Dagur - 01.07.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 01.07.1992, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 1. júlí 1992 - DAGUR - 15 ÍÞRÓTTIR Bikarkeppni KSÍ: Leiftursmenn áfram - taka á móti Fylki í næstu umferð Leiftursmenn eru komnir í 16- liða úrslit í Mjólkurbikarkeppni KSÍ. Þeir unnu Kormáksmenn á Hvammstanga á mánudags- kvöldið 0:4. Leiftursliðið var dregið á móti 2. deildarliði Fylkis og fer sá leikur fram þriðjudagskvöldið 7. júlí. „Þetta var frekar rólegt. Ég tók ekki neinn séns í þessum leik og hvíldi lykilmenn. Hvað leik- inn gegn Fylki varðar hef ég ekk- ert annað að segja en að við eig- um harma að hefna frá því í deildarleiknum um daginn. Þá töpuðum við ósanngjarnt hér í Ólafsfirði og strákarnir eru til- búnir að hefna fyrir það,“ sagði Marteinn Geirsson, þjálfari Leifturs. Leikurinn, Kormákur-Leiftur, fór rólega að stað og fengu bæði lið færi til þess að skora. Leifturs- menn pressuðu þó töluvert meira og náðu að skora eftir 20 mín- útna leik. Pétur Björn Jónsson skoraði fyrst og á næstu 20 mínútum komu tvö mörk frá Goran Barjactarevic. Staðan í leikhléi var 0:3. Síðari hálfleikur var frekar rólegur en Leiftursmenn bættu við sínu fjórða marki þegar u.þ.b. stundarfjórðungur var eftir. Pétur Björn Jónsson gerði þá sitt annað mark. Sanngjarn sigur Leifturs á fjórðudeildarliði Kormáks var í höfn og því verða það Ólafsfirðingar sem fá hörku- bikarleik á þriðjudaginn. SV Knattspyrna, 4. deild: Fullt hús hjá Hvöt - sigruðu HSÞb um helgina Tveir leikir fóru fram í fjórðu deildinni, C-riðli, um helgina. Kormákur og SM gerðu jafn- tefli þar sem hvoru liði tókst að skora eitt inark. Hvöt hélt sig- urgöngu sinni áfram og í þetta skipti voru það HSÞb-menn sem máttu þola tap. Leik Ungmf. Neistans og Þryms var frestað til þriðjudagskvölds. Kormáksmenn urðu að sjá á eftir tveimur stigum þegar SM heimsótti þá um helgina. Leik- urinn fór fram við frekar erfið skilyrði, bleytu og drullu. „Petta var barátta í 90 mínútur og ég er nokkuð ánægður," sagði Sigurbjörn Viðarsson, eftir leik- inn. Hann sagði að þeim færi fram með hverjum leik og því full ástæða til bjartsýni. „Við vorum meira með bolt- ann og áttum að vinna,“ sagði Jón Guðbjörnsson, leikmaður með Kormáki og var ekki sáttur við að taka bara annað stigið. Staðan var jöfn í hálfleik, 0:0. Kormáksmenn voru fyrri til þess að skora, gerðu sitt mark á 70. mínútu. Rúnar Guðmundsson skoraði markið. Ómar Kristins- son jafnaði skömmu síðar með skalla. Leikur HSPb og Hvatar var mikill baráttuleikur, sem sést best á því að sex spjöld voru gef- in í leiknum, fjögur gul og tvö rauð. Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleiknum og skoruðu strax eftir u.þ.b. 5 mínútur. Sigurður Kjartansson skoraði það mark. Örfáum augnablikum síðar lá boltinn aftur í netinu og í þetta skipti hjá heimamönnum. Ásmundur Vilhelmsson náði að jafna fyrir gestina. Staðan í leik- hléi varjöfn, 1:1 og höfðu HSÞb- strákarnir verið heldur sterkari í hálfleiknum. í þeim síðari snérist dæmið við. Gestirnir sóttu í sig veðrið og skoruðu þegar um 10 mínútur voru til leiksloka. Vil- hjálmur Stefánsson skoraði úr víti. Hvatarmenn geta þakkað fyrir stigin þrjú því miðað við gang mála hefði jafntefli ekki verið ósanngjarnt. Leik Neistans og Þryms hefur verið frestað þar til í kvöld. SV Björgvin Þorstcinsson hcfur oftast allra sigraö á Akureyrarmótinu, alls 9 sinnum. Golf: Meistarakeppni klúbbanna dagana 1.-4. júlí - yfir 100 þátttakendur á Akureyri Hápunktur sumarsins hjá golf- áhugamönnum er Meistara- keppni klúbbanna sem haldin verður dagana 1.-5. júlí. Akur- eyrarmótið hefst í dag og stendur fram á laugardag. Keppni minni klúbbanna á Norðurlandi tekur í sumum til- vikum styttri tíma og hefst keppni sums staðar á fimmtu- dag eða föstudag. Á Jaðri fengust þær upplýsing- ar að Akureyrarmótið er lang- stærsta mótið sem haldið er hér á Norðurlandi. Reiknað er með að yfir hundrað keppendur taki þátt. Spilað er í L, 2., 3., 4. og meistaraflokki karla, 1., 2. og meistarflokki kvenna, unglinga- og öldungaflokki. Að mótinu loknu verður fjölskylduhátíð þar sem verðlaun verða afhent og grillin verða tekin fram. Fyrstu dagana er mönnum nokkuð frjálst að ákveða hvenær þeir spila en síðasta daginn verð- ur raðað eftir árangri. SV Knattspyrna, 5. flokkur: ESSO-mót hjá KA - reiknað er með á sjöunda hundrað keppendum Dagana 1.