Dagur - 23.07.1992, Side 11

Dagur - 23.07.1992, Side 11
Fimmtudagur 23. júlí 1992 - DAGUR - 11 IÞRÓTTIR » i» Stórleikur á Akureyrarvelli: „Vinnum Skagann heima“ - sagði Gunnar Gíslason, þjálfari KA, þegar ljóst var að KA fengi heimaleik gegn ÍA í undanúrslitum Mjólkurbikarkeppninnar KA-menn duttu í lukkupottinn þegar þeir fengu heimaleik í undanúrslitum Mjólkurbikar- keppninnar þegar dregið var í gær. Andstæðingarnir eru þó ekki af lakara taginu, sjálft topplið 1. deildar, IA. Leikur- inn verður á Akureyrarvelli 6. ágúst og hefst klukkan 19.00. Fylkir fékk heimaleik gegn Val í hinum undanúrslitaleiknum. „Nei ég er ekkert hræddur við það að fá Skagann fyrst. Við vinnum þá hérna heima," sagði Gunnar Gíslason, þjálfari og leikmaður KA, þegar Ijóst var hverjir myndu spila saman í undanúrslitum Mjólkurbikarins. „Pað er sama á hvaða liði við lendum í þessum leik. Það er bara bónus fyrir okkur að fá ÍA, öll pressan er á þeim en aðalmál- ið er að við fáum heimaleik. Ef maður ætlar að verða bikarmeist- ari þarf að vinna öll liðin og þá skiptir ekki máli í hvaða röð liðin koma. Við förum að sjálfsögðu í þetta með því hugarfari að ætla alla leið, annað er ekki hægt,“ sagði Gunnar Gíslason. Páll Gíslason, leikmaður KA, hefur skorað í báðum leikjum liðsins í Mjólkurbikarnum. Hann sagðist mjög ánægður með það að fá ÍA í heimsókn. „Þetta er það besta. Við verðum bara fyrstir til þess að leggja þá að velli í sumar og það er ágætt að það verði í undanúrslitum bikar- keppninnar. Ég mun að sjálf- sögðu halda áfram að reyna að skora,“ sagði Páll Gíslason. Páll Gíslason hefur skorað í báðuni bikarleikjunuin. Logi Már Einarsson hefur ákveðið að leika með KA í handboltanum í vetur. Ekki hefur neitt lieyrst um að Eggert Benjamínsson ætli að gera slíkt hið sama. Handknattleikur: Æfingar hafnar hjá KA - Fara leikmenn í verkfall? Golf: Greifamótið í dag Mctþátttaka var í Greifamótinu í golfi síðastliðinn fimmtudag. Veðrið var mjög gott og marg- ir lögðu leið sína á golfvöllinn. Mótið heldur áfram í dag og hefst klukkan 13.00. Úrslitin úr mótinu 16. júlí og heildar- staða er eftirfarandi. Tölurnar tákna höggafjölda og stig: Með forgjöf: 1. Jón Steindór Árnason 30/12 2. -3. Páll Pálsson 33/9 2.-3. Rafn Kjartansson 33/9 4.-5. Stefán Jónsson 34/6,5 4.-5. Sunna Borg 34/6,5 6.-10. Ólafur Gylfason 35/3,0 6.-10. Magnús Jónatansson 35/3,0 6.-10. Gunnlaugur Búi Ólafss. 35/3,0 6.-10. Jón Óskarsson 35/3,0 6.-10. Ólafur Hilmarsson 35/3,0 Án forgjafar: 1. Jón Steindór Árnason 34/12 2. Ólafur Gylfason 38/10 3-5. Guðmundur Sigurjónsson 39/7 3. -5. Þórhallur Pálsson 39/ 3.-5. Viðar Þorsteinsson 39/7 6. Páll Pálsson 41/5 7. -8. Ólafur Hilmarsson 42/3,5 7.-8. Stefán Jónsson 42/3,5 9.-10. Magnús Jónatansson 43/1,5 9.