Dagur - 22.07.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 22.07.1992, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 22. júlí 1992 - DAGUR - 3 í DAGS-LJÓSINU A Nú er allt sorp af Eyjafjarðarsvæðinu urðað á Glerárdal: Á niilli íjórtán og tuttugu þúsund tonn af sorpi á Glerárdal á ári Að sögn Alfreðs Schiöth hjá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar hefur sorpurðun á Glcrárdal bæði kosti og galla. Almennt hefði verið talið æskilegt að sam- einast um einn urðunarstað og jarðfræðilegar forsendur hefðu verið góðar á Glerárdal. Einn af ókostunum væri að sorpurðun þar gæti spillt ímynd Akur- eyrar sem matvælaframleiðslusvæðis. Bæjarráð Akureyrar hefur fal- ið yfirverkfræðingi að ,gera samning við Hríseyjarhrepp um urðun sorps frá hreppnum í landi bæjarins á Glerárdal. Að þeim samningi loknum verður sorp frá öllu Eyjafjarðarsvæð- inu, að Grímsey undanskilinni, urðað á Glerárdal. Nefnd sem skipuð var til að fjalla um framtíðarskipun sorphirðu í Eyjafirði komst að þeirri niðurstöðu að æskilegast væri að sameinast um einn urðun- arstað og var Glerárdalur tal- inn heppilegur, m.a. vegna jarðfræðilegra forsendna. Ekki eru þó allir jafn hrifnir af þessu fyrirkomulagi og hefur komið til tals að stofna borg- arasamtök gegn sorpurðun á Glerárdal. Héraðsráð Eyjafjarðar fól á sínum tíma fulltrúum stærstu sveitafélaganna í Eyjafirði, Akureyrar, Ólafsfjarðar og Dal- víkur, ásamt Valdimar Brynjólfs- syni og Alfreð Schiöth frá Heil- brigðiseftirliti Eyjafjarðar, að gera tillögur um framtíðarskipan sorphirðu á svæðinu. Niðurstað- an var sú að lagt var til að sam- einast yrði um einn urðunarstað og var Glerárdalur nefndur í því sambandi, að því tilskildu að jarðfræðilegar forsendur væru fyrir hendi. Halldór Pétursson, jarðfræðingur, var fenginn til að gera jarðfræðilega úttekt á svæð- inu og komst hann að þeirri nið- urstöðu að jarðfræðilega væri dalurinn heppilegur sem urðun- arstaður sorps. Spillir urðunin ímynd bæjarins? Alfreð Schiöth sagði í samtali við Dag að margt inælti með því að urða sorp frá Eyjafjarðarsvæðinu á Glerárdal. Almennt hefði verið talið æskilegt að sameinast um einn stað og Glerárdalur væri stutt frá þeim stað sem leggði til langstærsta hlutann af sorpinu, þ.e. Akureyri, og flutningurinn því tiltöiulega ódýr. Þá væru jarðfræðilegar forsendur mjög góðar. „En það eru líka gallar á þessu vali og einn er sá sami og einn af höfuðkostunum, þ.e.a.s. hversu staðurinn er nálægt byggð en það gæti t.d. spillt ímynd bæjarins sem matvælaframleiðslusvæðis. Svo eru margir sem vilja nýta dal- inn sem útivistarsvæði en því er liins vegar liægt að svara þannig að við vonumst til að í framtíð- inni verði hægt að standa betur að urðuninni en gert er í dag, hún verði snyrtilegt fyrirtæki sem stingi ekki sérstaklega í stúf við umhverfiö. Par er ég t.d. að tala um ráðstafanir eins og að setja einskonar girðingar úr jarðvegi umhverfis svæðið til að byrgja sýn inn á það, urða mjög ört þannig að fuglar hafist ekki við á svæðinu og reyna almennt að standá þannig að málum að þcir sem um það fari verði ekki fyrir óþægindum. Hins vegar er sjálf- sagt að hafa aðra urðunarstaði í huga og sjálfsagt verður það gert þegar til lengri tíma verður litið. En sé aðeins litið á jarðfræðileg- ar forsendur geta nrenn urðað þarna sorp í áratugi og margt mælir með að það verði gert.“ Alfreð segist telja að haug- stæðið sem sorpið er urðað í núna geti enst allt að 10 árum. „Síðan eru malarkrúsir á næsta hjalli neðan við, beint niður af núverandi haugum, þar sem búið er að fjarlægja mikið af efni og það svæði er hægt að nýta til mjög langs tíma, þess vegna margra tuga ára, ef mönnum sýn- ist á annað borð vænlegur kostur að nýta það svæði.“ Ströng skilyrði fyrir starfsleyfi Fyrir nokkru tók gildi mengunar- varnareglugerð sem gerir ráð fyr- ir að sækja þurfi um starfsleyfi fyrir sorpbrennslustöðvar og urð- unarstaði sorps til Hollustu- verndar ríkisins. Ekki hefur enn verið sótt um leyfi fyrir urðuninni á Glerárdal. Nýlega var slíkt leyfi veitt til urðunar í Álsnesi og er talið að það komi til með að hafa nokkuð fordæmisgildi. Par er tal- að um ákveðnar jarðfræðilegar forsendur og nokkuð nákvæm- lega tíundað hvernig staðið skuli að urðuninni, t.d. kveðið á um sérstaka opnunartíma svæðisins, það verði nýtt sem best með því að minnka ummál sorpsins á ein- hvern hátt og fleira. Einnig eru fyrirmæli um hvernig farið skuli með sigvatn úr