Dagur - 27.08.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 27.08.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 27. ágúst 1992 - DAGUR - 3 Fréttir___________________________________________ Landssamband sauðprbænda: Lagt til að stofna búvörumarkað í Reykjavík - ein af þeim leiðum sem athugaðar verða - hætta á að smásöluaðilar gætu nánast ráðið verðinu, segir Arnór Karlsson, formaður sambandsins Aðalfundur Landssambands sauðfjárbænda samþykkti að kanna möguleika á að koma á fót alhliða búvörumarkaði á Reykjavíkursvæðinu. Markað- urinn er hugsaður sem heild- sölumarkaður fyrir landbúnað- arafurðir þar sem viðskipti við smásala munu eiga sér stað. Samkvæmt heimildum Dags hefur hugmyndin varðandi búvörumarkað þó ekki verið útfærð í smáatriðum heldur sé um ákveðnar grunnhugmyndir að ræða er leyst geti núverandi sölukerfi af hólmi í framtíð- inni. Þess má geta að á síðast liðnu sumri samþykkti aðal- fundur Búnaðarsambands Austurlands að unnið yrði að athugun á að koma á fót alls- herjar kjötmarkaði þar sem kjöt víðs vegar af landinu yrði boðið til sölu á markaði með aðstoð tölvukerfis á líkan hátt og fiskmarkaðirnir nota nú. Því má segja að hugmyndin að Stéttarsamband bænda: Aðalftmdur hefst að Laugum í dag - framleiðsla matvæla er undirstaða hverrar þjóðar í fullvissu þess munu fulltrúar bænda mæta til fundar, sagði Atli Vigfússon, formaður Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga Aðalfundur Stéttarsambands bænda hefst að Laugum í Reykjadal í dag. Fundurinn er að þessu sinni haldinn í skugga mikils samdráttar í sauðfjár- rækt og nokkurs samdráttar í mjólkurframleiðslu. Auk sam- dráttarins standa bændur nú einnig á dyraþrepi nýrra aðstæðna í búvöruframleiðslu því með nýjum búvörusamn- ingi er tekur gildi fyrsta sept- ember næstkomandi verður ábyrgð á sölu landbúnaðar- afurða varpað á herðar bænda sjálfra og framleiðsla þeirra tengd þeim markaði sem næst að vinna hverju sinni. Samdrátturinn og hinar nýju aðstæður verða megin viðfangs- efni fundarmanna og á hvern hátt bregðast megi við stöðugt minnk- andi sölu á landbúnaðarafurðum. Búast má við umræðum um kerfi framleiðslustýringarinnar sem hinn nýi búvörusamningur felur í sér og hvort tímabært sé að taka það til endurskoðunar nú þegar eins og raddir hafa heyrst um - bæði frá aðalfundum búgreina- félaga í sauðfjár- og nautgripa- rækt auk annarra er láta sig málefni landbúnaðarins varða. Atli Vigfússon, bóndi á Laxa- mýri og formaður Búnaðarsam- bands Suður-Þingeyinga, sem er gestgjafi Stéttarsambandsins að þessu sinni sagði í samtali við Dag að þrátt fyrir erfiðleika yrðu bændur að vera bjartsýnir og til- búnir að berjast fyrir sínu. Atli minnti á að bændur hefðu fyrr þurft að mæta erfiðleikum og í kreppunni 1932 hefði einungis fengist hálft framleiðslukostnað- arverð fyrir dilkinn. Atli sagði að Aðalfundur Læknafélags Is- lands verður haldinn á Hótel Vin á Hrafnagili í Eyjafjarðar- sveit næstkomandi föstudag og laugardag. Fundurinn hefst með tveimur framsöguerind- um á föstudag þar sem fjallað verður um þátttöku lækna í stjórnun heilbrigðisstofnana. Þá liggja fyrir fundinum marg- ar tillögur um ályktanir. Undirbúningur aðalfundarins er í höndum Læknafélags Akur- eyrar. Halldór Halldórsson, for- maður