Dagur - 27.08.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 27.08.1992, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 27. ágúst 1992 - DAGUR - 7 frelsi í vöru- og þjónustuviðskipt- um, atvinnufrelsi og frjálsan flutning fjármagns. Pá segir að samkvæmt EES-samningnum verði ríkisstyrkir ekki leyfðir auk þess sem samningurinn banni að skattlagning á innfluttar vörur sé hærri en á innlenda framleiðslu. Þá verður allt landamæraeftirlit einfaldað innan EES-ríkjanna og þau verði sameiginlegur útboðs- markaður. Þegnar EES-ríkjanna hafa rétt til að taka atvinnutil- boðum hvar sem er innan svæðis- ins án þess að glata þeim réttind- um sem þeir hafa áunnið sér. Heimilt verður að stofna fyrir- tæki hvar sem er innan EES- svæðisins og fjármagnsþjónusta verður einnig gefin frjáls. Þá verður aðildarlöndum EES frjálst að taka á móti og senda sjónvarpsefni hvert frá öðru. í kynningarbæklingi utanríkis- ráðuneytisins er sérstaklega tekið fram hvaða hlutir felist ekki í samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið. Þar er fyrst tekið fram að sameiginleg sjávarút- vegsstefna og landbúnaðarstefna EB-ríkjanna gildi ekki á EES- svæðinu. Þá gildi markmið EB um að samræma beina og óbeina skatta heldur ekki innan EES. Sameiginleg mynt verði ekki tek- in upp á EES-svæðinu og að varnarsamstarf EB-ríkja nái ekki til Evrópska efnahagssvæðisins. Þrátt fyrir að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið opni möguleika til mjög víðtækrar samvinnu á sviði viðskipta og atvinnumála eru innviðir hans ólíkir þeim samningum sem nú binda ríki Evrópubandalagsins saman og kenndir eru við Róm og Maastricht. EES-samningur- inn byggir fyrst og fremst á fjór- frelsinu svonefnda - það er frjálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og vinnuafls á milli þeirra 19 ríkja sem sameiginlega mynda hið Evrópska efnahagssvæði án þess að því fylgi nokkur stofn- anabundin pólitísk samvinna. Evrópubandalagið byggir hins- vegar á mjög nánum efnahagsleg- um tengslum og eftir Maastricht- Leiðrétting í umfjöllun frá Bikarmóti Norðurlands í hestaíþróttum í Degi í gær, var farið rangt með nafn á knapa og hesti í mynda- texta. Var sagt að á einni mynd- inni væru Vignir Sigurðsson, HSÞ og hesturinn Hrafn frá Syðra-Fjalli en það er ekki rétt. Á myndinni eru þeir Þór Ingvars- son og hesturinn Meistari frá Stóra-Hofi og leiðréttist það hér með. Þá varð Guðmundur Hannes- son ÍBA á hestinum Andvara í öðru sæti en ekki því þriðja í tölti í flokki fullorðina og Hólmfríður Björnsdóttir á hestinum Kremi í þriðja sæti en ekki öðru í sama flokki. Þetta leiðréttist hér með og er beðist velvirðingar á þess- um mistökum. Leiðrétting í minningargrein um Ragnheiði Gunnlaugu Björnsdóttur sem birtist í Degi sl. þriðjudag var farið rangt með fæðingarár hinn- ar látnu. Hún var fædd árið 1915 en ekki 1909. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. samkomulagið einnig pólitískum samruna. EB-ríkin hafa einnig aflétt öllum hömlum með vörur hverju nafni sem þær nefnast og eru landbúnaðarafurðir þar ekki undan skyldar. Sameiginlegar stofnanir EB fara með löggjaf- ar- og dómsvald á ákveðnum sviðum. Þar sem þjóðþing og dómstólar hvers aðildarríkis fyrir sig hafa ekki yfir þessum stofnun- um að segja teljast þær yfirþjóð- legar og viðkomandi þjóðir hafa því framselt hluta fullveldis síns til þeirra. Með Maastricht-sam- komulaginu er einnig stefnt að sameiginlegum gjaldmiðli allra EB-ríkja og einnig er áætlað að þau taki upp sameiginlega utan- ríkis- og varnarmálastefnu. Á sama tíma og EFTA-ríkin náðu samkomulagi við Evrópu- bandalagið um myndum hins Evrópska efnahagssvæðis hafa Helsti ávinningur EES-sanmingsins eru tollalækkanir af fiskafurðum í ríkj- um Evrópubandalagsins. ríkisstjórnir flestra EFTA-land- anna lýst áhuga sínum á inn- göngu í sjálft Evrópubandalagið. Þar hafa Svíar farið fremstir í flokki en Austurríkismenn fylgt fast á eftir. Norðmenn og Finnar hafa einnig sýnt Evrópubandalag- inu verulegan áhuga. Spurningar hafa því vaknað hvað verði um EES-samninginn ef flestar þjóðir EFTA gerast aðilar að Evrópu- bandalaginu í framtíðinni og hvort íslendingar geti orðið eina þjóðin sem starfar að samvinnu í Evrópu samkvæmt honum. Hver þróunin í þessum efnum verður ræður miklu um hvort sá samn- ingur sem nú er til meðferðar á Alþingi muni tryggja okkur óhindruð og hagstæð viðskipti við Evrópu í framtíðinni eða hvort hann muni leiða okkur inn fyrir landamæri hinnar samein- uðu Evrópu. ÞI SUNNUHUÐ VERSIUNARMIÐSTÖÐ — SHOPPING CENTER — í Möppudýrinu féið þið gott úrval af skólatöskum, Lamy |>enna með þveroddi og skúffur fyrir börnin í skólann. Og dýrið okkar er líka troðfullt af alls konar fallegum skólavörum. Saumavélaþjónustan Vorum að taka upp mikið af hannyrðavöru, meðal annars jólamyndir, jólalöbera, jólakransa og margt fleira. Prjónagarn, heklugarn, gjafavörur. Gerum við allar tegundir saumavéla. Sendum í póstkröfu. Saumavélaþjónustan Sunnuhlfð Leiðrétting í grein um sjóstangaveiðimót á Eyjafirði, sem birtist í Degi sl. þriðjudag, var sagt að Sigfríður Valdimarsdóttir sem varð í þriðja sæti á lista yfir aflahæstu konur væri frá Hafnarfirði. Hið rétta er að hún er frá Hauganesi og það er hér með leiðrétt. Ynja s. 25977 - Slétt og fellt s. 27224 - Ljósmyndabúðin s. 11030 - Samson s. 27044 - Tónabúðin s. 22111 Rafland s. 25010 - Pálína s. 27177 - HABRÓ s. 11119 -Trygging s. 21844 - M. H. Lyngdal s. 26399 Möppudýrið s. 26368 - Brauðbúð Kristjáns s. 25904 - Vaggan s. 27586 - Saumavélaþjónustan s. 11484 Blómabúðin Laufás s. 26250 - Búnaðarbanki íslands s. 27600 - Kjörbúð KEA s. 30387 Velkomín í Sunnuhlíð i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.