Dagur - 22.07.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 22.07.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 22. júlí 1992 Miðvikudagur 22. júlí 1992 - DAGUR - 7 Spurning vikunnar Hefur þú farið í utilegu í sumar? Guðjón Ingvarsson: Ég hef bara farið í sumarbústað um eina helgi. Ég ætla í útilegu, en þaö verður ekki um verslun- armannahelgina. Já, það er gaman í þessum helvítis hrakn- ingum. Heiðar Sigvaldason: Nei, ekki í útilegu, en ég hef far- ið í sumarbústað tvisvar eða þrisvar. Þar er rafmagn og vatn og þægindi. Ég ætla oftar í bústaðinn, og á hann reyndar. Ég reikna ekki með útilegu, þó gæti það orðið ef mjög gott veð- ur verður einhverja helgina. Berglind Steinadóttir: Enginn tími, bara vinna. Ég ætla um verslunarmannahelg- ina, annað hvort í Ásbyrgi eða á Egilsstaði. Sigurður Sölvason: Það hefur verið lítill tími til þess, en ég fór í útilegu upþ á heiöi um síðustu helgi. Ég ætla ekki í útilegu um versunarmanna- helgina, þá verð ég heima og slappa af. Þóra Hallgrímsdóttir: Ég hef ekki farið í útilegu og ætla ekki. Ég er svo oft að vinna um helgar og ég verð að vinna alla verslunarmannahelgina. Mér finnst samt gaman að fara í útilegur. „Ég þótti full erótískur í mínum myndum Jónas Viðar Sveinsson er þrítugur myndlistarmaður frá Akureyri. Hann stundar nú nám við Accademia di belle arti í borginni Carrara á Ítalíu. Þar hefur hann vakið mikla athygli, ekki síst fyrir erótískar myndir og mafíósalegt útlit og klæðaburð. Hann segir reyndar að það hafi komið sér vel að vera öðruvísi en aðrir, prófessorarnir taki frekar eftir honum og það sé eins í myndlistinni og öðrum greinum að illt umtal er betra en ekkert. En þótt erótískar myndir Jónasar Viðars hafi farið fyrir brjóstið á kaþólskum konum í Carrara þá hef- ur honum vegnað vel á myndlistarbrautinni. Jónas Viðar er fjölskyldumað- ur. Kona hans er Sólveig Bald- ursdóttir, myndhöggvari, og telp- urnar tvær heita Edda Hrund og Karlotta Dögg, en sú síðarnefnda fæddist á Italíu. Jónas er nú heima á Akureyri í sumarleyfi og við gripum tækifærið og fengum hann í spjall. - Hvenær kviknaði áhugi þinn fyrir myndlist? „Strax í barnæsku. Það mátti aldrei henda neinum pappír eða skókassa því ég vildi teikna á allt saman. Þetta voru mest einhverj- ar stríðsteikningar, kúrekar og indíánar að berjast, og ég man að það var sérstaklega gott að teikna á skókassana. Fyrstu kynni mín af málverki voru hins vegar á námskeiði sem ég sótti í Glerár- skóla 1975. Þar prófaði ég að mála með olíulitum og ég var á þessum námskeiðum í tvo vetur. Síðan fór ég á námskeið í Mynd- listaskólanum á Akureyri og var þar alla vetur fram að 17 ára aldri en þá kom hlé í fjögur eða fimm ár.“ Reyndi að lifa af Iistinni Með ökuskírteinið í vasanum gleymdist myndlistaráhuginn í nokkur ár og Jónas lifði í hinum hefðbundna heimi unglingsins. Reyndar dundaði hann eitthvað með pensilinn heima hjá sér en áhuginn kviknaði aftur fyrir alvöru. „Já, ég uppgötvaði að maður verður að finna sér ævistarf við hæfi. Lífið felst ekki bara í því að vinna og eyða peningum. Á þess- um tímamótum hugsaði ég með mér að hæfileikar mínir lægju á sviði myndlistar. Mér hafði alltaf gengið vel í myndlistinni og ákvað þvf að hella mér út í hana af krafti. Ég hóf nám við Myndlista- skólann á Akureyri 1983 og út- skrifaðist þaðan 1987 eftir fjög- urra ára nám.