Dagur - 22.07.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 22. júlí 1992
136. tölublað
Vel í föt ■ ■ klæddur lim frá BERNHARDT (✓II II || (A- ThcTaikn-Look enrabudin
HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 BOX 397
Mokveiði á rækjumiðunum á Bakkaflóa:
Þór EA fékk 41 tonn á tæpum finun sólarhringum
Mokveiði hefur verið á rækju-
miðunum á Bakkaflóa skammt
undan Langanesi undanfarna
10 daga enda hefur stór hluti
rækjuflotans, eða um 30 bát-
ar, verið þarna á tiltölulega
litlu svæði en á þriðjudag voru
einhverjir bátanna farnir að
leita annað enda ekki sömu
uppgripin og áður. Þetta svæði
hefur ekki verið þekkt af
rækjusjómönnum og reyndar
tilviljun að rækja fannst þarna
á svæði sem ekki hefur mikið
verið leitað á áður. Einn bátur
kastaði trollinu þarna og það
kannski meira af þekkingar-
Laugafiskur í Reykjadal:
Mikið að
gera að
undanfornu
- viðunandi verð
á Nígeríumarkaði
Mikið liefur verið að gera hjá
Laugafiski í Reykjadal að
undanförnu en fyrirtækið hef-
ur sérhæft sig í þurrkun og
herðingu þorskhausa. Lauga-
fiskur kaupir nú hráefni frá
Utgerðarfélagi Akureyringa
og einnig frá Grenivík og
Húsavík. Dagleg framleiðsla
er allt að 20 tonnum af þorsk-
hausum sem síðan eru seldir á
Nígeríumarkað. Verð hefur
verið vel viðunandi að undan-
förnu og framleiðandinn ekki
lent í neinum erfiðleikum með
að fá greiðslur.
Asgeir Stefánsson hjá Lauga-
fiski sagði að 23 einstaklingar
ynnu nú hjá fyrirtækinu. Sumt af
því væri skólafólk en að jafnaði
störfuðu 15 til 18 manns hjá
Laugafiski allt árið. Unnið er frá
klukkan átta á morgnana til fimm
^á daginn og til hádegis á laugar-
dögum ef með þarf en þurrkklef-
arnir gefa ekki möguleika á að
vaktavinna verði tekin upp.
Framleiðslan fer þannig fram að
hausarnir eru settir í þurrkklefa
þar sem þeir eru þurrkaðir við
jarðhita í tvo sólarhringa en síð-
an eru þeir settir í svonefnda
eftirþurrkunarkassa þar sem lofti
er blásið í gegnum framleiðsluna
í um það bil fimm sólarhringa en
þá er þurrkun hausanna lokið og
þeir tilbúnir til útflutnings. Ás-
geir Stefánsson sagði að viðun-
andi verð fengist fyrir hausana á
Nígeríumarkaði og engir erfið-
leikar hefðu átt sér stað varðandi
viðskiptin við Nígeríumenn. Auk
þurrkunarinnar framleiðir Lauga-
fiskur allar umbúðið um fram-
leiðsluna og þar sem fyrirtækið
hefur yfir að ráða búnaði vegna
þess hefur það einnig tekið að sér
saumaskap fyrir ýmsa skreiðar-
framleiðendur. ÞI
leysi en kunnáttu um stað-
háttu.
Náttfari frá Dalvík landaði í
gær 29 tonnum eftir fjóra daga en
hann hafði ekki fleiri kassa, og
einnig lönduðu Arnþór 20 tonn-
um og Sænes 17 tonnum og fer
allur þessi afli til vinnslu hjá
Söltunarfélaginu á Dalvík og því
framundan fyrirsjáanleg mikil
vinna við vinnsluna. Þór landaði
nýlega 40 tonnum eftir fimm
daga veiðiferð og Guðmundur
Ólafur 40 tonnum eftir sex daga
veiðiferð.
Einnig hefur afli verið þokka-
legur hjá bátum sem landa hjá
Vinna við nýtt íþróttahús
Leifturs í Ólafsfirði gengur vel
þessa dagana eftir að nokkur
töf varð á verkinu í byrjun.
Stefnt er að því að húsið verði
fokhelt um áramót.
Jóhann Helgason, formaður
Leifturs, segir töfina í upphafi
hafa stafað af vandamálum við
grunninn en þau hafi verið leyst
og rífandi gangur sé á verkinu
þessa dagana. „Það er búið að
steypa upp hálfa gaflana og
verkið kemur til með að ganga
mjög hratt þegar þeir verða
búnir.“
Jóhann segir að stefnt sé að því
að húsið verði endanlega tilbúið
1. október 1994. „Ég á afmæli
þann dag og finnst hann eins góð-
ur og hver annar. Það eru allir
sammála um að reyna að klára
húsið eins snemma og hægt er en
vera ekki að hanga yfir þessu í
mörg ár,“ sagði Jóhann.
Húsið verður um 1500 fermetr-
ar. Sjálfur salurinn verður 25x44
Dögun á Sauðárkróki. Faxi land-
aði 15 tonnum og Sólborg og Jök-
ull voru inni í byrjun vikunnar
með reytingsafla.
