Dagur - 01.07.1992, Page 11

Dagur - 01.07.1992, Page 11
Miðvikudagur 1. júlí 1992 - DAGUR - 11 „Fjölmiðlar blása stunduin upp mál sem ekkert púður er í“ - segir Guðmundur Hrafn Thoroddsen útibússtjóri Búnaðarbankans á Akureyri Útibússtjóraskipti urðu í Bún- aðarbankanum á Akureyri í lok maímánaðar er Gunnar Hjart- arson sem verið hefur útibús- stjóri hér í allmörg ár settist í stói útibússtjóra í Hveragerði en við tók Guðmundur Hrafn Thoroddsen. Nokkur úlfaþytur varð eftir komu Guðmundar þar sem margir töldu að hann sýndi ýmsum viðskiptamönn- um bankans óbilgirni eða jafn- vel ósanngirni. Um þau mál hefur verið fjallað hér áður á síðum D AGS og verða ekki hér til frekari umfjöllunar en hins vegar lítillega fræðst um þennan nýja útibússtjóra sem reyndar verður hér aðeins til haustsins því starfið hefur verið auglýst laust til umsóknar. Guð- mundur mun á haustdögum halda suður til Reykjavíkur og taka við starfi í aðalbanka Búnaðarbank- ans sem m.a. felst í umsjón með öllum útibúum bankans. Guðmundur Hrafn er fæddur og uppalinn í Rcykjavík og tók stúdentspróf frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1957 og hóf síðan nám í lagadeild Háskólans. Hann hóf síðan störf við Búnaðarbank- ann tveimur árum síðar og segir aö það hafi frekar verið tilviljun en sérstakur áhugi á banka- Guðmundur Hrafn Thoroddsen. störfum að allur hans starfsferill hafi verið innan veggja Búnaðar- bankans. Faðir hans var reyndar bankamaður líka, starfaði lengst af við Útvegsbankann. En hefði hann valið sér annað ævistarf cf slíkt val hefði staðið honum til boða? „Já það hefði ég eflaust gert en segja má að ég hafi orðið innlyksa í Búnaðarbankanum. Ég fór reyndar í laganám og áhuginn á þeim tíma stóð þá til starfa tengdu því námi. Ég hef hins vegar ekk- Haraldur Hjalmarsson frá Kambi í Deildardal: Ljóð og lausavísur Út er komin bókin „Ljóð og lausavísur“ eftir Harald Hjálmarsson frá Kambi í Deildardal í Skagafiröi. í bók- inni er að finna flestar af snjöli- ustu vísum Haraldar ásamt nokkrum kvæðum. Einnig er þar skráð æviágrip hans. Haraldur Árni Hjálmarsson var fæddur að Hofi á Höfða- strönd í desembermánuði 1908 og lést í febrúar 1970. Að honum stóðu kjarnmiklar, skagfirskar ættir á báðar síður. Gísli Magnús- son frá Eyhildarholti ritaði minn- ingargrein eftir Harald látinn. Gísli segir að Haraldur sé vafa- laust þekktastur fyrir yrkingar sínar. „Hann varpaði fram stökum, oft bráðsnjöllum, hve- nær sem var og hvernig sem á stóð. Vísurnar komu ósjálfrátt, hrukku honum af munni, áður en hann sjálfur vissi af. Þær komu og hurfu, líkt og leiftur. Fæstar voru festar á blað. Flestar munu hafa gleymst í erli og önn. Þó lifa margar á vörum ntanna víðs veg- ar um landið og enn aðrar eru á strjálingi í blöðum og ritum.“ Dagsprent hf. prentaði bókina, sem er í takmörkuðu upplagi. Hana má panta hjá útgefanda bókarinnar. Birni Dúasyni í Ólafsfirði. Jafnframt tekur Helga Björnsdóttir að Digranesvegi 52 í Kópavogi við pöntunum. Hér að neðan birtast nokkrar vísur Haraldar og öruggt má telja að vísnavinum þyki fengur í bók þessari. ój Sjálfsmat Ljóð mín eru lítils verð, langt frá því að vera góð. Þau eru flest í flýti gerð fyrir þann sem næstur stóð. Öðruvísi en ætlað var Alinn var ég upp í sveit, æskuhraustur, glaður. En nú er ég eins og alþjóð veit örlagadrykkjumaður. Haraldur Hjálmarsson. Óánægður Óður minn er ekki þjáll, yrki ég flest í bláinn. Ó, að ég væri eins og Páll eða jafnvel Káinn. Skáldið gekk í stúku Stúkan að mér hefir hert, hörð er þessi líðan. Ég hef ekki getað gert góða stöku síðan. Að loknum blaðalestri Nú fer ég að lesa lög, læra svindl og hrekki. Lítið dugar höndin hög og heiðarleikinn ekki. '0 efitit íolta lamut íatni ||UMFHROAR ert velt vöngum yfir því hvað ég vildi taka mér fyrir hendur ef til stæði að skipta um starf í dag.