Dagur - 20.08.1992, Page 12

Dagur - 20.08.1992, Page 12
Kjörorð okhar = Góð þjónusta Opið virka daga frá kl. 11.30-22.30 - Um helgar frá kl. 12.00-24.00 Næturherimsending tíl kl. 01.00 föstudags- og laugardagskvöld Blönduós: Nýtt ferðaþjónustu- fyrirtæki í uppsiglingu Fyrirtækið Stígandi á Blöndu- ósi flytur inn og setur upp hús í samstarfi við norskt fyrirtæki. Þetta samstarf hófst fyrir rúmu ári og hafa þegar verið sett upp tvö hús. Nú eru uppi hug- myndir um ferðaþjónustu í tengslum við þessi hús og Maður viUtist í Fitjárdal - björgunarsveitir fundu hann heilan á húfi Lögreglunni á Blönduósi var tilkynnt um týndan mann um kl. 23:30 á þriðjudagskvöld. Fóru björgunarsveitir til leitar og fannst maðurinn heill á húfí um kl. 2:05 um nóttina. Maðurinn var á ferð í Fitjárdal með félaga sínum og ætluðu þeir að veiða í Fitjá. Þeir urðu síðan viðskila. Sá sem týndist var lítt kunnur staðháttum og illa búinn og því ákveðið að hefja leit, enda komið myrkur. Fóru Flugbjörg- unarsveitin í Víðidal og Slysa- varnadeildin Káraborg á Hvammstanga til leitar á tveimur bílum sitt hvoru megin við ána og fundu manninn fljótlega. Var hann þá á leið inn á heiði. Hann var við góða heilsu, en nokkuð kalt. sþ undirbúningur hafínn að stofn- un nýs fyrirtækis. Hilmar Kristjánsson hjá Stíg- anda tjáði blaðinu að samstarfið við Ál-hyttebyg hefði hafist fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári. Stígandi flytti inn bæði sumarhús og heils- árshús og setti upp. Þeir hefðu fengið lóð hjá bænum, svokallað Sýslumannstún við hliðina á tjaldstæðunum. Þar voru sett upp tvö hús í fyrra en leyfi fékkst fyrir 10 húsum. Húsin tvö hafa verið í útleigu og ágætri nýtingu í vetur og í sumar þó ekki sé farið að auglýsa þau sérstaklega. Fyrir- hugað er að reisa þessi 10 hús og reka ferðaþjónustu í tengslum við þau. í undirbúningi er stofn- un nýs fyrirtækis í þessu sam- bandi. Hafa ýmsir aðilar sýnt áhuga á að gerast hluthafar á móti heimamönnum. Auk þessa stendur til að nokkrir blaðamenn frá norskum veiði- og útivistar- tímaritum komi um miðjan októ- ber og kanni aðstæður. Fram- haldið fer að miklu leyti eftir þvf hvernig þeim líkar. Ef af verður er stefnt á viku „ævintýraferðir", m.a. boðið upp á veiði og útivist. Fyrst og fremst verður markaðurinn miðaður við Norðurlönd til að byrja með. „Við erum ekki með stóra drauma til að byrja með og höf- um alla fyrirvara á því að þetta gangi upp“, sagði Hilmar. sþ Kvótastaða ÚA: „Staðan er langt frá því að vera slæm“ - segir Einar Óskarsson „I dag eigum við eftir að ná um 2000 tonnum í þorskígildum. Togararnir hafa að undan- förnu sótt mest í þorsk og ýsu, enda eru þetta þær tvær teg- undir sem við eigum eftir nú í lok kvótaárs. Veiðin gengur upp og ofan sem oft áður,“ segir Einar Óskarsson hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Að sögn Einars kom Hrímbak- ur EA til löndunar sl. mánudag. Úr togaranum var landað 156 tonnum, þar af voru 148 tonn þorskur. I gær var Svalbakur EA til löndunar. Samsetning aflans, sem er 140 tonn, er nokkuð VEÐRIÐ Skammt vestur af landinu er nærri kyrrstæð 995 millibara lægð en heldur vaxandi 1000 millibara lægð um 600 km. vestur af írlandi hreyfist norð- austur. Hiti breytist fremur lítið. Vænta má austan- og suðaustan kalda í dag, það verður skýjað víðast hvar og jafnvel smá skúrir. óvenjuleg þar sem hátt í 100 tonn er ýsa og kolinn er 20 tonn. „Kvótaárinu lýkur í lok mán- aðarins. Úthíutaður kvóti Útgerðarfélags Akureyringa hf. var 15.200 tonn í þorskígildum. Að auki máttum við veiða það sem var flutt frá fyrra ári og lítils- háttar var keypt. Þannig höfðum við til ráðstöfunar á veiðiárinu 17.200 tonn í þorskígildum. í dag eigum við eftir að ná um 2000 þorskígildum. Tíu dagar eru eftir af kvótaárinu og öll skipin á sjó. Við getum flutt 20% af hverri tegund milli ára, þannig að stað- an er langt frá því að vera slæm,“ segir Einar Óskarsson. ój Nú standa yfír breytingar á inngangi heimavistar Menntaskólans á Akureyri en fyrirhugað er að nýtt 50 fermetra anddyri rísi á jarðhæð austan megin í heimavistinni. Mynd: Goiii EES-samningurinn og