Dagur - 22.07.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 22.07.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 22. júlí 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31. PÓSTHÓLF 58. AKUREYRI. SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585). JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON. JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir). ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960. fax 95-36130). STEFÁN SÆMUNDSSON. ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON. ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR. HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRi: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF SÍMFAX: 96-27639 Vanda skotið á frest Ríkisstjórnin stendur nú frammi fyrir þeim vanda að ákveða hámarks þorskveiðar á næsta fiskveiði- ári. Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að veiðar á þorski verði skornar niður í 190 þúsund tonn. Alþjóða hafrannsóknastofnunin hefur einnig lagt til verulegan niðurskurð á veiðum og breskur sérfræð- ingur, sem fenginn var til þess að fara yfir útreikn- inga Hafrannsóknastofnunar, hefur eindregið varað við að halda óbreyttu veiðimagni áfram og vill raun- ar ganga lengra í niðurskurði. Vandi sjávarútvegs- ráðherra og raunar stjórnvalda í heild er því sá hvort fylgja eigi tillögum fræðimanna á sviði fiski- og sjávarlíffræði og draga verulega úr þorskafla eða hvort fara eigi svonefnda jafnstöðuleið og heimila veiðar á 220 til 230 þúsund tonnum af þorski á kom- andi fiskveiðiári. Þjóðhagsstofnun hefur metið hugsanlegan hag- vöxt næstu árin miðað við mismunandi forsendur hvað þorskveiðar varðar. Stofnunin gerir ráð fyrir að ef miðað er við 190 þúsund tonna ársafla á þorski megi búast við 1,5% hagvexti að meðaltali á árun- um 1993 til 1999 og 2,9% sé aðeins tekið meðaltal frá 1996 til 1999. Verði jafnstöðuleiðin valin sé hins vegar aðeins unnt að gera ráð fyrir 0.9% meðaltals- hagvexti fram til ársins 1999 auk þess sem lands- framleiðsla verði allt að 4% minni um aldamót ef ekki verði farið að ráðum fiskifræðinga og þorsk- stofninum gert mögulegt að byggja sig upp á nýjan leik. Þrátt fyrir spár um vaxandi þjóðarframleiðslu og hagvöxt undir lok aldarinnar ef farið verður að ráð- um Hafrannsóknastofnunar, er ljóst að svo mikill niðurskurður þorskveiða skapar mörg vandamál á næstunni. Niðurskurðurinn mun skapa tímabund- inn samdrátt í efnahagslífi þjóðarinnar til viðbótar þeim samdrætti sem þegar hefur átt sér stað og hann mun einnig reyna á þolrif íbúa margra byggð- arlaga er átt hafa í vök að verjast. En niðurskurður- inn mun þó fyrst og fremst knýja á um að tekið verði á vanda sjávarútvegsins og þá ekki einstakra fyrirtækja heldur atvinnugreinarinnar í heild og henni sköpuð auðveldari starfsskilyrði en hún býr við í dag. Þjóðhagsstofnun hefur meðal annars bent á að ef lánstími skulda sjávarútvegsins verði lengd- ur úr 6 árum í 12 ár myndu árlegar afborganir lækka úr 10 til 11 milljörðum króna í 5 til 6 milljarða. Haf- rannsóknastofnun hefur einnig bent á að verði þorskstofninum veitt tækifæri til að vaxa á nýjan leik megi gera ráð fyrir að unnt verði að auka þorsk- veiðar í allt að 345 þúsund tonn á ári í framtíðinni. Ljóst