Dagur - 22.07.1992, Blaðsíða 12
Greifinn í sumarskapi
Opið virka daga frá kl. 11.30-23.30 - Um helgar frá kl. 12.00-23.30
Nxturherimsending tíl hl. 01.00
föstudags- og laugardagskvöld
Norðurland vestra:
Nokkrir hafa
spurst fyrir
rnn heysölu
til útlanda
- upplýsingar skortir
um verð og flutn-
ingsleiðir
Einstaka fyrirspurnir hafa bor-
ist til búnaðarsambanda á
Norðurlandi vestra vegna
hugsanlegrar sölu á heyi til
Svíþjóðar. Bændur munu vera
til viðræðu um slíka sölu ef
viðunandi verð fæst. Nægar
upplýsingar liggja hinsvegar
ekki fyrir varðandi þetta mál -
hvorki verð eða flutnings-
möguleika til að einhverjar
ákvarðanir hafi verið teknar.
Eiríkur Loftsson hjá Búnaðar-
sambandi Skagfirðinga sagði að
nokkrir bændur hafi spurst fyrir
um möguleika á sölu á heyi til
Svíþjóðar í kjölfar fyrirspurnar
er barst til Búnaðarfélags ís-
lands. Margir bændur séu vel
birgir af heyi og til í að selja það
úr landi ef viðunandi verð fáist.
Eiríkur sagði dæmi um að menn
væru tilbúnir að heyja meira ef
slíkir sölusamningar myndu nást.
Nægilegar upplýsingar lægju
hinsvegar ekki fyrir - hvorki um
verð eða flutninga til þess að
unnt sé að taka neinar ákvarðanir
um hvort unnið verði að þessu
máli. Jón Sigurðsson, héraðs-
ráðunautur á Blönduósi, sagði að
fyrirspurnir hefðu borist varð-
andi möguleika á heysölu úr
landi en kvað málið vera of óljóst
enn sem komið væri til að hægt sé
að hafast neitt að. Bændur yrðu
að minnsta kosti að fá kostnaðar-
verð greitt fyrir heyið til að borg-
aði sig að standa í sölunni. Björn
Barkarsson hjá Búnaðarsam-
bandi Ve^tur-Húnvetninga
kvaðst ekki vita til þess að fyrir-
spurnir varðandi þetta mál hefðu
borist Búnaðarsambandinu á
Hvammstanga, en þær gætu auð-
veldlega átt eftir að koma fram ef
umræðan um það héldi áfram og
betur kæmi í ljós hvaða kostir séu
í boði. ÞI
© VEÐRIÐ
í dag gerir Veðurstofa Islands
ráð fyrir norðaustan kalda um
norðanvert landið. Norðaust-
anlands verður skýjað og
súld, en heldur bjartara norð-
vestanlands. Hitastig verður á
bilinu 5 til 10 stig að deginum.
Reiknað er með svipuðu veðri
á morgun um Norðurland allt,
þ.e. austan kalda og skúra-
leiðingum.
Húsavík
UmfangsmMar framkvæmdir í Naustagili
Undanfarna daga hafa miklar framkvæmdir staðið
yfir í Naustagili á Húsavík, vegarspotta sem liggur
frá smábátahöfninni upp að Héðinsbraut í miðbæn-
um. Gatan hefur verið grafin upp og er unnið að
lagningu öflugs skólpræsis, sem er liður í bættu frá-
rennsliskerfi út fyrir höfnina. Einnig er gengið
endanlega frá læk sem undanfarna áratugi hefur
runnið í stokk í götunni. Framkvæmdir þessar hafa
mjög truflað umferð um bæinn, þar sem Héðins-
braut er nú lokuð ofan við framkvæmdasvæðið.
Mynd: IM
Sorpurðun á Glerárdal:
Hrísey bætist
í hópinn
Bæjarráð Akureyrar hefur fal-
ið yfirverkfræðingi að gera
samning við Hríseyjarhrepp
um urðun sorps frá hreppnum í
landi bæjarins á Glerárdal. Að
þeim samningi loknum verður
sorp frá öllu Eyjafjarðarsvæð-
inu, að Grímsey undanskilinni,
urðað á Glerárdal. Ekki eru
allir á eitt sáttir varðandi þess-
ar framkvæmdir og hefur kom-
ið til tals að stofna borgara-
samtök gegn urðuninni.
Jarðfræðilegar forsendur á
Glerárdal eru taldar mjög góðar
og þá er það talinn kostur hversu
nálægt þann er Akureyri sem
leggur til langstærsta hlutann af
sorpinu. Það er þó um leið talinn
ókostur.
Ekki er ljóst hversu mikið
magn af sorpi verður urðað á
Glerárdal en sambærilegar tölur
frá Reykjavík gefa til kynna að
það séu um 20 þúsund tonn á ári.
Ýmislegt bendir þó til að talan
fyrir Eyjafjarðarsvæðið sé
nokkru lægri.
Nánar er fjallað um þetta mál á
síðu 3. JHB
Ríkisspítalinn Kristnesspítali e.t.v. undir heimastjórn:
Sameining við FAS til athugunar
- Akureyrarbær tekur þó ekki á sig auknar byrðar
Undanfarið hafa farið fram
óformlegar viðræður milli
Akureyrarbæjar og Eyjafjarð-
arsveitar um hvort reynst gæti
hagkvæmt að rekstur Kristnes-
spítala og Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri yrði að ein-
hverju leyti sameinaður ef af
því yrði að Kristnesspítali færi
undir heimastjórn í stað þess að
vera ríkisspítali.
