Dagur - 27.08.1992, Page 5

Dagur - 27.08.1992, Page 5
Fimmtudagur 27. ágúst 1992 - DAGUR - 5 Lesendahornið______________ Fyrsti rafmagns- bíllinn á íslandi Þegar ég var við nám í matreiðslu árið 1948 á Hressingarskálanum í Reykjavík þá sá ég fyrsta raf- magnsbílinn sem fluttur var til landsins. Hann var í bílskúr bakvið Verslun Haraldar Ámasonar og hafði staðið þar árum saman. Haraldur Ámason flutti þennan bíl inn, en gat aldrei tekið hann í notkun, vegna þess að honum var neitað um rafmagn á bílinn. Þetta kann að þykja skrýtið í dag, en það var annað ástand í raforkumálum þá en nú er. Ef Haraldur hefði fengið raf- magn á bílinn og reynslan orðið góð, er líklegt að fleiri hefðu kom- ið á eftir. Það var einfaldlega ekki til raf- magn, til þess að inæta þeirri eftir- spum sem þá hefði orðið. Þetta var sendiferðabíll, ekki mjög stór með hliðarhurð, sem þá var ekki mjög algengt. Hann var svartur og grár, frambyggður og mjög fínn. Svo liðu einhverjir áratugir, þá koma fréttir í blöðum og sjónvarpi af því sem talið var fyrsti raf- magnsbíllinn á íslandi. Ég reyndi að koma upplýsingum á framfæri um þennan fyrsta rafmagnsbíl á ís- landi en það gekk ekki vel. Síðast í sumar talaði ég víð þekktan frétta- mann, en það virðist ekki hafa bor- ið neinn árángur. Rafmagnsbíll sá er Háskóli íslands fékk fyrir nokkrum árum og prófaði var því ekki fyrsti rafmagnbíllinn á land- inu. Það var bíllinn sem Haraldur kaupmaður flutti inn fyrir hálfri öld. Það væri mjög forvitnilegt að vita hvað varð um þennan fyrsta rafmagnsbíl á Islandi. Brynjólfur Brynjólfsson „Trúboðf betlar peninga af bömum Móðir hringdi: „Við hjónin vinnum bæði úti og synir okkar 10 og 12 ára eru þá einir heima. Einn morguninn nú um daginn bankar maður uppá og kynnir sig sem trúboða. Hann tók sér víst einhver guðsorð í munn en fór síðan að spyrja eftir peningum. Eldri strákurinn svar- ar að það séu engir peningar á heimilinu því við værum að vinna. Maðurinn gekk þá á hann og var með frekju og neitaði að trúa að ekki væri einu sinni til króna á heimilinu. Þetta endaði þannig að sonur minn hljóp inn til sín og náði í hundraðkall til þess að losna við manninn. Ég veit til þess að það hefur líka verið komið í hús hér í nágrenninu undir því yfirskyni að um trúboð væri að ræða en þegar upp er staðið þá er verið að betla peninga. Ég hef grun um að maðurinn stíli inn á það að börnin séu ein heima og vil þvf eindregið vara foreldra við. Við erum núna búin að setja sonum okkar lífsreglur ef maðurinn skyldi láta sjá sig aftur og gott væri ef aðrir foreldrar myndu vara börn sín við slíku.“ | Gæsaveiðimenn! Allt til gæsaveiða Gæsaflautur, gervigæsir. Regnheldir gallar í felulitum. Gæsaskot í miklu úrvali. Hreinsisett, olíur, burstar, byssupokar, haglabyssur. 5% staðgreiðsluafsláttur Opid laugardaga kl. 9-12. lli EYFJORÐ RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar- andi: RARIK 92005 22 kV rofabúnaður. Opnunardagur: Föstudagur 2. október 1992 kl. 14.00. Hvað nær Öxnadalshreppur langt í norður?: „Ég vil ekki vera Öxndælingur“ - segir lesandi Dags af Þelamörkinni Lesandi af Þelamörkinni hringdi og vildi leiðrétta þann misskiln- ing að bærinn Ás væri í Öxna- dalshreppi. í frétt Dags sl. laug- ardag um sumarbústaði í Eyja- fjarðarsýslu hinni fornu er byggt Jörundur Guðmundsson hjá Sirkus Arena sagðist vilja mót- mæla öskureiðri móður sem hringi í Dag út af sýningu sem dóttir hennar hafði farið á. Aldrei hafi staðið til að sýna sæ- ljón hérlendis og það hafi komið fram strax í júní þegar sirkusinn kom til landsins. Verðlagning á Sóðalegt á