Dagur - 22.07.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 22.07.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 22. júlí 1992 - DAGUR - 5 Minningarstund við Kjarnalund: Þjóðræknisfélag íslendinga í Kanada gefur blágrenistré til að minnast vinar og merkra starfa Áma Bjamarsonar Sunnudaginn 19. júlí voru staddir á Akureyri félagar úr Þjóðræknisfélagi íslendinga í Kanada. Við það tækifæri var efnt til minningarstundar við Kjarnalund um Árna Bjarnar- son, bókaútgefanda, sem lát- inn er fyrir nokkru. Óli Narfa- son, forseti Þjóðræknisfélags- ins afhenti minningartré og ávörp fluttu Sigríður Stefáns- dóttir, l'orseti bæjarstjórnar Akureyrar, Jón Kristinsson, stjórnarmaður í Náttúrulækn- ingafélagi Akureyrar, og Ásdís Árnadóttir, dóttir Árna Bjarn- arsonar. í ávarpi sínu sagði Jón Krist- insson: „Við erum hér komin á minningarstund, þegar félagar úr Þjóðræknisfélagi Islendinga í Kanada vilja minnast vinar og merkra starfa Arna Bjarnarsonar á vettvangi Þjóðræknisfélagsins, með því að hér verði gróðursett tré við Kjarnalund, í hans minn- ingu, honum helgað. Við félagar í Náttúrulækninga- Hátíðisdagar hestafólks á Melgerðismelum í Eyjafjarð- arsveit verða haldnir nú um helgina 25. og 26. júlí. Tak- markið með Hátíðisdögunum er að skapa fallegt og fjörugt mannlíf. Eins og undanfarin ár verða hestamannafélögin í innanverð- um Eyjafirði, Funi, Léttir og Þráinn, með sameiginlega hátíð um næstu helgi á mótssvæði sínu á Melgerðismelum. Keppnisgrein- ar eru með hefðbundnu sniði hinnar íslensku gæðingakeppni ásamt kappreiðum. Auk þess er keppni í tölti, flokkum unglinga og parakeppni, sem hefur verið fastur liður á móti þessu. í raun má segja að parakeppnin marki mótinu nokkra sérstöðu hérlend- is.. Keppnin er öllum opin og Óli Narfason, forseti Þjóðræknisfélags Vestur-íslendinga, afhendir Áslaugu Kristjánsdóttur, formanni Náttúru- lækningafélags Akureyrar, minningartréð. félagi Akureyrar erum þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt með því að varðveita og bera umhyggju fyrir vexti og góðu gengi þessa minningartrés, sem hér mun vaxa mót sól og bláum himni, er varðveitir anda Árna Bjarnarsonar þessa framsækna og þróttmikla athafnamanns, sem með eldmóði og áhuga átti stóran og góðan hlut að svo mörgum málum á sinni löngu lífs- Hátíðisdagar hestafólks á Melgerðismelum: Takmarkið er að skapa faJlegt og íjörugt maimlíf mótshaldarar vonast til að þátt- takendur komi sem víðast að. Sérstaka ánægju vekti þátttaka hestafólks úr utanverðum Eyja- firði og Þingeyjarsýslum. Stefnt er að, að gera hátíðisdagana að sameiginlegum vettvangi hesta- mannafélaganna austan Trölla- skaga og vestan Möðrudalsfjall- garðs. Kappreiðagreinar eru 250 m stökk unghrossa, 350 m stökk, 300 m brokk og 150 m skeið. í tengslum við kappreiðarnar verð- ur starfræktur veðbanki. Um er að ræða tvenns konar veðform, Ás og Tvist. Með Ás er veðjað á sigurvegara hlaups og með Tvisti er veðjað á fyrsta og annan hest. Greiðslur úr veðbankanum eru 80% til veðhafa og 20% til hesta sem ná því sæti sem þeim er spáð. Það fé sem ekki gengur út rennur til veðbankans sem styrkir framkvæmdir á Melgerðismelum. Uppgjör