er að margir stjórnmálamenn eru ekki til- búnir að axla þá ábyrgð sem fylgir ákvörðun um að skerða þorskveiðar samkvæmt tillögum Hafrann- sóknastofnunar. En eru þeir tilbúnir að axla ábyrgð á því að ekki takist að byggja þorskstofninn upp á ný fyrir veiðar og lífsbjörg landsmanna í framtíð- inni? Sjávarútvegurinn hefur verið undirstaða vel- ferðarþjóðfélags á íslandi og ekkert bendir til ann- ars en hann verði að standa undir neyslu lands- rpanna enn um ókomin ár. Jafnstöðuleiðin er á margan hátt freistandi lausn sé einungis litið til næstu mánaða. En með henni er einnig skotið á frest að fást við þann vanda sem minnkandi fiski- stofnar og þá einkum þorskstofninn munu skapa fyrir lífsskilyrði íslendinga í framtíðinni. ÞI Nemendur 5. bekkjar Síðuskóla fá heimspekikennslu á komandi skólaári. Verkefna- og námsstyrkjasjóður KÍ styrkir heimspekikennslu: Heimspekin hentug til að sam- þætta og styðja aðrar námsgreinar Sl. þrjú ár hefur Verkefna- og námsstyrkjasjóður Kennara- sambands Islands úthlutað styrkjum til ýmissa rannsókna- og þróunarverkefna sem m.a. eiga að gera kennslu og náms- efni aðgengilegra og áhugavert eða áhugaverðara bæði fyrir kennara og nemendur. Fyrir skólaárið 1992 til 1993 var út- hlutað samtals kr. 15.811.105 til alls 35 rannsókna- og þróun- arverkefna. Á Norðurlandi fengu styrk Ásdís H. Haraldsdóttir Barna- skóla Húsavíkur fyrir Námuna, verkefni á skólasafni kr. 157.440; kennarar Barnaskóla Akureyrar, þær Helga Sigurðardóttir og Þor- gerður Sigurðardóttir fyrjr Hóp- un jafningja og könnun á viðhorf- um til hópunar nemenda á grund- velli afkasta og árangurs í móður- máli og stærðfræði kr. 160.440; Guðrún Sigurðardóttir Hafra- lækjarskóla og Valdís Jónsdóttir Hvammshlíðarskóla fyrir athug- un á röddun kennara kr. 249.886; Pétur Þorsteinsson skólastjóri Grunnskólans á Kópaskeri fyrir Tölvumiðstöð skóla þ.e. íslenska menntanetið kr. 3.000.000; Þóra Steinunn Gísladóttir Gagnfræða- skóla Akureyrar fyrir könnun á stami í fræðsluumdæmi Norður- lands eystra kr. 250.000 og kenn- arar Síðuskóla á Akureyri fyrir heimspeki í 5. bekk kr. 544.521. En hvers vegna að kenna 10 ára börnum heimspeki? Börnum og heimspekingum er það sameiginlegt að standa í undrun og spurn gagnvart keim- líkum ráðgátum. Heimspekingar reyna að ná tökum á viðfangsefn- um sínum með því að rökræða þau fram og aftur. Heimspekileg- ar samræður með börnum auð- velda þeim að ná tökum á ráðgát- um tilverunnar. í vor var haldið kynningarnám- skeið fyrir kennara í kennslu heimspeki fyrir börn en mark- miðið er að þátttakendur átti sig á tengslum gagnrýninnar hugsun- ar og heimspekiíegrar hugsunar og öðlist innsýn í hvað þar er sem telst heimspeki og/eða heim- spekilegt við þankagang barna. Einnig að átta sig á helstu ein- kennum og skilyrðum heimspeki- legrar samræðu. Á heimspekinámskeiðinu sem haldið var að Laugum í Reykja- dal var leiðbeinandi Hreinn Páls- son skólastjóri Heimspekiskólans en hann hefur verið óþreytandi að kynna hugmyndir bandaríska heimspekingsins Matthew Lip- man sem hefur samið heimspeki- legar skáldsögur fyrir börn og unglinga og á námskeiðinu var tekin fyrir ein af skáldsögum Lipmans: Uppgötvun Ara. í sögunni er varpað fram sí- gildum heimspekilegum ráðgát- um jafnframt