Dagur - 22.07.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 22.07.1992, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 22. júlí 1992 - DAGUR - 11 ÍÞRÓTTIR Mjólkurbikarinn, KA-Fram 2:1 Frábær leikur KA-manna - eru komnir í undanúrslit í bikarnum KA-menn gerðu sér lítið fyrir og unnu Frammara í 8-liða úr- slitum Mjólkurbikarkeppninn- ar í gærkvöld, 2:1. Sigurinn var verðskuldaður og lék liðið mjög vel í síðari hálfleik. Jó- hann Arnarson og Páll Gísla- son skoruðu mörk KA. Jón E. Ragnarsson skoraði fyrir Fram. „Þetta var alveg frábært. Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik en rifum okkur upp í leikhléi og spiluðum mjög vel í þeim síðari," sagði Gunnar Gíslason, sem fór meiddur útaf í leikhléi. Gunnar sagði að sigurinn hefði verið mjög sanngjarn. „Þeir áttu ekki möguleika í seinni hálfleik og það var gaman að Jóhann skyldi skora, kom nýr inn í liðið.“ Pétur Ormslev, þjálfari Fram, var að vonum mjög svekktur eftir leikinn og treysti sér ekki til þess að tala við blaðamann. Leikurinn var vægast sagt til- þrifalítill í fyrri hálfleik. Fátt annað gerðist en það að Jón E. Ragnarsson kom gestunum yfir eftir 19 mínútna leik. Það var allt annað KA-lið sem kom inná í síðari hálfleikinn. Liðið spilaði mjög vel og var í raun aldrei spurning um hvorum megin sigurinn lenti eftir að Jó- hann Arnarson, nýliðinn í KA- liðinu, skoraði jöfnunarmarkið á 68. mínútu leiksins. Bjarni Jóns- son sendi þá boltann inn fyrir vörn Fram. Hann fór í varnar- mann og þaðan til Jóhanns sem tók hann með sér og renndi snyrtilega framhjá Birki Kristins- syni, markverði. Fyrsta mark Jóhanns fyrir KA og mun hann líklega muna það lengi. KA-menn voru mun meira með boltann í síðari hálfleiknum og fengu nokkur ágæt færi til þess að skora. Það var fyrst og fremst Gunnar Már Másson, sem var aðgangsharður upp við markið en var klaufi að ná ekki að skora. Sigurmarkið kom á 79. mínútu og var nokkuð sérstakt. Framar- ar voru með boltann á miðjum vellinum en Halldór Kristinsson komst inn í sendingu og sendi aft- ur á Hauk í markinu. Haukur þurfti að koma út úr teignum til þess að taka við boltanum og sparkaði viðstöðulaust fram miðjuna. Gunnar Már Másson stökk upp og fleytti • boltanum fram á Pál Gíslason sem tók hann með sér og skoraði glæsilegt mark framhjá Birki í markinu, stöngin inn. KA-liðið var langt frá sínu besta í fyrri hálfleik en lék allt mjög vel í þeim seinni. Ekki verður á neinn hallað þótt Stein- grímur Birgisson verði talinn besti maður liðsins. Hann átti hreint skínandi leik. Aðrir leikir í bikarnum fóru: KA-menn höfðu ríka ástæðu til þess að fagna í gærkvöld. Myndir: Goiii Knattspyrna, 2. flokkur: KA vann Fylki - vonin eykst um sæti í A-riðli Annar flokkur KA gerði góða ferð til Reykjavíkur um síð- ustu helgi. Liðið lék þá við Fylki og vann öruggan sigur, 1:3. „Leikurinn var mjög jafn fram- an af og reyndar allan fyrri hálf- leikinn. Við skoruðum þó öll okkar mörk fyrir hlé. Ég er mjög ánægður með strákana. Þetta hefur gengið mjög vel en það er nóg eftir af mótinu og margt get- ur enn gerst,“ sagði Hinrik Þór- hallsson, þjálfari KA. Heimamenn byrjuðu á því að skora þegar 5 mínútur voru liðn- ar af leiknum en KA jafnaði fljótlega. Síðan komu tvö mörk KA-manna á stuttum kafla fyrir leikhlé. Staðan var 1:3 þegar gengið var til búningsherbergja í leikhléi. Síðari hálfleikurinn var alger- lega í eign KA-manna og í raun mun ójafnari en sá fyrri. Mönn- um voru þó mislagðir fætur og tókst ekki að skora fleiri mörk þrátt fyrir ótal marktækifæri. Mörk KA gerðu þeir Sigurður Ólason, Brynjólfur Sveinsson og ívar Bjarklind. SV ÍA-Víkingur 3:2, Fylkir-KR 2:1 og Valur- FH 2:1. Lið KA: Haukur Bragason, Stejngrímur Birgisson, Halldór Kristinsson, Örn Við- ar Arnarson, Gunnar Gíslason (Árni Hermannsson í hléi), Bjarni Jónsson, Páll Gíslason, Jóhann Arnarson, Ormarr Öríygsson, Pavel Vandas, Gunnar Már Másson. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Pétur Ormslev, Kristinn R. Jónsson, (Guð- mundur Gíslason á 17. mín.) Kristján Jónsson, Steinar Guðgeirsson, Jón Sveinsson (Ásgeir Ásgeirsson 87. mín), Pétur Arnþórsson, Ingóltur Ingólfsson, Valdimar Kristófersson, Ríkharður Daðason, Jón E. Ragnarsson. Dómari: Stefán Maríuson og dæmdi á hægaganginum framan af. Linuverðir: Gunnar Ingvarsson og Mar- ínó Þorsteinsson. Jóhann Arnarson spiluöi sinn fyrsta heila leik fyrir KA. Hann skoraði annað mark liðsins í sigurleiknum gegn Fram. Siglingar: Jens Gíslason íslandsmeistari - „aðstaðan til æfinga á Akureyri er alls ekki góð,“ sagði Jens Nú um helgina var haldið Is- landsmót í siglingum. íslands- meistari í drengjaflokki var Akureyringurinn Jens Gísla- son, sem keppir á Optimist- kænu. „Þetta kom rosalega á óvart og ég er mjög ánægður. Ég hef litla reynslu í því að keppa en hef þó æft í tvö ár,“ sagði Jens þegar hann var spurður hvernig væri að vinna svona keppni. „Aðstaðan til æfinga á Akureyri er mjög léleg. Það er erfitt að vera með kerrur og bátarnir eru orðnir úr sér gengnir. Við höfum bara einn bát af hverri gerð stærri bátanna og þ.a.l. er ekki hægt að hafa keppni á milli tveggja báta. Sum- ar gerðirnar eru hreinlega ekki til hér,“ sagði Jens. Að hans sögn er aðstaðan fyrir sunnan mjög góð. Þar eru til allar gerðir báta og fullt af efnilegu fólki sem er að æfa. Mótið á Fossvoginum um helg- ina var nokkuð skemmtilegt að sögn Jens. Þó var frekar lítill Jens Gíslason rær ekki til fiskjar en er engu að síður góður sjómaður. vindur framan af en síðasta dag- inn var orðið skaplegt veður. Keppnin fer þannig fram að fyrst er siglt í þríhyrning, þrjár baujur, síðan er s.k. pylsa, tvær baujur, og að síðustu er siglt beint. Þessi 14 ára siglingakappi er staðráðinn í því að halda áfram í sjómennskunni. SV Knattspyrna: Leikur í kvöld Nokkrir leikir verða á Islands- mótinu í knattspyrnu í kvöld. í 2. deild kvenna B verða tveir leikir. Dalvík og KS mætast á Dalvík og KA og Leiftur spila á Akureyri. í 2. flokki karla verður stór- leikur í kvöld þegar nágrannarn- ir, KA og Þór, mætast á KA- velli. Siglingar: íslandsmótið um helgina - Akureyringar sigursælir Akureyringar stóöu sig vel á íslandsmótinu í kænusigling- um sem haldið var á Fossvogi nú um helgina. Jens Gíslason, Nökkva, varð íslandsmeistari á Optimistkænu í flokki drengja, Laufey Kristjánsdóttir, Nökkva, varð önnur í flokki stúlkna. A Topperkænu varð Guðrún Sig- urðardóttir, Nökkva, í þriðja sæti. Alls voru sigldar fimm umferð- ir og hófst keppni á föstudag og var keppt fram á sunnudag. Keppt var í þremur flokkum: Optimstkæna, Evrópukæna og topperkæna. Úrslit efstu kepp- enda er eftirfarandi. Optimistkæna, drengir: 1. Jens Gíslason, Nökkva, Ak. 2. Snorri Valdimarsson, Ými, Kóp. 3. Ragnar Þórisson, Ými, Kóp. Optimistkæna, stúlkur: 1. Sigríður S. Arad., Siglun., Rvík 2. Laufey Krist j ánsdóttir, Nökkva, Ak. Evrópukæna: 1. Gunnlaugur Jónasson, Ými, Kóp. 2. Guðjón Guðjónsson, Brokey, Rvík 3 Hólmfríður Kristjánsd., Ými, Kóp. Topperkæna: 1. Magnús Guðmundsson, Ými, Kóp. 2. Friðrik Ottesen, Ými, Kóp. 3. Guðrún Sigurðardóttir, Nökkva, Ak,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.