jarðakaup útlendinga: „Fyrirvaranum var haldið tfl streitu - en haftiað“ - segir Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra „Það er rangt að fyrirvarar um landakaup hafí gufað upp í tíð fyrri ríkisstjórnar því á fundi hennar í október 1990 upplýsti aðalsamningamaður íslands að ekki fengist varanlegur fyrir- vari sem takmarkar kaup út- lendinga á jörðum og því yrði að gera það með því að setja girðingar í íslensk lög. Á þeim fundi var ákveðið að setja slík lög en ríkisstjórninni entist ekki aldur til að Ijúka því,“ sagði Steingrímur Hermanns- son, fyrrverandi forsætisráð- herra, þegar hann var inntur álits á ummælum Tómasar Inga Olrich alþingismanns um EES-samninginn í Degi í gær. „Slíkar girðingar hafa aðrar þjóðir sett. Þær hefði átt að setja í lög á síðasta þingi þar sem jarðakaup væru skilyrt heimilis- festi á íslandi í ákveðinn tíma, skilyrði um búsetu á slíkum jörð- um eða með því að styrkja for- kaupsrétt sveitarfélaga og ríkis,“ sagði Steingrímur og bætti við að sambærileg ákvæði í írskum lög- um hefðu staðist fyrir EB-dóm- stólnum þrátt fyrir að ekki mætti mismuna innlendum og erlend- um aðilum. Steingrímur sagði að enn mætti setja slík lög ef ekki fælist í þeim mismunun eftir ríkisborgararétti. „Landbúnaðarráðherra hefur tíma til áramóta til að setja fram slíkt frumvarp og kannski lengur því ákvæðið um jarðakaup kem- ur ekki til framkvæmda 1. janú- ar. Því er lofað að það komi frumvarp um þetta og þá er ég sammála Tómasi Inga,“ sagði Steingrímur Hermannsson í sam- tali við Dag. „Ég hefði gjarnan viljað sjá slík lög í tíð fyrri ríkisstjórnar en fyrri landbúnaðarráðherra var tregur og vildi finna aðrar leiðir. Það tafði málið þótt hann væri alveg sammála því að ekki kæmi til greina að opna fyrir jarða- kaup,“ sagði Steingrímur, aðspurður um hvort Steingrími J. Sigfússyni hefði ekki borið að setja fram slíkt frumvarp í sinni ráðherratíð. „Ég taldi fyrir mitt leyti að það væri fullreynt að fyrirvari fengist ekki. Það hefur enginn fyrirvari gufað upp; honum var haldið stíft til streitu en fyrirvaranum var hafnað,“ sagði Steingrímur Her- mannsson að lokum. GT Akureyri: Framkvæmdir við Slökkvi- stöð boðnar út - útboðsgögn liggja fyrir á fóstudag Á næstu dögum verða fram- kvæmdir við nýju slökkvistöð- ina við Árstíg á Akureyri boðnar út. Að sögn Sigurðar J. Sigurðssonar, formanns bæjar- ráðs, eiga slökkvistöð og að- staða fyrir strætisvagna að vera tilbúin um mitt næsta ár. Til- Tvö umferðaróhöpp á Akureyri Umferðarslys varð á gatna- mótum Byggðavegar og Þing- vallastrætis á Akureyri í hádeginu í gær. Bifreið og reiðhjól lentu saman og var hjólreiðamaðurinn fluttur á sjúkrahús til rannsóknar. Einnig var tilkynnt um minni- háttar árekstur á Akureyri í gærmorgun. Rétt fyrir kl. 9.00 í gærmorgun varð smávægilegur árekstur við gatnamót Gránufélagsgötu og Hólabrautar. Engin meiðsl urðu á fólki en lögregla var kölluð til til að aðstoða við skýrslugerð. Tildrög síðara óhappsins voru þau að bifreið sem ekið var vest- ur Þingvallastræti og beygt til hægri inní Byggðaveg fékk reið- hjól framan á sig. Talið er að unglingur sem á hjólinu var hafi annað hvort komið niður Þing- vallastrætið á öfugum vegarhelm- ingi eða á gangstétt. Eftir er að fá staðfestingu vitna. Hjólreiðamaðurinn kvartaði um eymsli í baki og var fluttur á sjúkrahús til athugunar. Ekki er talið að meiðsl hans séu alvarleg. KR boðið er opið öllum og er til- boðsfrestur rúmur. „Slökkvistöðin og strætisvagna- aðstaðan eru auglýst sem eitt verkefni en kostnaðaráætlun hef- ur ekki verið gefin upp,“ sagði Sigurður og hún verður ekki gef- in upp fyrr en tilboð liggja fyrir. Kaupverðið á húsnæði slökkvi- stöðvar framtíðarinnar var- 56 milljónir. „Verktíminn er þokkalega langur og tilboðsfrestur sæmilega rúmur þannig að verktakar á Akureyri ættu að eiga mjög auð- velt með að skila tilboðum og haft gott svigrúm til að vinna verkið,“ sagði Sigurður J. Sig- urðsson í samtali við Dag. Útboðsgögn ligjya fyrir á föstudag að sögn Agústar Berg, deildarstjóra byggingadeildar Akureyrarbæjar. GT

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.