veðformanna Áss og Tvists eru aðskilin. Takmarkið með Hátíðisdögum hestafólks er sem fyrr segir að skapa fallegt og fjörugt mannlíf. Til að svo megi takast og menn gleymi sér ekki í keppnishamn- um verður efnt til kvöldvöku með léttu sniði. Grillveisla og síðkvelds útreiðartúr, væntan- lega fram í mynni Djúpárdals, eru á dagskrá. Á eftir verður stig- inn dans. Eflaust kemur til með að heyrast glaðvær söngur og þá er hægt að fara í hestakaup á milli laga, hvort sem menn eru í dansi eða við söng. Já, Hátíðis- dagar hestafólks á Melgerðismel- um er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Komið á mótsstað með tjaldið og góða skapið. ój Sigurður Flosa- son á Fiðlaranum Þeir Sigurður Flosason, saxa- fónleikari, Oskar Einarsson, píanó og Þórir Jóhannsson, kontrabassi, spila fyrir matar- gesti á Fiðlaranuin á Akureyri annað kvöld og á föstudags- kvöld. Sigurður er tvímælalaust einn fremsti saxafónleikari landsins. Hann hefur leikið með fjölda jazzhljómsveita og leikið inn á margar jazzplötur. Þá hefurhann spilað bæði heima og erlendis. Óskar og Þórir stunduðu báðir nám við Tónlistarskólann á Akureyri og léku m.a. í stórsveit skólans. Óskar er við nám í Reykjavík þar sem Sigurður Flosason er kennari hans á saxa- fón. Þórir hefur nýlokið kontra- bassanámi í Manchester og hygg- ur á frekara nám í London. Rétt er að minna á veglegan matseðil Fiðlarans. Meðal annars er í boði þríréttuð máltíð fyrir 2.400 krónur. (Úr fréttatilkynningu) göngu. Síðar í ávarpi Jóns segir: „Þessi athöfn hér í dag ber að með nokkurri skyndingu og ekki á sem heppilegustum tíma sumarsins með tilliti til flutnings á stóru tré. Lóðin hér útifyrir er enn ófrágengin, en er á verkefna- skrá ársins. Því getur gróðursetn- ing þessa fyrirhugaða minningar- trés ekki farið fram nú. Hér á borðinu hjá mér stendur lítið blágrenitré, en þá trjátegund hef- ur fjölskylda Árna kosið að yrði valin í þessu skyni. Á næsta vori munum við því í samráði við framkvæmdastjóra Kjarnaskóg- ar, og aðstandendur Árna, velja fallegt blágrenitré, sem gróður- sett yrði hér fyrir framan húsið, og yrði hér staðarprýði og augna- yndi öllum er hér eiga eftir að dvelja, eða hingað eiga erindi á komandi árum. Eg lýk máli mínu með því að endurtaka þakkir til Þjóðræknifé- lagsins og ykkur góðir Vestur- Islendingar biðjum við góðrar heinrferðar og heimkomu. Ég er þess fullviss að hugur ykkar á oft eftir að leita austur yfir hafið er þið rifjið upp skemmtilegar minningar ferðarinnar, og þá mun einnig læðast að minningin um komu ykkar hingað í Kjarna- lund í dag er við hér þökkum kærum vini og samstarfsmanni allt það er hann okkur miðlaði og veitti. Blessuð sé minning Árna Bjarnarsonar.“ ój Sigurður Flosason leikur fyrir matargesti Fiðlarans ásaint Óskari Einarssyni og Þóri Jóhannssyni. Úrvol of lombokjöli o Qrilliö Ungverskor fromhrgggjorsncióor, hvítloukslegnor lærissneiöor, Florens lombokótilettur með beikon- og ostobrogói, þurrkryddoð lombokjöt í úrvoli, morineroó lombokjöt Vel meyrt nouta- og kýrkjöt Svínakjöt af nýslótruðu fró Hlíð sf. Motreiöslumeistorinn tilbúinn 09

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.