Akureyri Gamall Akureyringur, nú bú- settur í Reykjavík, hringdi: „Ég er afar óhress með það sem mér finnst vera sóðaleg umgengni á Akureyri. Ég nefni sem dæmi Andapollinn, en kring- um hann er mjög sóðalegt. Þá kom ég í Kjarnaskóg og voru snyrtingarnar þar líka til skammar. Enginn salernispappír var þar til staðar og allt mjög sóðalegt." Birtist með fötu og kúst og fór að skúra Viðskiptavinur á Akureyri skrifar: „Sem viðskiptavinur í verslun einni hér í bæ kom ég til að fá mér kaffi og brauð og ætlaði að sitja í rólegheitum og drekka mitt morgunkaffi. Jæja, kemur þá ekki manneskja inn býður góðan dag, hverfur og birtist aft- ur með fötu og kúst og fer að skúra. Hvers eiga viðskiptavinir, afgreiðslufólk og aðrir, líka sú sem þvær, að gjalda? Ég bara spyr • “ á upplýsingum frá Skipulagi ríkisins en þar er ranglega sagt að bærinn Ás sé í Öxnadalshreppi. „Ég vil ekki vera Öxndælingur,“ sagði lesandi Dags af Þelamörk- inni og benti á að Öxnadalur - og kók hafi alltaf verið 100 krónur og aldrei neitt annað og það að börnin hafi orðið að sitja í gras- inu sé rakalaus þvættingur því það sé einfaldlega ekkert gras til að sitja á. Árlegt unglingavinnuball verð- ur haldið nk. föstudag, 28. ágúst, kl. 21.00 til 01.00 í félagsmiðstöðinni Dynheimum og er aðgangur ókeypis. Þessi árlegi dansleikur er ein- göngu ætlaður unglingum fædd- hreppamörkin - næðu ekki lengra en að Syðri-Bægisá. Frá og með Ytri-Bægisá heitir hins vegar Þelamörk og þar er bærinn Ás enn þann dag í dag. Hann tilheyrir því Glæsibæjar- hreppi en ekki Öxnadalshreppi. Hinum megin við Hörgána er Hörgárdalur og er hreppurinn kenndur við Skriðu. „Ætli menn fari ekki næst að tala um Möðru- velli í Öxnadal!,“ sagði lesandinn af Þelamörkinni að lokum. um 1976, 1977 og 1978 sem voru skráðir í unglingavinnu Akureyr- arbæjar í sumar. Það má því búast við fjölmenni í Dynheim- um á föstudagskvöldið þegar ung- lingarnir kætast saman í lok sumarvinnunnar. Allir hafa sæti í Sirkus Arena Lesendur athugið! Lcscndur eru hvattir til að láta álit sitt í Ijós í lesendaþætti blaðsins. Tekið er við lesendabréfum á ritstjórnarskrifstofum Dags á Akureyri, Húsavík og Sauðárkróki. Æskilegt er að bréfin séu vélrituð. Einnig geta lesendur hringt til að koma skoðunum sín- um á framfæri. Af gefnu tilefni skal það tekið fram að fullt nafn, heimilis- fang, kennitala og símanúmer þarf að fylgja með bréfunum, jafnvel þótt viðkomandi kjósi að skrifa undir dulnefni. Það sama gildir ef lesendur kjósa að nota símann. Einnig skal það tekið fram að ef bréfritari eða sá sem hringir er að deila á ákveðna persónu eða persónur, verður hann að koma fram und- ir fullu nafni. Að öðrum kosti verður bréfið ekki birt. Ritstjóri Unglingavinna Akureyrarbæjar: Dúndurball í Dynheimum Tilboöum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyriropnun- artíma og veröa þau opnuð á sama staö aö viö- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn veröa seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og meö fimmtudegi 27. ágúst 1992 og kosta kr. 1.000 hvert eintak. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Laugavegi 118, 105 Reykjavík. Verðlækkun o lombokjöti TILBOÐ €inors myslu-sQmlokubrouó....kr. 99 Kelloggs kornflögur 500 g.....kr. 199 Tc tómotsóso 750 g............kr. 129 Soxoðir tómotor 397 g.........kr. 39 Þvottoduft 1,2 kg.............kr. 99 fíouðvínslegin lombQlæri fró KjornQfæði pr. kg.........kr. 850 líður kr. 1.097 Matvöru- markaöurinn Kaupangi Opiö virka daga ki. 9-22 Laugardaga og sunnudaga ki. 10-22

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.