Dagur - 27.08.1992, Blaðsíða 1
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐiR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Mývatnssveit:
„Ævintýri að það
snjói á morgnana*
„Utlendingunum finnst þetta
mikið ævintýri að það skuli
snjóa svona á niorgnana,44
sagði Dagur Gunnarsson
hótelstarfsmaður hjá Hótel
Reynihlíð í Mývatnssveit,
aðspurður um áhrif tíðarfars-
ins á ferðamenn. Nokkrum
þótti hins vegar nóg um norð-
Sauðárkrókur og
Blönduós:
Rækjuvinnslan
gengur vel
Vel hefur gengið í rækjunni
hjá fiskiðjunni Særúnu hf. á
Blönduósi og Rækjuvinnslunni
Dögun á Sauðárkróki nú í
sumar. Er útlit fyrir að svo
verði áfram, þó það fari nokk-
uð eftir veðri og vindum að
sögn Ómars Þórs Gunnarsson-
ar framkvæmdastjóra Dögun-
ar.
„Það er lítið að frétta, þetta
gengur sinn vanagang'1, sagði
Ómar Þór í samtali við blaðið.
Það hefur verið mikið að gera í
sumar og gengið betur en undan-
farin tvö ár. Hins vegar hefur
veðráttan undanfarið spillt fyrir
veiðum. Engar lokanir voru hjá
Dögun í sumar og unnið sex daga
vikunnar frá í júlí.
Hjá Kára Snorrasyni fram-
kvæmdastjóra fiskiðjuversins
Særúnar hf. á Blönduósi fengust
svipaðar fréttir. Nóg er að gera í
rækjunni og engar sumarlokanir
voru. Unnið er á vöktum fram á
næstu helgi og síðan verður unn-
ið frá 7 á morgnana til 19 á
kvöldin. Markaðurinn hefur ver-
ið nokkuð stöðugur að sögn
Kára. sþ
angarrann og létu sig hverfa í
gærmorgun.
„Tjaldbúum finnst að vísu ansi
kalt en hótelgestir eru bara
ánægðir með svona veður. Þetta
er veður sem erlendir ferðamenn
eiga von á hér á íslandi enda búa
menn sig vel,“ sagði Dagur í sam-
tali við Dag og bætti við að
norðangarri gæti alveg eins haft
jákvæð áhrif á viðkomu útlend-
inga norðanlands.
„Að vísu eru sumarfrí í Evr-
ópu í júlí og ágúst þannig að nú
fer þessu að Ijúka. Islendingarnir
eru hins vegar þar sem góða
veðrið er en útlendingar reka
•sjaldan fyrir veðri og vindum
enda eru ferðalögin skipulögð
fyrirfram," sagði Dagur Gunn-
arsson. Hótel Reynihlíð var lok-
að í endaðan október í fyrra en
óvíst er hvenær hótelinu verður
lokað í ár. GT
Kennsla á háskólastigi hafín
Smári Sigurðsson, lektor við Háskólann á Akureyri, kennir hér nemendum á fyrsta ári í iðnrekstrarfræði en á
mánudag hófst kennsla á báðum brautum rekstrardeildar. Auk þess er kennsla haHn í gæðastjórnun á fjórða ári.
______________Mynd: Golli
Útgerðarfélag Akureyringa hf.:
Rekstrarhagnaður um 24 miUjónir
á fyrn hehningi ársins
- endanlegur hagnaður tímabilsins 107 milljónir
þegar tekið hefur verið tillit til greiðslna úr Verðjöfnunarsjóði
Regluleg starfsemi Útgerðar-
félags Akureyringa á fyrri
helmingi ársins skilaði 24 millj-
óna króna hagnaði. Hliðstæð
tala fyrir síðasta ár var 76 millj-
ónir. Hins vegar var greiðsla úr
Verðjöfnunarsjóði sjávarút-
vegsins fyrr á árinu færð til
tekna við milliuppgjörið þann-
ig að endanlegur hagnaður
fyrstu sex mánaðanna er tæpar
107 milljónir. Ljóst er að
rekstrarafkoma félagsins verð-
ur lakari á þessu ári en verið
hefur, fyrst og fremst vegna
aflaskerðingar síðustu ára sem
nú eru að segja verulega til sín.
Stjórnendur Útgerðarfélags
Akureyringa segja að þessum
staðreyndum verði að mæta
með einhverjum aðgerðum þó
á þessu stigi sé ekki unnt að til-
greina hverjar verði.
Frá árinu 1990 hefur orðið
raunaukning í tekjum Útgerðar-
félags Akureyringa en þó eru
tekjurnar 2,2% minni fyrstu sex
mánuði yfirstandandi árs en sama
tímabils í fyrra. Tekjurnar voru
1188 milljónir á þessu tímabili í
Sölulaun af bifreið sem boðin er sem greiðsla óheimil segir Verðlagsráð:
„Þetta er ekki eins einfalt og það
lítur út á blaðinu hjá Verðlagsráði“
segir Hjörleifur Gíslason bílasali
Verðlagsráð hefur gefið út til-
kynningu varðandi söluþókn-
un bílasala þar sem segir að
ráðið telur að bílasala sé
óheimilt að krefjast sölulauna
af bifreið sem er boðin sem
greiðsla vegna kaupa á annarri
bifreið þegar bílasali hefur
ekki boðið til sölu þá bifreið
sem notuð er sem greiðsla í
viðskiptunum. í tilkynning-
unni segir að bílasalar hafi um
árabil tekið sölulaun af bifreið-
um sem notaðar hafa verið
sem greiðsla eða hluti greiðslu
vegna kaupa á annari bifreið,
þ.e. þeir hafa tekið full sölu-
laun af báðum bifreiðum.
