. Reyniviður, rjómapönnsur, magnaður söngur með sól- stöðukaffi Kvennakórsins Lissýar að Breiðumýri í Reykjadal sl. sunnudag. Þing- eysk menning í hnotskurn, menning fólks sem séð hefur út fyrir túngarðinn og veit að stundum er það heimafengna öllu öðru betra. Að hollenskar rósir eru ekki hótinu betri á borði eða í fangi listamanna en blóm úr garðinum við bónda- bæinn eða reyniviðar- og birki- greinar í vösum. Að austurrísk súkkulaðikaka smakkast síst betur en pönnukökur, gerðar af pönnukökufagmönnum sýsl- unnar. Það var húsfyllir í Breiðumýri og svolítil bið á að tónleikarnir gætu hafist meðan verið var að bæta við borðum og stólum í sal- inn til að allir fengju sæti. Yndis- legt sumarveður, sól og blíða, var þennan sunnudag og höfðu marg- ir óttast að veðrið og heyannir drægju úr aðsókn á tónleikana. Kór Kvenfélagasambands Suð- ur-Þingeyinga söng íslensk og erlend sönglög og kóra úr óper- um af sama öryggi, og söng vel. Margrét Bóasdóttir stjórnaði kórnum af fagmennsku en með sínum einstaka léttleika, og átti það til að hlaupa í eldhúsið til að athuga með kaffikönnuna svona milli laga. Ragnar L. Þorgríms- son var við píanóið og annaðist undirleik fyrir kórinn og einnig Hildi Tryggvadóttur, sem söng fjögur einsöngslög auk þess að syngja einsöng með kórnum, og var að vonum vel fagnað. Upplestur var einnig á dag- skránni, Aðalbjörg Pálsdóttir las söguperluna „Maður uppi í staur“, eftir Jakobínu Sigurðar- dóttur. Vel valið efni og vel flutt. Margrét Bóasdóttir og Ragnar L. Þorgrímsson frumfluttu opin- berlega 53 ára fallegt íslenskt sönglag. Lagið var eftir Gunnar Sigurgeirsson og hafði hann gefið píanónemanda sínum, Margréti Lárusdóttur formanni Lissýar- kórsins, þetta lag 1939. Lagið er við Ijóð Davíðs Stefánssonar, Una. Að tónleikunum loknum voru flutt nokkur ávörp, þakkir og kveðjugjöf frá kórnum til stjórn- andans, Margrétar Bóasdóttur. Einn tónleikagesta stóð upp og þakkaði fyrir stundina, viður- kenndi að hann hefði með tregðu látið teyma sig til þeirra en hefði I Margrét Bóasdóttir. Reyniviður og ijómapönnsur

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.