félagsins, segir að fulltrú- ar á fundinum verði 40 að tölu en þeir koma frá félögum lækna hringinn í kringum landið. bændur hafi borið nokkuð af leið hvað áróður fyrir sínum þætti í þjóðlífinu varðar og minnti á að framleiðsla matvæla væri undir: staða sjálfstæðis hverrar þjóðar. í þeirri fullvissu myndu fulltrúar bænda mæta til Stéttarsambands- fundar að þessu sinni. ÞI Af öðrum málum sem fyrir fundinum liggja eru breytingar á siðareglum lækna en Halldór seg- ir þessar breytingar fyrst og fremst varða form reglnanna frernur en breytingar á þeim sjálfum. Umræða um breytingar á siðareglum lækna hefur staðið undanfarin ár en á hverju ári þarf að grípa til þeirra í málum er varða lækna. Nefna má í því sam- bandi að dæmi eru um að kvart- anir læknis vegna starfa kollega síns hafi farið alla leið til Hæsta- réttar. Læknafélag íslands á 75 ára afmæli á næsta ári og verður á fundinum fjallað um hvað gert verður í tilefni þess. JÓH Læknafélag íslands: Aðalfundur á Hrafiia- gili um næstu helgi í dag verður væntanlega lukið við að koma fyrir stólum á áhorfendastæði íþróttahallarinnar á Akureyri fyrir rúmlega 600 manns. Þá hefur einnig ver- ið komið fyrir bekkjum á gólf hallarinnar fyrir um 800 manns. Með tilkomu bekkjanna komast áhorfendur nær sjálfum keppnisvcllinum og um leið í nánari snertingu við leikinn sem þar fer fram. Það má því búast við mikilli og góðri steinmningu á leikjum Þórs í 1. deildinni í handbolta í vetur og í 1. deildinni í körfubolta. Mynd: Goiii markaði fyrir búvörur sé ættuð af Austurlandi þótt hugmyndin um kjötmarkað hafi verið rædd á vegum fleiri aðila og nú síðast hjá Landssambandi sauðfjárbænda. Arnór Karlsson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, sagði í samtali við Dag að þarna væri um að ræða hugmynd sem þyrfti nánari skoðunar við en tengdist engu að síður þeim umræðum er orðið hefðu á fund- inum um hvort nauðsyn væri á kerfisbreytingu varðandi sölumál sauðfjárbænda. Hann sagði að samþykkt hefði verið að veita 2,5% af verði til bænda til þess að standa undir markaðsátaki vegna sölu á kindakjöti en ákveðið væri að athuga öll mál er varða mark- aðssetningu sauðfjárafurða ofan í kjölinn á næstunni. Arnór kvaðst aðspurður telja hættu á að sterkir smásöluaðilar á höfuðborgar- svæðinu myndu geta haft afger- andi áhrif á verðmyndun á land- búnaðarafurðum ef búvörumark- aður yrði settur á stofn og hafa yrði hliðsjón af aðstæðum á smá- sölumarkaði þegar fjallað væri um markaðsmál landbúnaðar. Arnór Karlsson sagði mjög óæskilegt að verð á lambakjöti hækkaði á þessu hausti og farið hefði verið frarn á það við ríkis- valdið að þeirri verðhækkun er koma á til framkvæmda á þessu hausti verði mætt með auknum niðurgreiðslum. Upphæðin væri ekki stór eða trúlega um eða inn- an við eitt prósent. Bændur gætu hinsvegar ekki tekið á sig neina tekjulækkun í þessu sambandi þar sem grundvallarverð til þeirra hefði lækkað um 2% á síð- asta ári og 4% á þessu ári. ÞI SJALLINN LAUGARDAGSKVÖLD ÞRIGGJA RÉTTA KVÖLDVERÐUR KR. 3.300 A4ATSEÐIIX: SHERRYBÆTT KJÖRSVEPPASÚPA KRYDDEEGIÐ EAMBAEÆRI ÍS MEÐ ÁVÖXTUM OG SÚKKULAÐISÓSU SJALLAKRÁIN FÖSTUDAGSKVÖID NAMM KJALLARINN RÚNAR ÞÓR OG FÉLAGAR FIMMTU-, FÖSTUDAGS- OG 1AUGARDAGSKVÖLD

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.