-10. Guðbjörn Garðarsson 43/1,5 Heildarstaða með forgjöf: Stig 1. Gunnar Jakobsson 26,7 2. Jón Steindór Árnason 24 3. Guðmundur Finnsson 19,7 4. Ólafur Hilmarsson 5. Karl Steingrímsson Heildarstaða án forgjafar: 1. Ólafur Gylfason 16,8 16,3 Knattspyrna: Nokkrir í bann Aganefnd KSÍ heldur vikulega fundi til þess að úrskurða leik- menn í bann, einn leik eða fleiri, allt eftir eðli þeirra brota sem þeir eru fundnir sekir um. Nokkrir leikmenn af Norðurlandi voru dæmdir í eins leiks bann f fyrradag og tekur það bann gildi frá og með föstudag. Vegna brottvísunar: Guðmundur Hákonarson, 2. fl. Þórs. Kristjana Jónasdóttir, Tindastóli. Vegna fjögurra gulra spjalda: Sveinbjörn Ásgrímsson, Völsungi. Mark Duffield, Leiftri. Vegna sex gulra spjalda: Páll Pálsson, 2. fl. Þórs. Ólympíuleikarnir: Handboltaliðið til Spánar - reynt verður að sýna leiki liðsins í Sjónvarpinu Það er nú að verða nokkuð Ijóst að íslenska landsliðið í handbolta muni leika á Ólympíuleikunum í Barce- lona. Nefndin sem fjallar um fram- kværnd aðgerða gegn Júgóslavíu, samkvæmt ályktun öryggisráðs Sþ nr. 757 (1992), hélt í fyrradag fund um tilmæli Alþjóðaólympíu- nefndarinnar að leyfa íþrótta- mönnum frá Júgóslavíu (Serbíu og Svartfjallalandi) að taka þátt í ÓL í Barcelóna. A fundinum kynnti Austurríki málamiðlun þar sem einstakling- um frá Júgóslavíu yrði heimiluð þátttaka á leikunum en ekki hópum. Þessi tillaga var sam- þykkt og er sérstakleg tekið fram að Júgóslavía mætti ekki keppa í handknattleik, körfubolta eða sundknattleik. Niðurstaða nefndarinnar er endanleg og miðað við stöðu málsins í dag bendir allt til þess að ísland muni keppa í hand- knattleik á Ólympíuleikunum. 2. Sverrir Þorvaldsson 3. -4. Jón Steindór Árnason 3.-4. Þórhallur Pálsson 5. Sigurpáll Sveinsson 31 22 22 18,8 Nú fer tímabil handknatt- leiksinanna að byrja og liðin farin að undirbúa sig af fullum krafti. Handknattleikslið KA ætir nú af kappi, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, og hyggur á æfingaferð til Hollands 24. ágúst. Liðið hefur breyst nokk- uð frá því á síðasta tímabili. Að sögn Alfreðs Gíslasonar eru æfingar byrjaðar af fullum •krafti og er æft tíu sinnum í viku. „Þetta er um 20 manna hópur sem er að æfa og ég á jafnvel von á því að við verðum með sterkara lið en í fyrra. Sérstaklega á ég von á því að varnarleikur okkar verði betri en í fyrra,“ sagði Alfreð. Hann vildi láta þess getið að hinn síungi og spræki horna- maður, Logi Már Einarsson, hefði ákveðið að spila með liðinu og væri mikill fengur að honum upp á liðsmyndina að gera. Alfreð vonaðist til að með komu Loga myndi kvenpeningur bæjar- ins koma á pallana og láta í sér heyra. „Logi er mikill „sjarmör" og hann heldur stelpunum vak- andi þótt illa gangi,“ sagði Alfreð. KA-liðið heldur út til Hollands í æfinga- og keppnisferð í lok ágúst. Þar verða Hollandsmeist- ararnir og annað hollenskt fé- lagslið, belgísku meistararnir, ÍBV og KA. Að sögn Alfreðs verður þetta nokkuð sterkt mót og öll aðstaða er þarna til fyrir- myndar. Stefnt er að því að íslandsmót- ið í handknattleik hefjist 16. september en sá orðrómur hefur verið á kreiki að leikmenn ætli að fara í verkfall vegna þeirra reglna sem gilda um félagaskipti. „Það er varla búið að skrifa undir hjá nokkrum manni og þetta eru alger ólög,“ sagði Alfreð. SV SAMrfæ bhk Þór-UBK Hörkuleikur á Akureyrarvelli föstudaginn 24. júlí kl. 20.00 1 síðasta leik M 'fÉi.p léku þeir Bjarni * ***, W og Hlynur . mjög vel. ÍPw Á Él Hvað gera þeir annað kvöld? Bjarni Sveinbjörnsson. Hlynur Birgisson. Akureyríngar og nærsveitamenn! Komið á völlinn og sjáið hörkuleik Soils ...að sjálfsögðu!

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.