því sem söguper- sónurnar uppgötva grunnlög rökfræðinnar. Það kom skýrt fram á námskeiðinu að heim- spekin er sérstaklega vel til þess fallin að samþætta og styðja aðrar námsgreinar en erlendar rannsóknir hafa staðfest að nám út frá Uppgötvun Ara skilar sér í auknum námsframförum í öðrum námsgreinum. Námsefnið er sér- staklega samið svo samræðuað- ferðin megi njóta sín sem kennslu- aðferð og þar standa flestir ef ekki allir íslenskir skólar höllum fæti. En einmitt í þessum heim- spekilegu vangaveltum voru menn ekki á einu máli um hvað hugtök eins og menntun, frelsi, list og menning þýðir í raun. Heimspeki til jafns við aðrar námsgreinar En hvers vegna heldur Matthew Lipmann að heimspeki eigi heima við hlið annarra náms- greina í skólakerfinu? „Margt af því sem börnum er kennt í skólum býr þau ekki und- ir framtíðina, núverandi þekking er fljót að úreldast og það mikil- vægasta sem við getum gert fyrir börn er að kenna þeim að hugsa skýrt. Það verður að taka heils- hugar á þessu verkefni ef við vilj- um í raun kenna börnum að hugsa skýrar. Veita verður þjálf- un í rökfræðum, virkja þau í sam- ræðum sem taka til hugtaka sem varða allar námsgreinar og það gengur ekki að einbeita sér ein- ungis að hugtökum innan ein- stakra námsgreina. Það verður ekki tekið almennilega á þessu verkefni nema heimspekinni verði beitt til þess.“ Prófessor Lipmann segir að heimspekin sé eina leiðin til að styrkja gagnrýna hugsun í menntakerfinu því hún bjóði upp á allt það sem boðið er upp á eftir öðrum leiðum og talsvert um- fram það. Heimspekikennsla gengur ekki út á það að kenna einangraða leikniþætti, heldur er leitast við að samhæfa ólíka leikniþætti þannig að umhugs- unarefni innan ólíkra greina verði tekin föstum og ákveðnum tökum. Það er til lítils að búa yfir einhverri leikni ef dómgreind skortir til að ákveða hvenær leikninni skuli beitt. Heimspekinám í Síðuskóla í haust verður haldið námskeið með þeim kennurum Síðuskóla sem hyggjast kenna heimspeki í 5. bekk og mun styrkurinn greiða þann kostnað og jafnframt kostn- að við kennsluna í vetur. í Síðu- skóla verða þrír 5. bekkir og verðum þeim kennt tvisvar í viku og er þetta nám hrein viðbót við kennslustundafjöldann. Kennarar Síðuskóla kynntu sér heimspeki barna í náms- og kynnisferð sem þeir fóru í til Reykjavíkur sl. vetur og þar kviknaði áhuginn sem nú virðist ætla að verða að báli og í fram- haldi af því var sótt um styrk til að hrinda verkefninu í fram- kvæmd. Það sýnir hversu áhuginn er mikill meðal kennaranna að að- spurð sagði Þorgerður Guðlaugs- dóttir aðstoðarskólastjóri um væntanlegt heimspekinám: „Við ætluðum að kenna heimspeki hvort sem við hefðum fengið til þess styrk eða ekki“. GG Nýir hljómdiskar frá Geimsteini hf. Geimsteinn hf. hefur gefið út á hljómdiski og kassettu plötuna „Meira salt“ sem Áhöfnin á Halastjörnunni gerði vinsæla fyrir 12 árum og nýtur vinsælda enn og má þar nefna lag eins og „Stolt siglir fleyið mitt“ en höfundur lags og Ijóðs er Gylfi Ægisson. Enn fremur hefur verið gefinn út geisladiskurinn „EF“ með Maríu Baldursdóttur, en þar má heyra það besta af lögum hennar frá tímabilinu 1974 til 1986 en þau hafa öll komið áður út á hljómplötu. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.