“ Eftir að Jónas útskrifaðist úr málunardeild Myndlistaskólans tók hann þátt í stofnun Gluggans, gallerís á Akureyri, og var stundakennari við Myndlista- skólann auk þess sem hann vann að list sinni og hélt sýningar. Hann tók þátt í samsýningu á Listahátíð unga fólksins í Reykja- vík 1986 og við opnun Gluggans 1987 og á árinu 1989 hélt hann þrjár einkasýningar, í Gamla Lundi og Alþýðubankanum á Akureyri og Safnahúsinu á Sauð- árkróki. „Á þessum tíma reyndi ég að lifa af starfi mínu sem listamaður og vann ekki aðra launavinnu en örlitla stundakennslu. Á endan- um sá ég að þetta gekk ekki, skuldirnar hrönnuðust upp, og ég varð að endurskoða líf mitt. Á þessum árum kynntist ég kon- unni minni og við ákváðum að fara út, ég í nám og hún að vinna við list sína.“ „Það bókstaflega þyrmdi yfir mig“ - Varstu með Ítalíu í huga þegar þú vildir fara út? „Nei, ég horfði fyrst og fremst á Bandaríkin og England því ég hafði ágætt vald á ensku og þá kom Holland líka upp í hugann. Ítalía var mjög fjarri mér og ég hafði lítinn áhuga á landinu, vissi ekkert um það nema hvað þar störfuðu margir af þessum gömlu og frægu í myndlistinni. En Ítalía varð það á endanum og ég var mjög efins um það fyrsta árið að ég væri að gera rétt en í dag er ég mjög ánægður og sé að þetta er einmitt staðurinn sem hentar mér.“ Þau Jónas og Sólveig voru pen- ingalítil þegar þau fóru út síð- sumars 1990. Þau fengu ódýra ferð til Danmerkur og voru þar í nokkra daga uns þeim bauðst að ferja bílaleigubíl suður til Ítalíu. Þannig komust þau ókeypis til landsins og bjuggu fyrstu dagana á ódýru og óþrifalegu gistiheim- ili. Jónas fór þá í skólann til að athuga hvort umsóknin hefði ekki borist. - Þetta er fornfrægur skóli, Accademia di belle arti. Hvernig leið þér þegar þú gekkst fyrst inn fyrir kastalaveggina? „Það bókstaflega þyrmdi yfir mig, ég fékk gæsahúð og það sló út á mér svita. Ég vildi helst snúa við, þetta var svo rosaleg bygging með öllum þessum listaverkum og skúlptúrum og maður fékk bara alla listasöguna yfir sig í einu. En þetta hafðist. Þá fékk ég að vita að skólinn byrjaði ekki alveg strax og það kom sér að nokkru leyti vel því ég fór á þriggja mánaða ítölskunámskeið og lærði það sem ég þurfti að læra. Ég tók síðan inntökupróf í skólann, varð hæstur og flaug inn.“ ✓ Italirnir reykja og drekka í skólanum Jónas sagði að fyrstu dagarnir í skólanum hefðu einkennst af skipulagsleysi en loks hefði hann fundið strák sem hjálpaði honum að komast inn í kerfið. „Það var erfitt að komast inn í þetta og ekki síður að vinna í fjölmenni. ítalirnir kófreyktu og Jónas Viðar hefur sérstakt dálæti á mannslíkamanum. Verk hans eru fígúratíf og mörg full djörf að mati hinna kaþólsku ítala. Hann tók nokkur verk með sér heim, vafði þeim saman og stakk inn í klósettrör. Mynd: Goiii „Að standa fyrir framan listaverk sem maður er búinn að klára er toppurinn. Þú gefur af sálinni og allt sem þú gerir er hluti af sjálfum þér og þínu lífi, hugsunum, fortíð og framtíðardraumi.“ Mynd: Golli Sólveig Baldursdóttir, myndhöggvari, eiginkona Jón- asar, er með vinnuaðstöðu í bakgarðinum við íbúðina sem þav. leigja í Carrara. Accademia di belle arti, listaskólinn í Carrara, er í gömlum kastala og viðbyggingu. Skólinn er frægur fyrir myndhöggvaranám enda eru þekkt- ustu marmaranámur heims í Carrara. drukku bjór eða rauðvín þegar þeir voru að mála og það er óþægilegt þegar maður reykir ekki sjálfur. Fyrsta árið var erfitt að mörgu leyti en síðasta vetur vissi ég alveg að hverju ég gekk og kom vel undirbúinn. Ég fór að mála strax fyrsta daginn og það' þótti ítölsku nemendunum gróft því þeir byrja yfirleitt ekki að mála af viti fyrr en eftir mánuð og þá er komið jólafrí. í skólanum eru nemendur frá mörgum löndum en ég er fyrsti íslendingurinn sem stunda þar nám. Útlendingarnir vinna jafn- an betur en ítalirnir enda er and- rúmsloftið þannig að við þurfum ekki bara að vera jafngóðir og ítalirnir til að ná athygli prófess- oranna heldur betri.