“ Guðmundur hefur ekki verið í Reykjavík alla tíð, heldur tók hann við starfi útibússtjóra á Blönduósi 1965 og var þar til árs- ins 1980 er hann tók við útibúss- tjórastarfinu í Hveragerði. Bankaútibúið í Hveragerði var þá höfðustöð bankans í Árnessýslu en auk þess voru útibú á Selfossi, Laugarvatni og Flúðum og síðar einnig á Hellu." Hver eru aðallega þín áhuga- mál? „Meðan ég bjó á Blönduósi stundaði ég badminton með nokkrum félögum mínum en þeg- ar ég fluttist í Árnessýsluna þá datt það að mestu upp fyrir og ég held að það hafi verið vegna þess að félagar mínir í íþróttinni urðu skiljanlega eftir fyrir norðan. Ég hef bæði gagn og gaman af því að fara í sund og fer oft í lengri og styttri gönguferðir sem tengjast áhuga mínurn á útivist. Á sumrin fer ég oft í ferðalög um óbyggöir landsins." Hvernig verður sumarfríinu í ár varið? „Ég verð nú hér á Akureyri í sumar, og það er vinna en ekki frí þannig að engar bollaleggingar liafa verið um það hvernig ætti að eyða fríi sem ekki er fyrir hendi.“ Það er stundum sagt að við lif- um í óvægnu þjóðfélagi. Finnst þér Akureyringar vera óvægnir í skoðunum um menn og málefni? „Nei, ég vil ekki fallast á það að þeir séu það umfram annað fólk. Mér finnst hins vegar að fjölmiðl- arnir séu oft ansi óvægnir og reyni jafnvel að blása upp mál sem ekk- ert púður er í. En lífsgæðakapph- laupið verður ýmsum oft ansi erf- itt þegar reynt er að lifa eftir „staðli“ sem er ofar þeirri getu sem launin leyfa. Það er ýmsum „Okkur blöskrar aö sjá grimnrdarverk eins og þegar vopnlaus fangi er skotinn, særðir látnir bíða dauða síns og óbreyttir borgarar rændir, þeini nauðgað eða haldiö án dóms og laga. Við liljótum að trúa því að einhvers staðar verði að draga mörkin - að mönnum beri að virða ein- hverjar „leikreglur“ þrátt fyrir grimmdina á vígvellinum. Það er einmitt þetta sem máliö snýst um.“ Þetta er tilvitnun í einn af sendifulltrúum Alþjóðaráös Rauða krossins úr myndinni „Mannréttindi í verki", sem Rauði kross íslands hefur látið þýða og gefið út með íslensku erfið raun að draga úr þeim kröf- um og þá falla kannski orð sem annars hefðu betur verið ósögð." Kona Guðmundar er Elísabet Thoroddsen og starfar hún við Heilsuhæli Náttúrulækningafé- lagsins í Hveragerði. Þau eiga þrjú uppkomin börn, eina dóttur og tvo syni og þrjú barnabörn. tali. Myndin er gerð af Breska Rauða krossinum og fjallar um störf sendifulltrúa Álþjóðaráðs- ins á átakasvæðum, en þeirra hlutverk er meðal annars að hafa eftirlit með að Genfarsáttmál- arnir séu haldnir. Genfarsáttmál- arnir eru í raun þær reglur sem kveða á um leyfilegt athæfi í stríði, hvaða vopn megi nota og hvernig farið skuli með stríðs- fanga svo eitthvað sé nefnt. Næstum öll ríki jarðar hafa undirritað sáttmálana og þar með viðurkennt mannúðarskyldur Rauða krossins. Sýningartími myndarinnar er 18 mínútur. Hún er til sölu á skrifstofu RKÍ og jafnframt til útláns úr bóka- og myndbanda- safni Fræðslumiðstöðvar RKÍ. Rauði kross fslands: Mynd um rétt fólks í stríði Sprengitilboð Kartöflur 2 kg kr. 45 Dæmi um verð: Coke 2 lítrar kr. 89 Pepsi 2 lítrar kr. 89 RC cola 11/2 líter kr. 77 Sinalco 11/2 líter kr. 59 Pampers bleiur kr. 1.091 WC pappír m/8 rúllum kr. 115 Blanda 0,2 lítrar kr. 29 Kókómjólk kr. 38 Opið mánudaga til föstudaga kl. 12-18.30 laugardga kl. 10-14 Ath! Tökum kreditkort og viðskiptamannanótur

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.