-4. júlí fer fram Esso-mót í knattspyrnu, 5. aldursflokki. Mótið, sem er hið sjötta í röðinni, fer fram á félagssvæði KA og verður sett í kvöld. Skrúðganga fer frá Lundarskóla klukkan 20.30. Reiknað er með að keppendur verði hátt á sjöunda hundrað og allt að níu hundruð inanns muni koma nærri mótinu, kepp- endur, forsvarsmenn og for- eldrar. Á Esso-mótinu verður keppt í flokki a-, b-, c-, og d-liða og er reiknað með um 20 liðum í fyrstu þremur flokkunum en 10 liðum í flokki d-liða. Keppt verður í fimm riðlum og komast tvö lið áfram úr hverjum. Spilað verður um hvert sæti og er reiknað með að úrslitaleikurinn í mótinu verði á laugardag á milli 18.00 og 19.00. Að sögn forsvarsmanna KA hefst keppnin á fimmtudags- morgun klukkan 9.00 og stendur til 19.00. Keppt verður á fimm völlum samtímis og samhliða aðalkeppninni verður hraðmót í innanhúsknattspyrnu í íþrótta- húsi KA og í Höllinni. Á miðvikudagskvöld verður skrúðganga frá Lundarskóla. Farið verður suður Dalsbraut, austur Skógarlund, norður Mýrarveg og þaðan í KA-húsið. Séra Pétur Þórarinsson setur mótið. Ástæða er til þess að hvetja fólk til þess að leggja leið sína á KA-svæðið og fylgjast með þess- um knattspyrnumönnum framtíð- arinnar. SV Handknattleikur: Ósamkomulag um félagaskipti - KA-menn vilja greiðslur fyrir Sigurpál Árna - Þórsarar neita að greiða Knattspyrna: Áfall fyrir KA - Gauti Laxdal frá í rúman mánuð Gauti Laxdal, knattspynmaður hjá KA, var borinn meiddur af velli í leiknum gegn UBK í vik- unni. Hnéskelin gekk til og fór úr liði og er Ijóst að hann snertir ekki fótholta næstu þrjár til fjórar vikurnar. „Þetta er ekki eins alvarlegt og það leit út fyrir að vera. Þessu var kippt í liðinn strax eftir leik og í dag var ég myndaður. Þar kom í ljós að ekkert hafði slitnað og það er þó jákvætt," sagði Gauti Laxdal í gær. Hann þarf að taka sér algera hvíld frá fótboltanum í þrjár vikur og sjá svo til. Að sögn Gauta er töluverð hætta á því að þetta fari aftur og aftur ef þetta fær ekki að gróa vel. Það er alveg ljóst að þetta er mikil blóðtaka fyrir KA og sam- Gauti Laxdal meiddist í lciknum gegn UBK. kvæmt þessu má búast við því að Gauti verði ekki kominn á fullt í boltanum fyrr en í byrjun ágúst. SV Handknattleikur: KA fær liðsauka Mál Sigurpáls Árna Aðal- steinssonar, handknattleiks- manns hjá KA, eru í hálfgerð- um hnút þessa dagana. Sigur- páll hefur sem kunnugt er til- kynnt KA-mönnum að hann muni ekki leika með félaginu næsta vetur en ætli þess í stað að leika með Þór. Þeir fyrr- nefndu hafa farið fram á ákveðnar greiðslur fyrir kapp- ann en Þórsarar eru ekki til- búnir til þess að greiða. „Ég hef í raun ekkert um þetta að segja og ég hef enga trú á öðru en að málin leysist á farsælan hátt,“ sagði Árni Gunnarsson, formaður Handknattleiksdeildar Þórs. Sigurður Sigurðsson, for- maður Handknattleiksdeildar KA, sagði að það hafi aldrei komið til tals að skrifa ekki undir félagaskiptin, menn þyrftu aðeins að setjast niður og ræða málin. „Við erum ekki að fara frani á mikla peninga fyrir Sigurpál, sagði Sigurður. „Þetta er það sama og við erum að greiða fyrir leikmann á öðrum vígstöðvum. Óskar Elvar er alinn upp hjá KA en nú þurfum við að punga út til þess að fá hann aftur í okkar raðir,“ sagði Sigurður. Sigurpáll Árni vildi ekki tjá sig um málið í gær þegar blaðamað- ur Dags hafði samband við hann, sagði að málið væri á mjög við- kvæmu stigi. SV KA-mönnum hefur borist liðs- auki fyrir handknattleiksvertíð- ina. Einvarður Jóhannsson hefur ákveðið að spila með félaginu. Að sögn Alfreðs Gíslasonar, þjálfara KA, var Einvarður meiddur allan síðastliðinn vetur, en sagði jafnframt að hann gæti spilað nánast allar stöður og kæmi því til með að styrkja hópinn. Einvarður spilaði með KR fyrir tveimur árum en kemur úr HKN. Áður hafa Óskar Elvar Óskarsson, HK, Ármann Sigur- vinsson, Val og júgóslavneski markvörðurinn, íztak Race, ákveðið að leika með liðinu næsta vetur. SV

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.