“ Jónas sagði að undirbúningur- inn úr Myndlistaskólanum á Akureyri hefði komið að góðum notum á Ítalíu og einnig reynslan af gallerírekstrinum. En það voru ekki bara hæfileikarnir sem hjálpuðu honurn til að komast áfram, eins og Jónas greinir frá hér á eftir. Hinir komu til að skoða „klikkaða“ Islendinginn „Ég vakti athygli strax fyrsta vet- urinn. Þeir kalla mig „blond“ þótt ég sá langt frá því að vera ljóshærður og auk þess þótti ég full erótískur í mínum myndum, sem helgast sjálfsagt af hinu kaþólska umhverfi. Einn morg- uninn kallaði prófessorinn mig fyrir og sagði að ræstingakonan neitaði að þrífa vinnustofuna meðan verið væri að mála þessar myndir. Þá var ég að teikna engla- myndir þar sem englarnir voru í erótískum leik með skrattanum og þetta fór auðvitað herfilega fyrir brjóstið á litlu, kaþólsku ræstingakonunni. Ég frétti líka seinna að fólk hefði komið úr öðrum deildum skólans til að skoða hvað þessi klikkaði íslendingur var að gera. En það má segja að þetta hafi verið með ráðum gert því mér tókst að ná athygli prófessor- anna. Ég var ekki lengur einn af fjöldanum. - Jónas Viðar segir frá myndlistamámi á ftalíu og framtíðaráformum í vetur hélt ég áfram, setti upp svartan hatt og svört sólgleraugu og gekk um í síðum frakka. Ég þótti óskaplega virðulegur og jafnvel vígalegur og sumir héldu að ég væri í mafíunni. Satt að segja er þetta bara brynja sem litli íslendingurinn notar í útlöndum. Carrara er samt ekki stór borg, svipuð og Reykjavík, og lítið um glæpi. Þó var einn sprengdur í loft upp í bíl rétt hjá skólanum þar sem eldri dóttir okkar er og vissulega er mafían þarna eins og annars staðar.“ Viðurkenningin opnar ýmsar dyr Borgin Carrara er vinsæll ferða- mannastaður. Hún er á milli fjalls og fjöru, þar er góð bað- strönd og í fjöllunum eru fræg- ustu marmaranámur í heimi. Marmarinn er tákn borgarinnar og skólinn Accademia di belle arti er þekktur fyrir myndhöggv- aranám. Carrara er skammt frá Pisa og Flórens og líkar Jónasi vel að búa þarna. Hann segir að loftslagið sé gott en sér hafi kom- ið á óvart hvað sóðaskapurinn er mikill á Ítalíu. - Víkjum þá aftur að náminu. Eins og Dagur greindi frá fékkstu styrk í vetur. Var það ekki mikil viðurkenning? „Jú, þótt þetta sé ekki há upp- hæð er þetta heilmikil viðurkenn- ing og styrkirnir eru veittir við hátíðlega athöfn sem allir prófess- orarnir eru viðstaddir. Það er banki í Flórens sem veitir efnileg- um nemendum þessa viðurkenn- ingu í upphafi hvers skólaárs og þeir sem fá styrkina verða þekktir, það opnast fyrir þeim ýmsar dyr.“ - Nú ertu búinn að vera tvo vetur í skólanum. Hvert er fram- haldið? „Ég á eftir tvö ár í skólanum og þeir nemendur sem útskrifast með góðar einkunnir eiga mögu- leika á að fara í svokallað prófess- orapróf haustið á eftir. Ég hef áhuga á að komast þessa leið og fá þannig réttindi til að kenna við ítölsku Iistaakademíuna, en slík- ur pappír myndi hjálpa mér mik- ið víða um heim.