Brynjólfur Oddsson skipstjóri
á Náttfara segir rækjuna vera að
skríða frá landinu þar sem land-
sjórinn er að hitna en einnig hafi
verið „nagveiði“ út af Norður-
landi síðustu daga á smærri bát-
unum en afli stærri bátanna, sem
hafa þurft að halda sig utan við
viðmiðunarlínu (66.40), hefur
verið mjög tregur. Þessi hegðun
rækjunnar hefur verið mjög
óvenjuleg, annað hvort' er hún
uppi í landsteinum eða á það
m og að auki verður í húsinu
áhaldageymsla, baðaðstaða og
annað tilheyrandi.
„Þetta kemur til með að breyta
heilmiklu fyrir félagið og bæinn.
Það hafa heyrst raddir um að
húsið komi til með að draga úr
þátttöku í þeim greinum sem
miklu dýpi, um 400 föðmum, að
það hefur ekki verið viðráðanlegt
fyrir marga af þessum bátum.
Það hefur því verið treg veiði
hjá skipum yfir 200 tonn að stærð
sem ekki hafa mátt veiða upp við
land og eru ekki nógu öflug til að
veiða á meira dýpi. Smærri
rækjubátarnir hafa verið að fiska
ágætlega á Skjálfandaflóa og víð-
ar á Norðausturlandi en aflinn
hefur verið að minnka eftir því
sem rækjan færir sig utar með
hlýnandi sjó við landið en glæð-
ist þá að sama skapi hjá stærri
skipunum sem sótt geta dýpra.
GG
mest eru stundaðar hér, skíðum
og knattspyrnu, en ég tel að svo
verði ekki. Ég held að húsið
komi frekar til með að auka þátt-
töku hins almenna bæjarbúa í
íþróttum auk þess sem það gjör-
breytir allri aðstöðu til íþrótta-
kennslu,“ sagði Jóhann Helga-
son. JHB
Þrotabú Hús-
vískra matvæla:
Ekkert upp
í 51 milljóna
kröfiir
Ekkcrt fékkst upp í samtals
ríflega 51 milljóna króna
kröfur í þrotabú Húsvískra
matvæla hf., en skiptameö-
ferö þrotabúsins lauk 26.
júní sl.
Húsvísk matvæli hf. voru
tekin til gjaldþrotaskipta 13.
september á síðasta ári. Kröf-
ur í þrotabúið námu þá 54,1
milljónum króna auk áfallandi
vaxta og kostnaðar. Upp í
kröfur utan skuldaraðar
greiddust 3 milljónir króna, en
eftir standa þá kröfur upp á
rúma 51 miiljón króna sem
ekkert fæst upp í óþh
Atvinnuþróunar-
félag Þingeyinga:
Rætt við
Stefán
Jónsson
- um stöðu
framkvæmdastjóra
Stjórn Atvinnuþróunarfé-
lags Þingeyinga hefur ákveð-
ið að ganga til viðræðna við
Stefán Jónsson um ráðningu
hans í stöðu framkvæmda-
stjóra félagsins. AIIs sóttu
þrettán um stöðu fram-
kvæmdastjórans.
Ásgeir Leifsson mun láta af
störfum nú um mánaðamótin
og stefnt mun að því að nýr
framkvæmdastjóri geti hafið
störf sem fyrst eftir það, að
sögn Reinhards Reynissonar,
stjórnarformanns félagsins.
Stefán Jónsson er iðnrekstr-
arfræðingur og iðnaðartækni-
fræðingur frá Tækniskóla
íslands, og lauk hann námi þar
í vor. IM
Sléttbakur EA 304:
Frá veiðum í viku vegna bilana
Sléttbak EA 304, frystitogara
Útgerðarfélags Akureyringa
hf., var sigit til Hafnarfjarðar í
fyrrinótt vegna bilana í togspil-
um. Togarinn verður frá veið-
um í um viku tíma.
„Við hófum túrinn fyrir viku á
Vestfjarðamiðum. Mikill hafís
var þá á veiðisvæðum, en nú hef-
ur hann hopað. Loðna er með
öllum útkantinum frá Hala aust-
ur á Strandagrunn, en sá guli læt-
ur vart sjá sig. Við vorum komnir
suður á Reykjaneshrygg í karf-
ann þegar bilunin varð. Tannhjól
í togspilum gáfu sig og því var
leitað hafnar til viðgerðar," sagði
Gunnar Jóhannsson, skipstjóri
Sléttbaks EA.
Sigurbjörn Tryggvason er yfir-
vélstjóri á Sléttbak: „Tannhjól í
togspili stjórnborðsmegin gáfu
sig um suðu og tannhjólin bak-
borðsmegin eiga stutt eftir.
Málmþreytu er kennt um eða þá,
að ekki er nægilega sterkt í þessu
þar sem stöðugt er verið að
þyngja veiðarfærin. Starfsmenn
frá Héðni eru að rífa spilin og við
verðum komnir á miðin á ný að
viku liðinni.“ ój
Nokkur töf varð á byggingu hússins strax í byrjun en nú er búið að steypa upp hálfa gaflana og er vonast til að áætl-
aður byggingartími raskist ekki. Mynd: Goiii
Ólafsfjörður:
Nvja íþróttahúsið væntan-
lega fokhelt um áramótin