haugnum, efna- innihald þess verði athugað og eftir aðstæðum krafist hreinsunar þess, svo eitthvað sé nefnt. Að sögn Alfreðs hefur verið beðið eftir þessari leyfisveitingu og fyrst hún sé komin megi búast við að fljótlega verði sótt um starfs- leyfi fyrir urðuninni á Glerárdal. Milli 14 og 15 þúsund tonn á ári? Einni spurningu, óneitanlega mikilvægri, er enn ósvarað og það er hversu mikið sorp um er að ræða. Þó liggja fyrir ýmsar upplýsingar sem nota má til að fá einhverja hugmynd um magnið. í gögnum frá Hollustuvernd segir að ársframleiðsla heimilisúrgangs á hvern einstakling í Reykjavík sé um 380 kg að meðaltali. Úr- gangur frá verslun, þjónustu og iðnaði er áætlaður um 720 kg á einstakling sem þýðir að alls fell- ur til um 1,1 tonn af sorpi fyrir hvern einstakling á ári hverju í Reykjavík. Á Eyjafjarðarsvæð- inu búa um 20 þúsund manns og ef tölurnar frá Reykjavík yrðu yfirfærðar beint þýddi það að árlega yrðu urðuð rúmlega 20 þúsund tonn af sorpi á Glerárdal. Ljóst virðist þó að þessi tala er eitthvað lægri. Guðmundur Guð- laugsson, yfirverkfræðingur Akureyrarbæjar, segir að á Akureyri falli til um 60 tonn af heimilisúrgangi á viku en það þýðir um 215 kg á einstakling á ári. Hann segir ekki vitað hversu mikið falli til af úrgangi frá verslun, þjónustu og iðnaði. Hann telur þó að minna falli til af þeim úrgangi í öðrum sveitafé- lögum á Eyjafjarðarsvæðinu auk þess sem garðaúrgangur verði losaður á hverju svæði fyrir sig. Vegna skorts á gögnum verða tölur um úrgang frá verslun, þjónustu og iðnaði á Eyjafjarðar- svæðinu hreinar ágiskanir þar til annað kemur í ljós en 500 kg á einstakling á ári er ekki verri en hver önnur. Það þýðir um 715 kg af sorpi á einstakling á ári, sam- tals ríflega 14 þúsund tonn fyrir svæðið í heild. Aðeins samið til eins árs í senn í samningum þeim sem Akureyr- arbær hefur gert við sveitafélögin og hreppana á svæðinu felst að Akureyri sér um flutning og urð- un á sorpinu og tekur ákveðið gjald fyrir. Aðspurður hvort Akureyrarbær hagnist peninga- lega á fyrirtækinu segir Guð- mundur Guðlaugsson það sína skoðun að Eyjafjarðarsvæðið í heild hagnist á því. „Ég held hins vegar að það sé ekki gróðavegur að fara út í þetta fyrir bæinn enda held ég að það hafi aldrei verið tilgangurinn hjá bæjarstjórn Akureyrar.“ Guðmundur segir að samning- arnir séu einungis gerðir til eins árs í senn. Því valdi m.a. að breytingar geti orðið á fyrir- komulagi, t.d. ef farið verði út í vigtun á sorpi sem óhjákvæmi- lega myndi kalla á einhverjar breytingar. „Það er því alls ekki búið að festa þetta fyrirkomulag í sessi til langs tíma en mín skoðun er tvímælalaust sú að þetta sé til bóta,“ sagði Guðmundur Guð- laugsson. Með rotþró á efri hæðinni En ekki eru allir sömu skoðunar og Guðmundur. Ásgeir Pétur Ásgeirsson, héraðsdómari á Akureyri, er einn þeirra sem er á móti allri sorpurðun á Glerárdal. „Það er alveg gefið mál, eins og Newton sagði, að það sem fer upp kemur aftur niður. Allur þessi viðbjóður, sem verið er að hrúga þarna upp á dalinn, kemur hingað niður, hvort sem það verður með grunnvatninu eða á annan hátt. Ég þckki ekki svo vel jarðfræðilegar aðstæður uppi á Glerárdal en geri mér grein fyrir því að þetta er á blágrýtissvæði og jarðlögin eru mjög þétt. Vafa- laust er það kostur en um leið galli. Málið er að sem borgara og leikmanni finnst mér þetta svona ámóta gáfulegt og að nota efri hæðina á húsinu sem maður býr í sem rotþró eða geynra rusladall- inn á heimilinu í efstu hillu í elhússkápnum. Það er ljóst að sorpið rotnar hér mjög hægt vegna kulda og kemur til með að menga út frá sér á meðan við og okkar afkomendur tórum. Þá finnst mér frágangsleysið á svæð- inu alvarlegt, þarna eru opin sár og þegar hvessir stendur mold- rokið yfir bæinn." Aðspurður hvað best sé að gera við sorpið segist Ásgeir hafa það eftir manni, sem vel þekki til slíkra mála, að besti staðurinn til sorpurðunar við Eyjafjörð sé á Dysnesi. „Þar er mjög djúpur jarðvegur og mér er tjáð að land- fræðilega sé þetta hentugasti staðurinn í firðinum, ef menn vilja á annað borð urða sorp en mér skilst að það sé ódýrasta lausnin. Annars fannst mér Reyk- víkingar leysa þetta mál mjög skynsamlega á sínum tíma.“ Komið hefur til tals að stofna samtök gegn sorpurðun á daln- um. Ásgeir Pétur segist vita um mikinn fjölda fólks sem sé á móti urðuninni og segir ekki ólíklegt að hann verði einn af stofnendum slíks félags. JHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.