“ „Ætla að komast eins nálægt toppnum og ég mögulega get“ - Ertu þá ekkert á leiðinni heim? „Það er óráðið hvað ég geri eftir skólann. Við erum tveir listamenn með tvö börn og afkomumöguleikarnir eru ekki miklir á íslandi. Kennsla er mun betur borguð úti og það er alveg inni í dæminu að vera áfram á Ítalíu. Ef maður kemst áfram þar eða annars staðar í Evrópu þá á maður fyrir salti í grautinn. Annars þarf ég ekki að kvarta. Mér hefur gengið vel miðað við ungan listamann. Fólk sýnir verkurn mínum yfirleitt mikinn áhuga og langar til að kaupa þau en hefur kannski ekki peninga. Ég þarf að finna fólkið sem á peningana. Listamaður verður líka að vera bisnessmaður, það er bláköld staðreynd. Þetta er endalaus tröppugang- ur upp á við og ég ætla að komast eins hátt og eins nálægt toppnum og ég mögulega get. Maður tapar aldrei, en til þess að ná langt þarf maður að vera jákvæður, trúa á sjálfan sig og Iíka efast um sjálfan sig. Listamaður sem efast ekki um eigin getu er á hættulegri braut. Listaverk sem þú málar í dag getur verið í þínum huga mesta listaverk sögunnar en þeg- ar þú sérð það daginn eftir getur það verið það lélegasta í sögunni og koll af kolli. En að standa fyrir framan listaverk sem maður er búinn að klára er toppurinn. Þú gefur af sálinni og allt sem þú gerir er hluti af sjálfum þér og þínu lífi, hugsunum, fortíð og framtíðardraumi.“ Listagiliö verður aldrei betra en þeir sem starfa þar - Aðeins nánar um þig sem myndlistarmann. Hvernig mynd- irðu lýsa verkum þínum? „Áður en ég fór út voru mál- verkin fígúratíf, ég fjallaði um fortíð, nútíð og framttð. Ég not- aði mikið af svörtum, bláum og rauðum litum, þessum sterku lit- um úr íslenskri náttúru. Þegar ég kom út í grænt, brúnt og mósku- legt umhverfi þá breyttist lita- skynið nokkuð. Litirnir eru orðn- ir mildari, ég er aðeins mýkri. Samt finnst ítölunum ég vera ansi grófur en ég held að það sé ekki rétt. Ég er frekar erótískur." - Er formið þá ennþá manns- líkaminn? „Já, og mannslíkaminn er ég sjálfur í listaverkum mínum. Það sem er að gerast í kringum mannslíkamann er það sem ég er að hugsa, það sem er að gerast í kringum mig. Verkin tjá lífs- reynslusögu, ekki endilega per- sónulega heldur eitthvað sem ég hef upplifað eða heyrt. Ég tek hlutina inn, breyti þeim og endurvarpa á strigann.“ Jónas Viðar lýsti því hvað það veitti honum mikla gleði að koma í hús og sjá málverk eftir sjálfan sig. Það væri eins og að hitta gamlan vin. Ég spurði liann að lokum hvort hann ætlaði ekki að halda sýningu á Akureyri á næst- unni. Hann tók þátt í samsýningu í Carrara í fyrra þar sem fjallað var um ástina, andann og holdið og önnur samsýning verður opn- uð innan tíðar úti. „Nei, ég mála það stórar myndir að það er enn enginn nógu góður salur á Akureyri til að hengja mínar myndir upp í. Sumir hafa hins vegar verið að naga í hælana á mér fyrir að hafa verið að láta hina og þessa selja málverk fyrir mig á hin- um og þessum stöðum. I þessum bransa er mikið bakkjaftað og það kemur berlega í ljós um leið og þú ert farinn að fara fram úr meðalmennskunni. Hér á Akur- eyri hefur samt margt gott verið að gerast. Ég hef fylgst með þró- uninni í Listagilinu og hún er mjög jákvæð. Á hinn bóginn má segja að sú starfsemi sem þar fer fram verður aldrei betri en þeir listamenn sem koma til með að starfa þar,“ sagði hinn hægláti myndlistarmaður, Jónas Viðar, að lokum. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.