Ráðherra rkipaði í vetur nefnd
til að gera tillögur um framtíðar-
skipulag Kristnesspítala. Nefndin
lagði til að spítalinn yrði gerður
að sjálfstæðri stofnun með eigin
stjórn. Ef af því yrði þyrfti við-
komandi sveitarfélag, Eyjafjarð-
arsveit, samkvæmt lögum að
standa straum af 15% af stofn-
kostnaði og viðhaldskostnaði. Að
sögn Péturs Jónassonar, sveitar-
stjóra Eyjafjarðarsveitar, hefur
enn ekki borist formlegt erindi frá
ráðherra þar að lútandi en tillagan
er nú til umfjöllunar hjá stjórnar-
nefnd ríkisspítalanna.
„Mér líst vel á að komið verði á
einhvers konar heimastjórn því
það er alltaf ákaflega þungt og
óskilvirkt að vera með stofnanir
út um landið undir stjórn ein-
hverra sem sitja í Reykjavík og
koma nánast aldrei á vettvang;
það þýðir að þetta verða afgangs-
stærðir sem menn hafa lítinn
áhuga á,“ sagði Pétur en vildi ekki
taka afstöðu til þess hvort
skynsamlegra væri að Kristnes-
spítali hefði eigin stjórn eða sam-
eiginlega stjórn með FSA.
„Málið er í biðstöðu en að vísu
er okkur farin að leiðast svolítið
biðin. Það er nauðsynlegt að eyða
óvissunni því hún bitnar á starf-
seminni," sagði Pétur að lokum.
„Sveitarstjórnirnar hafa verið
að velta því fyrir sér með hvaða
hætti skynsamlegast væri að reka
Kristnesspítala ef hann færðist frá
ríkinu til sveitarfélaganna og
Nýverið veitti Húsfriðunar-
sjóður ríkisins 200 þúsund
krónur til endurbóta á gömlu
pakkhúsi að Möðruvöllum í
Hörgárdal. Bjarni Guðleifs-
son, tilraunastjóri að Möðru-
völlum, er í forsvari fyrir hópi
manna er vill varðveita pakk-
húsið. Með honum standa
konur og karlar er tengjast
sögu Möðruvalla með einum
eða öðrum hætti, má þar til-
greina skólameistara Mennta-
skólans á Akureyri, Tryggva
Gíslason.
„Gamla pakkhúsið á Möðru-
völlum er timburskemma byggð
rétt um 1880 á tímum Möðru-
vallaskólans sem var forveri
Menntaskólans á Akureyri.
Pakkhúsið er næst elst húsa að
Möðruvöllum, kirkjan er eldri.
Skemman er mjög illa farin og
fyrir liggur að lagfæra hana eða
hvort kærni til greina tenging
Fjórðungssjúkrahússins og þessa
ágæta Kristnesspítala," sagði
Sigurður J. Sigurðsson, formaður
bæjarráðs Akureyrar, ogbætti við
að engin ákvörðun hefði verið
tekin.
„Akureyrarbær inun ekki taka
á sig neinar byrðar í þessu sam-
rífa. Við erum nokkur sem finnst
að varðveita beri húsið. Því var
leitað til þjóðminjavarðar og
Húsfriðunarsjóðs ríkisins um
stuðning vegna lagfæringa. Nú
höfum við fengið fyrstu viðbrögð
sem er styrkur að upphæð krónur
bandi en við myndum hins vegar
ekki skorast undan að athuga
hvort hagkvæmt væri að reka
þessar stofnanir saman fremur en
sitt í hvoru lagi,“ sagði Sigurður
og bætti við að þótt tekjur
þyrftu ekki að koma á móti
útgjöldum yrði hagræðing og
sparnaður að fylgja slíkri samein-
ingu. GT
200 þúsund. Upphæð sem þessi
dugar skammt, en mjór er mikils
vísir. Við getum hafið fram-
kvæmdir þannig að pakkhúsið
verður ekki fyrir meiri skemmd-
um,“ sagði Bjarni Guðleifsson.
ój
Húsnæðisnefnd Akureyrar:
Samið við þijá verktaka
Húsnæðisnefnd Akureyrar
ákvað á fundi sínum í gær að
ganga til samninga við Pan hf.,
Fjölni hf. og SJS-verktaka um
byggingu félagslegra íbúða á
þremur stöðum í bænum.
Eins og áður hefur verið skýrt
frá fékk húsnæðisnefnd Akureyr-
ar lán til byggingar 22 félagslegra
íbúða þegar stjórn Húsnæðis-
stofnunar úthlutaði fjármagni
fyrir skömmu. Húsnæðisnefnd
ákvað í gær að ganga til samninga
við Pan hf. um byggingu íbúða í
stigagangi í blokk í Vestursíðu
26, Fjölni hf. um raðhús í Fögru-
síðu 7 og SJS-verktaka um rað-
hús í Huldugili. Ekki var bókað
neitt um það hversu margar íbúð-
ir verða keyptar af hverjum verk-
taka. JHB
Gamla pakkhúsið að Möðruvöllum:
Styrkur til að hefja lagfæringar