Gildir þá einu hvort bílasali
hafi verið beðinn að annast
sölu bifreiðarinnar eða hvort
bifreiðin er boðin sem greiðsla
beint, án atbeina bílasalans.
í greinargerð Verðlagsráðs
segir m.a.: „Þegar bílasali er
fenginn til að annast sölu bifreið-
ar og hún er notuð sem greiðsla
upp í aðra bifreið, stofnast samn-
ingssamband milli bílasalans og
eiganda bifreiðarinnar og er þá
ekki óeðlilegt að bílasalinn fái
sölulaun."
„Ef hins vegar bifreið er boðin
sem greiðsla fyrir aðra bifreið og
það alfarið án atbeina bílasalans
þá stofnast ekki samningssam-
band milli bílasalans og tilboðs-
gjafa og í slíkum tilvikum hlýtur
að vera óeðlilegt að bílasali krefj-
ist sölulauna. Ef bílasali leggur
fram vinnu við frágang og gerð
skjala er eðlilegra að hann taki
sérstaka þóknun fyrir það.“
Verðlagsráð vitnar til 26. gr.
laga nr. 56/1978 þar sem fjallað
er um óréttmæta viðskiptahætti
og neytendavernd þar sem segir:
„I atvinnustarfsemi (svo sem
framleiðsla, verslun, þjónusta
o.s.frv.) er óheimilt að hafast
nokkuð það að, sem brýtur í
bága við góða viðskiptahætti,
sem tíðkaðir eru í slíkri starf-
semi, eða er óhæfilegt gagnvart
neytendum."
Um meðferð og áfrýjun segir í
48. gr. sömu laga: „Nú vill aöili
ekki una ákvörðun Verðlagsráðs
og getur hann þá borið málið
undir dómstóla. Mál skal höfða
innan 6 mánaða frá því að aðili
fékk vitneskju um ákvörðun.“
Hjörleifur Gíslason sem ann-
ast sölu notaðra bíla hjá Höldi
hf. segist hafa selt notaða bíla í
14 ár og alltaf hafi verið tíðkað
að taka sölulaun af bíl sem komi
sem greiðsla upp í annan eldri.
„Við tökum ekki sölulaun af
báðum bifreiðunum ef bifreið er
boðin sem hlutagreiðsla fyrir
aðra heldur tökum fast gjald, 5
þúsund krónur, fyrir umskrán-
ingu o.fl. og það er aðeins þókn-
un fyrir frágang á ýmsum nauð-
synlegum pappírum", segir
Sigurður Valdimarsson hjá Bif-
reiðaverkstæði Sigurðar Valdi-
marssonar. GG
Sjá nánari umfjöllun um sölulaun
á bls. 2.
ár en 1215 milljónir í fyrra.
Heildarskuldir félagsins voru
1,9 milljarðar um mitt ár 1992 en
voru 1550 milljónir á miðju ári
1991. Eigið fé hafði hins vegar
aukist milli ára úr 1430 milljón-
um í 1592 milljónir. Aukning eig-
infjár frá áramótum var 7,7% og
er það nú 45,6% af heildareign-
um félagsins.
Gunnar Ragnars, forstjóri Út-
gerðarfélags Akureyringa, sagði í
gær að reikningur félagsins og
afkoma endurspeglaði þann sam-
drátt sem verið hafi í afla og veið-
um á síðustu árum. Félagið hafi
þurft að setja veruiegar fjárhæðir
í kaup á skipum og aflaheimild-
um til að halda uppi starfsemi en
hefði það ekki verið gert mætti
ætla að afkoma félagsins væri enn
lakari en hún er. Hvað varði
afkomuna á síðari helmingi árs-
ins þá fari hún eftir aflabrögðun-
um. Verði þau með sama móti
áfram verði að grípa til aðgerða
og alla möguleika í þá átt hafi
stjórnendur ÚA nú til skoðunar.
Þrátt fyrir þetta verði að telja
stöðu félagsins sterka og hafi hún
styrkst í ár, samanber bætta eig-
infjárstöðu.
Gunnar bendir á hversu mikil
breyting hafi orðið á samsetningu
aflaheimilda á síðustu árum. Á
meðan samdráttur hafi orðið í
verðmætari tegundunum hafi
orðið aukning í verðminni teg-
undunum og samfara þessu hafi
afli á hvern úthaldsdag minnkað
umtalsvert. Á árinu 1988 var afl-
inn á úthaldsdag 16,1 tonn en er
kominn niður í 12 tonn það sem
af er árinu. Þessar staðreyndir
segi til sín í rekstri félagsins.
JÓH
75. árgangur
Akureyri, fímmtudagur 27. ágúst 1992
161. tölublað